Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 17

Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Of sein viðbrögð hjálparstofnana og þjóða heims við yfirvofandi hungursneyð kostuðu þúsundir manna lífið í Austur-Afríku á liðnu ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu tveggja hjálparstofnana í Bretlandi. Hjálparstofnanirnar Oxfam og Barnaheill segja í skýrslunni „Hættuleg töf“ að það hafi tekið hjálparstofnanir og ríki heims um hálft ár að bregðast við vísbend- ingum um að hungursneyð væri yfirvofandi í austanverðri Afríku. Í skýrslunni er vitnað í upplýs- ingar frá breskum stjórnvöldum sem áætla að 50.000 til 100.000 manns hafi dáið úr hungri í Kenía, Eþíópíu og Sómalíu. Meirihluti þeirra sem dóu voru börn undir fimm ára aldri. Bandarísk stjórn- völd áætla að meira en 29.000 börn yngri en fimm ára hafi dáið úr van- næringu í Austur-Afríkulöndunum frá maí til júlí á liðnu ári. Í skýrslunni kemur fram að fyrst hafi verið varað við líklegri hungursneyð í Austur-Afríku í ágúst 2010. Ekki hafi verið brugð- ist við af fullum þunga fyrr en tæpu ári síðar, eða í ágúst á liðnu ári. Skýrsluhöfundarnir segja að margar hjálparstofnanir og ríkis- stjórnir hafi talið sig hafa séð slíkar viðvaranir mörgum sinnum áður og viljað fá sönnun fyrir því að hung- ursneyð væri yfirvofandi. „Hægt hefði verið að draga úr mannfellinum og þjáningum fólks- ins, svo og fjárhagslega kostn- aðinum, ef brugðist hefði verið fyrr og af meiri þunga við fyrstu viðvör- unum.“ Töfin kostaði þúsundir mannslífa  Sein viðbrögð við yfirvofandi hungursneyð í Austur-Afríku gagnrýnd í skýrslu hjálparstofnana  Áætlað er að 50.000 til 100.000 manns hafi dáið úr hungri, þar af rúmur helmingurinn ung börn Reuters Hungur og hallæri Kona með barn sækir matarskammt handa fjölskyldu sinni í þorpi í Sómalíu þar sem hungursneyðin er alvarlegust. Hættuleg töf » „Við berum öll ábyrgð á þessari hættulegu töf sem kostaði mörg mannslíf í Afríku og þurfum að draga lærdóma af seinum viðbrögðum okkar,“ segir Barbara Stocking, fram- kvæmdastjóri Oxfam. » „Við getum ekki látið það viðgangast að þetta afkáralega ástand haldi áfram, þ.e. að heimsbyggðin viti af yfirvof- andi neyð en hunsi hana þar til hún sér sjónvarpsmyndir af skelfilega vannærðum börn- um,“ segir Justin Forsyth, framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bretlandi. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Norska öryggislögreglan kvaðst í gær vita hverjir stæðu á bak við myndskeið þar sem ísl- amskir öfgamenn hóta forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra og krónprinsi Noregs lífláti. „Ó, Allah. Tortímdu þeim á kvalafullan hátt,“ sagði meðal annars í texta sem birtist á myndskeiðinu. Jens Stoltenberg forsætisráð- herra, Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra og Hákoni krónprins er þar lýst sem óvinum ísl- ams. Norska blaðið Dagbladet kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að norska öryggislögreglan (PST) teldi sig vita hverjir stæðu á bak við myndskeiðið sem var sett á YouTube í fyrra- dag. Talið er að myndskeiðið tengist samtök- unum Múslímar gegn hernámi sem hafa mót- mælt þátttöku Norðmanna í hernaðinum gegn talibönum í Afganistan. Samtökin hafa skipu- lagt mótmæli sem eiga að fara fram við þing- húsið í Ósló á morgun. Samtök múslíma í Noregi (IRN) fordæmdu í gær myndskeiðið og skoruðu á múslíma að taka ekki þátt í mótmælunum í Ósló. „Efni myndskeiðsins getur talist bein ógn við land okkar og ráðamenn þess og IRN leggst alger- lega gegn boðskap myndskeiðsins sem gengur í berhögg við grundvallarreglur íslam,“ hefur fréttavefur norska ríkisútvarpsins eftir fram- kvæmdastjóra samtakanna, Mehtab Afsar. Morðhótunin sögð „spaug“ Skýrt var frá því í gær að danska lögreglan hefði handtekið 42 ára Norðmann vegna mynd- skeiðs þar sem hann hótar að myrða saksókn- ara sem rannsaka fjöldamorðin í Noregi 22. júlí. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við fjöldamorðingjann á Facebook-síðu. Maðurinn neitar því að hann hafi ætlað að myrða sak- sóknarana og segir að hótunin hafi aðeins verið „spaug“, að sögn norska ríkisútvarpsins. Janne Kristiansen, yfirmaður öryggis- lögreglunnar, telur hættu á því að einhverjir öfgamenn hermi eftir fjöldamorðingjanum með nýrri sprengju- og skotárás í Noregi. Hótuðu að myrða norska ráðamenn Hótun Myndskeiðið sem sett var á YouTube.  Samtök múslíma í Noregi fordæma morðhótun íslamskra öfgamanna  Talin tengjast samtökum sem boða mótmæli í Ósló á morgun  Norðmaður handtekinn eftir að hafa hótað saksóknurum lífláti Spánverjinn Salva Luque þeysist með hundum sínum í síðasta áfanga sleðahundakeppninnar La Grande Odyssée í Frakklandi í gær. Tékkinn Radek Havrda sigraði í keppninni. Hundarnir hlupu alls um 1.000 km yfir Alpafjöllin í Frakk- landi og Sviss á ellefu dögum. Keppninni er lýst sem einni af erfiðustu alþjóðlegu hundasleða- keppnum heimsins. Margir af bestu kúskum (ekl- um hundasleða) heimsins taka þátt í henni. Reuters Hlupu þúsund kílómetra á ellefu dögum Kúskar geystust á hundasleðum um Alpafjöll Skipstjórinn á skemmtiferða- skipinu Costa Concordia, Fran- cesco Schettino, segir að ástæða þess að hann var kominn í björg- unarbát þegar þúsundir farþega og áhöfn skipsins reyndu að kom- ast frá borði sé sú að hann hafi hrasað og dottið ofan í björgunar- bátinn. Skipstjórinn á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp og að hafa yfirgefið skipið áður en farþegum var bjargað frá borði eftir að skemmtiferðaskipið sigldi á sker skammt frá eyjunni Giglio á Ítalíu á föstudagskvöld. Minnst ellefu manns biðu bana og 23 til viðbótar er enn saknað. Hermt er að Schettino hafi sagt við yfirheyrslu í gær að hann hafi lent í björgunarbátnum fyrir slysni. „Skyndilega, þegar skipið hallaðist um 60-70 gráður, hrasaði ég og endaði ofan í einum bátanna.“ „Datt ofan í björgun- arbátinn“  Skipstjóri Costa Concordia yfirheyrður Francesco Schettino Sendiherra Bandaríkjanna í Ósló hefur sent bandarískum ríkisborgurum í Noregi bréf þar sem hann varar þá við því að vera einir á götum norsku höfuðborgarinnar á kvöldin. Í bréfinu skírskotar sendiherrann til nokkurra árása í Ósló að undanförnu, meðal annars hnífárásar á Solli-torgi 5. janúar og tveggja hnífstungumála 10. jan- úar. Sendiherrann ráðleggur fólkinu meðal annars að halda sig á upplýstum og mann- mörgum svæðum, vera alltaf á varðbergi og vera með farsíma til að geta óskað eftir hjálp ef þörf krefur. Varað við árásum FÓLK HVATT TIL AÐ VERA Á VERÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.