Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið getum bara alls ekki
hætt að koma saman og
spila, þetta er okkur
lífsnauðsynlegt,“ segja
þeir Helgi Sigurðsson,
Runólfur Birgir Leifsson, eða Biggi,
Jón Yngvi Björnsson og Stefán E.
Petersen, en þeir skipa hljómsveit-
ina Blúsbrot.
„Músík er svo góð fyrir sálina.
Þetta er innri þörf hjá okkur og svo
er það líka afstressandi að spila
saman. Félagsskapurinn er góður
og við hlæjum mikið á æfingum.“
Blúsbrot hefur verið að spila
undanfarin sex ár og einvörðungu
fyrir ánægjuna. „Við æfum einu
sinni í viku, drekkum mikið kaffi og
spilum blús, ýmist blússtandarda
eða frumsamið efni. Blúsinn er svo
frábær af því það er hægt að tjá til-
finningar í gegnum hann. En við er-
um kannski ekki nógu blúsaðir í lifn-
aðarháttum, við drekkum kaffi en
ekki viskí. Við erum sennilega mjög
heilbrigð hljómsveit, enginn okkar
reykir og hún Linda passaði alltaf
upp á að við værum edrú þegar við
vorum að spila á böllunum í gamla
daga,“ segja þeir og skellihlæja en
Linda grípur þetta á lofti og minnir
þá á að þeir hafi fyrir vikið fengið
nóg að gera. „Af því að það skiptir
máli að standa sig,“ segir hún og
bætir við með mikilli væntumþykju:
„Þetta eru strákarnir mínir. Þeir
voru bara sautján ára þegar ég söng
með þeim fyrst á balli í MH. En
núna geri ég mér ferð hingað heim
til Íslands á hverju ári til að syngja
með þeim á árlegu tónleikunum
þeirra,“ segir Linda sem er systir
Jóns og hefur búið í Englandi í ára-
tugi. Hún söng með Hauki Mort-
hens og fleiri stórkanónum í den,
þeim Árna Schewing, Ragga
Bjarna, Guðmundi Ingólfs og fleir-
um.
Sveitaböll og Keflavíkin
„Þrír okkar byrjuðu að spila
saman fyrir þrjátíu og tveimur ár-
um, þegar við vorum ungir piltar. Þá
vorum við danshljómsveitin Stælar
og við spiluðum mikið í Þórskaffi, á
árshátíðum, þorrablótum, skólaböll-
um og þvældumst líka um allt land
til að spila á sveitaböllum. Það var
mikið fjör. Ég spilaði líka með öðr-
um mönnum í Klúbbnum á Vellinum
í Keflavík,“ segir Helgi. Stefán vann
lengi við að spila svokallað dinner-
tónlist á Hótel Sögu, en í dag starfar
hann sem tónmenntakennari. Einn-
ig var Biggi framkvæmdastjóri sin-
fóníunnar á sínum tíma. Þeir hafa
því allir lifað og hrærst í tónlist
meira og minna um ævina. „Við vor-
um í áraraðir í þessum ballbransa
allar helgar, en við urðum þreyttir á
því þegar við vorum komnir með
fjölskyldur,“ segja þeir vinirnir og
Við getum bara alls
ekki hætt að spila
Þeir voru bara smástrákar þegar þeir byrjuðu að spila saman og í mörg ár þvældust þeir um landið sem
hljómsveitin Stælar og léku fyrir dansi á sveitaböllum. Enn hittast þeir, í hverri viku, til að njóta þess að grípa
í hljóðfærin, núna sem hljómsveitin Blúsbrot. Árlegir tónleikar þeirra verða á morgun.
Morgunblaðið/Golli
Gleðin við völd Helgi: trommur og söngur, Jón: bassi og söngur, Linda: söngur, Biggi: gítar, Stefán: hljómborð.
Chezlarson er skemmtileg bloggsíða
Benitu sem búsett er í Stokkhólmi.
Þar hefur hún nýlega fest kaup á
gömlu húsi sem hún dundar sér við
að gera fínt og leyfir lesendum að
fylgjast með framkvæmdum. Hún
deilir meira að segja tossalistanum
sínum á síðunni og þar má sjá að það
verður nóg að gera hjá Benitu næstu
mánuðina. Benita er mikil áhuga-
manneskja um fallega hönnun og inn-
anhússarkitektúr. Hún er líka óhrædd
við að gera hlutina sjálf og á síðunni
má fá leiðbeiningar um hvernig eigi
að smíða húsgögn og koma hlutum
haganlega fyrir skref fyrir skref með
góðum skýringarmyndum.
Vefsíðan www.chezlars-
son.com/myblog
Smart Látlaust en skemmtilegt.
Framkvæmda-
gleði Benitu
Innovit tekur nú á móti
umsóknum í Gulleggið
frumkvöðlakeppni.
Markmið keppninnar er
að hjálpa ein-
staklingum að láta hug-
myndir sínar verða að
veruleika. Allir þeir sem
luma á viðskipta-
hugmynd eru því hvatt-
ir til þess að senda
hana í keppnina og fá í
kjölfarið aðstoð við að
breyta hugmyndunum í
fullbúnar við-
skiptaáætlanir.
Þátttakendum
stendur til boða að
sækja vinnusmiðjur og
námskeið á vegum keppninnar. Á námskeiðunum fá þátttakendur fræðslu og að-
stoð við að byggja upp viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun. Keppnin er auk
þess kjörinn vettvangur til að hitta og komast í samband við aðra frumkvöðla.
Verðlaun eru veitt fyrir þrjár bestu viðskiptaáætlanirnar en einnig eru vegleg
aukaverðlaun veitt. Heildarverðlaun nema um fimm milljónum íslenskra króna.
Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast á innovit.is og einnig á Facebook
undir Innovit.
Gulleggið frumkvöðlakeppni
Hugmyndir verða
fullbúnar áætlanir
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
KORTIÐ GILDIR TIL
31.01.2012
MOGGAKLÚBBURINN
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn.
Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
FORSÖLUTILBOÐ:
25% AFSLÁTTUR
Á „SÖGU ÞJÓÐAR“
MOGGAKLÚBBUR
Moggaklúbbsmeðlimum
býðst 25% afsláttur af miðum
sem keyptir eru fyrir fyrstu
sýningu 27. janúar nk.
í Borgarleikhúsinu
Hin þjóðþekkta og þjóðlega
hljómsveit Hundur í óskilum fer
yfir Íslandssöguna á hundavaði
með leik og tónlist í leikstjórn
Benedikts Erlingssonar.
Upplýsingar um sýningar
í miðasölu Borgarleikhússins
í síma 568 8000 eða á
www.borgarleikhús.is
Í grein í Daglegu lífi miðvikudaginn
18. janúar um örráðstefnuna Kynlíf
og krabbamein láðist að nefna að
ráðstefnan verður haldin í húsnæði
Ráðgjafarþjónustu Krabbameins-
félags Íslands, Skógarhlíð 8 í
Reykjavík og hefst klukkan 16:30 í
dag.
Örráðstefnan kynlíf og krabbamein