Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 23

Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 23
an lengur. Þá voru eftir ljúfar minningar sem ylja. Nú er hún farin og gott að vita að hún er laus úr viðjum. Guð veri með henni. Ég er þakklát fyrir þann ynd- islega tíma sem við vorum sam- ferða á lífsleiðinni og sakna hennar sárt. Við Kristján og fjölskylda okkar vottum öllum ástvinum samúð og þökkum Guði fyrir að hafa átt Ellu að vini. Kristín Möller. „Vegir Guðs eru órannsakan- legir“, hversu oft hafa þessi orð ekki komið upp í huga minn frammi fyrir þungum örlögum Elínar frænku minnar og bestu vinkonu allt frá frumbernsku að greinast með Alzheimer rétt rúmlega fimmtug. Við vorum systkinadætur og jafnaldra. Ég trúi að við höfum verið lagðar hvítvoðungar hlið við hlið og vegnar og metnar af foreldrum og systkinum sem elskuðu okk- ur og fordekruðu á bernskuár- um. Við vorum ólíkar bæði í út- liti og gerð, langyngstar í hópnum og kannski meira eins og systur en frænkur. Lékum okkur í Jóhannshúsi og á Urð- argötu 6 á Patreksfirði þar sem fjölskyldur okkar bjuggu þá og byrjuðum saman í tímakennslu hjá Ingibjörgu á Háteig með vinum okkar Davíð og Lilju. Í byrjun árs 1951 flutti fjöl- skylda Túllu til Reykjavíkur. Undir því nafni þekktu allir hana á Patró en það mátti ekki vitnast í Reykjavík. Á sumrin fórum við saman í Vindáshlíð og svo hún með mér til Patró og alltaf fylgdi dvöl á Eysteinseyri í Tálknafirði. Foreldrar hennar höfðu átt þá jörð og stjórfjöl- skylda okkar átti þar margar góðar stundir. Eysteinseyri var seld góðu fólki sem Túlla elskaði að dvelja hjá. Hún var elskuð og virt fyrir mannkosti af þeim sem henni kynntust. Heil, sönn og hógvær í allri sinni framgöngu, tryggur vinur vina sinna og lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Fyrstu árin í Reyjavík bjó fjölskylddan í húsi afa okkar á Bergstaðastræti 51, síðan í Sætúni á Seltjarnarnesi. Barna- skóla lauk hún frá Mýrarhúsa- kóla, síðan tók Kvennaskólinn í Reykjavík við. Þar settumst við saman á skólabekk. Elín og Jó- hann opnuðu heimili sitt fyrir mér og við deildum herbergi í fjögur ár, sátum saman, lærðum saman, áttum sömu vinkonur og gerðum nánast allt saman þessi ár. Aldrei bar skugga á okkar vináttu. Það er til marks um samhjálpina eins og hún var á þessum árum að þrátt fyrir mannmargt heimili var rúm fyr- ir mig. Þetta er geymt og gleymist ekki. Að skólagöngu lokinni vann hún skrifstofustörf þar til börn og bú tóku við. Hún giftist Kristni 1964. Þau áttu farsælt hjónaband og góð börn þar sem ást, samstaða og gagnkvæm virðing ríkti. Hvar sem heimili þeirra stóð bar það myndarskap og smekkvísi vitni. Sumarbústaðurinn í Skorradal var þeirra sælureitur. Eins naut hún þess mjög að ferðast, ekki síst til sólarlanda. Eftir að Ella veiktist launaði Kristinn henni sannarlega hvernig hún hafði staðið með honum í blíðu og stríðu. Hann studdi hana og hlúði að henni eins lengi og hún var með okkur eins og við sjáum það. En svo spyr maður: Hvað vitum við fávís í þessum aðstæð- um? Kannski það eitt, „að mennirnir ætla en Guð ræður“. Það er áralangt sorgarferli að sjá ástvin verða fyrir slíkum ör- lögum. Alltaf var samgangur með okkur en mest með vinkon- um sem við áttum sameiginlega. Það var trausti æskuvinkvenn- ahópurinn Patrónur, eins og við köllum okkur, og kvennaskóla- systur sem hist hafa reglulega í mörg ár og kalla sig Perlur. Hún mætti meðan stætt var. Henni hefur hlotnast langþráð hvíld. Ævilöng samfylgd er þökkuð, börnum og ástvinum öllum vottuð samúð. Guðrún Gísladóttir Bergmann. Frænka okkar Elín er geng- in, ljósið er slokknað. Mamma og Elín voru systra- dætur og við vitum að mömmu þótti sérstaklega vænt um nöfnu sína. Hún kallaði hana Ellu litlu. Elín mamma hennar kom okkur systkinum í ömmu stað. Í huga okkar eru margar fal- legar minningar þegar við hugs- um um Elínu. Jólaboðin með fjölskyldunni og ekki síst nýárs- boð á fallegu heimili þeirra El- ínar og Kristins á Kópavogs- braut. Elín var áberandi hlý kona, geislandi og falleg. Hún var fal- leg að innan sem utan. Hún vildi öllum í kringum sig vel og rækt- aði garðinn sinn. Við börn Elínar Sigurðardótt- ur erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari ynd- islegu frænku okkar. Elsku fjölskylda, missir ykk- ar var mikill fyrir yfir áratug er sjúkdómurinn tók yfir og þið í raun misstuð eiginkonu, móður, ömmu, frænku og vin. Nú er þessari baráttu lokið og á móti henni taka margar Elínar hinum megin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Auður, Anna Kristín, Sigrún og Óskar Lárus Traustabörn. Kær vinkona er látin. Eftirfarandi ljóðlínur koma upp í hugann þegar Elín Jó- hannsdóttir er kvödd. Langt í vestri vakir byggðin mín vinaleg í faðmi brattra fjalla. Unaðsleg hún ól upp börnin sín er þau hlupu um strönd og græna hjalla. Roðagylltur Rauðisandur er. Rís úr hafi landsins ysti vörður. Ævinlega er efst í huga mér æskuslóðin kæra, Patreksfjörður. (Ómar Ragnarsson.) Það var vor í lofti, Ella var komin í eina af sínum árlegu sumarheimsóknum vestur til skyldfólks síns en nokkru áður hafði hún flutt suður ásamt fjöl- skyldu sinni. Ég var svo heppin að vera heimagangur á Urðar- götu 6 og eiga heimasætuna þar, Guðrúnu Gísladóttur, fyrir vin- konu og inn í þann vinskap bættist Ella ásamt mörgum öðr- um góðum vinkonum á staðnum. Minningar frá þessum tíma eru kærar, alltaf sól og heiðríkja. Leikvöllur okkar var þorpið með öllum sínum tækifærum þar sem fjaran, hlíðin og íbúar þorpsins skipuðu stóran sess í tilveru okkar. Þannig leið tími bernsku okkar við leik og störf. Allt í einu var þessi hópur vin- kvenna kominn á táningsaldur og engin tækifæri til áframhald- andi menntunar á staðnum. Við þurftum því að yfirgefa heima- slóðirnar eins og flest ungmenni sem voru að alast upp í þorpum landsins á þessum tímum. Leiðir okkar lágu því suður á bóginn til höfuðborgarinnar, þar sem frek- ari menntun og önnur störf biðu okkar og alvara lífsins tók við. „Trygg vinátta er gulls í gildi.“ Í nær 50 ár, allt frá þeim tíma er við fluttum suður höfum við haldið hópinn. „Patrónur“ er nafnið á saumaklúbbnum okkar sem við nefndum í höfuðið á æskustöðvunum. Allt frá fyrstu tíð var Ella virk í þessum hópi. Falleg framkoma, heilsteyptur persónuleiki og hógværð voru aðalsmerki hennar sem gerði að í návist hennar var ljúft að vera. Glæsilegt heimili hennar bar vott um smekkvísi og ekki var verra að hún hafði farið á danskan húsmæðraskóla og nut- um við þess vinkonurnar að fá dýrindis danskættaðar kræsing- ar að hætti húsmóðurinnar. Ógleymanleg er helgi fyrir mörgum árum sem við Patrón- urnar og makar okkar áttum í Skorradal í sumarbústað fjöl- skyldunnar. Þar var Ella hrókur alls fagnaðar og sannkölluð drottning í ríki sínu. Enginn veit örlög sín. Á miðjum aldri fór Alzheimersjúkdómurinn að hafa áhrif á líf Ellu. Smátt og smátt hvarf hún frá okkur inn í sitt eigið tilverustig. Fallega brosið hennar var þó enn til staðar og æðruleysi hennar var aðdáunarvert. Fjölskylda henn- ar þurfti að takast á við erfið verkefni þegar einkenni sjúk- dómsins tóku völdin. Þrátt fyrir dyggan stuðning eiginmanns og barna fór svo að Ella gat ekki lengur búið heima. Hrafnista í Hafnarfirði var heimili hennar sl. 11 ár. Þar naut hún aðhlynn- ingar og hjúkrunar starfsfólks- ins sem sýndi henni væntum- þykju og ástúð, allt fram á síðasta dag. Nú er hún orðin frjáls og leyst frá þrautum lífs- ins. Fyrir hönd okkar „Patróna“ vil ég þakka Ellu alla vináttu og tryggð og þátt hennar í að gera liðnar samverustundir okkar að gæðastundum sem við munum geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við biðjum guð að blessa hana. Fjölskyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Þórdís B. Kristinsdóttir. Það dró ský fyrir sólu í lífi Ellu. Við vinir hennar misstum, vegna veikinda hennar, sam- bandið við hana í bókstaflegum skilningi. Það var sárt. En sól- argeislar brjótast í gegnum ský- in og verma minningarnar um samverustundir með Ellu og hennar fjölskyldu á árum áður. Það var gleðin og skopskynið, hógværðin og hæverskan sem einkenndi hana. Samverustund- irnar voru margar og ávallt ánægjulegar, á heimili þeirra, í sumarbústaðnum í Skorradal, í útilegu og við ýmis tækifæri, t.d. á grímuballi í dansskólanum. Minningarnar eru um fallega góða konu sem unni fjölskyldu sinni, var góður vinur. Það var reisn yfir öllu sem hún gerði. Á kveðjustundu sendum við fjölskyldu Elínar Jóhannsdóttur innilega samúðarkveðju. Bless- uð sé minning hennar. Anna og William. Elsku Ella mín, það er mikill missir að góðri vinkonu. Við Ella kynntumst fyrir 50 árum á „Den Suhrske Husmoderskole“ í Kaupmannhöfn. Þarna hittust sjö íslenskar stúlkur sem þekkt- ust ekki allar innbyrðis en vissu deili á sumum. Fyrsta kvöldið er minnisstætt þegar við íslensku stúlkurnar settumst saman til að drekka kaffi. Þær sem not- uðu molasykur dýfðu honum í kaffið og settu svo molann upp í sig. Allt í einu kemur aðalkenn- arinn Frk. Petersen og segir að þetta geri maður ekki í Dan- mörku, það eigi að láta molann í bollann og hræra í. Þetta var góður hópur og var margt skemmtilegt sem við upp- lifðum bæði við matreiðslu, þvotta, sauma og ekki má gleyma kvöldunum, þegar við fengum leyfi til að vera lengur úti. Þegar páskarnir komu feng- um við leyfi til að dvelja í skól- anum með því skilyrði að ein kennslukonan væri hjá okkur. Það skemmtilegasta var að við fengum að bjóða íslenskum pilt- um í mat á laugardeginum fyrir páska. Það var mikill undirbún- ingur hjá okkur að hafa þetta sem flottast. Þeir mættu á stað- inn og voru frekar feimnir til að byrja með en síðan var farið í leiki og gert margt skemmtilegt, en það besta var að kennslukon- an lagði til að þeir vöskuðu upp, sem þeir gerðu með miklum myndarskap. Þessi tími leið allt- of fljótt og áður en við vissum af komu skólaslit og var Ella ein af þeim sem fengu verðlaun. Við Ella ákváðum eftir skól- ann að fara til Ítalíu með Ung- domsrejseburet, sem stóð yfir í tæpar tvær vikur. Við vorum 18 í þessari ferð og tók fararstjór- inn strax ástfóstri við okkur. Hann heimsótti Ísland síðar í mörg ár og naut gestrisni Ellu meðan á dvöl hans stóð. Ítal- íuferðin var ævintýri frá upphafi til enda. Eitt sinn vorum við Ella á gangi í Róm þegar páfinn átti að koma fram. Allt í einu koma hermenn til okkar og vilja tala við okkur en við vorum ekki á því og hlupum inn í vöruhús. Þeir eltu okkur þangað og skim- uðu í allar áttir. Við hlupum eins hratt og við gátum í átt að hót- elinu okkar alveg dauðhræddar. Við hlógum mikið að þessu síð- ar. Í gegnum árin höfum við skólasysturnar frá húsmæðra- skólanum komið saman og gert eitthvað skemmtilegt. Síðasta ferðin sem við fórum allar sam- an í var til Parísar að heim- sækja eina skólasysturina sem þar bjó og dvöldum við þar í viku. Við Ella vorum saman í herbergi og var mikið spjallað um dagana okkar á Ítalíu og í skólanum. Einn daginn fórum við Ella saman í skoðunarferð um París og gerðum hinar vin- konurnar svo hræddar að þær ætluðu að láta auglýsa eftir okk- ur, þegar við komum ekki til baka á tilsettum tíma. Ella var sallaróleg og sagði við þær að það hefði nú ekkert verið að ótt- ast, við hefðum aldrei villst og skoðað margt, tekið strætó og fengið okkur fínar kökur á flottu kaffihúsi. Það var yndislegt að fara í þessa ferð og að eiga þessa yndislegu daga. Elsku Ella mín, ég þakka þér fyrir vináttuna og að hafa verið svo heppin að kynnast þér. Ég sendi mínar innilegustu samúð- arkveðjur til barna, barnabarna og tengdabarna. Kristrún Jónsdóttir (Kidda). Eftir mjög harða og langa sjúkdómslegu hefur vinkona okkar, Elín, kvatt okkur og lok- ið sínu stríði og hverfur nú til æðri heima. Við vorum 13 ára hnátur þeg- ar fundum okkar bar saman í Kvennaskólanum í Reykjavík, allar spenntar og fullar af kvíða- blandinni tilhlökkun. Þar áttum við saman fjögur góð ár. Fyrir nokkrum árum mynduðum við nokkrar skólasystur hóp sem við köllum Perlur, það var ein- falt að finna það nafn því fund- arstaðurinn hefur oftast verið í Perlunni. Við höfum farið saman í ferðalög til útlanda og fór Ella með okkur í fyrstu ferðina, hún var reyndar farin að finna fyrir sjúkdómnum sem heltók hana svo á nokkrum árum. Minningarnar streyma fram um Ellu sem var skemmtileg, hlý, myndarleg og dugleg og síðast en ekki síst góð vinkona. Við geymum góðu minningarnar í hjarta okkar um ókomin ár. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hvíl í friði elsku Ella okkar og hafðu hjartans þökk fyrir vináttuna sem aldrei bar skugga á. Við sendum öllum aðstand- endum hlýjar samúðarkveðjur. Bjartey og Edda. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 ✝ Elskuleg móðir mín og systir okkar, DÓRA BERREVOETS KRISTINSDÓTTIR, lést í Las Vegas Nevada laugardaginn 12. nóvember. Bálför hefur farið fram ytra. Anna Linda Swan og fjölskylda, Einar Kristinsson, Kristinn Kristinsson, Sigurður Kristinsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN TORFADÓTTIR, Þvervegi 6, Stykkishólmi, er lést sunnudaginn 8. janúar, verður jarðsungin frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Idda Jófríður Þorleifsdóttir, Hörður Sigurðsson, Guðrún Alda Harðardóttir, Ólafur Kristján Ragnarsson, Þorleifur Andri Harðarson, Aldís Óskarsdóttir, Fannar Már Harðarson og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, EYRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Rúna, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði laugar- daginn 14. janúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin og Kraft. Alfons Jónsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Aldís Jónsdóttir, Eyjólfur Kristinn Jónsson, Kristrún Jenný Alfonsdóttir, Inga María Eyjólfsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI V. GÍSLASON fyrrverandi forstjóri, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 17. janúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 23. janúar kl. 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Guðrún B. Steingrímsdóttir, Steinunn K. Árnadóttir, Sigurður Guðmundsson, Gísli Ö. Ólafsson, Gísli Árnason, Unnur Úlfarsdóttir, Bogi Guðmundur Árnason, Kristín Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir minn, ÞÓRIR BJARNASON fyrrum bóndi á Óseyri við Stöðvarfjörð, lést á Uppsölum, Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 8. janúar. Útförin verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurður Bjarnason. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og systir, GEIRLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 24. janúar kl. 13.00. Ragnheiður Ingadóttir, Arnar Geir Bertelsen, Magnús Ingi Haraldsson, Magnús Sigurðsson, Júlíana Sigurðardóttir, Kristján Björnsson, Gunnar Sigurðsson, Sigríður Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.