Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Útsalan í fullum gangi NÝR ÞÁTTUR Í MBL SJÓNVARPI ALLA FIMMTUDAGA! Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugardag 11.00-16.00 FYRIR2 BU XU R KR . 5 .00 0. 2. FY RI R 1 1 ALLUR FATNAÐUR Í VERSLUN MEÐ 40-70 % AFSL. KAUPIR 2 OG GREIÐIR FYRIR ÞÁ DÝRARI ATH! EKKI HÆGT AÐ VELJA 2. MEÐ SAMA VÖRUNÚMERI NÚ ER HÆGT AÐ GERA ÓTRÚLEG KAUP FRÁ FIMMTUDEGI TIL LAUGARDAGS Skoðið sýnishornin á www.laxdal.is Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI 40-50% AFSLÁTTUR Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Við Íslendingar höfum sýnt það og sannað að við erum umburðarlynd þegar kemur að mismunandi fjöl- skylduformum. Við leyfum gagnkyn- hneigðum og samkynhneigðum körl- um og konum að ættleiða og fara í tæknifrjóvgun og ég held að þegar menn skoða þetta og tryggt hefur verið að réttindi allra séu tryggð, þá sé þetta eitthvað sem við munum samþykkja sem samfélag,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir þing- maður. Alþingi samþykkti í gær þings- ályktunartillögu sem Ragnheiður Elín mælti fyrir, um að skipaður verði starfshópur sem undirbúa skuli frumvarp um að heimila stað- göngumæðrun í velgjörðarskyni. Við vinnu frumvarpsins skal, sam- kvæmt tillögunni, lögð áhersla á að tryggja hag og réttindi barnsins sem og sjálfræði og velferð staðgöngu- móðurinnar. „Þetta er rétt byrjunin,“ sagði Ragnheiður Elín þegar kosið var um tillöguna í gær. Næst taki við ítarleg skoðun á helstu álitamál- um staðgöngu- mæðrunar, þar sem allir færustu sérfræðingar, hagsmunaaðilar sem og þingmenn fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Skiptar skoðanir voru á Alþingi um tillöguna og fór afstaða þing- manna ekki eftir flokkslínum. Mörð- ur Árnason, þingmaður Samfylking- ar, gagnrýndi að máli væri sett fram sem þingsályktunartillaga þegar í reynd væri um að ræða „frumvarp í dulargervi,“ þar sem fyrst væri kveðið á um að frumvarpið ætti að gera með ákveðnum hætti, en álita- málin rædd síðar. Ragnheiður Elín segir hinsvegar að eftir að frumvarp- ið, sem verður afsprengi starfshóps- ins, hefur verið lagt fram hafi þingið tækifæri til að taka það til meðferðar eins og önnur þingmál. „Það er ekki verið að binda hendur þess Alþingis sem fær það frumvarp til meðferðar, en það er verið að lýsa ákveðnum vilja til að samþykkja [staðgöngu- mæðrun] með því að veita heimild til að skrifa frumvarp.“ 33 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 13 á móti, flestir þeirra vinstri grænir. Árni Johnsen greiddi einn sjálfstæðismanna atkvæði gegn tillögunni og úr Samfylkingunni voru Oddný Harðardóttir og Sigríð- ur Ingibjörg Ingadóttir á móti. Samkvæmt ályktuninni skal leggja frumvarpið fram svo fljótt sem verða má. Ragnheiður Elín seg- ist vona að velferðarráðherra skipi starfshópinn hið fyrsta, en vinnslu frumvarpsins þurfi að taka alvarlega og enginn tímarammi settur um hve- nær henni skuli vera lokið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brjóstmylkingar Staðgöngumæðrun felur í sér að tæknifrjóvgun er framkvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og að staðgöngumóðirin hafi fallist á það fyrirfram að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu. Lýsir vilja til að heimila staðgöngumæðrun  Alþingi samþykkir skipun starfshóps til að semja frumvarp Ragnheiður Elín Árnadóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.