Morgunblaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 ✝ HólmfríðurJónasdóttir fæddist í Reykja- vík 24. október 1917. Hún lést á Landspítala Foss- vogi 21. desember 2011. Hólmfríður var dóttir Jónasar Páls Magn- ússonar, f. 18. maí 1885, d. 11. nóvember 1955, bókbindara og tónlistarmanns í Reykjavík og konu hans Guðbjargar Gísladóttur, f. 1. júní 1897, d. 5. desember 1974, en hún var ættuð úr Hornafirði. Systkini Hólmfríðar voru Sigríður, Ragnar, Birgir, Jón og Páll Magnús en þau eru nú látin. Eftirlifandi bróðir Hólm- fríðar er Karl. dætur, tíu barnabörn og átta barnabarnabörn. 4) Rögn- valdur, f. 4. júní 1947. Hans maki var Kristjana Emilía Kristjánsdóttir, þau skildu, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 5) Gísli Jónas, f. 8. desember 1951. Hans maki er Lucrecia Dugay og eiga þau tvö börn. Hólmfríður vann sem hús- móðir meðan börnin voru að vaxa úr grasi, en fór síðan að vinna úti, fyrst á Elliheim- ilinu Grund, síðan við Þjón- ustuíbúðir aldraðra við Dal- braut 27 og að lokum á Rannsóknastofu Borg- arsjúkrahússins. Hólmfríður og Ingólfur bjuggu lengst af á Bakkastíg 5 en fluttu síðan að Kambsvegi 16 þar sem þau bjuggu sér fallegt heim- ili. Hólmfríður gat búið heima nánast fram á síðasta dag án mikils opinbers stuðn- ings. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Áskirkju í dag, 30. desember 2011, og hefst at- höfnin kl. 11. Hún giftist (Sveini) Ingólfi Rögnvaldssyni hinn 18. mars 1939. Þau eign- uðust sex börn en eitt þeirra stúlka dó skömmu eftir fæðingu. Eftirlif- andi börn Ingólfs og Hólmfríðar eru 1) Anna, f. 10. ágúst 1939. Hennar maki er Jörgen Sig- urjónsson, þau eiga eitt barn og tvö barnabörn. 2) Þor- björg, f. 1. september 1941. Hennar maki er Hilmar Bergsteinsson, þau eiga þrjú börn. Áður átti Þorbjörg einn son. Barnabörnin eru 12. 3) Guðbjörg, f. 19. júní 1945. Hennar maki er Bragi Finnbogason, þau eiga fjórar Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku mamma við Jörgen þökkum þér fyrir allt. Guð veri með þér. Hittumst í Sumarlandinu. Þín Anna. Elsku mamma er látin, 94 ára, eftir stutta sjúkrahúslegu. Nán- ast fram á síðasta dag var hún að sinna heimili sínu og áhuga- málum. Hún hafði nýlokið við að baka smákökur og brauð fyrir jóladag, en þá hittumst við systkinin, tengdabörn og barna- börn hjá henni og var mömmu mikið í mun að halda þessum sið. Mamma hafði mikinn áhuga á handavinnu, saumaði dúka og myndir, prjónaði og heklaði og allt svo fínlegt og fallegt. Síðasta áratuginn þegar líða tók að jól- um fór hún að vinna í jólatrés- teppum og eigum við systkinin og mörg af barnabörnunum jóla- trésteppi undir jólatré eftir hana. Mamma hafði yndi af tón- list og hlustaði gjarnan þegar hún var að vinna í höndunum. Eftir að pabbi lést fyrir 4 árum fór hún að heimsækja fé- lagsstarfið á Dalbraut 27, sem gaf henni mikið. Þegar mamma var 71 árs og hætt að vinna utan heimilis lærði hún bókband. Næstu 2 áratugina á eftir batt hún inn bækur og lagfærði, en mamma hafði svo gaman af að gera við og lagfæra hluti, bækur, styttur og hvaðeina, allt var þetta gert af mikilli natni og vandvirkni. Mamma var mjög trúuð og hjálpaði hennar staðfasta trú henni á erfiðum stundum og veitti henni styrk, sem hún miðl- aði okkur börnunum sínum og tengdabörnum og alltaf gátum við leitað til hennar með okkar vandamál. Mamma var alltaf svo þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og þegar Bragi tengda- sonur keyrði hana einhverra er- inda sagði hún „Þú ert eins og besti sonur, Bragi minn“ enda samfylgdin orðin yfir 50 ár. Móð- ur og tengdamóður þökkum við samfylgdina og stuðninginn gegnum lífið. Skarð er rofið í fjölskylduna, sorg okkar og söknuður er sár. Við biðjum góð- an Guð að blessa og varðveita minningu góðrar móður og tengdamóður Guðbjörg og Bragi. Látin er nú í hárri elli móðir mín Hólmfríður Jónasdóttir. Hún bjó ein eftir að pabbi lést árið 2007. Hún var ótrúlega dug- leg kona og gat búið heima án mikils opinbers stuðnings nánast til síðasta dags. Þau pabbi og mamma nutu alls stuðnings sem við systkini og makar gátum veitt þeim á efri árum. Eftir að ég flutti til Brussel árið 2008 hafa þau systkinin gert allt sem í þeirra vald hefur staðið til að létta henni lífið. Ég er þeim óendanlega þakklátur fyrir það. Eitt af því síðasta sem mamma gerði var að handsauma jóladúk sem hún síðan sendi okkur í jóla- gjöf. Það er margs að minnast frá ævi mömmu og pabba en ég er þakklátur fyrir alla gestrisnina, hjálpina og móttökurnar sem við fjölskyldan sem bjuggum lengi í Búðardal fengum alla tíð frá mömmu og pabba á Bakkastíg. Eftir að ég flutti út varð það fastur liður er ég og ítalskur kollegi minn komum í vinnuferð- ir til Íslands að byrja ferðina í kaffi hjá mömmu. Þau höfðu ákaflega gaman af að ræða sam- an en hún hafði ótrúlega hæfi- leika til að laða að sér fólk og tala af skilningi við jafnt unga sem aldna. Þess má geta að mamma hafði gott vald á ensku og dönsku þrátt fyrir að formleg skólaganga væri ekki löng. Til gamans má geta að hún hjálpaði mér við dönskunámið allt til stúdentsprófs í MR. Frá Brussel varð Skype „líf- línan“ okkar. Við töluðum oft saman og oftar en ekki um lífið og tilveruna gegnum árin. Hún hafði ung að árum dvalist hjá móðurfólki sínu á Hornafirði og þar vorum við síðan í sveit systk- inin. Bæði á Borg og í Hoffelli en þar bjuggu systur Guðbjargar ömmu. Ragna bjó í Hoffelli, en þar dvaldi systir mín nokkur sumur. Ég og bróðir minn vorum á Borg hjá Sigríði og sonum hennar. Móðurfólkið okkar á Hornafirði sýndi okkur frænd- systkinunum úr Reykjavík ein- staka góðvild og hlýju. Við ræddum einnig kreppuna sem hófst haustið 1967 en þá var ég að hefja dýralæknanám í Nor- egi. Hún var líklega ekki betri en sú kreppa sem hófst 2008. Ég get seint fullþakkað mömmu hvernig stuðningur hennar í gegnum fyrstu tvö árin af nám- inu gerði mér kleift að halda því áfram. Mamma var svo lánsöm að halda andlegum eiginleikum og styrk alveg fram í andlátið. Hún var umvafin stórri fjölskyldu sem elskaði hana og saknar nú sárt. Vegna óviðráðanlegra ástæðna og stutts fyrirvara kemst sá er þetta ritar ekki í út- förina, en það hefði hún skilið manna best. Guð blessi minningu hennar. Rögnvaldur. Hér eru nokkur fátækleg orð til minningar um Fríðu ömmu. Ég sendi ömmu jólakort um miðjan desember og þá hvarflaði ekki að mér að hún yrði farin frá okkur um jólin. Ég vona að hún hafi opnað það og lesið kveðjuna frá mér. Svona er víst lífið. Enginn veit hvað morgundagurinn færir okk- ur. Ömmu hitti ég í síðasta sinn í sjötugsafmæli mömmu minnar í september síðastliðnum. Mikið er ég glöð að hafa knúsað hana og kysst vel þá. Í þessum töluðu orðum hef ég fyrir framan mig kort sem amma skrifaði mér í mars síðastliðnum, daginn sem ég varð fertug og gifti mig óvænt án þess að nokk- ur vissi. Þá gaf hún mér rétt tæplega 60 ára gamlan blóma- vasa sem hún sjálf hafði fengið í 35 ára afmælisgjöf frá langömmu minni og afasystrum. Hún segir í kortinu að vasinn hafi alltaf verið henni mjög hjartfólginn vegna þess að hann minnti hana alltaf á vorið. Ég hef geymt þennan dýrðargrip ásamt kortinu sem honum fylgdi í fína spariskápn- um mínum síðan. Slíkar gjafir eru ómetanlegar og í raun þykir mér kortið frá ömmu jafn mikils virði og gjöfin sjálf. Mér þótti svo ótrúlega vænt um þessa gjöf frá henni og var svo þakklát fyrir að hafa hana hjá okkur á þessum gleðidegi. Það eru ekki margir sem eiga ömmur fram á fimmtugsaldurinn en amma varð fjörgömul, 94 ára. Ég minnist hennar með hlýju og vildi óska að ég hefði gefið mér meiri tíma til að heimsækja hana í dagsins önn. Það er góð gjöf að geta eytt ellinni innan veggja síns eigin heimilis og það gat amma fram á síðasta dag. Ég vona að ég verði svo heppin þegar kemur að mér að eyða ævikvöldinu. Ég þakka ömmu samfylgdina í gegnum líf- ið og sendi öllum þeim sem standa henni næst innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir. Amma mín var einstaklega hlý kona. Ég minnist þess þegar ég var krakki og fór í heimsókn til ömmu og afa á Bakkastígnum. Hún faðmaði mig alltaf innilega þegar ég kom í heimsókn og bauð upp á góðar veitingar. Stundum fékk ég að leika mér með pottana og pönnurnar í eld- hússkápunum. Sem fullorðinn kynntist ég henni betur. Ég hafði alltaf gaman af því að koma til hennar í kaffi og spjalla. Hún tók alltaf á móti gestum með mikilli ánægju og hlýju. Við spjölluðum um daginn og veginn. Þrátt fyrir háan aldur var hún einstaklega skýr í kollinum og minnug. Hún fylgdist vel með því sem ég var að fást við. Við höfðum bæði mikinn áhuga á tónlist og hún sýndi mínu tónlist- arnámi mikinn áhuga. Hún sagði mér frá föður sínum Jónasi sem var hæfileikaríkur hljóðfæraleik- ari. Hann spilaði á orgel og lék í lúðrasveit. Mér finnst aðdáunarvert hvað hún stóð sig vel eftir að afi féll frá árið 2007. Þrátt fyrir að vera komin yfir nírætt bjó hún ennþá á eigin heimili og bar sig alltaf vel. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Sigurður Þór Rögnvaldsson. Hólmfríður Jónasdóttir ✝ Haraldur Guð-björn Þórð- arson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1925. Hann lést á Heilsugæslustöð Sauðárkróks 14. desember 2011. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Marínar Guðjónsdóttur f. 13.8. 1905, d. 3.3. 1983, og Þórðar Ellerts Guð- brandssonar, f. 26.12. 1899, d. 21.2. 1997. Haraldur var næstelstur sex systkina, hin eru Magnea Katr- ín f. 27.6. 1923, Lína Guðlaug f. 27.7. 1927, Guðbrandur Kjartan f. 19.3. 1929, Guð- mundur Jón f. 15.6. 1930 og Katrín Þ. Wallace f. 9.9. 1931, d. 13.11.2007. Haraldur ólst frá tveggja til átján ára aldurs Haraldar og Rögnu eru 4 tals- ins. Haraldur og Ragna hófu búskap sinn á Siglufirði en fluttu árið 1950 til Ólafsfjarðar og bjuggu þau þar til ársins 1987 þegar þau fluttu alfarið til Sauðárkróks. Haraldur gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir samfélög sín. Á Ólafsfirði var hann formaður sóknarnefndar í áratug og eins sat hann í bæjarstjórn eitt kjörtímabil. Bæði á Ólafsfirði og á Sauðárkróki var hann meðhjálpari um árabil. Trúr og traustur félagi var Haraldur bæði í Rótarýhreyf- ingunni og í Frímúrararegl- unni. Þá var hann mjög virkur í starfi sjálfstæðismanna. Har- aldur var lærður vél- virkjameistari og starfaði hann í upphafi starfsævi sinnar við iðn sína en síðar varð hann framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar og Útgerð- arfélags Ólafsfjarðar. Á Sauð- árkróki gegndi Haraldur starfi forstjóra hjá Fóðurstöðinni. Útför Haraldar fór fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudag- inn 20. desember 2011. upp hjá móð- urömmu sinni og afa í Vest- mannaeyjum. Þau voru Nikolína Guðnadóttir og Guðjón Pétur Jónsson. 14. ágúst 1948 kvæntist Har- aldur eftirlifandi konu sinni, Rögnu Hólmfríði Páls- dóttur, f. 16. maí 1925 á Siglufirði. Börn þeirra eru þau Elín Hólmfríður f. 26. mars 1950 og Þórður Gunnar f. 28. september 1963. Elín var gift Bjarka Sigurðssyni f. 1944 og eiga þau Harald Pál f. 18.7. 1968, Rögnu Rós f. 17.11. 1971 og Jón William f. 9.12. 1979. Þórður Gunnar býr í Banda- ríkjunum með sambýlismanni sínum Joseph Piskura f. 12. janúar 1957. Barnabarnabörn Látinn er Haraldur Þórðar- son eftir harða lokahríð. Hinn stóri og virðulegi eiginmaður móðursystur minnar, sem kunni af list að sveigja járn í eldi, hlaut að lúta boði sláttu- mannsins slynga um síðir líkt og okkur öllum er áskapað. Ég tel víst að viðmót Haraldar til þess gests, sem engan spyr leyfis um inngöngu, hafi ein- kennst af stillingu, hógværð og reisn líkt og til annarra gesta er hann sóttu heim um ævina jafnt og til allra annarra sam- ferðamanna. Haraldur var al- vörugefinn maður en kímnigáfu hafði hann ríka. Hann var af þeirri kynslóð sem vissi hvað það var að hafa fyrir lífinu, mátti aldrei vamm sitt vita og prúðmennska var honum í blóð borin. Halli, eins og hann var kall- aður í fjölskyldunni, kom ungur maður að sunnan norður á Siglufjörð til að nema í vél- smiðju. Á Siglufirði nam hjarta hans staðar hjá Rögnu móð- ursystur minni. Halli og Ragna bjuggu allan sinn búskap á Norðurlandi, lengst af á Ólafs- firði, þar sem Halli átti mörg handtökin við að koma fjöl- skyldunni upp góðu og glæsi- legu íbúðarhúsi uppi á brekk- unni. Halli, Ragna og Elín Hólmfríður, dóttir þeirra, voru frá því ég man fyrst eftir mér títtnefnd af móður minni en á þeim árum hömluðu vegalengd- ir milli landshluta tíðum sam- vistum þeirra systra mun meira en nú gerist. Því meiri gleði og ánægja fylgdi endurfundum á nokkurra ára fresti eftir löng ferðalög og kært var á milli fjölskyldnanna. Ég átti því láni að fagna sem unglingur að fá að dvelja hjá þeim á Ólafsfirði sumarpart árið sem sonurinn Þórður Gunnar var á fyrsta árinu; það var góður og ánægjulegur tími hjá góðum hjónum og Elínu stóru systur þar sem leikið var við Þórð Gunnar, litla bróður. Alla tíð voru þau höfðingjar heim að sækja. Síðustu 20 ár bjuggu Halli og Ragna á Sauðárkróki, nú allra síðustu ár á dvalarheim- ilinu á Sauðárhæðum þar sem þau nutu alúðar og umhyggju í hvívetna. Að leiðarlokum þakka ég ein- staka viðkynningu alla tíð og votta Rögnu móðursystur minni og allri fjölskyldunni innilega samúð. Blessuð sé minning Haraldar G. Þórðar- sonar. Hver vegur að heiman er vegur heim. Hratt snýst hjól dagsins, höllin við lindina og tjaldstæðin hjá fljótinu eru týnd langt að baki, það rökkvar og sigðin er reidd að bleikum stjörnum. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Anna Sigríður Einarsdóttir. Haraldur Guðbjörn Þórðarson ✝ Elskulegur faðir okkar, JÓN ÁGÚST SIGMUNDSSON STRANDBERG stýrimaður og tollvörður, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 27. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Örn Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR DAVÍÐSSON rafvirkjameistari, Víghólastíg 5, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugardaginn 17. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Harpa Harðardóttir, Gunnar Gunnarsson, Gígja Harðardóttir, Gylfi Guðmundsson, Andrea Sigrún Harðardóttir, barnabörn og langafabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.