Morgunblaðið - 18.01.2012, Síða 10
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Fólk hættir ekki að verakynverur þó að það grein-ist með krabbamein. Kyn-löngunin og kynlífið getur
hins vegar breyst meðan á veik-
indum og meðferð stendur. Í
tengslum við samstarfsverkefni
Novartis, Sanofi og Landspítala Há-
skólasjúkrahúss, verður á morgun
haldin örráðstefna um kynlíf og
krabbamein.
Á ráðstefnunni mun hollenski
læknirinn og kynfræðingurinn Woet
Gianotten fjalla um það hvernig
krabbameinsmeðferð hefur áhrif á
kynlíf og kyngetu og síðast en ekki
síst um mikilvægi þess að ræða á
eðlilegan og opinskáan hátt um
krabbamein og kynlíf.
Opinská umræða
mikilvæg
Steinar B. Aðalbjörnsson hefur
af þessu persónulega reynslu sem
hann mun deila á ráðstefnunni.
Steinar, sem verður 42 ára í sumar,
greindist með krabbamein í eista ár-
ið 2000 eftir nokkuð langan aðdrag-
anda.
„Árið 1996 varð ég fyrir því
óhappi að bolta var neglt af miklum
krafti í punginn á mér. Þetta getur
auðvitað alltaf komið fyrir þá sem
stunda svona snertiíþróttir. En
þetta var verulega vont og hitti eist-
að mjög illa. Þegar heim kom pissaði
ég blóði svo það var greinilega eitt-
hvað að. Ég fór til læknis og fékk
einhver lyf þar sem hvítu blóðkornin
voru í ólagi. Eftir tíu daga fór ég síð-
an aftur til læknis sem sagði að
þetta væri allt á réttri leið en ég
skyldi láta vita ef þetta lagaðist
ekki. Síðan liðu fjögur ár og ég er
bara þessi týpíski karlmaður sem
lætur ekkert vita. Á þessum tíma
myndaðist hnútur á annað eistað og
svo gerðist það í ársbyrjun 2000
þegar ég settist niður að eistað
klemmdist. Fram að því hafði þetta
verið vont en ekki nógu slæmt til að
þetta háði mér. Þarna hugsaði ég
hins vegar að þetta gengi ekki leng-
ur. Ég fór strax til heimilislæknis og
Skilningur og um-
hyggja nauðsynleg
Mikilvægt er að þeir sem greinast með krabbamein geti rætt á eðlilegan og opin-
skáan hátt um kynlíf sitt á meðan á veikindum og meðferð stendur. Sem skref til
að opna umræðuna verður á morgun haldin örráðstefnan Kynlíf og krabbamein.
Þar mun hollenski læknirinn og kynfræðingurinn Woet Gianotten halda erindi og
þau Steinar B. Aðalbjörnsson og Hildur Björk Hilmarsdóttir deila reynslu sinni.
Álag Steinar fann til aukinnar þreytu og missti áhugann á kynlífi um tíma.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
Fylgstu með Ebbu útbúa
einfalda og bragðgóða
heilsurétti í MBL sjónvarpi
á hverjum miðvikudegi.
- heilsuréttir
Kattaunnendur og -eigendur ættu að
kíkja inn á hina skemmtilegu vefsíðu
moderncat.net. Þar er að finna ýmis-
legt sem snýr að lífi nútímakattarins.
Öllu meira umstang er nú í kringum
gæludýrin en áður tíðkaðist. Meira er
til af ýmiss konar dóti fyrir þau og
sum hver af minni gerðinni eru klædd
í föt svo þeim verði ekki kalt. Á mod-
erncat-vefsíðunni er þó ekki ein-
göngu að finna sniðuga hluti fyrir
ketti heldur einnig ýmsa hluti
skreytta með myndum af kisum.
Þarna má t.d. finna kínaskó með
kisueyrum og flottar prentanir af kis-
um til að ramma inn og hengja upp.
Fyrir ketttina sjálfa ber helst að
nefna ýmiss konar bæli, kolla og
meira að segja vínskáp sem kötturinn
getur komið sér þægilega fyrir ofan
á. Svo ekki sé minnst á ýmiss konar
leikföng við hæfi kisa.
Á vefsíðunni má einnig fá upplýs-
ingar um kattaathvörf og allt það er
snertir hagsmunamál katta. Ef svo
má segja. Meðal annars getur fólk
ættleitt heimilislausa ketti í gegnum
síðuna. Moderncat.net er forvitnileg
síða og fjölbreytt og margir geta
örugglega haft gaman af að skoða
hana.
Vefsíðan www.moderncat.net
Allt fyrir nútímaköttinn
Hönnun Á hliðinni er
klórugrind en hægt er
að lyfta toppnum og
þar er bælið.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Heimspekikaffi með Gunnari Her-
sveini rithöfundi í Gerðubergi í kvöld
mun að þessu sinni snúast um barátt-
una á milli góðs og ills. En Gunnar Her-
sveinn ætlar að efna til umræðu um
hvaða siðareglur geti sameinað mann-
leg samfélög og unnið bug á illskunni.
Velt verður upp þeirri spurningu
hvort nokkrar meginreglur dugi til að
breyta heiminum til betri vegar og
hvernig fólk byggi upp innri varnir
gegn illskunni. Það er rithöfundurinn
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem verður
gestur kvöldsins. Hún skrifaði bókina
Ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli sem
var tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna, auk þess sem hún
stofnaði jafnréttisátakið Öðlinginn.
Gunnar Hersveinn hefur fengið við-
urkenningu fyrir bækur sem hafa sett
umtalsvert mark á hérlenda þjóð-
félagsumræðu um gildi einstaklinga
og samfélags. Þær heita Gæfuspor,
Orðspor og Þjóðgildin.
Heimspekikaffið hefst klukkan 20 í
kvöld.
Endilega …
Barátta Geta siðareglur sameinað mannleg samfélög og sigrast á illskunni?
… vinnið bug á illskunni
Gunnar
Hersveinn
Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir