Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
„Hingað kemur enginn nema fuglinn
fljúgandi og hér eru nú bara smá-
fuglarnir og hrafninn,“ segir Stefán
Þormar Guðmundsson, veitingamað-
ur í Litlu kaffistofunni við Suður-
landsveg.
Þetta er lengsti snjóaveturinn á
svæðinu síðan Stefán Þormar tók við
rekstri Litlu kaffistofunnar fyrir um
20 árum. „Þetta er ótrúlega leiðin-
legt,“ segir hann. „Það bætir alltaf í
snjóinn. Sandskeiðið var fyrst ófært
23. nóvember og þannig hefur það
verið meira og minna allar götur síð-
an.“
Stefán komst ásamt dóttur sinni
við illan leik í vinnuna upp úr klukk-
an sex í gærmorgun. „Þá var mjög
blint og erfið
færð á Sand-
skeiðinu en okkar
beið einn
strandaglópur
sem hafði verið í
alla nótt [fyrri-
nótt] á planinu.
Hann var ánægð-
ur að sjá okkur
og við gátum bak-
að pönnukökur
fyrir hann og hellt ofan í hann kaffi.
Hann var búinn að paufast síðan
klukkan 11 í gærkvöldi [fyrrakvöld],
hafði farið niður í Skógarhlíðar-
brekkuna en sneri við. Hann var
samt vel útbúinn.“
Í ófærðinni felst vinnan í Litlu
kaffistofunni helst í því að svara í
símann og færa mönnum á mokst-
urstækjum kaffi og með því. Auk
þess þarf að dæla eldsneyti á snjó-
ruðningstækin. „Á svona degi erum
við bara í líffæraverkfalli,“ segir
Stefán Þormar. „Við höldum sjó,
svörum fyrirspurnum og getum ekk-
ert annað nema horft út í veðrið. Það
er fallegt eins og er en við erum til
staðar ef eitthvað kemur upp á. Það
hefur margur verið ánægður með að
hafa okkur hérna. Auðvitað eru allir
orðnir lúnir því svona dagar eru erf-
iðir en þetta gengur yfir. Þessi él
birtir upp um síðir eins og önnur él.“
steinthor@mbl.is
Bara smáfuglarnir og hrafn-
inn ná í Litlu kaffistofuna
Lengsti snjóaveturinn á Sandskeiðinu í tvo áratugi
Stefán Þormar
Guðmundsson
Þegar snjór hylur jörð sjá litlir
krakkar fjölmörg tækifæri til leiks
og skemmtunar enda fátt skemmti-
legra en að leika sér eða renna sér í
snjónum.
Þegar Morgunblaðið kíkti á
krakkana á leikskólanum Rauðu-
borg voru þeir himinlifandi með all-
an snjóinn sem hægt var að nota í
ýmsa leiki. Þegar börnin voru
spurð hvað væri skemmtilegast að
gera í snjónum var það samdóma
álit þeirra að það að gera snjóhús
og snjókarla væri það sem stæði
upp úr. Hress strákur bætti við að
það væri allt í lagi ef snjóhúsin
eyðilegðust því þá væri bara komið
gott virki. Það var líka álit flestra
að það að renna sér á snjóþotu eða
sleða væri líka mjög gaman og ætl-
uðu margir að fara að renna sér
með foreldrum sínum eftir skóla.
saevar@mbl.is
Börnin
alsæl með
fannfergið
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Gaman Börnin á leikskólanum Rauðuborg voru alsæl með snjóinn á leikvellinum og notuðu hann m.a. til að gera snjóhús, snjókarla og snjóvirki.
Sævar Már Gústavsson
saevar@mbl.is
Gríðarlegur snjór hefur hrellt
suma landsmenn síðustu daga og
verið til mikilla vandræða. Gang-
andi og akandi vegfarendur hafa
orðið fyrir truflunum og björg-
unarsveitir haft í nógu að snúast
við að aðstoða fólk við að losa bíla
úr sköflum. Illfært hefur verið
víða um land, ekki síst á Suður-
nesjum og á Vestfjörðum. Margar
húsagötur á höfuðborgarsvæðinu
voru hreinlega ófærar vegna snjós
sem þar hafði safnast. Ófærðin
hefur meðal annars gert það að
verkum að dreifingu Morgunblaðs-
ins hefur seinkað.
En snjórinn hefur líka sínar já-
kvæðu hliðar. Eftir marga frekar
snjólitla vetur hefur þessi gefið
skíðafólki nýja von um að enn
megi stunda skíðaíþróttina af full-
um krafti hér á Íslandi. Snjórinn
lýsir upp morgnana í myrkasta
skammdeginu og mikil náttúrufeg-
urð myndast þegar hann safnast
saman á trjágreinum.
Morgunblaðið forvitnaðist um
skoðanir fólks á snjónum og tók
fólk á förnum vegi tali. Allir virt-
ust ánægðir með snjóinn þrátt fyr-
ir þau vandkvæði sem honum
fylgja.
Almenn ánægja með snjóinn
Víða illfært á landinu vegna snjóþyngsla Björgunarsveitir hafa þurft að losa marga bíla
Dreifingu Morgunblaðsins hefur seinkað Fólk er ánægt með snjóinn og vill hafa hann lengur
„Nei, snjórinn má endilega
haldast lengur. Snjórinn
gerir allt svo fallegt,“ svar-
aði Daníel Skúlason þegar
hann var spurður hvort það
væri ekki komið nóg af
þessum snjó. „Allt verður
bjartara og það er alveg
frábært að taka göngutúra
í svona veðri. Maður verður
að njóta náttúrunnar,“ seg-
ir Daníel.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
„Snjórinn gerir
allt svo fallegt“
Halldór Sigurðsson segir að
það sé ekki komið nóg af
snjónum. „Snjórinn má vera
lengur. En ef hann gerir
það að verkum að það verð-
ur lokað í Bláfjöllum er
þetta orðið leiðinlegt. Skíð-
in eru minn gleðigjafi í
snjónum,“ segir Halldór um
fannfergið. „Þetta er ekki
mikill snjór miðað við þar
sem ég bý,“ segir hann.
„Snjórinn má
vera lengur“
„Neinei, snjórinn má alveg
vera lengur. Þetta er miklu
betra en slabb og rigning,“
segir Nanna Jónsdóttir að-
spurð hvort það sé ekki
komið nóg af snjó í bænum.
„Ég hef gaman af snjó og
mér finnst bara æðislegt að
hafa hann. Það er hægt að
fara á skíði og hann gerir
allt umhverfið svo fallegt,“
segir Nanna.
„Betra en slabb
og rigning“
„Nei, ég er alls ekki komin
með nóg af snjónum. Maður
hefur tækifæri núna til að
fá sér ný útivistarföt og
njóta útiverunnar,“ segir
Fjóla Þorleifsdóttir að-
spurð um fannfergið. „Það
er erfitt að finna stæði af
því að bílastæði eru illa
rudd, en annars er þetta
bara fínt,“ segir Fjóla enn-
fremur.
„Get keypt ný
útivistarföt“
„Nei, ég vil endilega hafa
snjóinn áfram og helst sem
lengst. Snjórinn er góð til-
breyting frá rigningar-
úðanum sem hefur verið yf-
ir vetrarmánuðina síðustu
ár,“ segir Stefán Hjaltalín
aðspurður um álit sitt á
snjónum. „Snjórinn gefur
mér líka tækifæri til að
bölva einhverju,“ segir
Stefán í gamansömum tón.
„Snjórinn er
góð tilbreyting“