Morgunblaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 10
Tískusýning Karls Lagerfelds fyrir Chanel sem fram fór
nýlega bar yfirskriftina Bombay-Paris. En líkt og nafnið
gefur til kynna gætti þar áhrifa frá borgunum tveimur.
Lagerfeld var ekkert að draga úr glæsilegheitunum en
tískusýningin var haldin í Grand Palais í París sem hafði
verið breytt í eitt stórt, indverskt matarboð. Þannig gengu
fyrirsæturnar meðfram borðum hlöðnum veitingum sem
gestir gátu gætt sér á á meðan. Gestir hafa sjálfsagt átt
fullt í fangi með að einbeita sér bæði að fatnaðinum og
umhverfinu en allar skreytingar voru mjög íburðamiklar.
Höfuðskartið sem fyrirsæturnar báru var áberandi ind-
verskt og mikið var um kjóla bæði í skærum litum og
hvítu. Fatnaðurinn var hinn glæsilegasti enda þykir Lag-
erfeld vita hvað hann syngur þegar kemur að tískunni.
Bombay og París mætast
Reuters
Íburður Gestir snæddu af drekkhlöðnu veisluborði á meðan fyrirsæturnar sýndu það nýjasta úr smiðju Lagerfelds.
Tíska
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hekl Tinna veit fátt betra en að setjast niður með heklunál og skapa.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér fannst bráðvanta góðaheklbók svo ég ákvað aðganga bara sjálf í máliðog bæta úr því,“ segir
Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir en
hún gaf út nú fyrir jólin forláta hekl-
bók sem heitir Þóra – Heklbók.
„Ég hef verið að kenna á hekl-
námskeiðum undanfarin tvö ár, bæði
á kaffihúsum og í Félagsmiðstöð
Vesturbæjar, og ég fann hvað þörfin
fyrir svona bók var mikil. Það er svo
frábærlega skemmtilegt hannyrða-
æði í gangi hjá þjóðinni núna og það
hafa komið út margar prjónabækur
undanfarið, og ég sá að nú væri lag
að búa til heklbók. Maður á jú að
skapa sér sín eigin tækifæri, er það
ekki,“ segir Tinna og hlær. „Fólk hef-
ur verið mjög ánægt með að í bókinni
sýni ég grundvallaratriði heklsins
myndrænt, skref fyrir skref, eins og
til dæmis hvernig á að fitja upp. Bók-
in nýtist því ekki aðeins þeim sem
eru lengra komnir heldur líka byrj-
endum. Fólki þarf að finnast þetta
yfirstíganlegt og skýringarnar þurfa
því að vera aðgengilegar. Hekl-
uppskriftir geta nefnilega verið svo-
lítið flóknar í uppsetningu og þess
vegna setti ég þetta upp myndrænt,
munstrin eru bæði teiknuð og skrif-
uð. Ég vil fá sem flesta til að taka til
við heklið og útgáfa bókarinnar er
því partur af því að breiða út fagn-
aðarerindið.“
Flinkar systur sáu um útlitið
Tinna lagði mikið upp úr því að
hafa bókina fallega og grafíkina að-
laðandi. „Frá því ég fékk hugmynd-
ina að því að gera bókina vissi ég
hverjar ég vildi fá í lið með mér að
hanna hana og sjá um útlitið. Ég á of-
boðslega klárar vinkonur, systurnar
Breiðir út fagnaðar-
boðskap heklsins
Þóra langamma hennar kenndi henni að hekla þegar hún var tíu ára og hún hef-
ur heklað alla tíð síðan. Hún vill halda heklinu á lofti og miðla því áfram og þess
vegna gaf hún út heklbók sem hún kennir við Þóru langömmu sína.
Það er eiginlega ómissandi að vera
með skemmtilegan hatt á höfðinu á
gamlárskvöld. Í þessu veðurfari gefst
kjörið tækifæri til að vera inni og búa
til sinn eigin skrautlega hatt. Það má
nota ýmislegt sem til er á heimilinu
eins og afgang af glimmer úr jóla-
föndrinu eða fallega litað pakkaband.
Einnig er hægt að búa til confetti úr
jólapappírsafgöngum en það getur
verið frekar leiðinlegt að hreinsa það
upp. Víða á netinu má finna upp-
skriftir og leiðbeiningar að flottum
höttum. Á bloggsíðunni laur-
endenglert.tumblr.com er ekkert ver-
ið að auðvelda hlutina. Þar er hatta-
gerðin komin á næsta stig og þarf
dálítið til af hráefnum auk þess að
vera dálítið flinkur í höndunum. En þá
er bara að vanda sig og fylgja leið-
beiningunum frá a til ö. Hattarnir eru
búnir til úr þykkum, brúnum pappír
og skreyttir í anda áramótanna.
Vefsíðan www.laurendenglert.tumblr.com
Hráefni Ýmiskonar skemmtilega hatta má búa til úr pappa og skrauti.
Flottir gamlárshattar
Sjálfsagt ætla einhverjir að taka for-
skot á sæluna og kíkja út á lífið í
kvöld. Meðal viðburða í kvöld eru tón-
leikar þar sem hljómsveitirnar Moses
Hightower og Forgotten Lores leiða
saman hesta sína á sameiginlegum
tónleikum. Tónleikarnir verða haldnir
á Faktorý og hefjast klukkan 23 en
miðasala hefst klukkutíma fyrr.
Síðast komu sveitirnar fram sam-
an á Þykkum þrettánda í janúar þar
sem þær smekkfylltu Faktorý. Á ein-
hverjum tímapunkti munu hljóm-
sveitirnar renna saman í eina ólgandi
heild og m.a. frumflytja lag sem þær
hafa nýlokið við að taka upp saman.
Endilega …
… kíkið á ólg-
andi tónleika
Á tali? Moses Hightower.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Í góðu áramótapartíi er nauðsynlegt
að hafa góðar ídýfur með snakkinu.
Ýmist kaldar eða heitar. Hér eru tvær
uppskriftir að ídýfum af uppskrifta-
vefnum food.com. Sú fyrri er í líkingu
við heitu, mexíkönsku ídýfuna með
salsasósu, rjómaosti og osti sem er
alltaf jafnvinsæl.
Pitsuídýfa
230 gr rjómaostur
230 gr sýrður rjómi
230 gr pitsusósa
230 gr rifinn ostur
Aðferð Blandið saman sýrða rjóman-
um og rjómaostinum og smyrjið
blöndunni síðan í eldfast form. Pitsu-
sósunni er síðan smurt yfir og loks er
ostinum dreift yfir. Ídýfan er síðan
sett í ofninn við 180 gráðu hita í um
korter eða þar til osturinn er orðinn
gullbrúnn.
Köld, mexíkósk ídýfa
Notaðu jafnmikið af rjómaosti, sýrð-
um rjóma, tacosósu og rifnum osti.
Síðan þarf 3-4 niðurskorna tómata
og slatta af ólífum. Blandaðu saman
rjómaostinum og sýrða rjómanum og
smyrðu í mót. Ofan á fer síðan sósan,
osturinn, tómatar og ólífur, gott er að
fínsaxa líka niður rauðlauk.
Uppskriftir
Ljósmynd/Norden.org
Ídýfa Gott er að nota lauk, tómata, ólífur og fleira í kalda ídýfu.
Ídýfumeistarar slá í gegn