Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 16

Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Myglusveppum í húsum er oft kennt um ýmislegt án þess að vitað sé með vissu hvort þeir eigi sökina. Í rökum húsum eru margir mögulegir áhrifa- valdar og sveppir eru aðeins einn þeirra. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Hilmarsdóttur, læknis á sýklafræðideild RSLH, á Lækna- dögum í gær. Þar hélt hún fyrirlestur um húsasótt og sveppamengun í hús- um. „Í rökum húsum er svo margt annað en sveppir en það er alltaf mest talað um sveppina. Kannski vegna þess að þeir sjást, eru ekkert sérlega aðlaðandi og það er vond lykt af þeim. Við sjáum ekki alla litlu ryk- maurana, bakteríurnar eða kemísku efnin sem eru í andrúmsloftinu, þess vegna held ég að sveppirnir hafi ver- ið gerðir að blóraböggli. En það er ekki þar með sagt að þeir eigi ekki sök,“ segir Ingibjörg. Erfitt sé að festa fingur á hvað veldur einkenn- um þegar fleiri hundruð áhrifavaldar á heilsu eru í rými þar sem er raki. Raki hefur margar afleiðingar „Eins og staðan er í dag höfum við engar vísbendingar í vísindarann- sóknum um að það séu einungis myglusveppir. Þar sem er raki og mygla er líka margt annað í ólagi í andrúmsloftinu. Rakinn eykur vöxt sveppa, rykmaura og baktería og rakaskemmdir geta valdið niðurbroti á allskonar byggingarefnum sem hafa kemísk efni sem geta losnað út í andrúmsloftið. Raki hefur svo marg- ar afleiðingar og við vitum ekkert hver af þeim veldur heilsufars- einkennum.“ Vegna þess hvað myglusveppir eru margvíslegir og haga sér á ólíkan hátt eftir kringumstæðum er engin ein mælingaraðferð á sveppum sem lýsir því sem er að gerast í húsinu, segir Ingibjörg. Til þess þarf mis- munandi mæliaðferðir. „Loftsýni getur greint svepp en það greinir ekki það sem er í myglublettinum. Sýni úr ryki á gólfinu segir ekkert til um hvað er í andrúmsloftinu því ryk á gólfi og loft í nefhæð er ekki það sama. Hver og ein sýnategund hefur sínar takmarkanir og hver rannsókn- araðferð hefur líka takmarkanir. Engin ein þeirra getur lýst ástandi hússins á fullnægjandi hátt og það er hægt að fá villandi upplýsingar með því að nota einhverja eina aðferð. Al- mennt er því ekki ástæða til að mæla sveppi í rökum húsum. Oftast dugar að leita að rakamerkjum og eru myglublettir og myglulykt þar á meðal.“ Órökstudd hræðsla Þótt ýmsir sjúkdómar hafi verið tengdir við myglusvepp í húsum seg- ir Ingibjörg að það hafi aðeins verið hægt að tengja hann við heilsufars- einkenni frá öndunarvegum, það hafi ekki verið sýnt fram á samband við höfuðverk, svima, ógleði, ertingu í augum eða annað slíkt. Ingibjörg segir að í öllu þessu tali um myglusvepp í húsum sé hræðslan við sveppina órökstudd. „Það má segja að þessi sveppafræði séu svo margslungin að það er ekki hægt að setja samasemmerki á milli sveppa og hættuástands.“ Margslunginn myglusveppur  Ekki samasemmerki á milli myglusvepps í húsum og hættuástands  Þar sem er raki og mygla er líka margt annað í ólagi í andrúmsloftinu  Myglusveppur aðeins einn áhrifavalda á heilsufar Morgunblaðið/Kristinn Meinsemd Ingibjörg Hilmarsdóttir ræddi um húsasótt og sveppamengun í húsum sem er vandamál víða. Læknadagar 2012 Er mygla meinsemd fyrir menn? og D-vítamín, bætir, hressir og kætir Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi tekur til starfa laugardaginn 21. janúar 2012. Opið hús milli kl. 11 og 16 á Suðurgötu 10 í Reykjavík. Allir velkomnir! Ljósmyndasamkeppni fyrir almenning: Ísland og Evrópa. „Sápukassinn“: Gestir stíga á stokk og tjá sig um Evrópumál. Sigríður Thorlacius tekur lagið við gítarundirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Léttar veitingar í boði. Stór „Evrópukaka“, belgískar vöfflur, frönsk horn og íslenskar kleinur ásamt kaffi og kakói fyrir börnin. Suðurgata 10 – 101 Reykjavík – Sími 527 5700 – evropustofa@evropustofa.is – evropustofa.is Ráðhúsið T jö rn in Alþingi Landakotskirkja Su ðu rg at a Túngata Vonarstræ ti Tj ar na rg at a P OPIÐ HÚS Hvað viltu vita? Hlutverk Evrópustofu er að auka skilning og þekkingu á Evrópusambandinu. Til okkar er fólk velkomið, óháð afstöðu til ESB eða mögulegrar aðildar Íslands að sambandinu. Sýnileg mygla eða merki um að það sé raki í gólfefnum er á 6-7% ís- lenskra heimila. Kom það í ljós í sam- norrænni rannsókn sem María I. Gunnbjörnsdóttir, lungna- og ofnæmislæknir og settur yfirlæknir ofnæmislækn- inga á Landspítala, hafði yfir- umsjón með. Úrtakið var 3.000 reykvísk heimili. Af þeim sögð- ust 20% hafa haft einhvern leka á síðasta ári. „Tengslin við öndunarfæra- einkennin í þessari rannsókn og öllum öðrum stórum rann- sóknum eru þau að fólk sem segist búa í rakaskemmdu hús- næði er 30-50% líklegra til þess að vera með öndunar- einkenni, hvæsandi öndun og hósta. Það er líka oftar með asma en tengslin við asmann eru klárlega veikust. Það er ekki búið að sanna að það sé orsaka- samband á milli þess að búa í röku húsnæði og þess að hafa öndunarfæraeinkenni, en það er klárlega samband,“ segir María. Ísland er í hærri kantinum varðandi myglu og raka í hús- næði miðað við önnur lönd án þess að skera sig mikið úr að sögn Maríu. Leki og raki á 20% heimila RANNSÓKN María I. Gunnbjörnsdóttir Fleiri rannsóknir vantar til að geta sagt það með óyggjandi hætti að inntaka D-vítamíns bæti líðan okk- ar og hegðun. „Við virðumst liggja óskaplega lágt í D-vítamíni hér á norðlægum slóðum. Það eru ýmsar grunsemdir um að líðan okkar geti tengst því en okkur vantar meiri rannsóknir til að geta sagt það alfarið. Rann- sóknir sem eru til eru samt ekki al- veg óyggjandi, það er sennilega eitthvað í D-vítamíni sem hefur góð áhrif á til dæmis þunglyndi, kvíða, fjölvefjagigt og slíkt,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræði- læknir. Hún hélt fyrirlestur á Læknadögum í gær undir yfir- skriftinni; Hegðun, líðan og D- vítamín. „Það er engin spurning að við þurfum meira D-vítamín fyrir bein- in okkar, það er klár vísindalegur bakgrunnur fyrir því. Hvað varðar hegðun og líðan þá eru rannsóknir sem benda til þess að lífsgæði okk- ar aukist ef við liggjum ekki lágt í D-vítamíni og tökum að minnsta kosti þessa ráðlögðu dagskammta. Það sem stendur eftir að sanna er að tengslin eru ekki bara við lífs- gæði heldur mögulega við þung- lyndi, kvíða og óhamingju. Það er nú örugglega þannig að D-vítamín tengist einhverjum af þessum kvill- um en vísindalega getur maður ekki sagt að það sé þannig, það vantar frekari rannsóknir.“ Helga segir að verið sé að gera rannsóknir á áhrifum D-vítam- ínskorts úti um allan heim. Engin slík rannsókn á sér þó stað hér á landi. „Það er íslensk rannsókn í gangi á mataræði, neysluvenjum og inntöku íslendinga á D-vítamíni. Það vantar að skoða áhrif þess á líðan og hegðun en hér væri kjörið tækifæri til þess því við búum í myrkri svo stóran hluta ársins.“ Helga segir að við séum að átta okkur á því hvað við liggjum lágt í D-vítamíni og nauðsyn þess að taka inn lýsi eða fá D-vítamín með öðr- um hætti. ingveldur@mbl.is D-vítamín, andleg líðan og hegðun Morgunblaðið/Árni Sæberg Vítamín D-vítamín getur kannski bætt líðan okkar og hegðun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.