Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 14

Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Stærsta fíkniefnamál ársins 2011 verður til lykta leitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. For- vitnilegt verður að fylgjast með því, ef marka má afstöðu sakborninga í málinu en strax við þingfestingu málsins stangaðist ýmislegt á. Fjór- ir af sex sakborningum mættu fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun og gekk þinghald hratt fyrir sig þrátt fyrir að ákæran telji níu liði. Rökrétt er að byrja á alvarleg- asta ákæruliðnum. Þar eru tveir menn, Geir Hlöðver Ericsson og Sævar Sverrisson, fæddir 1967 og 1957, ákærðir fyrir stórfellt fíkni- efnalagabrot og tolla-, lyfja- og lyf- sölulagabrot með því að hafa staðið saman að innflutningi á tæpum tíu kílóum af amfetamíni, 8.100 e-töfl- um, um tvö hundruð grömmum af kókaíni og tæpum tólf grömmum af MDMA. Einnig um ellefu þúsund steratöflum og slatta af stungulyfj- um. Í ákærunni er Geir Hlöðveri gefið að sök að hafa lagt á ráðin og skipu- lagt innflutninginn. Hann hafi feng- ið Sævar til að fara til Hollands, sækja fíkniefnin og steralyfin og koma þeim fyrir í vörugámi á veg- um fyrirtækis sem hann starfaði hjá. Þegar dómari spurði Geir Hlöð- ver út í afstöðu sína til sakarefn- isins neitaði hann staðfastlega sök og hafði ekki frekari orð um málið. Játaði innflutning á sterum Af orðum Geirs Hlöðvers má ráða að eitthvað stangist á í framburði hans og Sævars í málinu. Sævar er nefnilega einnig ákærður fyrir skipulagningu, og þá með Geir Hlöðveri. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti fíkniefn- unum og steralyfjunum í Hollandi og fyrir að koma þeim í vörugám- inn. Sævar játaði sök að hluta við þingfestinguna í gærmorgun. Hann neitaði þeim eina þætti að hafa vit- að að um fíkniefni væri að ræða en gekkst greiðlega við því að hafa flutt til landsins steralyfin. Sævar sagðist raunar alls ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru einnig í gámnum. Þó svo hann hafi ekki verið spurður um það sérstaklega má gefa sér að Sævar hafi því greint skilmerkilega frá þætti Geirs Hlöð- vers í málinu, þ.e. hvað varðar skipulagningu innflutningsins. Ekki verður tekin afstaða til þess hvort hann hafi vitað að um fíkniefni væri að ræða. Hvað sem öðru líður er fullvíst að báðir munu þeir hljóta refsingu í þessu máli. Sævar að minnsta kosti fyrir innflutning steralyfja, en hann játaði einnig vörslu eins gramms af kókaíni sem fannst við leit á heimili hans. Svo má líta til dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum, en þar hafa sakborningar sem borið hafa við að hafa talið sig vera að flytja inn stera í stað fíkniefna engu að síður verið dæmdir fyrir fíkniefna- innflutning. Hefur það verið á þeim grundvelli að þeir hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvað þeir væru að flytja inn og ekki gengið úr skugga um hvert innihaldið var. Var með 659 g af amfetamíni Geir Hlöðver á einnig yfir höfði sér refsingu, hvort sem hann verður sakfelldur fyrir fíkniefnainnflutning eður ei, en hann gekkst við að hafa í vörslum sínum 659 grömm af am- fetamíni og nokkur grömm af hassi á heimili sínu síðasta sumar. Einnig játaði hann vörslu á átta grömmum af maríjúana sem fundust við leit á heimili hans í lok september. Hann kemur við sögu í einum ákærulið til viðbótar, ásamt þremur öðrum. Þar er öllum gefið að sök að hafa komið að móttöku 255 gramma af kókaíni – í lok september – sem ætluð voru til söludreifingar. At- burðarásin er samkvæmt ákæru á þá leið að kona – sem ekki kom fyr- ir dóminn en er engu að síður ákærð – tók á móti kókaíninu og kom þeim til Geirs og annars sak- bornings, sem greiddu fyrir það að hluta. Þeir hafi komið því til fjórða manns – sem neitaði alfarið sök í málinu þrátt fyrir að lögregla hafi fundið kókaínið á heimili hans – en héldu eftir rúmum ellefu grömmum. Báðir voru þeir svo handteknir við heimili Geirs. Þessi atburðarás ger- ist öll sama dag. Þegar dómari spurði Geir Hlöð- ver út í þennan ákærulið sagðist hann ekki átta sig á því út á hvað ákæran gengi. Hann hefði vissulega verið farþegi í bifreið þegar lög- regluaðgerðir vegna málsins stóðu yfir en ekki vitað af neinum fíkni- efnum. Geir neitaði því sök að öllu leyti. Sakborningurinn sem var með Geir í bifreiðinni, ók henni reyndar, játaði hins vegar sök í þessum ákærulið. Og einnig að hafa ekið undir áhrifum vímuefna umrætt sinn. Kom ekki vegna veikinda Eftir stendur einn ákæruliður en í honum er karlmaður á 26. aldurs- ári ákærður fyrir vörslu nokkurs magns steralyfja. Sá er raunar einnig ákærður fyrir flutning hluta steralyfjanna sem komu með vöru- gámnum til landsins. Umræddur maður kom hins veg- ar ekki fyrir dóminn í gær vegna veikinda og er því alls óvíst um af- stöðu hans til sakarefnisins. Hann fær tækifæri til þess 26. janúar nk. þegar næsta þinghald fer fram. Afstaða höfuðpaura stangast á  Þingfesting í stærsta fíkniefnamáli ársins 2011 fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun  Annar höfuðpaura játaði skipulagningu og innflutning stera en hinn neitaði alfarið aðkomu að málinu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fylgd Sævar Sverrisson huldi andlitið þegar hann gekk í dómsal ásamt verjanda sínum, Ómari Erni Bjarnþórssyni. Við fyrirtökuna í gærmorgun var rætt um hvenær aðal- meðferð í málinu getur farið fram. Fyrst þarf þó annað þing- hald því tveir sakborningar voru fjarverandi og eiga því eftir að taka afstöðu til ákærunnar. Ef verjendur óska eftir að skila greinargerðum þarf einnig að bæta við öðru þinghaldi. Dómari stakk fyrst upp á að aðalmeðferð færi fram 20. febr- úar en því var mótmælt. Annars vegar mótmælti verjandi Sæv- ars Sverrissonar á þeim grund- velli að skjólstæðingur sinn væri í gæsluvarðhaldi og bað því um að aðalmeðferð yrði flýtt. Hins vegar er verjandi annars sakbornings staddur er- lendis. Var sæst á að 16. febrúar myndi henta betur og er áætlað að aðalmeðferðin í málinu klár- ist á einum degi. Óvíst með greinargerðir STUTT Í AÐALMEÐFERÐ Falinn Geir Hlöðver Ericsson neitaði sök hvað varðar innflutning mikils magns fíkniefna en játaði vörslu á 659 grömmum af amfetamíni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Búist er við gífurlegum fjölda ferðamanna vegna Ólympíuleikanna í London í sumar. Stærstu viðskipta- vinir okkar í Bretlandi reikna því með töluverðri söluaukningu á þorski í fisk og franskar, þjóðarrétti Breta,“ segir Friðleifur Friðleifsson, umsjónarmaður frosinna afurða hjá Iceland Seafood, um góðar söluhorf- ur á þessum mikilvægasta markaði Íslands fyrir þorsk og ýsu. Tímasetningin góð fyrir Ísland Leikarnir koma því á góðum tíma fyrir sjávarútveginn en Friðleifur svarar því til að ómögulegt sé að ætla hver söluaukn- ingin geti orðið. „Það er reiknað með að mikill fjöldi ferðamanna vilji prófa þennan rétt. Meira vitum við ekki á þessu stigi. Hver aukn- ingin verður kem- ur í ljós í sumar.“ Að undanförnu hefur nokkur umræða farið fram um möguleg neikvæð áhrif efnahags- þrenginganna í Evrópu á íslenskan útflutning og eru sjávarafurðir þar ekki undanskildar. Hvernig stendur breski markaðurinn? „Mér sýnist staðan vera ágæt á breska markaðnum. Það eru þó blik- ur á lofti með þorsk, því rætt er um aukinn kvóta á þorski í Rússlandi og í Noregi. Aukinn kvóti þrýstir verð- inu yfirleitt niður nema menn finni aðra markaði. Aukin eftirspurn vegna leikanna kemur sér því vel,“ segir Friðleifur sem starfaði um fimm ára skeið hjá dótturfélagi Ice- land Seafood í hafnarborginni Hull. Þúsundir veitingastaða Að sögn Friðleifs selja hátt í 11 þúsund staðir fisk og franskar í Bretlandi og er þar af stór hluti í London. Mest fer af þorski til S- Englands en mest af ýsunni til N- Englands. Ísland er stærsti birginn á markaðnum fyrir fisk og franskar. Fisksalar horfa vongóðir til Ólympíuleikanna Friðleifur Friðleifsson OPIÐ HÚS Ásbraut 9 - Kópavogi LAUST STRAX Mjög falleg og björt 103,4 fm þriggja til 4ra herbergja endaíbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýlishúsi. Eigninni fylgir 24,2 fm bílskúr. Ásett verð er 22,9 millj. Opið hús verður fimmtudaginn 19. janúar milli kl. 12:00 og 13:00 og aftur sama dag milli kl. 17:00 og 18:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.