Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 24

Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 ✝ Þórleif Sigurð-ardóttir iðn- rekandi fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði föstudaginn 6. janúar 2011, 95 ára. Foreldrar hennar voru Sig- urður Oddsson skipstjóri og hafn- sögumaður á dönsku varðskipunum, ættaður úr Mýrdalnum, f. 1874, d. 1942, og kona hans Herdís Jónsdóttir húsmóðir, frá Bíldsfelli, ættuð úr Hreppum, f. 1884, d. 1963. Þóra átti sjö systkini sem eru: Steinunn, f. 1909, d. 2000, Jón, f. 1910, d. 2000, Elín Valgerður, f. 1912, d. 1946, Oddur, f. 1914, d. 1995, Sveinbjörn, f. 1919, d. 2005, Málfríður, f. 1923, og Herdís, f. 1926. Þóra giftist á gamlársdag ár- ið 1937 Hirti Jónssyni kaup- manni, f. 12. nóv. 1910, d. 24. sept. 2002. Hann var sonur Jóns Hjartarsonar bónda í Vatnsdal og síðar alþing- isvarðar, f. 1879, d. 1963, og konu hans Guðrúnar Friðriks- verksmiðjuna Lady árið 1937. Saumastofan var í fyrstu smá í sniðum en þróaðist síðar í líf- vænlegt iðnfyrirtæki þar sem framleiddar voru margvíslegar lífstykkjavörur. Hún starfrækti saumastofuna í áratugi og framleiddi kvenfatnað undir hinu þekkta vörumerki Lady og þar starfaði hjá henni fjöldi kvenna við framleiðsluna. Þóra var mikill verkstjóri og vinsæl dugnaðarkona. Þóra og Hjörtur ráku versl- unina Olympíu ásamt verk- smiðjunni Lady í fjöldamörg ár. Þau hjónin voru alla tíð mjög samrýnd og samtaka, heimili þeirra var þekkt risnuheimili og voru þau höfðingjar heim að sækja. Þau voru athafnasöm á ýmsum sviðum og byggðu mörg hús, þar á meðal verslunarstór- hýsi við Laugaveg 26. Versl- unin Olympía var mjög þekkt verslun sem var rekin af þeim hjónum og afkomendum þeirra í Reykjavík um árabil eða vel yfir 60 ár. Þóra var stofnfélagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavík- ur árið 1959 og virkur félagi í klúbbnum til hinsta dags. Hún varð heiðursfélagi klúbbsins ár- ið 1999 og var ein eftirlifandi stofnsystra. Þóra var Reykja- víkurstúlka og miðbæjarbarn sem eftir var tekið. Útför Þóru fer fram frá Garðakirkju í dag, 19. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. dóttur húsfreyju, f. 1874, d. 1942. Syn- ir Þóru og Hjartar eru: 1) Jón Hjart- arson, f. 1938, kvæntur Maríu Júl- íu Sigurðardóttur og eiga þau þrjár dætur, Áslaugu, Herdísi og Guð- rúnu Þóru. 2) Sig- urður Hjartarson, f. 1941, kvæntur Eddu Sigríði Sigfúsdóttur og eiga þau tvo syni, Hjört og Birgi, og eina dóttur, Þórleifu. 3) Gunnar Hjartarson, f. 1946, kvæntur Sigríði Baldursdóttur og eiga þau tvær dætur, Guð- rúnu og Helgu Margréti. Þóra ólst upp á Laugavegi 30 með foreldrum sínum og systk- inum sem öll urðu og eru þekktir borgarar í Reykjavík. Þóra gekk í gagnfræðaskóla en 17 ára fór hún að vinna á skrif- stofu hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Ung að aldri fór hún síð- an til Danmerkur að læra klæðasaum og hönnun. Hún nam við Københavns tilskærer- akademi og stofnaði við heim- komu Lífstykkja- og kraga- Amma mín Þóra lauk lífs- göngu sinni að morgni þrett- ándans síðastliðins. Amma var alin upp á Lauga- vegi 30 í stórum hópi systkina og hún talaði oft við mig um þá daga með hlýhug og þá sérstak- lega þegar hún talaði um móður sína, Herdísi Jónsdóttur, sem ég er skírð eftir. Hún var komin af duglegu og ákveðnu fólki sem lét ekkert stöðva sig. Eins var með hana. Ung að árum sigldi hún til Danmerkur þar sem hún lagði stund á nám við klæða- saum og eftir heimkomu stofn- aði hún saumastofuna Lady og síðar meir opnaði hún í sam- félagi við afa, Hjört Jónsson, verslunina Olympíu sem hún var síðar ætíð kennd við. Þegar amma fæddist voru íbúar Reykjavíkur um 15.000 og hún og hennar kynslóð upplifði miklar þjóðfélagsbreytingar á sinni ævi. Laugavegurinn í hennar bernsku var með fjöl- breytta götumynd. Þarna hafði alþýðufólk byggt sér mörg hús ásamt því sem íslenskir kaup- menn voru að koma sér fyrir og þetta umhverfi mótaði hana án efa og gerði hana að þeirri sjálf- stæðu konu sem hún var. Amma Þóra og afi Hjörtur voru samhent hjón og oft áber- andi í viðskipta- og samkvæm- islífinu hér áður fyrr og ég held ég geti með sanni sagt að meiri skvísu en ömmu Þóru muni ég aldrei kynnast. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru frá Laugavegi 26, húsinu sem afi byggði. Amma Þóra var ekki þessi dæmigerða amma þar sem hún var mikil athafna- og sel- skapskona. Þau hjónin ferðuð- ust víða um heiminn og því bauð amma oft upp á framandi góð- gæti þegar litið var inn og eins hið ógleymanlega sinalco sem ég minnist enn bragðsins af. Seinni ár ævinnar dvöldu amma og afi oft í íbúð sinni í Las Palmas en einnig áttu þau sér griðastað ekki langt frá Elliðavatni sem þeim leið vel á. Amma og afi giftust árið 1937 og eignuðust þrjá drengi. Afi Hjörtur dó árið 2002 og við frá- fall hans fór amma fljótlega inn á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún naut góðrar umönn- unar starfsfólksins og það ber að þakka. Ég og við hjónin heimsóttum hana reglulega og alltaf tók hún vel á móti okkur og þá mest þegar langömmu- börnin komu með. Þegar yngsta barnið mitt kom með þá var amma ætíð í essinu sínu og þær stöllur gátu talað saman um tísku þótt 85 ár skildu á milli. Drengirnir mínir minnast lang- ömmu sinnar með væntum- þykju. Hún fylgdist með þeim og sýndi námi þeirra áhuga. Hún var stálminnug og mikill fróðleiksbrunnur um hvernig líf- ið var hér áður fyrr. Það eina sem ég passaði mig vel á var að mæta sómasamlega til fara, annars átti maður á hættu að fá að heyra hverju í ósköpunum maður væri í. Hinn 8. ágúst síðastliðinn varð amma Þóra 95 ára og fögn- uðum við fjölskyldan hennar þeim áfanga með henni. Hún var þróttlítil en fram vildi hún og fá sína köku og seinna meir þegar ég kvaddi hana rúmliggj- andi sagði hún við mig: „Herdís mín, maður getur alltaf svo miklu meira en maður heldur.“ Þessi orð hennar fylgja mér inn í framtíðina því ef það er eitt- hvað sem ég hélt mest upp á við þessa kraftmiklu og sterku konu, þá var það að láta aldrei deigan síga. Ég þakka ömmu Þóru fyrir samfylgdina öll mín ár og megi hún hvíla í friði. Herdís Jónsdóttir. Það var afar gott að geta gengið yfir í næstu götu til afa og ömmu. Það voru algjör for- réttindi fyrir mig að alast upp í nálægð við þau. Það var samt helst á sumrin að ég gat rölt yfir til þeirra, en amma og afi höfðu vetursetu á Kanaríeyjum og undu sér þar vel. Í Haukanesi var alltaf tekið vel á móti öllum. Amma sat gjarnan í eldhúsinu að leggja kapal á lítil spil, ég fylgdist með og lærði af henni. Á sumrin eyddu þau mörgum stundum í sumarbústað sínum í Hólmslandi, ræktuðu þar heilan skóg af trjám, afi sló túnið og amma hugaði að blómum. Ég minnist þess oft að hafa farið með þeim upp í sumarbústað. Þá hafði afi kannski farið snemma dags uppeftir, lagt sig þar í hádeginu og svo fórum við amma saman þangað eftir há- degi. Amma keyrði okkur á græna Volvonum með viðkomu í bakaríi á leiðinni til að gefa afa eitthvað gott með kaffinu eftir vel unnið starf þann daginn. Minningarnar eru góðar og margar. Amma fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir að afi lést, þangað var einnig gott að koma. Skemmtilegt er að rifja upp að fyrir um ári bað hún mig um að fara í gegnum ýmsar úrklippur og myndir í kassa, en amma átti erfitt með að gera það ein þar sem sjónin var farin að gefa sig. Ég las gömul kort og sýndi henni myndir, amma tók eina myndina, skoðaði hana og sagði: „Ja hérna, er ég á mynd?“ Ég leit á myndina sem var úrklippa úr Morgunblaðinu fyrir mörgum árum og hefði allt eins getað verið amma ef ekki hefði verið fyrir textann undir myndinni. Þar stóð: Margrét Þórhildur Danadrottning í opinberri heim- sókn. Já hún amma var sann- kölluð drottning, alltaf klædd í það fínasta fína og yfirleitt var saga á bak við hverja flík. Þegar amma sagði sögur lokaði hún jafnan augunum og þá sást vel hvernig hún lifði sig inn í sög- urnar um leið og hún sagði þær. Amma var ákveðin og fylgin sér, hafði gott minni og mundi flestar sögur líkt og þær hefðu gerst í gær. Það var oft ansi áhugavert að spyrja ömmu um hvernig hlutunum var háttað í hennar tíð, líkt og brúðkaups- undirbúningur fyrir brúðkaupið þeirra afa á gamlársdag árið 1937 eða þegar umræðan snerist um barnauppeldi. Ekki stóð á svörunum, það var sem amma hefði átt bræðurna þrjá í fyrra- dag og hafði ólíkar sögur af þeim öllum. Þótt tímarnir væru orðnir ansi breyttir var amma alltaf með skoðanir á hlutunum og kom alltaf með góð ráð sem gott var að hlusta á. Þrátt fyrir söknuð kveð ég ömmu Þóru með gleði í hjarta. Helga Margrét. Amma Þóra var frumkvöðull, hún var iðnrekandi og mikil bus- inesskona. Hún var framsýn og lánsöm alla tíð. Sem ung kona fór hún til Danmerkur og lærði klæðsaum og hönnun við Köben- havns tilskærer-akademi. Þar lærði hún að hanna og sauma margvíslegar lífstykkjavörur. Hún kom heim og stofnaði Líf- stykkja- og kragaversksmiðjuna Lady. Fjöldi kvenna vann á saumastofunni hjá Lady og amma var mikill foringi, afar vinsæl og góður yfirmaður. Hún byrjaði smátt og byggði upp blómlegt fyrirtæki með mikilli útsjónarsemi og vinnu. Undir- fötin frá Lady slógu í gegn hjá íslenskum konum og merkið varð afar vinsælt. Amma fylgd- ist mjög vel með tískunni og kom reglulega með nýjungar á markaðinn sem vöktu mikla lukku. Hún kunni að klæða kon- ur og nægir að nefna slankbeltin vinsælu en í þeim gátu allar konur fengið grannt og fallegt mitti. Amma starfrækti Lady í áratugi, samhliða saumastofunni stofnaði hún og rak verslunina Olympíu ásamt manni sínum, Hirti Jónssyni kaupmanni. Amma var Laugavegarmær, fædd og uppalin á Laugavegi 30, ein af átta systkinum sem voru öll mikið dugnaðarfólk. Það gustaði af ömmu og hún var áberandi í bæjarlífinu, hún sótti málverkauppboð, fór á leiksýn- ingar, samkomur og var einn af stofnfélögum í klúbbi Soroptim- ista í Reykjavík. Amma var glæsileg kona og það var tekið eftir henni hvert sem hún fór. Hún hafði mikla útgeislun, hún var ákveðin kona og mikill per- sónuleiki. Amma var alltaf fal- lega klædd, hún var fagurkeri og hafði gott auga fyrir fegurð, list og tísku. Amma var lífsglöð og það var alltaf gaman að vera í kringum hana. Hún kom vel fyrir sig orði, var fyndin og vildi hafa allt skemmtilegt. Henni þótti vænt um lífið og hún sagði oft við mig: „Njóttu lífsins, Gunna mín, ekki vinna of mik- ið.“ Hún var mikil kona, gefandi í samskiptum og hafði áhuga á samferðafólki sínu. Amma hafði sterkar skoðanir og það var gott að leita til henn- ar og fá góð ráð. Hún var fljót að greina aðalatriðin frá auka- atriðunum og benti strax á lausnir. Hún var útsjónarsöm, mjög hugmyndarík og sá alltaf stóru myndina í hverju máli. Til dæmis þegar þau afi voru að byggja Laugaveg 26, þá vildi hún láta grafa fyrir kjallara með mikilli lofthæð og reka þar saumastofuna. Þau afi Hjörtur voru afar samstiga hjón, það var kært á milli þeirra og amma var alltaf stolt af afa. Einu sinni í stofunni heima benti hún á fallega port- rettmynd af afa og sagði: „Þetta er maðurinn minn.“ Þau voru vinnusöm og byggðu m.a. mörg hús í Reykjavík. Afi byggði líka húsið þeirra í Haukanesinu handa ömmu. Hún hafði séð út hvað Arnarneslandið var fallegt og vildi eiga þar heimili. Í Haukanesinu voru haldnar glæsilegar veislur og jólaboð en amma elskaði jólin og þá skreytti hún allt hátt og lágt. Á sumrin fóru amma og afi oft upp í sumarbústaðinn sinn með kaffi og samlokur og slök- uðu á. Bústaðinn byggðu þau sjálf og ræktuðu upp mikið land þar í kring. Amma kallaði bú- staðinn alltaf dúkkuhúsið sitt og landið Dýradal. Það var henni afar kært. Ég var lánsöm að eiga þig sem ömmu. Þín Guðrún Gunnarsdóttir (Gunna). Nú þegar við kveðjum Þóru föðursystur mína vil ég minnast hennar nokkrum orðum. Hún var tveimur árum yngri en pabbi. Mér fannst hún og pabbi líkust af systkinunum og þeim mun meir, sem aldurinn færðist yfir. Þau voru með sama eld- móðinn og klár í kollinum þar til lokakallið kom. Höfðu gaman af að framleiða nauðsynjavörur án þess að vera háð því að græða á því pening eða missa svefn þótt ekki gengi allt upp. Ég man eins og það hefði ver- ið í gær þegar Þóra kom í heim- sókn á Háteigsveginn og gaf mér forláta vasahníf. Það var fyrir rúmlega 60 árum og ég fimm eða sex ára gamall. Pabbi borgaði fimm aura fyrir hnífinn svo ekki skæri ég mig á honum. Hnífapörin sem ég nota daglega eru fermingagjöf frá Þóru og Hirti og tóku við af hnífapörum sem þau gáfu mér í skírnargjöf. Sigurður sonur Þóru og ég erum jafnaldrar. Ég heimsótti Þórleif Sigurðardóttir✝Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og bróðir, HALLMUNDUR ANDRÉSSON húsasmíðameistari, lést á heimili sínu föstudaginn 6. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Margrét Hallmundsdóttir, Guðmundur Birgir Smárason, Andrés Hallmundsson, Tómas Rúnar Andrésson og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ARNDÍS SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Miðfelli 4, Hrunamannahreppi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 10. janúar, verður jarðsungin frá Skálholti laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Skúli Gunnlaugsson, Sigríður Skúladóttir, Bjarni Ásgeirsson, Grétar G. Skúlason, Elísabet Sigurðardóttir, Móeiður Skúladóttir, Sigurður Baldvinsson, Svanhildur Skúladóttir, Herdís Skúladóttir, Stefán Stefánsson, Hildigunnur Skúladóttir, Pálmi Pálsson, Kristjana Skúladóttir, Freyr Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR, Laugarnesvegi 87, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. janúar. Edda R. Þórarinsdóttir, Jón I. Guðmundsson, Hilmar Þórarinsson, Birna E. Benediktsdóttir, Inga Þórarinsdóttir, Baldur Bragason, Ragnar J. Pétursson, Sólveig S. Tómasdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður og faðir, ÞORBJÖRN KARLSSON prófessor emeritus, Kirkjubraut 6, Seltjarnarnesi, lést sunnudaginn 15. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 15.00. Svala Sigurðardóttir, Þuríður Þorbjarnardóttir, Hálfdan Ómar Hálfdanarson, Bergþóra S. Þorbjarnardóttir, Sigurður Júlíus Grétarsson, Helga Þorbjarnardóttir, James Eric Skjelbreia. ✝ Útför JÓHANNESAR HALLDÓRSSONAR cand.mag. fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 15.00. Óttar og Gerður Ísberg og systkinabörn hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, EIRNÝ SÆMUNDSDÓTTIR, Arahólum 4, lést miðvikudaginn 11. janúar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Sæmundur Þorbergur Magnússon, Guðlaug Ólafsdóttir, Kristinn Ólafsson, Cathrin Wiman og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.