Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Í dag stendur Háskólinn í Reykja- vík fyrir málþingi um flugvelli og flugsamgöngur á Íslandi, með sér- stakri áherslu á Reykjavíkur- flugvöll og innanlandsflug. Mál- þingið er haldið á Icelandair Hotel Reykjavík Natura og hefst kl. 13.00. Áform eru í gildandi aðal- skipulagi Reykjavíkur um að leggja niður starfsemi flugvallarins í áföngum á næstu árum. Aðal- skipulagið er nú í endurskoðun. Á þinginu munu Pétur K. Maack flugmálastjóri, Þorgeir Pálsson prófessor og Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, flytja er- indi. Auk þess munu tveir erlendir fyrirlesarar fjalla um mismunandi hlutverk stórflugvalla og borgar- flugvalla. Þá munu þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðjúnkt við HR, og Haraldur Sigþórsson, lektor við HR, taka til máls. Að loknum fram- söguerindum verða pallborðs- umræður. Morgunblaðið/Ernir Framtíð Á flugvöllurinn að fara eða vera er spurt á málþingi Háskólans í Reykjavík. Málþing um framtíð Reykjavíkurflugvallar Alda – félag um sjálfbærni og lýð- ræði er eitt er eitt þeirra félaga sem koma að rekstri Grasrót- armiðstöðvarinnar sem var opnuð í Brautarholti 4 sl. haust. Næstkom- andi laugardag, 21. janúar, munu fulltrúar Öldu kynna tillögur sínar um það hvernig skal standa að stofnun og skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks. Fundurinn byrj- ar kl. 13 og stendur í tvo tíma. Það er von þeirra sem að fund- inum standa að þeir sem hafa í hyggju að taka þátt í stofnun nýrra framboða fyrir næstu kosningar fjölmenni á fundinn. Hvernig á að stofna stjórnmálaflokk? Hjálparstarf kirkjunnar hefur lagt fram 17,5 milljónir króna til neyð- arhjálpar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku. Af fjárhæðinni eru 10 milljónir frá utanríkisráðuneyt- inu en afgangurinn er stuðningur Íslendinga í gegnum safnanir Hjálparstarfsins. Jólasöfnun sem enn er ekki búið að taka saman fer einnig í þetta verkefni. Á sumum svæðum í Austur- Afríku er neyðin enn mikil. Enn er hægt að leggja söfnun fyrir neyð- arhjálpinni lið með því að leggja inn á: 0334-26-50886. 17,5 milljónir til neyðarhjálpar Stofnun dr. Sig- urbjörns Einars- sonar og Guð- fræðistofnun HÍ efna til málþings í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins á morgun, föstu- dag, kl. 13-16. Yfirskrift mál- þingsins er: Trú og trúarbrögð á 21. öld. Aðalfyrirlestur flytur dr. Hjalti Hugason, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Ís- lands. Málþingið er öllum opið. Málþing um trú og trúarbrögð á 21. öld Hjalti Hugason STUTT Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Íslenski skákdagurinn verður hald- inn hátíðlegur í fyrsta skipti mánu- daginn 26. janúar nk. Það eru Skák- samband Íslands og Skákakademía Reykjavíkur sem sameiginlega standa að því að gera daginn hátíð- legan, en vonir standa til þess að hann verði haldinn ár hvert héðan í frá. Dagurinn er haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara, sem fæddist þennan dag árið 1935. Friðrik er, eins og alþjóð veit, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák og m.a. hvað þekktastur fyrir að hafa tvívegis lagt að velli stórmeist- arann Bobby Fischer. Friðrik var um tíma forseti alþjóðaskák- sambandsins, FIDE. Skákviðburðir um allt land Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir að þessi ráðstöfun sé í samráði við Friðrik og hann muni taka fullan þátt í deg- inum, m.a. í fjöltefli. Gunnar segir að dagskráin sé ekki fullmótuð og hún verði kynnt á næstu dögum, en vonir standa til að sem flestir haldi upp á daginn og hvetur hann til þess að skólar, fé- lög og vinnu- staðir, um allt land, standi fyrir skákviðburðum af ýmsu tagi í tilefni dagsins. Þá upplýsir hann að Tafl- félag Reykjavíkur standi fyrir skákmóti og Taflfélagið Hellir heiðri Friðrik með því að halda skákmót á netinu. Vonast Gunnar til að þúsundir Íslendinga taki þátt í deginum. Skákfélag fjölskyldunnar Gunnar upplýsir að þennan dag verði Skákfélag fjölskyldunnar stofnað sem sameiginlegur vett- vangur aðstandenda barna sem stunda skák. „Stuðningur foreldra skiptir miklu og eykur líkurnar á að krakkarnir standi sig betur og séu lengur í skákinni,“ segir Gunn- ar. Skákdagurinn á afmæli Friðriks  Verður framvegis haldinn árlega á afmælisdegi fyrsta stórmeistarans Teflir Friðrik Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.