Morgunblaðið - 19.01.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.01.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Óvíst er hvaða örlög þingsályktun- artillaga sjálfstæðismanna kann að hljóta en í röðum þingmanna heyrist sú skoðun að hver sem niðurstaðan verði þá verði að öllum líkindum mjög mjótt á mununum. Ýmsir þing- menn sem kusu með ákærunum á hendur Geir og þremur öðrum fyrr- verandi ráðherrum haustið 2010 hafa lýst því yfir að þeir ætli að styðja þingsályktunartillögu sjálf- stæðismanna um að ákæra á hendur Geir verði dregin til baka. Eins er búist við að einhverjir þeirra þing- manna sem lögðust gegn ákærunum á sínum tíma muni leggjast gegn nið- urfellingu ákærunnar. Það sjónarmið mátti einnig heyra hjá þingmönnum að óháð því hvaða niðurstöðu þingsályktunartillagan fengi væri málið allt til þess fallið að veikja enn ríkisstjórnarsamstarfið og auka á samskiptaerfiðleika innan þingflokka stjórnarflokkanna sem og þeirra á milli. Nokkuð sem nóg hafi verið af fyrir. „Einn naglinn enn í kistu stjórnarinnar,“ sagði einn þingmaður. Tvöfaldur taugatitringur  Grein Ögmundar um landsdómsmálið eins og sprengja inn í umræðuna  Þingmenn segja málið allt til þess fallið að veikja enn ríkisstjórnarsamstarfið Morgunblaðið/Kristinn Umræður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í þingsal í gær. FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Ljóst er að mikill og vaxandi tauga- titringur er í herbúðum ríkisstjórn- arflokkanna vegna þingsályktunar- tillögu sjálfstæðismanna um að Alþingi dragi til baka landsdóms- ákæruna á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem samþykkt var haustið 2010. Gert er ráð fyrir að tillagan verði tekin til umræðu á morgun, föstudag, en samþykkt var fyrir jól að taka hana á dagskrá þingsins og að hún væri þar með þingtæk. Eins er ljóst að grein Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðju- dag um landsdómsmálið þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að rangt hefði verið að ákæra Geir hef- ur aukið enn á þann taugatitring sem fyrir var og auk þess hleypt illu blóði í marga. Af samtölum við þingmenn í gær má ráða að greinin hafi komið eins og sprengja inn í umræðuna um þingsályktunartillöguna og hafi mál- ið þótt nógu slæmt fyrir. Augljóst er að ófáir stjórnarþingmenn, ekki síst í þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hugsa Ögmundi þegjandi þörfina. Vilja tillöguna af dagskrá Fyrir liggur að ýmsir í röðum stjórnarþingmanna eru mjög óánægðir með að þingsályktunartil- laga sjálfstæðismanna hafi verið tek- in á dagskrá þingsins. Fram hefur komið að hópur þingmanna vinni að því að leggja fram svokallaða rök- studda dagskrártillögu um að þings- ályktunartillagan verði tekin af dag- skrá. Það verður þó ekki fyrr en að lokinni fyrstu umræðu um þings- ályktunartillöguna verði dagskrár- tillagan lögð fram þar sem þings- ályktunartillagan er komin á dagskrá. Hvað grein Ögmundar áhærir hafa stjórnarþingmenn sem Morg- unblaðið hefur rætt við valið að nota missterk orð til þess að lýsa afstöðu sinni til hennar. Þannig kallaði Þrá- inn Bertelsson, þingmaður VG, eftir því í gær að Ögmundur segði af sér vegna málsins í samtali við mbl.is á meðan Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði greinarskrifin valda sér veru- legum vonbrigðum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kaus á hinn bóginn að orða það svo að gerðir Ög- mundar og skrif hans væru á hans eigin ábyrgð. Mjótt á mununum Þá hafa ýmis aðildarfélög stjórn- arflokkanna sent frá sér sterkorðað- ar ályktanir um málið í vikunni þar sem þingmenn þeirra eru hvattir til þess að styðja ekki þingsályktunar- tillögu sjálfstæðismanna og í ein- hverjum tilfellum hafa fulltrúar slíkra félaga gengið svo langt að hóta þingmönnum slæmu gengi í næstu prófkjörum að öðrum kosti. Munur á ráðstöfunartekjum milli lífeyrisþega í almenna kerfinu og opinberra starfsmanna er um 6% þegar dæm- ið er reiknað til enda. Er þetta minni munur en oft hefur verið haldið fram. Þetta kemur í skýrslu sem dr. Bene- dikt Jóhannesson vann að beiðni BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga. Ríkið og sveitarfélögin greiða hærra iðgjald til opin- berra lífeyrissjóða en vinnuveitendur greiða vegna starfsmanna sem starfa á almennum markaði. Auk þess er ríkisábyrgð á opinberu lífeyrissjóðunum og því kemur ekki til þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert þó að halli sé á rekstri sjóðanna. Í skýrslu Benedikts er komist að þeirri niðurstöðu að munurinn sé um 6% þegar búið er að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun. Almannatryggingabæt- ur eru tekjutengdar og því fær sá sem er með hærri greiðslur úr lífeyrissjóði minna frá TR. Benedikt tekur dæmi af opinberum starfsmanni sem er með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þegar hann kemst á lífeyri fær hann 216.600 kr. úr lífeyrissjóði. Hann fær 28.794 kr frá TR og þegar búið er að greiða skatta sitja eftir 196.999 kr. Maður með sömu laun á almennum markaði fær 167.600 kr. úr sínum lífeyrissjóði og 57.171 kr. frá TR. Eftir skatta sitja eftir 184.656 kr. Það er 6,3% minna en opinberi starfsmaðurinn fær. egol@mbl.is Munur á ráðstöfunar- tekjum eftir kerfum um 6% Morgunblaðið/Sigurgeir S. Lífeyrisþegar Munur eftir kerfum er um 6%. Markús Sig- urbjörnssson, forseti Hæsta- réttar, varð sjálf- krafa nýr forseti landsdóms þegar hann tók við embættinu hinn 1. janúar sl. Þorsteinn A. Jónsson, skrif- stofustjóri Hæstaréttar og ritari landsdóms, staðfestir það. Er það í samræmi við ákvæði laga um landsdóm en þar er kveðið á um að forseti Hæstaréttar sé sjálfkjörinn forseti landsdóms. Ingibjörg Benediktsdóttir, sem gegndi embætti forseta Hæstaréttar á undan Markúsi, situr áfram í landsdómi. Stefnt er að því að máls- meðferð fyrir landsdómi hefjist 5. mars að sögn Þorsteins. sigrunrosa@mbl.is Markús forseti landsdóms Markús Sigurbjörnsson  Fylgir embætti forseta Hæstaréttar Ofurtalan kom upp þegar dregið var í Víkingalottóinu í gærkvöldi en hún kom síðast upp 18. maí sl. Að þessu sinni var hún 45 en í ofurtölupott- inum voru rúmlega 3,9 milljarðar. Sex voru með allar tölurnar réttar, einn Finni og fimm Norðmenn, og fær því hver þeirra tæpar 655 millj- ónir í sinn hlut. „Norðmenn kaupa mest í Vík- ingalottóinu miðað við íbúafjölda, þeir eru langöflugastir,“ segir Stef- án Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. „Finnarnir koma þar á eftir. Það er mjög mikil sala í lottóinu þegar pottarnir eru orðnir svona stórir en við viljum fara að fá pottinn heim,“ segir hann. Íslendingur vann 1. vinning í sept- ember sl. og féll tæp 51 milljón í hans hlut. Athygli vakti að um var að ræða einnar raðar miða sem var keyptur í Jolla í Hafnarfirði og kost- aði aðeins 50 kr. 5 Norðmenn fengu 655 milljónir hver Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Fólk telur margt að þessi rétt- arhöld yfir Geir H. Haarde snúist um eins konar uppgjör um hina pólitísku vídd í aðdraganda hruns- ins. Allsherjaruppgjör við hrunið. Því fer fjarri lagi,“ sagði Ögmund- ur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við mbl.is í gær spurður um þá gagnrýni sem komið hefur á grein hans í Morgunblaðinu í fyrradag þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að rangt hefði verið að ákæra Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, fyrir lands- dómi. Réttarhöldin yfir Geir snerust að hans sögn um yfirborðið, síð- ustu mánuðina fyrir bankahrun, en uppgjörið við hrunið væri hins veg- ar miklu stærra og víðtækara mál með mun lengri aðdraganda. „En að taka þarna einn mann út úr og hengja hann upp, það finnst mér að vissu leyti vera afvegaleiðing.“ Ekki uppgjör við hrunið INNANRÍKISRÁÐHERRA Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is TILBOÐ Hugræn teygjuleikfimi ásamt heilsumeðferð Hópa- og einkatímar • opnar orkuflæði • slökun • losar um spennu og kvíða • dregur úr verkjum • styrkir líkamann • jafnvægi fyrir líkama og sál • o.fl. Leiðbeinandi: Qing TAI CHI INNIFALIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.