Morgunblaðið - 18.01.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.01.2012, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 ✝ Þórunn Guð-mundsdóttir fæddist á Ytri-Hóli, V-Landeyjum í Rangárvallasýslu 26. júlí 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 2. janúar 2012. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Einarsson og Pálína Jóns- dóttir, Viðey, Vestmannaeyjum. Fósturforeldrar hennar voru Jón Jónsson og Þórunn Páls- dóttir, Páls-Nýjabæ. Þórunn ólst upp í Páls-Nýjabæ. Systkini hennar: Guðmunda Pálína, Jón- ína Þórunn, Guðrún Ágústa, Guðríður, Ingibjörg, Karl Ósk- ar, Jón Óskar, Ármann Óskar, Geir Óskar, Sigurður Óskar og Kristinn Óskar. Samfeðra systk- ini: Helgi, Aðalheiður, Guðbjörg Svava og Ólafía. Þórunn giftist Óskari Pálssyni járnsmiði 29. nóv. 1941. Þau áttu sam- an Þórarin Jón, f. 1942, Elínu, f. 1944, Palínu G., f. 1945, Elsu Sólrúnu, f. 1949, d. 1950, Elsu Sólrúnu, f. 1950, d. 1951, og Aðalheiði Elsu, f. 1952, d. 1983. Þórunn og Óskar bjuggu lengst í Skipasundi. Þórunn út- skrifaðist úr húsmæðraskól- anum á Ísafirði 1939 og vann ýmis störf um ævina. Áhugamál hjónanna var laxveiðar og hún hafði mjög gaman af blóma- rækt. Útför Þórunnar fer fram frá Áskirkju í dag, 18. janúar 2012, kl. 13. Amma í Daló. Hér koma nokk- ur orð um ömmu mína Þórunni Guðmundsdóttur, ömmu í Daló. Amma fæddist 1918, hún var gift Óskari Pálssyni, afa í Daló. Ég kenni þau við Dalaland, þar sem þau bjuggu síðustu áratugina, en áður bjuggu þau á Kleppsvegi og við Skipasund. Svo þegar amma og afi voru flutt í Daló og tækni- undur eins og sjálfvirkar kaffi- könnur komnar í notkun var líka spennandi að fylgjast með ömmu. Við veðjuðum gjarnan um hvort hún mundi muna eftir: vatni, kaffi og að kveikja á könnunni! Hápunkturinn var þó þegar hún mundi eftir öllu þessu en kom svo með súrmjólk og hellti út í kaffið hjá mömmu. Þau afi komu gjarn- an í sunnudagsbíltúr upp á Kjal- arnes þar sem við bjuggum. Þá höfðu þau farið í bakarí og þá var bakarísbrauðið velkomin ný- lunda, snúður með bleikum glass- úr. Við pössuðum alltaf upp á það að amma hefði töskuna sína inn- an seilingar, hún átti nefnilega alltaf nammi í töskunni. Þegar ég var níu ára fékk ég að fara í bæinn og gista hjá ömmu, ég man ekki af hverju en vá hvað það var spennandi. Amma gaf mér kaffi, mjólkurglas með kannske teskeið af kaffi en matskeið af sykri. Svo sátum við og dýfðum kringlu í kaffið. Eftir morgunkaffið fórum við svo í sannkallaða ævintýraferð, ég sveitakonan hafði ekki farið í strætó, svo amma bauð mér í strætó. Fyrst fórum við í vinstri hringleið og fengum skiptimiða og fórum í hægri hringleið. Þetta þótti mér rosalegt. Það er tím- anna tákn að nú er ég orðin amma og um daginn sagði ég sonarsyni mínum að ég væri að fara til útlanda og færi í flugvél. Þá sagði hann, fjögurra ára stubburinn: „Amma, ég er búinn fara í flugvél,“ sem er satt, hann hefur tvisvar flogið til Ameríku að heimsækja pabba sinn. Ég man líka þegar ég þurfti að leggj- ast inn á spítala 11 ára og amma kom að heimsækja mig, þá tók hún Þjóðviljann með sér og sat og las við rúmstokkinn hjá mér. Um daginn heimsótti ég ömmu á Hrafnistu, þá sat ég og las á spjaldtölvu við rúmstokkinn hjá henni. Heyrnarleysi fylgir ætt- inni. Í áttræðisafmæli ömmu var systkinunum stillt upp fyrir myndatöku. Þegar ljósmyndar- inn var búinn að æpa sig hásan að biðja þau að brosa var sótt blað og skrifað BROSA á það. Því var svo lyft upp og þá brostu þau öll. Heyrnarleysi og þrjóska er ætt- arfylgja. Oft komu amma og afi í Daló líka í Skrauthóla til afa og ömmu Siggu. Afarnir sátu gjarn- an og spjölluðu og tóku í nefið, bóndinn og járnsmiðurinn. Það er tímanna tákn að í dag er það ömmusystirin sem tekur í nefið og er bæði bóndi og járnsmiður. Dagrún systir mín er mótorhjóla- bóndi og að læra málmsuðu, hún tekur í nefið og er í miklu uppá- haldi hjá ömmubörnunum mín- um. Tímarnir hafa breyst. Amma Daló og amma Sigga voru góðar vinkonur. Amma heyrnarlaus og Sigga með raddstyrk þokulúð- urs. Kannske eina manneskjan sem amma hefur heyrt almenni- lega í! Þær voru báðar veiðikon- ur. Ég sé þær fyrir mér ömm- urnar með Riesling í glasi og afana með neftóbak. Vinirnir sameinaðir. Amma mín, ég þakka fyrir kaffisopa, hvítvín, sérrí og góðar stundir gegnum árin. Þín Guðrún. Til Þóru. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst, – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra – brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. (Davíð Stefánsson) Blessuð sé minning Þórunnar Guðmundsdóttur. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðlaug og Þórður. Þórunn Guðmundsdóttir komumst við að þeirri niðurstöðu að hægt væri að rekja allar mestu tæknibyltingar mann- kynssögunnar til þess þegar maðurinn var að smíða tæki og tól til þess að auka afköst í styrj- öldum, þá fengust nægir pening- ar til þróunarstarfa. Gríðarleg tækniþróun hófst í seinni heims- styrjöldinni, þar var lagður grunnur að rafeinda- og tölvu- byltingunni. Þessi bylting náði til Íslands á sjötta áratugnum og í ljós kom að verkmenntun var steinrunnið nátttröll. Íslensk fyr- irtæki liðu fyrir að ekki voru til rafiðnaðarmenn sem réðu við tækniþróunina. Árið 1973 ákváðu norræn sam- tök rafiðnaðarmanna bæði fyrir- tækja og launamanna að stofna til sameiginlegs átaks í starfs- menntun rafiðnaðarmanna. Í þeim hóp var Gunnar. Hann sat í stjórn Eftirmenntunar rafiðna þegar hún var stofnuð árið 1975. Nefndin varð í fararbroddi upp- byggingar í starfsmenntun í at- vinnulífinu og flutti hingað fjölda námskeiða í stýritækni. Mikil þekking er flutt hingað með þess- um námskeiðum og hafði mikil áhrif á fagkennslu í rafiðnaðar- deildum verkmenntaskólanna. Gunnar hóf störf sem kennari í Iðnskólanum í Reykjavík árið 1971. Þróunin á vinnumarkaði raf- iðnaðarmanna var gríðarlega hröð á þessum árum og krafðist algjörrar endurskipulagningar á allri starfsmenntun rafiðnaðar- manna og mjög virkrar starfs- menntunarstarfsemi á vinnu- markaðnum. Rafiðnaðarmenn eru fyrstir starfsgreina til þess að semja um starfsmenntasjóð árið 1978 og verða á stuttum tíma langt á undan öðrum í þessu starfi. Ég var starfsmaður eftir- menntunarnefndar rafiðnaðar og kynntist Gunnari vel. Við störf- uðum einnig töluvert að allmörg- um verkefnum fyrir mennta- málaráðuneytið. Gunnar var ekki allra, sumir áttu erfitt með að skilja glettni hans, sem gat reyndar stundum orðið nokkuð grá. Bára og Gunnar voru samhent hjón og gott að vera með þeim. Ég vil fyrir hönd rafiðnaðar- manna þakka Gunnari fyrir mik- ið framlag hans til þróunar í raf- iðngreinum. Persónulega þakka ég fyrir margar góðar stundir, gott og drengilegt samstarf. Við Helena sendum Báru og fjöl- skyldu hugheilar samúðaróskir. Guðmundur Gunnarsson, Rafiðnaðarsambandi Íslands. Kveðja frá samstarfs- mönnum við Iðnskólann í Reykjavík Stundum er eins og gangvirki lífs og tíma sé sífellt að auka hraða og takt. Það finnst okkur samstarfsmönnum Gunnars Bachmanns úr Iðnskólanum í Reykjavík. Vinir og félagar það- an falla frá hver á fætur öðrum með stuttu millibili og nú hefur klukkan kallað Gunnar á annað tilverustig. Að loknu námi í raf- virkjun starfaði Gunnar við iðn sína og sinnti þar fjölbreyttum verkefnum við góðan orðstír. Hann hafði mikinn áhuga á og kom með virkum hætti að endur- menntun rafiðnaðarmanna og hafði því góðan grunn í fræðslu- starfi þegar hann var ráðinn að Iðnskólanum árið 1972. Gunnar var öflugur liðsmaður í erfiðu verkefni áttunda og ní- unda áratugar síðustu aldar en það var að reisa verknám úr öskustó íslenska skólakerfisins og flytja menntunina inn í verk- námsskóla eftir því sem kostur var á. En handtökin voru mörg við erfiðar aðstæður. Byggja þurfti upp tækjakost og útbúa námsefni og verklegar æfingar sem hæfðu þessari breytingu og þá kom sér vel að Gunnar var úr- ræðagóður og ósérhlífinn. Gunn- ar gerði miklar kröfur til nem- enda sinna en mestar þó til sjálfs sín. Nákvæmni, vönduð vinnu- brögð, góður frágangur og stund- vísi. Á þessa þætti lagði hann mikla áherslu og stundum svo að nemendum fannst nóg um. En Gunnar vissi sem var að þetta eru nauðsynlegir eiginleikar góðs iðnaðarmanns. Það getur skilið milli feigs og ófeigs séu þessi at- riði ekki höfð í heiðri við vanda- söm verkefni í rafiðnaði. Hann benti jafnan á að skóli á ekki að vera verndaður vinnustaður held- ur á iðnnámið þar að lúta í aðal- atriðum sömu lögmálum og nám og vinna í atvinnulífinu. Gunnar var vanur og ötull fé- lagsmálamaður sem starfaði víða á þeim vettvangi. Við samstarfs- menn hans fundum fljótt að þar fór maður sem hægt var að treysta til að gæta hagsmuna okkar og efla félagslíf. Við völd- um hann því til forustu í kenn- arafélaginu og því hlutverki sinnti hann með ágætum um nokkurra ára skeið. Árið 1998 flutti Gunnar sig um set og réði sig til kennslustarfa við rafiðna- deild FB. Þar kom hann inn í öfl- ugan kennarahóp sem margir hverjir voru gamlir nemendur okkar úr Iðnskólanum. Ekki var verra að nýi vinnustaðurinn var í næsta nágrenni við heimili hans. Hann rækti þó tengslin við gamla vinnustaðinn og kom öðru hvoru í heimsókn. Smátt og smátt fórum við fyrrverandi samstarfsmenn Gunnars að gera okkur grein fyr- ir því að afar erfiður sjúkdómur var að leggjast yfir hann. Að lok- um hvarf hann okkur og öðrum undir þann huliðshjálm sem stundum er nefndur græna land- ið og læknavísindin kunna engin ráð við. En drottinn gefur líkn með þraut. Gunnar tók þessum veikindum með æðruleysi og miklum sálarstyrk. Þegar við hittum hann við ýmis tækifæri var hann jafnan í fylgd með Ás- grími Jónassyni, fyrrverandi samkennara sínum og vini. Ára- tuga vinátta þeirra rofnaði aldrei þrátt fyrir aðstæður. Við kveðjum Gunnar fyrir ára- langa vináttu og samstarf og sendum eftirlifandi eiginkonu hans Báru og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Frímann I. Helgason. Góður vinur er látinn eftir erf- ið veikindi. Við hjónin og Gunnar og Bára vorum nágrannar í ná- lægt 40 ár. Síðan kynntumst við enn betur, er við ásamt öðrum stofnuðum Oddfellowstúkuna Þorlák helga 1996. Í stúku- starfinu var Gunnar ávallt reiðubúinn í þau verkefni sem honum voru falin, innan stúkunn- ar sem utan. Má nefna verkefni sem við stúkubræður tókum að okkur að styrkja, lagfæringar í kjallara á öldrunarheimilinu Hofsbúð í Garðabæ. Þar var stóru herbergi í kjallaranum breytt og margt lagfært. Þar mætti Gunnar ásamt öðrum stúkubræðrum sem lögðu fram sína vinnu. Gunnar sá um breyt- ingar á raflögnum og fleira sem gera þurfti. Síðan gaf stúkan í þann sal þjálfunartæki fyrir vist- menn. Einnig kom Gunnar vel að verki þegar regludeildirnar í Hafnarfirði keyptu húsnæðið í Staðarbergi. Það var innréttað og klárað að megninu til í sjálfboða- vinnu. Kom Gunnar einnig vel að því verki sem var mikil vinna en gaman að taka þátt í því. Öll störf sem Gunnar vann fyr- ir stúku okkar vann hann af alúð. Hann var einnig virkur í ferða- lögum okkar og skemmtunum. Það var ekki leiðinlegt að sitja við borð með Gunnari og Báru. Kæra vinkona Bára, það eru erfið sporin í dag en eitt er víst að í veikindum Gunnar stóðst þú eins og klettur, um velferð hans, og af ást og umhyggju. Blessuð sé minning br. Gunn- ars G. Bachmanns. F.h. stúku okkar, Sigurður Jónsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÞÓRLEIF SIGURÐARDÓTTIR iðnrekandi, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Haukanesi 18, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtu- daginn 19. janúar kl. 15.00. Jón Hjartarson, María Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Hjartarson, Edda Sigríður Sigfúsdóttir, Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær maður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi, langafi, sonur og bróðir, DAVÍÐ ÞÓR GUÐMUNDSSON, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, miðvikudaginn 18. janúar kl. 15.00. Hrafnhildur Þorleifsdóttir, Þórhildur Sandra Davíðsdóttir, Sigfús Bergmann, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, móðir, systkini, afabörn, langafabarn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN JÓHANNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 7. janúar. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 19. janúar. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga, reikningsnúmer 0327-26-004302, kennitala 580690-2389. Ragnar J. Kristinsson, Elín Birna Kristinsdóttir, Ólafur Pétursson, Jóhann Gylfi Kristinsson, Helga Garðarsdóttir, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Viktor, Kristinn Viðar, Anna Margrét, Eyþór Ingi, Vera Rut, Elín Ósk, Valberg Snær, Jakob Vífill, Harpa, Thelma og aðrir ástvinir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR, Jófríðarstaðarvegi 19, Hafnarfirði, áður Hlíðarbraut 7, lést á Landspítalanum mánudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 15.00. Sigurður Arnórsson, Friðfinnur Sigurðsson, Christina Wieselgren, Sólveig Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson, Arnór Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Árni Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA EIDE EYJÓLFSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.00. Ingólfur Arnarson, Þórhildur Guðlaugsdóttir, Olga Eide Pétursdóttir, Ingvar Ingvarsson, Elma Eide Pétursdóttir, Eiríkur Ómar Sæland, Kristján Sigurður Pétursson,Helga Aðalbjörg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, LÚÐVÍK BALDURSSON, Litla-Dunhaga, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórey Aspelund. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BÖÐVARSDÓTTIR frá Kirkjulæk 1, Fljótshlíð, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi fimmtudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Keldnakirkju á Rangár- völlum mánudaginn 23. janúar kl. 14.00. Brynjólfur Gíslason, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, Guðni Birgir Gíslason, Elínborg Kjartansdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.