Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 Opið virka daga kl. 9-18 og lau. kl. 10-16 Laugavegi 29 - Sími 552 4320 - www.brynja.is - brynja@brynja.is Lækkað verð á Scheppach trésmíðavélum BRYNJABRYNJA kr. 29.500 kr. 79.800 kr. 59.900 kr. 38.200 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Aflaverðmætið er á bilinu 13-15 milljarðar en útflutningsverðmætið á milli 25 og 30 milljarðar. Þetta skiptir því miklu máli fyrir útgerð- irnar. Þegar loðnuleysi er kostar það mikið fé að halda úti loðnuskip- um en þegar vel veiðist er því öfugt farið. Þá gefa veiðarnar vel af sér. Ávinningurinn af síðustu tonnunum er yfirleitt mestur,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, um áætlað verð- mæti loðnukvótans á fiskveiðiárinu. Hafrannsóknastofnun leggur til að leyfilegur hámarksafli á vertíð- inni 2011-2012 verði ákveðinn 765.000 tonn og segir Sigurgeir að 556.000 tonn komi í hlut Íslands. „Þessi afli skiptir miklu máli fyrir útgerðir og landið allt. Þetta er mikil innspýting og góður búhnykk- ur í upphafi árs. Raunar gæti meiri afli komið til landsins frá erlendum loðnuskipum,“ segir Sigurgeir. Sá mesti síðan 2004/2005 „Maður hefði sagt í gamla daga að þetta væri í slöku meðallagi. Þá var gjarnan talað um 600.000 til 800.000 tonna kvóta sem meðal- ár í loðnunni,“ sagði Björn Jónsson, sérfræðingur í kvóta- miðlun hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, en bendir um leið á að fara þurfi aftur til fiskveiði- ársins 2004-2005 til að finna sambærilegan kvóta. Hann var þá 771.000 tonn en 737.000 tonn árið áður og 765.000 Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni, Grét- ari Torfa Gunnarssyni, sem dæmdur var fyrir hrottalega nauðgun í íbúð í Reykjavík í júní 2010. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í þriggja ára fangelsi en í Hæstarétti var dóm- urinn þyngdur í fjögur ár. Hann var fundinn sekur um að hafa þröngvað konu til kynmaka en hann hrinti konunni á rúm sitt, klæddi hana úr fötum, reif í hár hennar, hélt um háls hennar, togaði í hálsmen svo þrengdi að hálsi henn- ar og reif af henni gleraugu. Konan hlaut áverka og mar og hár losnaði úr hársverði. Fyrir dómi neitaði Grétar Torfi sök og sagðist hafa talið konuna samþykka kynmökunum. Fram- burður hans var dæmdur ótrúverð- ugur en framburður konunnar trú- verðugur enda fengi hann stoð í læknisfræðilegum gögnum. Fram kemur í dómnum, að í mál- inu liggi fyrir vottorð sálfræðings um að brotið hafi valdið konunni mikilli vanlíðan. Hún þurfi á að halda langvarandi meðferð vegna einkenna áfallastreituröskunar og sé óvíst um bata. Grétar Torfi var dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Fórnarlamb nauðgunar þarf á langvarandi meðferð að halda og óvíst er um bata Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Lífeyrissjóðir virðast ekki hafa rætt aðrar leiðir til leiðréttingar á lánum sjóðfélaga en þær almennu sem í gangi hafa verið. Þórhallur Jósepsson, almanna- tengill hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna, segist ekki vita til þess að neitt nýtt sé í spilunum. Spurður hvort sjóðurinn hafi rætt álíka af- sláttarkjör og viðskiptabankarnir hafa veitt að undanförnu og Arion banki kynnti í gær segir hann: „Ef ætti að fara að gefa afslátt á lán- um, þá þarf lagabreytingu til.“ Þá bætir hann við: „Þetta myndi þýða það að við værum að ráðstafa fé sjóðfélaga á ólögmætan hátt.“ Þór- hallur segist ekki vita til þess að þetta hafi verið til umræðu hjá sjóðnum. Hafa ekki heimild Samkvæmt upplýsingum frá Al- menna lífeyrissjóðnum hafa frekari leiðréttingar ekki komið til um- ræðu, umfram það sem almennt hefur verið gert. Gunnar Baldvins- son framkvæmdastjóri segir að líf- eyrissjóðir hafi ekki lagaheimild til að gefa eftir innheimtanlegar kröf- ur. Spurður um almenn skil á lán- um sjóðsins segir Gunnar að van- skil séu óveruleg, en þó meiri en þau hafi séð í nokkurn tíma. Van- skil séu innan við 1% um þessar mundir á gjalddögum 30 daga og eldri. Spurður hvort hann telji að afsláttar- greiðslur, sambæri- legar og hjá Arion banka, komi til greina segir hann að það hafi ekk- ert komið til tals hjá sjóðnum. Vaxtaafslættir ekki ræddir  Lífeyrissjóðir hafa ekki skoðað frekari skuldaleiðréttingar og vaxtaafslætti, líkt því sem Arion banki og Landsbankinn hafa gert  Lagabreytingar nauðsynlegar Þórhallur Jósepsson Gunnar Baldvinsson „Þetta verður afgreitt í fyrramálið. Reglugerðin er tilbúin og ég undirrita hana jafnvel í kvöld. Það verður þá sagt frá því á morgun. Við þurfum að fara yfir málið og þá meðal annars skiptinguna gagnvart útlendingum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í gærkvöldi er hann var spurður hvort hann hygðist fara að tilmælum Hafrann- sóknastofnunar um loðnukvótann. „Þetta eru geysilega góðar fréttir. Við erum að skoða líklegan verðmætisauka. Svona búhnykkur skiptir umtalsverðu máli. Það er tiltölulega fljótreiknað að þetta getur slagað upp í eitt pró- sent í aukinni landsframleiðslu, ef við berum mögulega bestu útkomu úr þessari vertíð saman við þá í fyrra. Þetta eru því afar ánægjulegar fréttir. Ég hef beðið spenntur eftir útkom- unni úr þessari seinni mælingu [Hafró],“ sagði Steingrímur. „Geysilega góðar fréttir“ SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA BOÐAR ÁKVÖRÐUN Í DAG Steingrímur J. Sigfússon tonn á fiskveiðiárinu 2002-2003. Meðalkvóti Íslands í loðnu á ár- unum 1983-2005 hafi verið 888.000 tonn. Hefur „gríðarmikla þýðingu“ Hvað snertir úthlutaðan kvóta til Íslands bendir Björn aðspurður á að til samanburðar komi 8% heild- araflans í hlut Norðmanna og 11% í hlut Grænlendinga. Þá komi 5% til Færeyinga miðað við kvótann sem Ísland fær út- hlutaðan. Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaup- stað, tekur undir að verðmæti aflans sé mikið. „556.000 tonna loðnukvóti hefur gríðarmikla þýðingu. Þetta eru verðmæti upp á 25-26 milljarða.“ – Verða mikil uppgrip í sjávar- plássunum vegna þessa? „Já. Það liggur fyrir að uppsjáv- arfyrirtækin, sjómenn og fólk í landi munu hafa nóg að gera næstu tvo mánuði við að koma þessu á land. Þetta hefur gríðarlega mikið að segja á þeim stöðum sem byggja á uppsjávarvinnslu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Á leið til hafnar Loðnuskipið Kap Ve skömmu fyrir löndun í Vestmannaeyjum á vertíðinni 2007/2008. Verðmæti loðnunnar 25 til 30 milljarðar  Nýi kvótinn þýðir mikil uppgrip fyrir sjávarplássin Sigurgeir B. Kristgeirsson Björn Jónsson Gunnþór Ingvason Arion banki tilkynnti í gær að bankinn myndi í dag endur- greiða skilvísum viðskipta- vinum 16,7% af greiddum gjald- dögum íbúðarlána og 30% af vöxtum yfirdráttarlána. Í til- kynningunni segir að um sé að ræða „sérstakan afslátt af greiðslum síðasta árs“. Að meðaltali nemur endurgreiðsla 125.000 kr. á hvern aðila, en alls kostar þessi að- gerð bankann um 2,5 milljarða króna. Arion banki endurgreiðir SKILVÍSIR FÁ TIL BAKA Hæstiréttur sýknaði í gær mann sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innflutning á kókaíni. Forsenda sýknunnar var að trún- aðarsamtal annars manns, sem einnig var ákærður í málinu, og lögfræð- ings var tekið upp og upptakan spiluð í héraðsdómi. Samtalið átti sér stað meðan á hléi á yfirheyrslu hjá lögreglu stóð. Hæstiréttur segir að það að lögregla slökkti ekki á upptöku þannig að trúnaðarsamtal mannsins og verjanda hans var tekið upp á mynddisk hafi brotið í bága við ákvæði laga um meðferð sakamála. Þá segir Hæstiréttur að óheimilt hafi verið að leggja upptökuna fram í Héraðsdómi Reykjavíkur og meðferð dómstólsins á málinu hafi verið vítaverð. Var maðurinn því sýknaður og allur sakarkostnaður skal greiddur af ríkissjóði. Umræddur maður var árið 2010 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ásamt fleirum smyglað tæplega 1,8 kílóum af kókaíni frá Spáni. Dómurinn byggðist á ólöglegri upptöku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.