Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Forsvarsmenn tónlistarhátíð-
arinnar Iceland Airwaves kynntu á
opnum fundi á miðvikudaginn
breytingar á fyrirkomulag hátíð-
arinnar árið 2012.
Í fyrsta sinn í ár verður 75 ís-
lenskum hljómsveitum/listamönn-
um boðið að spila á hátíðinni gegn
50.000 kr. greiðslu en 45 verður
boðið að spila á hátíðinni án
greiðslu. Þá verður 50 erlendum
hljómsveitum/listamönnum boðið
að spila á hátíðinni.
Fjallað var um að árlega hafa
forsvarsmennirnir boðið bókurum
frá Eurosonic, Roskilde Festival,
By:Larm, M for Montreal, SXSW,
Sziget, Montreux Jazz festival,
SPOT, Transmusicales, New York
Summerstage, G Festival og Pop
Montreal á Iceland Airwaves.
Sömuleiðis hafa boðsmiðar verið
sendir til blaðamanna á fjölmiðlum
eins og Rolling Stone, GAFFA,
Clash Magazine, Drowned in So-
und, MOJO, SPIN, NME, DR, Ste-
reogum, Radio Nova, La Blogothe-
que, Eurowoman, Costume, Cover,
Filter Magazine, Soundvenue, Da-
zed and Confused, The Line of Best
Fit, Politiken, Technikart, BBC
Scotland og Metal Hammer.
Þá hefur verið boðið á hátíðina
samstarfsaðilum eins og Tom Wind-
ish frá Windish Agency, Stephen
Bass frá Moshi Moshi, Simon Ray-
monde frá Bella Union, Alex
Knight frá Fat Cat, Robert Raths
frá Erased Tapes og John Rogers
hjá Brainlove Records.
Opnað verður fyrir umsóknir
tónlistarmanna hinn 15. febrúar á
heimasíðu hátíðarinnar, www.icel-
andairwaves.is.
Morgunblaðið/Golli
Iceland Airwaves Opnað verður fyrir umsóknir tónlistarmanna 15. febrúar nk.
Fá borgað fyrir að spila á Airwaves
Þrjár kvikmyndir verða frum-
sýndar um helgina.
The Grey
Flugvél með olíuleitarmenn innan-
borðs brotlendir í óbyggðum
Alaska. Þeir sem lifa brotlend-
inguna af eru í vanda staddir því
ekki aðeins er aftakaveður heldur
eru þeir einnig án matar. Ekki bæt-
ir úr skák að öll fjarskiptatæki
hafa eyðilagst og því borin von að
reyna að óska eftir hjálp. Svangir
og særðir freista þeir þess að
ganga til byggða en stór hópur úlfa
verður var við mennina og þá
vandast málin heldur betur. Stór-
leikarinn Liam Neeson fer með
hlutverk Ottway, leiðtoga olíu-
leitarmannanna, en aðrir leikarar
eru Dallas Roberts, Frank Grillo og
Dermot Mulroney.
RottenTomatoes: 74%
IMDB: Engin einkunn komin
Man on a Ledge
Lögreglumaðurinn fyrrverandi
Nick Cassidy er á flótta undan lög-
reglunni. Hann klifrar út um
glugga háhýsis á Manhattan og býr
sig undir að taka eigið líf. Lög-
reglusálfræðingur er sendur til að
reyna að tala um fyrir honum en í
ljós kemur að Cassidy telur sig
hafa verið svikinn af háttsettum
mönnum og dæmdur saklaus í
fangelsi. Ekki er allt sem sýnist og
upphefst spennandi atburðarás.
Með aðalhlutverkin fara Sam Wort-
hington og Elizabeth Banks.
Rotten Tomatoes: 11%
IMDB: Engin einkunn komin
War Horse
Nýjasta mynd Stevens Spielbergs
gerist í Englandi árið 1915 og segir
frá táningnum Alberti sem verður
svo hugfanginn af folaldi nokkru
að faðir hans kaupir það handa
honum, þrátt fyrir lítil fjárráð. Al-
bert gefur hestinum nafnið Joey og
myndast afar sterk tengsl á milli
þeirra. Sökum uppskerubrests
neyðist faðir Alberts til að selja Jo-
ey og er hann fluttur úr landi. Al-
bert er að vonum afar ósáttur við
þetta og einsetur sér að finna Joey
og koma honum aftur heim. Með
hlutverk Alberts fer Jeremy Irvine
en í öðrum hlutverkum eru m.a.
Peter Mullan og Emily Watson.
Rotten Tomatoes: 77%
IMDB: 74/100
Bíófrumsýningar
Brotlending í Alaska og
flótti undan lögreglunni
Man on a Ledge Nick Cassidy segist sakaður um glæp sem hann framdi ekki.
NÝJASTA MEISTARAVERK STEVEN SPIELBERG
TILNEFND TIL4ÓSKARSVERLAUNA
BESTA MYNDIN
BESTA LEIKKONA
- VIOLA DAVIS
BESTA LEIKKONA Í
AUKAHLUTVERKI
- JESSICA CHASTAIN
BESTA LEIKKONA Í
AUKAHLUTVERKI
- OCTAVIA SPENCER
SPARBÍÓ 3D á sýningar merktar með grænu1.000 kr.
NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
-H.V.A. - FBL
HHHH
"FLOTTUR HASAR."
-H.S.S. - MBL
HHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í KRINGLUNNI - TAKMARKAÐAR SÝNINGAR
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
„Einstaklega vel gerð spennumynd“
-Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL
T.V. -Kvikmyndir.is
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG
SELFOSSI
MÖGNUÐ SPENNUMYND
HEIMSFRUMSÝNING
TILNEFNINGAR
TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
BESTA MYNDIN6
K.S. - NEW YORK POST
HHHH
R.C. - TIME
HHHH