Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 36
Arnfríður segir Björk hafa verið afar virka í þróun verkefnisins en hún hefur m.a.
fundað með aðstandendum þess, útskýrt hugmyndafræðina á bak við Biophiliu
og lagt til hugmyndir að útfærslu kennslunnar. Björk mun á næstunni standa
fyrir Biophiliu-tónleikum í New York en þangað fylgir tónlistarmaðurinn Curver
henni og heldur utan um fjögurra vikna tónvísindasmiðju fyrir börn en hann hef-
ur verið fulltrúi Bjarkar í verkefninu hér heima.
Tónvísindasmiðjan til New York
Á FERÐ OG FLUGI
Arnfríður Sólrún
Valdimarsdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fróðleikur Kennslugögnin má nota til að læra um svarthol, kontrapunkt og allt milli himins og jarðar.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Það má með sanni segja að Biophiliu-verkefni
tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur
haldi áfram að vaxa og dafna en nú er í undirbún-
ingi farandútgáfa af tónvísindasmiðjunni sem sett
var upp í Hörpu í október síðastliðnum, í tilefni
útgáfu samnefndrar plötu.
Tónvísindasmiðjan, og raunar platan sjálf,
byggjast á hugmyndafræði Bjarkar um samspil
tónlistar, náttúruvísinda og tækni en hún er m.a.
sprottin upp úr tónlistarskólaupplifun Bjarkar,
þar sem áherslan var lögð á aga og tæknilega
getu. Tónvísindasmiðjan gengur hins vegar út á
að læra með því að skapa.
„Skóla- og frístundaráð samþykkti í desember
að taka Biophiliu inn í grunnskólana og nú erum
við að vinna að því að setja saman verkfærakistu
sem mun innihalda spjaldtölvurnar sem notaðar
voru í Hörpu, vísindafyrirlestra á myndbandi, alls
konar tæki og tól til að gera tilraunir og svo
kennsluhugmyndir,“ segir Arnfríður Sólrún
Valdimarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar
hjá Reykjavíkurborg.
Sköpun sem rannsóknaraðferð
Arnfríður segir að til standi að prufukeyra
verkefnið á vorönninni en síðan muni verkfæra-
kistan fara á milli grunnskóla borgarinnar næstu
þrjú árin, frá og með haustinu. Þeir kennarar og
vísindamenn sem komu að verkefninu í Hörpu,
ásamt fulltrúum frá aðstandendum þess; Reykja-
víkurborg, Háskóla Íslands og tónlistarkonunni
sjálfri, munu setja saman leiðbeiningar og hug-
myndir um notkun á innihaldi kistunnar en skól-
unum verður síðan í sjálfsvald sett hvernig þeir
útfæra kennsluna.
„Aðalinntakið í hugmyndafræðinni er að nota
sköpun sem rannsóknaraðferð. Þetta er í raun
lærdómur gegnum leik og þú lærir með því að
prófa þig áfram en ekki bara með því að sitja og
hlusta,“ útskýrir Arnfríður. Um sé að ræða al-
gjöra nýsköpun, sem felist m.a. í því að lögin á Bi-
ophiliu hafi verið gefin út í formi appa, sem hægt
sé að fikta í og leika sér með.
Verkefnið er að mestu leyti fjármagnað með
styrkjum og segir Arnfríður að umfang þess muni
að einhverju leyti ráðast af hvernig þeir heimtast.
Ferðalag verkfærakistunnar muni fyrstu árin
takmarkast við borgarmörkin en vel sé hugs-
anlegt að hún gerist víðförlari eftir það.
Byltingarkennd Biophilia
Tengja tónlist,
náttúruvísindi og tækni
í skapandi kennslu
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 19. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Lýst eftir dreng
2. Hætt að drekka
3. Af hverju felur hún handarbökin?
4. Andlát: Þorbjörn Karlsson
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í kvöld verða haldnir tónleikar á
Barböru og fram koma Kima-
listamennirnir Snorri Helgason, Just
Another Snake Cult og Nolo. Tónleik-
arnir byrja 21.00 og eru allir vel-
komnir, enda frítt inn á staðinn.
Snorri Helgason
á Barböru í kvöld
Ben Foster, sem
er rísandi stjarna í
Hollywood og
einn aðalleikenda
í Contraband, tjáir
sig um myndina á
fréttamiðlinum
Collider. Foster
talar um myndina
í löngu og ítarlegu
viðtali. Hann fer yfir samstarf sitt við
Mark Wahlberg og ræðir einnig um
Baltasar Kormák leikstjóra og ber
honum vel söguna.
Ben Foster tjáir
sig um Contraband
Í tilefni 69 ára af-
mælis Janis Joplin
verður söngkonan
heiðruð á Gauk á
Stöng í kvöld.
Bryndís Ás-
mundsdóttir
mun ásamt
hljómsveit
flytja lög eftir
Janis Joplin og
Andrea Jóns-
dóttir flytur
formála.
Janis Joplin heiðruð
á Gauknum í kvöld
Á föstudag Breytileg átt og stöku él, en slydda eða snjókoma um
tíma S-lands. Frostlaust syðst, en annars 0 til 8 stiga frost.
Á laugardag Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum fyrir
norðan, en björtu syðra. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG NV 13-20 m/s NA-til en annars víða 8-15.
Ofankoma N-lands en dálítil él syðra. Hiti um og undir frostmarki.
VEÐUR
„Ég ætlaði bara að troða
boltanum í netið og það
hafðist í þetta skiptið og
það var vissulega ljúft að
sjá hver staðan var eftir að
ég skoraði,“ sagði Vignir
Svavarsson eftir að hann
skoraði geysilega dýrmætt
mark Íslands undir lokin
gegn Noregi á Evrópu-
mótinu í handknattleik í
Serbíu, þegar hann kom Ís-
landi í 33:32 á síðustu mín-
útu leiksins. »1
Ljúft að sjá hver
staðan var
Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, sem
hefur spilað með Val
undanfarin ár, er búin
að semja við sænska
úrvalsdeildarfélagið
Piteå til eins árs.
„Mér fannst ég
vera komin á
hálfgerða enda-
stöð hér heima
og þurfa á nýrri
áskorun að
halda,“ sagði
Hallbera, sem
var einnig í
viðræðum
við sænsku
meistarana
í Malmö
um að leika
með þeim. »4
Fannst ég vera komin á
hálfgerða endastöð
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finn-
bogason úr meistaraliði KR í knatt-
spyrnunni hélt til Englands í gær þar
sem hann verður til skoðunar hjá
enska B-deildarliðinu Coventry fram
á sunnudag. „Coventry setti sig í
samband við okkur í gær og fékk leyfi
hjá okkur til að fá Kjartan út til æf-
inga,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálf-
ari KR. »1
Kjartan Henry á leiðinni
frá KR til Coventry?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á