Morgunblaðið - 18.01.2012, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
Elsku vinkona. Kallið þitt
kom allt of snemma, ég ætlaði að
heilsa upp á þig um sl. helgi á
Grensás, var búin að fylgjast
með að austan. Pabbi sagði mér
að þú hefðir brosað svo fallega
til sín þegar hann hitti þig þar.
Vinskapur okkar hefur staðið
í 25 ár en við bjuggum í sama
húsi fyrst á Þinghólsbrautinni
og síðar á Hraunbrautinni. Oft
var glatt á hjalla hjá okkur.
Þegar ég setti upp jólaskraut-
ið í byrjun desember fór ég að
María Schjetne
✝ María Schjetnefæddist í
Reykjavík 5. des-
ember 1951. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 7.
janúar.
Útför Maríu fór
fram frá Kópavogs-
kirkju 16. janúar
2012.
rifja upp með
hverjum ég hafði
föndrað hina og
þessa hluti og þá
komst þú oft upp í
hugann enda leidd-
ist okkur ekki að
sitja við eldhús-
borðið og föndra.
Elsku Mary, síð-
ustu ár hafa verið
þér erfið, mikil
veikindi, en alltaf
stóðstu upp aftur svo dugleg.
Þú varst svo óendanlega stolt
af fjölskyldu þinni enda mjög
náið sambandið hjá ykkur, miss-
ir þeirra er mikill.
Elsku Axel, Gerður, Örlygur,
tengdabörn og barnabörn, ég og
fjölskylda mín sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur.
Gengin er góð kona.
Guð veri með ykkur.
Kær kveðja,
Lára Björnsdóttir,
Fáskrúðsfirði.
Elsku fjölskylda, nú hefur
María kvatt þetta líf eftir meira
en þriggja ára baráttu við erf-
iðan sjúkdóm. María tókst alltaf
á við baráttuna af miklu og
aðdáunarverðu æðruleysi. Hún
var alltaf jákvæð og tilbúin að
berjast við sjúkdóminn af mikilli
innri stillingu og aldrei kveink-
aði hún sér.
Við kynntumst fyrst Maríu og
eiginmanni hennar, Axel, fyrir
næstum 20 árum þegar dóttir
þeirra, Gerður Rós, fór að rugla
saman reytum með Gunnari
bróður Jóns. María var alltaf
mætt þegar fjölskyldan hittist í
afmælum eða á öðrum skemmti-
legum stundum, t.d. Eurovison-
kvöldum hjá Gerði og Gunna.
Hún hafði góða frásagnarhæfi-
leika og gaman var að sitja með
henni og spjalla um daginn og
veginn. Barnabörnin dáðu hana
bæði og munu sárt sakna henn-
ar.
Samvinna, samvera og vænt-
umþykja voru samheiti á sam-
bandi þeirra allra í gegnum árin.
Fjölskyldurnar Axel og María
og Gerður og Gunni ásamt
barnabörnunum Maríu Rós og
Gunnari Axel áttu saman mjög
margar góðar stundir bæði hér
heima og erlendis. Þau fóru
saman í ferðir til Spánar og glatt
var þar alltaf á hjalla, þær
stundir eru örugglega eitthvað
sem oft verður minnst með hlý-
hug í hjarta.
María, Gerður og María Rós
fóru oft saman um helgar að
gera það sem Maríu fannst
skemmtilegast að versla og kíkja
í búðir, það verður örugglega
erfitt fyrst í stað fyrir þær
mæðgur að rölta um Kringluna
en þá er gott að minnast allra
skemmtilegu augnablikanna með
Maríu. Hún var alltaf boðin og
búin að passa barnabörnin, fara
með þau eitthvað skemmtilegt
eða prjóna á þau hlýja flík, en
margar slíkar liggja eftir hana.
Elsku Axel, Gerður, Gunnar,
María Rós, Gunnar Axel, Örlyg-
ur og Regína, þið hafið misst
mikið og alltof snemma. Megi
góðar minningar ylja ykkur og
hugga í sorginni.
Með samúðarkveðjum,
Jón Þór, Erna og börn.
Það er mikil
gæfa að kynnast góðu fólki á
lífsleiðinni. Ég hef verið lánsöm
hvað það varðar og Þorbjörg
sem ég kveð í dag er ein af
þeim manneskjum sem upp úr
standa og hafa haft jákvæð
áhrif á líf mitt og minna. Þegar
ég kynntist Garpi, fyrir tuttugu
og átta árum, bjó hann hjá
henni og hafði gert frá tólf ára
aldri. Samband þeirra var mjög
náið en það byggðist á gagn-
kvæmri virðingu, enda voru þau
lík í eðli sínu.
Garpur varaði mig við áður
en hann kynnti mig fyrir ömmu
sinni, sagði að hún kynni allar
reglur í mannlegum samskipt-
um því hún ætti ameríska bók
um mannasiði. Ég kveið því
eðlilega fyrir að hitta þessa fínu
frú sem ég óttaðist að myndi
mæla mig út og dæma.
Óttinn reyndist ástæðulaus,
Þorbjörg var langt því að vera
fín með sig og tók öllum sem á
Þorbjörg
Ólafsdóttir
✝ ÞorbjörgÓlafsdóttir
fæddist í Bakka-
gerði í Borgarfirði
eystra 17. desem-
ber 1917. Hún lést
6. janúar 2012.
Útför Þor-
bjargar fór fram
frá Háteigskirkju
16. janúar 2012.
vegi hennar urðu
sem jafningjum.
Hún var virðuleg í
fasi en frjálslynd í
hugsun og kom
það meðal annars
fram í einlægum
áhuga hennar á
jafnrétti kynjanna
og kvenfrelsi. Hún
hafði líka mikinn
áhuga á þjóð-
félagsmálum og
var jafnaðarmaður í eðli sínu.
Þorbjörg var einstaklega
skipulögð og vinnusöm og aldr-
ei varð ég vör við að hún hefði
mikið fyrir hlutunum eða
heyrði hana kvarta um þreytu
eða álag. Á þessum tíma vann
hún á Thorvaldsensbasarnum
en þar vann hún þangað til hún
var komin hátt á áttræðisaldur.
Auk þess var hún gjaldkeri fé-
lagsins og virk í félagsstarfinu
þar. Hún var einstaklega ung-
leg og lengst af heilsuhraust.
Það sópaði að henni þegar hún
arkaði áfram eftir götum bæj-
arins, á miklum hraða, og
þurftu þeir sem yngri voru að
hlaupa til að halda í við hana.
Heimilið var hlýlegt og bar
með sér listaáhuga og smekk-
vísi húsráðenda en það var
nánast óbreytt í nærri sextíu
ár. Þorbjörg undi sér vel
heima; las, leysti krossgátur úr
dönsku blöðunum og hún tefldi
líka og spilaði, meðal annars
við okkur Garp og síðar börnin
okkar.
Eftir að við Garpur fórum að
búa fylgdist hún vel með,
hringdi nærri daglega og
spurði frétta. Hún bauð okkur í
hádegismat alla sunnudaga í á
annan áratug. Í huga barna
minna lagaði hún besta matinn
og fáum við foreldrarnir reglu-
lega að heyra að lambalærið,
sósan og jólamaturinn sé miklu
betri hjá ömmu en okkur.
Börnin löðuðust að henni en
hún sýndi þeim áhuga og
kenndi margt. Þótt hún væri í
raun langamma þeirra var hún
aldei annað en amma fyrir
þeim. Þær Ylfa voru góðar vin-
konur og fór hún oft til hennar
eftir skóla, ýmist til að æfa sig
á píanóið eða spjalla. Þorbjörg
var hjá okkur síðastliðið að-
fangadagskvöld, var hress og
tók virkan þátt í hátíðahöld-
unum þótt hún væri orðin veik-
burða. Það er gott fyrir börnin
og okkur að eiga þá minningu.
Þorbjörg og Sólveig, móðir
mín heitin, urðu góðar vinkon-
ur þótt ólíkar væru. Mamma
bar mikla virðingu fyrir Þor-
björgu og gekk í Thorvaldsens-
félagið eftir hvatningu hennar
og fengu þær mikinn fé-
lagsskap út úr því starfi. Þor-
björg reyndist mömmu góð vin-
kona.
Ég þakka vináttu, umhyggju
og tryggð sem Þorbjörg sýndi
mér og minni fjölskyldu. Lífið
verður vissulega tómlegra án
hennar en minning um góða
konu mun lifa.
Lilja Þorkelsdóttir.
Baldur birtist mér sem
blanda af evrópskum mennta-
manni og jarðbundnum sveita-
pilt af Hólsfjöllum. Áður en ég
kynntist honum þekkti ég hann
úr sjónvarpskennsluþáttum í
þýsku. Þýskukennarinn á skján-
um virkaði formfastur. Það var
samt einhver hlýja sem skein í
gegnum formfestuna sem gerði
að verkum að ég treysti honum
áður en ég hitti hann fyrst. Og
hann brást aldrei því trausti þá
næstum þrjá áratugi sem ég hef
verið tengdadóttir hans.
Hann var karlsson úr kotinu
sem fór út í heim. Á reiðhjóli yf-
ir sandinn með góða heiman-
fylgju, sjálfstraust og eigurnar
sínar í bakpoka. Fyrst lærði
hann húsgagnabólstrun þótt
hugurinn stefndi annað því vart
kom til greina að efnalaus piltur
færi í menntaskóla. Sem iðn-
Baldur
Ingólfsson
✝ Baldur Ingólfs-son fæddist á
Víðirhóli á Hóls-
fjöllum í Norður-
Þingeyjarsýslu 6.
maí 1920. Hann
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
5. janúar 2012.
Útför Baldurs
var gerð frá Nes-
kirkju 16. janúar
2012.
nemi var hann hins
vegar byrjaður að
segja menntaskóla-
nemum á Akureyri
til í tungumálum.
Hann hafði nefni-
lega lært þýsku af
þáttum Jóns
Ófeigssonar í út-
varpinu, en hann
taldi útvarpið
ásamt gúmmístíg-
vélum heyra til
mestu framfara á fyrstu áratug-
um 20. aldar.
Að loknu stúdentsprófi fékk
hann styrk til háskólanáms í
Zürich þar sem hann lagði
stund á þýsku, frönsku og
ítölsku. Eftir fjögurra ára nám
kom hann heim og kenndi á Ak-
ureyri. Þar kynntist hann El-
isabeth Bahr, ungri þýskri konu
sem dvaldi hjá Grethe föður-
systur sinni sem hafði sest þar
að á fjórða áratugnum. Þau
voru glæsilegt par, giftust, fóru
til Þýskalands þar sem Baldur
hélt áfram námi, settust síðar
að í Reykjavík og eignuðust
þrjá syni.
Elisabethu, sem hafði lært
kjólasaum og var afar smekkleg
og falleg kona, vegnaði framan
af vel á Íslandi. Hún átti þegar
á leið við heilsuleysi að stríða og
lést árið 1965. Baldur og synir
hans héldu sínu striki og bjó
hann þeim gott heimili og hugs-
aði vel um þá. Þeir héldu nánum
tengslum við fjölskyldu Elisa-
bethar í Þýskalandi. Faðir
hennar, prestur, kom nokkrum
sinnum til Íslands og nýtti hluta
dvalarinnar til að fara um landið
og heimsækja þýskar konur
sem höfðu sest hér að eftir
seinna stríð.
Baldur bjó yfir góðri verk-
kunnáttu, gat eldað, saumað og
smíðað sem hann miðlaði til
sona sinna. Samfara því skilaði
hann drjúgu dagsverki sem
þýskukennari í MR, námsbóka-
höfundur, dómtúlkur og skjala-
þýðandi og mikilvirkur þýðandi
verka nokkurra helstu höfunda
á þýska tungu, eins og Max
Frisch, Friedrich Dürrenmatt,
Heinrich Böll og Sigfried Lenz.
Síðasta áratuginn bjó Baldur
við líkamlega skerðingu eftir
heilablóðfall en var alltaf jafn
duglegur. Hann liðsinnti erlend-
um starfsmönnum á hjúkrunar-
heimilum þar sem hann bjó með
íslenskunám, þýddi bækur, las
mikið og hlýddi á tónlist enda
mikill fagurkeri. Það var gott að
heimsækja hann því honum
fylgdi í senn einbeiting og ró.
Synir hans minnast minnislista
þar sem stóð að hann langaði að
fara til Akureyrar, að kaupa sér
rafskutlu og að komast enn einu
sinni til Ítalíu. Þetta tókst ekki
allt en sýndi eldhug. Hann var
karlssonurinn úr ævintýrunum
sem leysti allar þrautir sem
voru lagðar fyrir hann. Baldur
naut lífsins, var sonardóttur
sinni besti afi, sonum sínum og
tengdadætrum stuðningur og
skildi sáttur við.
Sigríður Þorgeirsdóttir.
Ömmur geta gefið barna-
börnum sínum margt gott og
gagnlegt. Imma amma mín heit-
in gaf mér svo sannarlega
merkilegar bækur, falleg leik-
föng, gómsætt sælgæti, uppá-
haldskjötkássuna mína og ís í
Eden. En það besta var tíminn
sem hún gaf mér. Hann var
Ingibjörg
Snæbjörnsdóttir
✝ Ingibjörg Snæ-björnsdóttir
fæddist á Hvamms-
tanga í Vestur-
Húnavatnssýslu
hinn 15. janúar
1927. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 24. sept-
ember 2011.
Utför Ingibjarg-
ar fór fram frá Há-
teigskirkju 3. októ-
ber 2011.
ómældur og honum
var ævinlega vel
varið. Amma átti
nægan tíma fyrir
okkur barnabörnin
sín þegar við vor-
um að vaxa úr
grasi. Hún var á
góðum aldri, hress
í skapi og sístarf-
andi. Á þessum ár-
um vann hún samt
aldrei úti, hún var
heima í Safamýrinni og hugsaði
um heimilið fyrir þau afa Hjölla.
Hjá henni ömmu lærði ég að
lesa, skrifa og teikna. Hún gerði
tilraunir til að kenna okkur
ensku og dönsku, brúðugerð,
hnýtingar, vefnað, útsaum og
fatasaum að ógleymdri gerð
sandlistaverka í flöskum og
varð okkur oftast vel ágengt hjá
henni. Hún var bæði þolinmóð
og blíð og vildi hag okkar allra
sem mestan. Hvatning hennar
var einnig mikils virði, því hún
hafði óbilandi trú á sínu fólki.
Amma Imma var náttúru-
barn sem baðaði sig upp úr
dögginni á Jónsmessunni. Hún
var sveitastúlka sem las
drauga- og tröllasögur fyrir alla
sem vildu heyra. Hún var elsk
að ritlist og ljóðum, sérstaklega
hafði hún dálæti á ljóðum Dav-
íðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi. Hún lagði sig eftir því að
kynna þennan mikla snilling
fyrir okkur börnunum:
„Mamma ætlar að reyna að
sofna, rökkrinu í“. Í kjölfarið
komu svo Þórbergur Þórðarson
og Steinn Steinarr og áttu
greiða leið að barnshugum í
mótun. Hún stóð með sínum
mönnum hún amma Imma og
lagði sig eftir að gefa afkom-
endum sínum bækurnar þeirra.
Þær gjafir fara ekki forgörðum.
Gjafir ömmu Immu hafa allar
skilað sér í góðum minningum
um góða konu, sem var líka
skemmtileg og uppátækjasöm
og gat svo sannarlega verið
ákveðin og örgeðja á stundum.
Það er svo stutt síðan við gátum
setið með henni og afa og hlegið
að vitleysunni í sjálfum okkur
og sagt henni fréttir af ættbog-
anum sem út frá þeim er kom-
inn. Það er svo stutt síðan þau
voru reffileg eldri hjón, sem
keyrðu á sínum bíl á milli af-
komenda og tóku hús á þeim.
Síðastliðin misseri voru um-
breytingasöm, því þau eltust
hratt og urðu gleymin eins og
gengur. En í síðasta skipti sem
ég hitti ömmu bæði hló hún og
gaf gaum að langömmubörnun-
um sem röltu um gólfið hjá
henni á elliheimilinu. Þetta voru
hennar helstu aðalsmerki til
hinsta dags: ástin á fjölskyld-
unni og hláturmildin. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt svo
sérstaka konu sem Ingibjörgu
Snæbjörnsdóttur að ömmu. Ég
mun sakna hennar alla tíð um
leið og ég þakka fyrir að hún yf-
irgaf okkur og þetta jarðlíf sátt
við guð og menn, að loknu góðu
dagsverki. Guð blessi minningu
Immu ömmu.
Eva María Jónsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
INGIGERÐAR JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og
heimilisfólki á Droplaugarstöðum fyrir sam-
fylgdina síðastliðið ár.
Egill Á. Kristbjörnsson,
Auður Egilsdóttir, Einar Guðlaugsson,
Kristbjörn Egilsson, Ólafur Guðbrandsson,
Guðbjörg Egilsdóttir, Steingrímur Þormóðsson,
Logi Egilsson, Anna Guðmundsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
BÁRA SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
Safamýri 50,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Hringbraut
laugardaginn 31. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug.
Pétur Þór Sigurðsson, Jónína Bjartmarz,
Birna Sigurðardóttir, Björn Óli Pétursson,
Sigurður Birkir Sigurðsson, Sigrún Vésteinsdóttir,
Sólveig Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar yndislegi eiginmaður, faðir, sonur,
bróðir, barnabarn og tengdasonur,
VALDIMAR VIÐAR TÓMASSON,
Fjallalind 147,
Kópavogi,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans
við Hringbraut að morgni laugardagsins
7. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
20. janúar kl. 13.00.
Anna Karen Kristjánsdóttir,
Tómas Hrói Viðarsson,
Kristján Ari Viðarsson,
Steinar Viðarsson,
Tómas Sveinbjörnsson,
Sigurður S. Tómasson, Eva María Grétarsdóttir,
Pétur Valdimarsson,
Anna Lára Hertervig,
Kristján Halldórsson, Olga Guðnadóttir
og aðrir aðstandendur.