Morgunblaðið - 30.12.2011, Page 21

Morgunblaðið - 30.12.2011, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 ✝ SigmundurJónsson fædd- ist 9. ágúst 1927. Hann lést 12. des- ember 2011. For- eldrar hans voru Jón Guðmundsson, ættaður frá Lauga- landi í Fljótum, d. 28. maí 1966, og Sigrún Steinunn Sigmundsdóttir, ættuð frá Vestari- Hóli í Fljótum, d. 28. júlí 1982. Fósturforeldrar hans voru Sig- mundur Jónsson, d. 29. apríl 1941, og Halldóra Ingibjörg 22. ágúst 1960, dætur óskírðar, f. 15. desember 1961, dánar á sama ári, Bára, f. 24. apríl 1963, og Eygló, f. 26. febrúar 1965. Sigmundur ólst upp á Vest- ari-Hóli hjá ömmu sinni og afa og móðursystkinum sínum við hefðbundin sveitastörf. Smám saman tók hann við búinu af móðurbræðrum sínum Jóni og Sveini. Fyrstu búskaparár sín vann hann töluvert utan heim- ilisins, meðal annars við vega- gerð yfir Lágheiði og á vertíð í Vestmannaeyjum. Sigmundur var vel hagmæltur og eftir hann liggur fjöldi ljóða. Sigmundur kvæntist ekki né eignaðist börn en sambýliskona hans hin síðari ár er Ólína Guðmundsdóttir. Útför Sigmundar fer fram frá Barðskirkju í Fljótum í dag, 30. desember 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. Baldvinsdóttir, d. 1955. Sigmundur á eina systur, Hólm- fríði, f. 8. mars 1933. Hennar mað- ur er Héðinn Her- móðsson frá Mjó- eyri í Eskifirði. Þau eignuðust 11 börn. Hrönn, f. 13. maí 1950, Hafdís, f. 24. apríl 1954, Haf- steinn, f. 20. sept- ember 1955, dáinn á sama ári, Sigrún Jóna, f. 7. október 1956, Kolbrún, f. 29. apríl 1958, Bryn- dís, f. 6. júní 1959, Hermóður, f. Sigmundur Jónsson var fæddur á Vestari-Hóli Fljótum 9. ágúst 1927, átti þar lögheimili alla stund síðan, hann var sonur hjónanna Sigrúnar Sigmunds- dóttur og Jóns Guðmundssonar, bónda á Hálsi í Flókadal. For- eldar Sigmundar fluttu til Reykjavíkur 1934, varð Sig- mundur eftir hjá afa sínum og ömmu, þeim Sigmundi Jónssyni og Halldóru Baldvinsdóttur á Vestarihóli. Sigmundur var fermdur frá Barðskirkju ásamt níu öðrum börnum á hvíta- sunnudag 1941. Sigmundur vann alla algenga verkamanna- vinnu á yngri árum svo sem í vegavinnu á vorin, var í slát- urtíð á haustin einnig fór hann á vertíð til Keflavíkur og tvær vertíðir í Vestmanneyjum. Árið 1954 eignast Sigmundur jörðina Vestarihól og var búandi þar í tvö ár og leigði síðan Páli Gunn- laugssyni hana í tvö ár, en átti lögheimili samt áfram á jörð- inni. Um 1960 byggði Sigmund- ur íbúðarhús og fjós á jörðinni úr steinsteypu. Eftir það byggði hann afkomu sína mest á kúabúskap fram yfir 1990 en þá skipti hann yfir í fjárbúskap þar til fyrir 4-5 árum að hann fækk- aði fé og á sl. ári var hann hætt- ur öllum búskap. Sigmundur var kjörinn í hreppsnefnd Haganeshrepps og var þar átta ár, mörg ár var hann formaður Sjúkrasamlags Haganeshrepps. Ekki kvæntist Sigmundur og á enga afkomendur, en hélt ráðs- konur og var Ólína Guðmunds- dóttir, frá Grímsey lengst hjá honum og var það þegar hann lést. Sigmundur og Ólína dvöldu hér á Siglufirði á Skálahlíð, heimili fyrir aldraða, veturinn 2010-11 en voru á Vestarihóli síðastliðið sumar en komu aftur í september, þar andaðist Sig- mundur hinn 12. þessa mán- aðar. Sigmundur var vel hag- mæltur og einnig samdi hann leikrit sem flutt var á þorrablóti á Ketilási fyrir mörgum árum. Það voru margir sem leituðu til Sigmundar um tækifærisvísur. Sigmundur var tryggur sinni heimabyggð og vann henni allt sem hann gat. Nú við leiðarlok færi ég Sigmundi þakkir fyrir trygga vináttu liðin ár. Ég veit að það verða vinir í varpa því von er á gesti sem taka fagn- andi á móti honum. Hvíl í friði, kæri fermingarbróðir, og falinn þeim sem gaf þér lífið á morgni lífs þíns. Ættingjum öllum fær- um við Sigríður eiginkona mín innilegustu samúðarkveðjur, sérstakar kveðjur fær Ólína, ráðskona hans, sem hefur stutt Sigmund vel hin síðari ár. Hvíl í friði. Ólafur Jóhannsson. Kunningi minn og sveitungi, Sigmundur Jónsson á Vestara- Hóli, er allur. Hann fæddist að Vestara-Hóli í Flókadal og þar var hann fóstraður upp hjá afa sínum og ömmu, Þeim Sigmundi Jónssyni og Halldóru Baldvins- dóttur, er þar bjuggu. Var hann augasteinn Sigmundar afa síns og eini nafni hans. Eftir að Sig- mundur eignaðist jörðina Vest- ara-Hól, um miðjan sjötta ára- tug liðinnar aldar, byggði hann þar upp öll hús, ræktaði og bjó góðu búi um árabil. Um og eftir liðin aldamót sló hann allveru- lega af búskapnum og átti hin síðari ár aðeins fáa tugi kinda. Hann var glöggur á fénað og fór vel með skepnur sínar. Um tuttugu ára skeið dvaldi hjá Sig- mundi Jón móðurbróðir hans og Guðrún frænka hans átti löngum vissan dvalarstað hjá honum að Vestara-Hóli. Áður en Sigmundur hóf búskapinn af fullri alvöru hafði hann verið á vetrarvertíðum og stundað al- menna verkamannavinnu. Sigmundur var að mörgu leyti vel gerður maður. Hann var stundum fljóthuga, en minn- ugur og eftirtektarsamur varð- andi menn og málefni, fylgdist vel með náttúrunni og fannst fuglalífið orðið dapurt. Hann hafði gaman af að taka í spil og var hagmæltur vel. Sveitungar hans nutu afrakstursins einkum á Þorrablótum og við önnur „hátíðleg“ tækifæri. Hann fylgdist vel með málefnum líð- andi stundar og hafði skoðanir á þeim. Sigmundur gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Haganeshrepps, alllengi hafði hann á hendi af- greiðslu og umsjón með sjúkra- samlaginu og um tíma var hann meðhjálpari við Barðskirkju. Ekki veit ég hversu næmur Sigmundur var. Hann sagði mér að eitt sinn hefði hann séð Þor- geirsbola, það var undanfari að gestakomu. Yfirleitt sat Sig- mundur á friðarstól en fyrir nokkrum árum varð hann að verjast yfirgangi er sótt var að honum að ósekju, er gera átti hann jarðlausan mann. Sig- mundi féll þetta miður og varð fár við. Hann leitaði þá aðstoðar glöggra manna og varðist. Mál- ið var síðar dæmt honum í vil bæði í Héraðsdómi og Hæsta- rétti. Liðin misseri var heilsu Sig- mundar tekið að hraka. Síðla árs 2010 flutti hann, ásamt Ólínu Guðmundsdóttur, sam- býliskonu sinni, til Siglufjarðar til dvalar á Skálahlíð yfir vetr- armánuðina. Á liðnu sumri dvöldu þau að Vestara-Hóli. Hygg ég að Sigmundi hafi oft verið innanbrjósts svipað og Magnúsi Gíslasyni, bónda og skáldi að Vöglum, þegar Magn- ús orti kvæðið Skagafjörður, en þar stendur m a: Má af Fljóta fegurð státa, fjöllum, hlíðum, engi og blá, en þó er sárt að þurfa að játa, að þar hefur orðið brestur á.“ Hin síðari ár nutu þau Sig- mundur og Ólína aðstoðar sveit- unga sinna með aðdrætti og fleira. Drýgstu aðstoðina tel ég að Guðbrandur Þór frá Saurbæ hafi veitt þeim, að öllum öðrum ólöstuðum. Sigmundi þakka ég góða viðkynningu. Ólínu og vandamönnum Sigmundar votta ég samúð mína. Guðmundur Óli. Í tilefni af stórafmæli Skag- firðingsins Hannesar Péturs- sonar hafa ýmsir rifjað upp hans þekkta æskuljóð: Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu. Sigmundur á Vestari-Hóli þekkti þessa skagfirsku dali betur en margir aðrir. Ég hafði stundum á tilfinningunni, þessi sjö sumur sem ég var í læri hjá honum, fram yfir fermingu, að hann þekkti flesta króka og kima á fjöllum og dölum við ut- anverðan Skagafjörð. Þannig voru lýsingar á skálum, hnjúk- um, melum og inndölum við eld- húsborðið á Vestari-Hóli. Flóka- dalur var hans sérsvið. Sigmundur tók ungur við búi á Vestari-Hóli, fljótlega eftir að afi hans og alnafni féll frá. Hann naut til þess stuðnings móðursystkina sinna, Indiönu, Jóns og Guðrúnar. Búskapurinn var stundaður af krafti, innsæi og umhyggju, sem einkenndi manninn sjálfan. Öll húsdýrin höfðu t.d. sín nöfn, sem voru ekki valin út í bláinn, heldur byggð á skapgerðarstúdíum á skepnunum og gjarnan lýst í bundnu máli. Fyrir hlaupastrák var dvöl á Vestari-Hóli sískapandi sumar- starf. Margt að prófa. Mér fannst ég vera í prívatvinnu- skóla. Ef eitthvað vantaði varð að leysa málið á staðnum. Eitt sumarið varð rottugangur á bænum. Við Sigmundur gáfum sköpunargleðinni lausan taum við að útbúa gildrur og vöktum yfir þeim fram eftir kvöldum til að fylgjast með veiðinni – sem okkur þótti alltaf of lítil. Sigmundur varð þekktastur innan og utan sveitar fyrir vísur sínar og gamankvæði. Raunar var hagmælskan eins konar heimilislist á Vestara-Hóli. Hnyttnir kviðlingar Sigmundar um atburði, tíðindi, tilsvör og framgöngu sveitunganna flugu á milli bæja. Árlega kom langur þorrablótsbragur. Hann hafði skondið sjónarhorn á landsmál- in, eins og sjá má í bókinni Skagfirsk skemmtiljóð. Lítið af kveðskap Sigmundar er að- gengilegt og væri óskandi að meira rataði á prent að honum gengnum. Ég undraði mig á leikni hans með íslenskt mál. Skólaganga var ekki löng og heimsbók- menntir voru ekki daglegur lestur. Ég man að ég dauðöf- undaði hann af hversu fljótur hann var að ráða krossgátur. Varð að sætta mig við að orð- snilld væri aðeins sumum í blóð borin. Eðlisleg greind hjálpaði til. Orðfærið lagði grunn að samskiptahæfileikum, sem ásamt réttsýni, dómgreind og sterkum vilja til verka kom hon- um í hreppsnefnd Haganes- hrepps og ýmis önnur trúnaðar- störf. Hann var m.a. um árabil formaður Verkalýðsfélagsins Flóka. Kannski sameinuðust margir af mannkostum Sigmundar í þeirri iðju hans að klippa hár sveitunganna í frístundum. Greiðviknin, gestrisnin, og skemmtilegheitin fengu í þess- ari samfélagsþjónustu sinn eðli- lega farveg. Ég átti bágt með að ímynda mér að Sigmundur eltist. Mér fannst hann alltaf jafn þéttur á velli og líklegur til átaka. Vinnusemin var þó farin að taka sinn toll, eins og kemur fram í vísu hans í fyrrnefndri bók: Ónýtur ég er til puðs, annað líf má dreyma. Krafturinn er kominn til Guðs en kroppurinn ennþá heima. Sigmundur á Vestari-Hóli skilur eftir minningar um gleði og gamanmál, vinnusemi og atorku, ábyrgð og trúnað. Hann kenndi okkur sem fengum að fylgjast með honum dýrmætar lexíur með fyrirmynd sinni og framgöngu. Systir mín, sem einnig fékk að njóta á Vestari-Hóli kennslu í gagnsemi og góðum siðum, biður fyrir kveðju. Jónas Guðmundsson. Okkur langar að minnast Sig- mundar bónda frá Vestari-Hóli eða Bimba eins og hann var jafnan kallaður í fjölskyldunni. Hjá honum snerist lífið um bú- skap og að nytja landið sem hann hafði alist upp við. Hann stundaði lengst af kúabúskap en seinni árin þegar heilsan fór að þverra snéri hann sér að kind- um og breytti þá fjósinu í fjár- hús. Í gegnum árin höfum við fjölskyldan heimsótt Bimba, alltaf voru móttökur góðar og höfðum við mjög gaman af þess- um heimsóknum, var hann mjög hagmæltur og kom oft með vís- ur við eldhúsborðið sem kættu mannskapinn. Bimbi bjó lengi vel einn en nú síðustu árin bjó Ólína hjá honum, þau náðu vel saman og áhugamál þeirra beggja var meðal annars bú- skapur, dýrin og að nægur mat- ur væri til í búrinu. Seinustu ár- in höfðum við það fyrir venju að ferðast með Bimba og Ólínu á afmælisdegi hans, hafði hann mjög gaman af að ferðast og skoða landið og bændabýlin, hann naut þess að sjá sveitirnar í blóma. Bimbi var með einstaklega góða sjón miðað við aldur og eitt sinn þegar við vorum á ferðalagi og það vantaði nafn á eitt býlið greip ég kortið og ætl- aði að lesa á það, fannst honum ég vera lengi að rýna í kortið og sagði „réttu mér kortið væni“ og var hann fljótur að finna nafnið á bænum. Á afmælinu hans í sumar fórum við í dags- ferð fyrir Skaga með hann og Ólínu, eftir þá ferð hafði hann á orði að líklega yrðu ferðirnar ekki fleiri. Bimba þótti mjög vænt um hólinn sinn og þar vildi hann jafnan vera og var hann þar á meðan heilsan leyfði. Síðastliðinn vetur var hann á Siglufirði og líkaði það vel og var hann aftur kominn þangað þegar yfir lauk. Kæri Sigmundur (Bimbi), við þökkum allar stundir sem við áttum með þér Guð blessi minningu þína. Bryndís, Magnús og fjölskylda. Sigmundur Jónsson ✝ Elskuleg konan mín, systir okkar og frænka, HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR fyrrv. bankastarfsmaður, Laugarnesvegi 112, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 25. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. janúar kl. 13.00. Hólmsteinn Þórarinsson, Svana I. Þórðardóttir, Charlotta O. Þórðardóttir, Úlfar Gunnar Jónsson, Hulda Hrönn Úlfarsdóttir, Aðalsteinn Finsen, Edda Sólveig Úlfarsdóttir, börn og tengdafjölskyldur. ✝ Okkar yndislega eiginkona, móðir, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, BERGLIND MARÍA KARLSDÓTTIR, Krossholti 12, Keflavík, lést á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 27. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn Einarsson, Bára Erna Lúðvíksdóttir, Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Arna Lind Kristinsdóttir, Bára Erna Ólafsdóttir, Ellert Pétursson, Arnbjörg Eiðsdóttir, Helgi Kristjánsson, Hörður Már Karlsson, Anna Lilja Guðjónsdóttir, Einar Jónsson, Fanney Kristinsdóttir, Magnea Sif Einarsdóttir, Einar Friðrik Brynjarsson. ✝ Ástkær móðir mín, systir, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA SIGFÚSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 21. desember. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtu- daginn 5. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldu hennar, Sigfús Grétarsson, Margrét S. Sigbjörnsdóttir, Friðrik Atli Sigfússon, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Kjartan Sveinsson, Snorri Grétar Sigfússon, Hildur Þóra Sigfúsdóttir og langömmubörn, Friðrik Valdimar Sigfússon, Alexía Margrét Gunnarsdóttir, Steingrímur Sigfússon. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORGILS V. STEFÁNSSON, Háholti 7, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 28. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg F. Hjartar, Dagný Þorgilsdóttir, Neal Hermanowicz, Hörður Þorgilsson, Lilja Stefánsdóttir, Fríða Þorgilsdóttir, Ásdís Hermanowicz, Stefán Hermanowicz, Dagný Harðardóttir, Rósa Harðardóttir. ✝ Okkar ástkæri RAGNAR SIGURBJÖRN STEFÁNSSON, Raggi rakari, lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. desember. Úförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 6. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Salbjörg J. Thorarensen, Bogi Rúnar Ragnarsson, Marín Hallfríður Ragnarsdóttir, Kolbeinn Friðriksson, Kári Kolbeinsson, Stefán Sigurbjörnsson, Marín Hallfríður Ragnarsdóttir, Magnea Hrönn Stefánsdóttir, Jón Höskuldsson, Stefán Már Stefánsson, Lára Margrét Traustadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.