Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 20

Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Nú á föstudaginn mun Alþingi ræða mjög mikilvæga þings- ályktunartillögu sem fjallar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra. Ég styð það heilshug- ar að afturkalla þessa ákæru og hvet til þess að þingmenn geri slíkt hið sama. Nú þegar hefur tveimur veiga- mestu ákæruatriðunum verið vísað frá, og því er enn frekara tilefni til afturköllunar. Geir hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum og vísað þeim á bug. Það er ljóst að margt fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins, bæði hér á landi sem erlendis, og því ótækt að ætla að draga einn mann fyrir rétt til að svara til saka. Þeir ákæruliðir sem standa eftir fjalla m.a. um hvort tilefni hafi verið til að kalla saman ríkisstjórn, hvort ríkisstjórn eigi sjálf að hafa eftirlit með reikningum banka og nefnd- arstörfum. Það hlýtur að teljast merkileg tilraun ef landsdómur á að leggja mat á það og gefa þar með út leiðbeiningar um hvernig ríkisstjórn eigi að starfa. Það tók saksóknara sjö mánuði að útbúa ákæruna á hendur Geir, og einnig tók furðulega langan tíma að skipa honum verjanda. Máls- meðferðin öll getur ekki staðist góðar rétt- arvenjur og brýtur öll viðmið sem felast í góðu réttarríki. Í síðustu viku birti forseti lagadeildar HÍ, Róbert Spanó, grein þar sem hann færir rök fyrir því að Alþingi sé í raun heimilt að aft- urkalla málshöfðunina. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þingið taki þenn- an málatilbúnað til baka og íhugi í framhaldinu tilvist og tilhögun landsdóms. Hvatning til aftur- köllunar ákæru Geirs Eftir Jón Ólafsson Jón Ólafsson » Það er ljóst að margt fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins bæði hér á landi sem erlendis og því ótækt að ætla að draga einn mann fyrir rétt. Höfundur er vatnsútflytjandi. Nýlega mátti lesa í leiðara Morgunblaðs- ins að þingmenn Hreyfingarinnar hefðu lofað ríkisstjórninni stuðningi, fari svo að borin verði fram van- trauststillaga í þinginu. Ekki var get- ið um heimildir og ekki veit ég hvort einhver fótur er fyrir þessu en mig grunar að svo sé ekki. Hins vegar get ég vel skilið að þingmenn Hreyfingarinnar íhugi vandlega hvað þeir eigi að gera standi valið milli þess að verja van- hæfa ríkisstjórn falli eða þess að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við völd- um. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að forusta þess flokks sé mesta vandamálið í íslenskum stjórn- málum, ekki ríkisstjórnin. Ef skipta á um stjórn þarf augljóslega eitthvað betra að koma í staðinn. Stór hluti af forustu Sjálfstæðisflokksins er umvafinn alls konar óuppgerðum drullumal- lsmálum frá fyrri tíð. Það er alveg sama hversu ágætt þetta fólk er, fortíðin bítur. Skrifari kaus ávallt Sjálfstæðisflokkinn fram að síðustu kosn- ingum, en hafði þá ekki geð í sér til að gera það. Þótt vantrúin sé nánast ótakmörkuð á núverandi stjórnvöld hugnast honum ekki að Sjálfstæð- isflokkurinn komist til valda sem stendur. Til þess þarf rækilega til- tekt í flokknum. Leiðaraskrif og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins eru nánast það eina sem birt er nafnlaust í íslenskum prentmiðlum. Þetta er sjálfsagt arf- ur frá fyrri tíð þegar blaðið gat leyft sér nánast hvað sem var. Er ekki kominn tími til að ritstjórn blaðsins hætti að skýla sér á bak við nafn- leynd? Þá væri allavega eitthvert nafn á bak við gróusögurnar. Annar ritstjóranna er sá maður sem und- irritaður hefur borið hvað mest traust til í íslenskum stjórnmálum síðustu áratugi. Hann er örugglega maður til að standa við skrif sín og þarf ekki að skýla sér á bak við nafn- leynd. Til að forðast misskilning tekur skrifari fram að þótt dóttir hans sé einn af þingmönnum Hreyfing- arinnar veit hann ekki hvort þau hafi lofað ríkisstjórninni hlutleysi, enda ekki spurt um það. Morgunblaðið hefði kannski átt að spyrja áður en fullyrðingin kom í leiðaranum. Kannski fyrirfinnast ennþá ein- hverjir þingmenn sem segja satt. Eftir Tryggva P. Friðriksson Tryggvi P. Friðriksson »Ef skipta á um stjórn þarf augljós- lega eitthvað betra að koma í staðinn. Höfundur er listmunasali. Hugleiðingar vegna leiðaraskrifa Stefnum við að betri tíð? Alltaf er hægt að velta þessari spurningu fyrir sér, en svarið verður aldrei full- nægjandi því óvissan er aðals- merki þess ókomna. En við eigum alltaf vonina um betri tíð sem teygir okkur áfram út í óvissuna og gerir lífið svo spennandi. Þótt við get- um ekki stjórnað náttúrulögmálinu eigum við marga möguleika á að hag- ræða afkomu okkar og samskiptum við annað fólk. En það er einmitt sam- skiptaþátturinn sem við eigum í mest- um erfiðleikum með, að meta gildi starfsstétta þannig að efri stéttir verði ekki afætur á þeim lægri og komi þannig í veg fyrir réttláta skipt- ingu arðs af verðmætasköpun. Undarlegt finnst mér það fyrirbæri að þegar náttúruhamfarir verða, með miklu eigna- og manntjóni, þá þarf að hækka stórlega verð á vöru og þjón- ustu. Þarna er neyðin notuð til að seðja græðgina. Með þessu fyrir- komulagi fer stærstur hluti framlags til hjálparstarfs í græðgina en þeir sem í nauð eru verða útundan. Það er mikið talað um fátækt, stór hluti hennar stafar einmitt af mis- skiptingu, sem ríkisvaldið og atvinnu- rekendur bera ábyrgð á, þeir eru feð- ur fátæktar að stórum hluta. Það má segja að heimsbyggðin glími við efna- hagshrun sem stafar af misbeitingu valds, óseðjandi græðgi og hug- myndafræðilegri verðmyndun sem blóðmjólkar þjóðfélögin. Það er einn- ig umhugsunarvert fyrir ríkisvaldið hvernig fyrirtæki sem safna enda- laust skuldum geta mokað arði í vasa hluthafanna og gert þá að milljarða- mæringum. Þar sem þjóðin er oftast látin taka við skuldahalanum hlýtur hún að eiga inni skýringu á þessu fyr- irbæri. Þjóðkirkja Íslendinga er evangel- ísk-lútersk og þessi trú hefur verið kynnt í skólum landsins án þess að sjáanlegur andlegur skaði hafi hlotist af. Enginn hefur verið knúinn til þess að fylgja trúnni og öllum frjálst að yf- irgefa hana – hvenær er þeim þókn- ast. Nú hafa ofurandar borgarstjórn- ar Reykjavíkur bannað að börnum séu kynntar bænir trúarinnar í skól- um vegna óæskilegra áhrifa á börnin. Einnig á ferming að vera óþörf, nema ofurandarnir framkvæmi hana sjálfir án trúarlegra bæna. Þetta minnir mig á boðskap Hitlers til þýsku þjóð- arinnar rétt fyrir heimsstyrjöldina 1939-45, hann átti sjálfur að vera hugsuður þjóðarinnar, hún fram- kvæmdaaðilinn og skapa landinu auð, völd og virðingu. Eitt saurugasta mál liðins árs var biskupsmálið, réttarhöld voru haldin yfir þeim látna í sjónvarpi, nánast daglega mánuðum saman, dómstóll götunnar látinn fella dóm yfir minn- ingunni um manninn, níðst andlega á ættingjum hans miskunnarlaust og réttarhöldunum sjónvarpað út um allan heim. Vonandi verður þessi mannníðingsháttur ekki endurtekinn á þessu ári, heldur lögboðnir dóm- stólar látnir um það sem þeim ber. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2, Reykjavík. Stefnum við að betri tíð? Frá Guðvarði Jónssyni Guðvarður Jónsson Bridsdeild Félags eldri borg- ara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 16. janúar. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S: Ingibj. Stefánsd. – Ingveldur Viggósd. 395 Björn Árnas. – Auðunn Guðmundss. 375 Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 368 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 365 Árangur A-V: Hrólfur Guðmundss. – Karl Loftss. 364 Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 343 Sigurður Tómass. – Guðjón Eyjólfss. 339 Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 338 Sveit Þrastar Reykjanesmeistari Sveit Þrastar Ingimarssonar sigraði í Reykjanesmótinu í sveita- keppni sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Með Þresti spiluðu Hermann Lárusson, Erlendur Jónsson og Guðmundur Sveinsson. Pétur og úlfarnir urðu í öðru sæti og VÍS í Keflavík í þriðja sæti. Mótið var jafnframt undan- keppni fyrir Íslandsmót. Þar urðu úrslitin þessi: Jón Ásbjörnsson 271 Þröstur Ingimarsson 267 Pétur og úlfarnir 243 Vís Keflavík 240 Sproti 235 GSE 235 Ferill 233 Valka 206 Þrjár sveitir spiluðu sem gesta- sveitir og voru tvær þeirra meðal efstu sveita, Úlfurinn með 257 stig og Grant Thornton með 252 stig. Í Butlerútreikningi mótsins spil- aði Oddur Hjaltason best og Ás- geir Ásbjörnsson næstbest. Gullsmárinn Spilað var á 15 borðum í Gull- smára mánudaginn 16. janúar. Úrslit í N/S: Sigtryggur Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 336 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 308 Sigurður Njálsson – Ágúst Sigurðss. 304 Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 285 A/V Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannss. 316 Katarínus Jónsson – Einar Kristinss. 307 Ernst Backman – Tómas Sigurðsson 295 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 294 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Ég hef á und- anförnum þremur ár- um tekið þátt í um- ræðu um fall íslenskra fjármálafyrirtækja. Ég og fjölskylda mín töp- uðum á Glitni banka hf. einum saman um 75 milljónum. Ég hef einnig leitast við að fá upplýsingar úr þrotabúum hinna föllnu banka. Ég er ekki alltaf sáttur við svör slitastjórna eða niðurstöðu dómstóla. Hlutverk slitastjórna er m.a. að varðveita eignir og sækja það fé sem hefur farið með ólögleg- um hætti út úr bönkunum og gæta hagsmuna hluthafa og kröfuhafa bankanna. Ég sé mig þó knúinn til að taka til varna fyrir slitastjórn Glitnis hf. þegar Kristín Þorsteinsdóttir, fyrr- verandi menningarfulltrúi Baugs hf. og fjölmiðlafulltrúi Iceland Express, ræðst á slitastjórn Glitnis hf. þegar slitastjórnin ætlar að sækja skaða- bætur til þeirra stjórnenda bankans, sem með meintum umboðssvikum við hluthafa hans dældu ómældum fjármunum bankans til einstaks hluthafa sem hafði handvalið sér stjórnarmenn í bankann og jafn- framt handvalið bankanum forstjóra til að gera Glitni banka hf. að einka- banka tiltekinna hluthafa. Kristín Þorsteinsdóttir skal ekki halda það að hinir stefndu séu ein- hverjir kórdrengir. Eftir að hafa hlýtt á aðilaskýrslur flestra hinna stefndu í öðru máli, þ.e. í máli sem ég höfðaði gegn stjórn bankans vegna kaupa bankans á hlutabréfum fyrrverandi bankastjóra varð mér ljóst að stjórnarmenn voru alls ófær- ir um að sitja í stjórn alþjóðlegs fjár- málafyrirtækis. Þar viðurkenndu hinir stefndu markaðsmisnotkun í því máli þegar þeir lýstu sig sak- lausa af bótakröfunni! Svo notað sé orðfæri Kristínar Þorsteinsdóttur, þá var hér ekki siðað viðskiptaum- hverfi. Hinir stefndu réðu ferðinni og brugðust stærstum hópi hluthafa í Glitni banka hf. Málið sem slitastjórn bankans stefnir út af snýst um brot á útlána- reglum bankans þar sem Glitnir banki hf. tapar kr. 6,5 milljörðum. Nú er það svo að ég heyrði fyrst orð- ið „spilling“, með áherslu, á heimili Kristínar Þorsteinsdóttur. Sú meinta „spilling“ snerist um greiðslu kostnaðar af leigubíl. Venjulegt fólk skilur kostnað af leigu- bíl en það skilur ekki þær stjarnfræðilegu fjárhæðir sem hurfu úr íslenskum bönkum. Það skilur heldur ekki lífsmáta þeirra sem stjórnuðu og störfuðu í íslenskum bönkum, þaðan af síður líferni þeirra sem fóru með eignarhald bankanna. Þeir fjármunir sem hafa horfið til Baugs hf., Fons hf., FL Group hf. og fleiri tengdra aðila nema mun hærri töl- um en nokkur leigubílakostnaður. Upphæðirnar nema öllu eigin fé bankans og meira til. Það er helst að kjarneðlisfræðingar skilji þær tölur sem hurfu. Það getur aldrei verið eðlilegt að 60% af eignum banka hverfi í einu vetfangi. Til þess þarf röð atburða, oft tengdra atburða og tengda aðila. Kristínu Þorsteinsdóttur verður tíðrætt um málaferli slitastjórnar Glitnis banka hf. gegn stjórnendum hans í New York. Þau málaferli eru mjög skiljanleg hverjum þeim sem lagt hefur stund á nám í Bandaríkj- unum. Ástæðan fyrir málshöfð- uninni þar var spurning um það hvort bandarískir dómstólar teldu eðlilegt að erlendir aðilar gætu kom- ið á verðbréfamarkað í Bandaríkj- unum og sótt þar nokkra milljarða dollara á grundvelli rangra upplýs- inga og þyrftu ekki að sæta ábyrgð á athæfinu. Dómari í málinu vísaði því til Íslands, þar væri heimavarn- arþing flestra þeirra sem stefnt var. Dómarinn setti þau skilyrði að hinir stefndu skuldbyndu sig til að mæta í dómþing á Íslandi og tækju á sig málkostnað í Bandaríkjunum. Bandarískur lögmaður minn taldi stefnuna eðlilega en niðurstöðu dómarans skaðlega fyrir bandarískt fjármálalíf. Kristín Þorsteinsdóttir reynir að gera slitastjórn tortryggilega vegna „græðgi“. Mér er kunnug um að slitastjórnin hefur ráðið utanaðkom- andi lögmannsstofu til að reka það mál sem var henni tilefni grein- arinnar, þannig að þar hefur hún misst einn glæp. Ég ætla jafnframt að taka upp hanskann fyrir fréttastofu RÚV vegna umfjöllunar um málefni tengd fjármálahruninu. Ég tel að umfjöll- un RÚV hafi verið málefnanleg og að fréttastofan hafi reynt að afla gagna til stuðnings fréttaflutningi sínum. Kristínu Þorsteinsdóttur má vera ljóst að stefna sem lesin er upp í Kastljósi er stefna en það er dóm- stóla að úrskurða um sannleikann í stefnunni og dómkröfum. Dómsmál verða aðeins rekin í dómsölum, ekki í fréttamiðlum. Fréttamiðlar miðla upplýsingum. Gestur Jónsson hrl., mágur Krist- ínar Þorsteinsdóttur, hefur verið réttargæslumaður nokkurra aðila sem taldir eru gerendur í hruni ís- lenskra fjármálafyrirtækja. Hluti af réttargæslu Gests Jónssonar hrl. hefur alltaf verið að stjórna fjöl- miðlahlið sinna skjólstæðinga. Hvort það hefur síðan haft áhrif á nið- urstöður dómstóla skal ósagt látið. Með grein sinni í Fréttablaðinu hinn 17. janúar sl. er Kristín Þor- steinsdóttir holdgervingur þess er Eva Joly sagði að myndi gerast þeg- ar saumað yrði að þeim sem settu ís- lenska fjármálakerfið í þrot. Ég er stoltur af því að hafa tekið mér stöðu með þeim sem hafa reynt að stuðla að framgangi réttvísinnar á undanförnum árum. Til varnar slita- stjórn Glitnis hf. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það getur aldrei ver- ið eðlilegt að 60% af eignum banka hverfi í einu vetfangi. Til þess þarf röð atburða, oft tengdra atburða og tengda aðila. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og lektor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.