Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
✝ Sigríður Sig-urðardóttir
fæddist í Króki í
Suðursveit 27. nóv-
ember 1919. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hrafnistu í
Reykjavík 11. jan-
úar 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Gíslason frá Vagns-
stöðum í Suð-
ursveit, f. 14.10. 1886, d. 16.9.
1968 og Þorbjörg Teitsdóttir frá
Lambleiksstöðum á Mýrum, f.
29.8. 1889, d. 24.7. 1978. Systkini
hennar voru Benedikt, f. 27.3.
1914, d. 13.9. 1994. Hulda, f.
13.11. 1915, d. 9.9. 1989. Gísli
Ragnar, f. 6.11. 1923, dó í
bernsku. Ragnar, f. 28.11. 1926.
Skafti Þór, f. 16.12. 1930, d. 3.12.
1956.
Eiginmaður Sigríðar var Ólaf-
ur Hallbjörnsson prentari, f. 14.
mars 1923, d. 31. desember 1966.
Hulda, f. 21. júní 1958, gift Birni
Pálmari Sveinssyni. Synir þeirra
eru Þórður Örn, í sambúð með
Helgu Svönu Ólafsdóttur og
Björn Ingi, í sambúð Dóru Björk
Steinarsdóttur.
Sigríður ólst upp í Suðursveit
við öll algeng sveitastörf en fór í
vist til Reykjavíkur árið 1936 og
bjó þar nánast óslitið upp frá því.
Framan af vann hún við bókband
en lengstan hluta starfsævinnar
starfaði hún sem matráðskona
og kokkur bæði til sjós og lands,
m.a. hjá Olíuverslun Íslands,
Vöruflutningamiðstöðinni, síld-
ar- og olíuflutningaskipinu Síld-
inni, dýpkunarskipinu Sandey og
víðar.
Sigríður var alla tíð glaðsinna
og jákvæð, vinsæl og vinamörg,
einstaklega ræktarleg við þá sem
hún átti samleið með í leik eða
starfi og var í sambandi við
fjöldann allan af fólki fram á síð-
ustu stund. Ekki síst átti fólk sem
átti undir högg að sækja eða
þurfti aðstoð og liðsinni á ein-
hvern hátt um lengri eða
skemmri tíma athvarf og vináttu
hjá henni.
Útför Sigríðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 27. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Börn Sigríðar og
Ólafs eru: 1) Erla, f.
2. nóvember 1950,
gift Örvari Ingólfs-
syni. Börn þeirra
eru Ólöf, gift Ás-
geiri Geirssyni og
eiga þau Tómas
Atla, Viktor Örn og
Írisi Erlu. Örvar
Geir, í sambúð með
Ylfu Ýri Steins-
dóttur. Sonur hans
og fyrri konu, Valgerðar Þor-
steinsdóttur, er Emil. 2) Örn, f.
27. mars 1952, kvæntur Signýju
Einarsdóttur. Börn hans frá
fyrra hjónabandi með Hönnu
Björgu Halldórsdóttur eru Rún-
ar Þór, í sambúð með Therese
Kvam, og Auður Sif, gift Vali
Árnasyni, og eiga þau Júlíu og
Jóhannes. 3) Svala, f. 21. október
1953, í sambúð með Sigurði Lár-
usi Hall. Börn þeirra eru Krista
Sigríður, í sambúð með Árna G.
Gunnarssyn og Ólafur Árni. 4)
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning ástkærrar
móður.
Erla, Örn, Svala, og Hulda.
Nú hefur kær tengdamóðir
mín, hún Sigga eins og hún ávallt
var kölluð, kvatt þetta líf. Við and-
lát hennar er margs að minnast
en við áttum samleið hátt á
fimmta áratug.
Allt frá að ég ungur piltur fór
að venja komur mínar á heimili
hennar og Ólafs var hún mér sem
ég væri einn af hennar börnum.
Hún og Ólafur fluttu frá Reykja-
vík til míns þáverandi heimabæj-
ar, Akureyrar, 1962 og ákváðu að
setjast þar að. Þar voru þau með
hús í byggingu þegar Ólafur lést
af hjartaáfalli 1966 aðeins 43 ára
að aldri. Fráfall hans varð til þess
að hún flutti aftur til Reykjavíkur
með börnin sín, þar á meðal Erlu
mína og fylgdi ég með. Þá tók við
að byggja tilveruna upp að nýju í
Reykjavík og dró hún hvergi af
sér þar. Ég skal og ég get voru
einkunnarorðin hennar og fór hún
langt á þeim.
Börnin hennar stálpuðust
hvert af öðru, eignuðust sína
maka og börn. Sigga var vakin og
sofin yfir hópnum sínum, vildi allt
fyrir okkur gera. Barnabörnin
nutu þess að gista hjá ömmu
Siggu, þar var dekrað við þau á
allan hátt en þó helst ekki með
sælgæti. Hún eldaði handa þeim
góðan mat, bakaði pönnukökur og
leyfði þeim að leggja heimili sitt
undir leikina. Það segir sitt um
Siggu að margir vinir barnabarna
hennar tengdust henni og er hún
kölluð amma Sigga af þeim.
Sigga var einstaklega dugleg
og ósérhlífin. Hún vann hin ýmsu
störf um dagana en mest við mat-
seld bæði á sjó og landi. Hún eign-
aðist allsstaðar vini hvar sem hún
fór og voru þeir á öllum aldri. Hún
átti fallegt vináttusamband við
marga fram á síðasta dag og
fylgdist vel með hvað var að ger-
ast í lífi þeirra rétt eins og þeir
hennar lífi og líðan. Hún var í dag-
legu sambandi og miklu samneyti
við börnin sín og fjölskyldur
þeirra, fylgdist með hverjum og
einum í leik og starfi frá degi til
dags og miðlaði gjarnan fréttun-
um á milli. Hún spurði frétta af
vinum barna og barnabarna, allt-
af að taka stöðuna eins og við köll-
uðum það. Hún fylgdist einnig vel
með fréttum og hafði sínar skoð-
anir enda kollurinn ætíð skýr.
Þrátt fyrir heilsuleysi mörg und-
anfarin ár kvartaði hún ekki né
vorkenndi sér. Hafði frekar
áhyggjur af líðan annarra.
Árið 1998 flutti hún í þjónustuí-
búð í Furugerði 1. Þar undi hún
sér vel, stofnaði kór með íbúum
þar og hafði mikla ánægju af kór-
starfinu og kórfélögunum. Þá
sótti hún félagsstarf árum saman í
Múlabæ og lét ávallt vel af því.
Síðustu átta mánuði þegar heilsan
fór þverrandi bjó hún á Hrafnistu,
Laugarási. Hún hafði áður verið
þar í hvíldarinnlögnum og dag-
vist. Þar leið henni afar vel og lof-
aði alla sem að henni komu. Hér
vil ég lifa og hér vil ég deyja, sagði
hún gjarnan og við það stóð hún.
Hún lagðist til hvílu að kvöldi eftir
að hafa talað við fólkið sitt í síma
að venju og sofnaði svefninum
langa. Hennar er sárt saknað.
Ég þakka elsku hennar í minn
garð og fjölskyldu minnar og sam-
fylgd sem aldrei bar skugga á.
Blessuð sé minning hennar.
Örvar Ingólfsson
Það var merkileg kona hún Sig-
ríður Sigurðardóttir tengdamóðir
mín sem lést aðfaranótt 11. janúar
síðastliðinn. Sigga eins og hún var
ávallt kölluð fæddist og ólst upp á
Króki í Suðursveit, fegurstri ís-
lenskra sveita. Sigga byrjaði
barnung að vinna og var satt best
að segja vinnandi allt sitt líf. Iðju-
semi var henni í blóð borin.
Sigga giftist Ólafi Hallbjörns-
syni prentara og hófu þau búskap
í Reykjavík 1949. Börnin urðu
fjögur. Þau bjuggu á góðum stað
við Hagamel og elstu börnin fóru í
Melaskóla. Það var í Vesturbæn-
um sem ég kynntist Siggu og
hennar fólki og hitti í fyrsta sinn
dóttur Siggu, hana Svölu sem síð-
ar varð sambýliskona mín og lífs-
förunautur.
Fjölskyldan fluttist til Akur-
eyrar þar sem Ólafi bauðst gott
starf í sínu fagi. Tilveran fór þó á
hvolf á gamlársdag árið 1966 þeg-
ar Ólafur varð bráðkvaddur, langt
fyrir aldur fram. Uppi stóð ung
ekkja með fjögur börn sem leiddi
til þess að Sigga réð sig til sjós.
Hún gerðist kokkur og bryti á
Síldinni, sem þjónustaði síldar-
bátana á miðunum. Einnig eftir að
skipið var útleigt í verkefni víðs-
vegar um Evrópu. Komst Sigga
vel í gegnum þessa tíma og talaði
ávallt um sjómennsku sína af al-
úð. Festi hún kaup á íbúð í
Reykjavík og fluttist þá fjölskyld-
an aftur suður.
Fyrir um fjörutíu árum fór ég
að eyða sífellt fleiri stundum hjá
æskuvinkonu minni, Svölu, og
kynntist ég Siggu vel. Hún var
þannig – félagslynd, fjörug, fynd-
in, tók fólki opnum örmum. Þá var
Sigga hætt á sjónum, komin í land
en starfaði áfram við matreiðslu.
Suðursveitin togaði í hana og
byrjar hún að reka kojugistingu á
Hrolllaugstöðum ásamt matar-
þjónustu fyrir ört vaxandi ferða-
mennsku í Austur-Skaftafells-
sýslu. Þetta var áður en
bændagisting var orðin veruleg
búgrein á sveitabæjum landsins
og má segja að hún hafi verið
frumkvöðull á því sviði. Einnig
vann hún sem matráðskona hjá
Vöruflutningamiðstöðinni og
fannst henni hún vera þá næstum
komin aftur á Síldina, að elda ofan
í „kallana“ og var hún einkar vin-
sæl þar enda vandvirk matráðs-
kona og hreinleg svo eftir var tek-
ið.
Við Svala fluttum ung til Nor-
egs og hófum veitingarekstur í
skíðabænum Geilo. Hún kom til
okkar upp í norsku fjöllin í róleg-
heit en það liðu ekki nema nokkrir
dagar þar til hún var orðin allt í
öllu „baksviðs“ á veitingahúsinu,
bakaði pönnukökur, tók til græn-
meti, með tuskuna á lofti og á kafi
í uppvaskinu samhliða því að
gantast með unga skíðafólkinu
sem hélt til á veitingastaðnum.
Hún varð brátt vel þekkt í bæj-
arfélaginu, fór um á sparksleða og
hóf að baka seytt rúgbrauð að ís-
lenskum sið og gefa heimamönn-
um. Þegar hún fluttist í þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða í Furugerði
lét hún sitt ekki eftir liggja og
gerðist aktíf í starfi íbúanna þar,
bæði í kór og dansi. Hún var örlát
og afar gjafmild. Sigga var kona
sem gaf.
Hún fluttist endanlega á
Hrafnistu, öldruð en samt hress.
Þar þráði hún að eyða ævikvöld-
inu og naut þar góðs atlætis til
hinstu stundar.
Blessuð sé minning Siggu frá
Króki, ástkærrar tengdamóður
og samferðakonu.
Sigurður Lárus Hall.
Eins sárt og það er að þurfa
kveðja hana ömmu þá er ég svo
þakklát fyrir það að fá að eiga allar
þessar yndislegu minningar um
merkiskonuna ömmu Siggu.
Hún var þannig manneskja sem
tók alltaf vel á móti öllum inn í sitt
líf og inn á sitt heimilli. Það eru því
ófáar skemmtilegar minningar
sem ég á úr Gaukshólunum sem
krakki. Við börnin máttum alltaf
allt og hvort sem það voru börn af
hinum og þessum hæðum í blokk-
inni eða vinkonur frá Sauðárkróki
voru allir velkomnir inn á heimilið
hennar.
Þegar hún fann að á henni væri
þörf norður á Sauðárkrók trítlaði
hún upp í næstu flugvél á háu hæl-
unum sínum og bakaði skúffuköku
handa mér og vinkonu minni með
stórt bros á vör.
Það er engin furða að við af-
komendur hennar erum haldnir
þessari matarást þar sem að hún
amma mín var sjálf hinn mesti
listakokkur. Eitt sinn bauð hún
mér og stelpunum í vinnunni minni
í plokkfisk heim til sín í Furugerð-
ið. Hef ég aldrei séð, hvorki fyrr né
síðar, jafn stóra hvítvínsflösku og
þá sem amma mín bauð upp á. En
það var dæmigert fyrir hana því að
hún gerði allt með þvílíkum stæl
sem enginn annar gat toppað.
Ég var örugglega eini Íslend-
ingurinn á Stór-Kaupmannahafn-
arsvæðinu sem fékk iðulega send-
ar nýbakaðar pönnukökur frá
ömmu sinni í Reykjavík og alltaf
var maður að smakka bestu
pönnukökuna sína. Eitt af því sem
ég gat aldrei skilið var hvernig
amma fór að því að vera búin að
koma pönnukökunum á þann aðila
sem var mættur með pönnukök-
urnar með hádegisvélinni á Kast-
rup og samt getum við fjölskyldan
staðfest það að þær voru nýbak-
aðar.
Allir hinu ótrúlegustu hlutir
sem amma hefur keypt handa okk-
ur hjónunum í gegnum tíðina og
einhvern veginn eru það þó litlir
skrýtnir hlutir sem eru ómissandi
inn á heimilið okkar. Amma pass-
aði upp á þá hluti sem við hin
gleymum.
Amma var alltaf að gefa og hún
var alltaf með allt á hreinu hvað við
hjónin og börnin okkar vorum að
gera hverju sinni og iðulega var
þar húmorinn á ferð í öllu þar sem
hann mögulega passaði inn. Enda
litu börnin upp til hennar eins og
hún væri hinn eini sanni engill á
jörðu.
Í eitt af síðustu skiptunum sem
ég sat hjá henni uppi á Hrafnistu
og amma átti að vera farin að telj-
ast öldruð amma mín fékk hún
þetta þvílíka hláturkast yfir einni
vitleysunni sem við vorum að
reyna að finna út úr.
Það var það sem einkenndi
ömmu mína, húmorinn, gáfurnar
og fallegi kvenleikinn.
Elsku amma, takk fyrir allt
Þín,
Auður Sif.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar, bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Sigríður
Sigurðardóttir
✝ Garðar Sig-urpálsson
fæddist í Bald-
urshaga í Flatey á
Skjálfanda 2. júní
1921. Hann and-
aðist á Hrafnistu í
Hafnarfirði 19. jan-
úar 2012.
Foreldrar hans
voru Sigurpáll
Jensson, útvegs-
bóndi í Bald-
urshaga í Flatey, f. í Gyðugerði í
Flatey 8. nóvember 1892, d.27.
nóvenber 1935, og Þuríður Jóns-
dóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1893,
í Krosshúsum í Flatey, d. 2. júní
1983 á Húsavík. Garðar átti fjór-
ar systur, Huldu, f. 4. nóvember
1916, í Baldurshaga, d. 5. maí
1940, maður hennar var Krist-
ján Tryggvason, f. 19. októ-
ber1909, d. 17. júlí 2004, bóndi á
Ytri-Varðgjá, Önguls-
samstarfi við Kristin Jakobsson.
Síðustu árin stunduðu þau hjón-
in Garðar og Ósk sjóinn saman
til 1997, ásamt því vann hann
skrifstofustörf hjá frystihúsi
KEA í Hrísey. Garðar var í
hreppsnefnd Hríseyjarhrepps
og oddviti um árabil.
Garðar kvæntist 2. júní 1942
Ósk Hallsdóttur, f. á Stein-
dyrum á Látraströnd, 19. júní
1923, d. 16. janúar 2008. Þau
eignuðust þrjú börn. 1) Hulda, f.
9. maí 1943, gift Erling Jóhann-
essyni, þau eiga fjögur börn, níu
barnabörn og eitt barna-
barnabarn. 2) Alma, f. 7. janúar
1946, gift Jóni Guðmundssyni,
þau eiga fjögur börn, sextán
barnabörn og fjögur barna-
barnabörn. 3) Sigurpáll Hallur,
f. 16. ágúst 1954, kvæntist Guð-
rúnu Njálsdóttur, f. 18. nóv-
ember 1950, d. 5. nóvember
2006, þau skildu, þau eignuðust
þrjár dætur, Guðrún átti einn
son fyrir og eru barnabörn
þeirra fimm.
Útför Garðars fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27.
janúar 2012, og hefst athöfnin
klukkan 15.
staðahreppi, Eyja-
firði. Jensína
Helga, f. 8. desem-
ber 1924 í Bald-
urshaga, d.15. jan-
úar 1967 á Húsavík,
en hún bjó með
móður sinni til
dauðadags. Freyja,
f. 8. ágúst 1928 í
Baldurshaga, bú-
sett á Húsavík,
maður hennar er
Skúli Jónsson, f. 7. október
1930. Guðrún Edith, f. 8.júní
1934 í Baldurshaga, maður
hennar var Sigurbjörn Óskar
Kristjánsson, f. 10. apríl 1931,
d.3. október 1989, sjómaður á
Húsavík.
Garðar ólst upp við sjósókn
og bústörf í Flatey. Hann fluttist
til Hríseyjar árið1940 og stund-
aði sjóinn á togurum og síðar á
eigin bátum sem hann gerði út í
Elsku pabbi minn, það eru
forréttindi að fá að njóta sam-
vista við þig fram yfir miðjan
aldur. Þú varst mjög ungur
þegar þú misstir pabba þinn og
axlaðir þá strax ábyrgð. Það
má með sanni segja að þú vær-
ir eyjapeyi, fæddur í Flatey á
Skjálfanda og fluttir til Hrís-
eyjar á Eyjafirði. Þar kynntust
þið mamma, giftuð ykkur 2.
júní 1942. Upp frá því voruð þið
samhent og samstiga. Þú varst
alla tíð sjómaður, gerðir lengi
út í samstarfi við Kristin Jak-
obsson félaga þinn og vin. Þeg-
ar árin færðust yfir gerðist þú
skrifstofumaður hjá frystihúsi
KEA Hrísey. En römm er sú
taug, sjórinn togaði í þig, og
seinustu árin í Hrísey reruð þið
mamma saman á Halli EA260,
það voru ykkar bestu stundir
þegar þið voruð komin á miðin.
Það er ljúft að minnast heim-
sókna okkar til eyjunnar okkar
fögru. Þar nutum við ástar ykk-
ar og umhyggju sem þið voruð
óspör á. Árið 1997 fluttust þið
til Hafnarfjarðar og var ekki
síður gott að koma til ykkar
þar. Þú misstir mikið þegar
mamma dó 16. jan. 2008.
17. apríl 2010 fluttist þú á
Hrafnistu í Hafnarfirði, þar leið
þér vel og eignaðist þú þar
góða vini, enda varst þú öllum
góður. Það er skrítið að heyra
ekki frá þér á hverjum degi, við
vorum vön að spjalla saman
seinnipartinn og svo kom ég í
heimsókn þegar ég gat vegna
vinnu. Þá er gott að eiga góð
systkini, Hulda og Palli voru
hjá þér öllum stundum og önn-
uðust þig af ást og umhyggju.
Undir það síðasta dvaldir þú á
sjúkradeild á annarri hæð á
Hrafnistu.
Kæra starfsfólk, þakka ykk-
ur fyrir alla ykkar hlýju við
umönnun á pabba, umburðar-
lyndi við okkur ættingjana sem
komum til hans á hverjum degi
þar til yfir lauk. Starf ykkar er
svo sannarlega vanmetið. Guð
blessi ykkur og störf ykkar.
Nú til hvíldar leggst ég lúinn,
lát mig, Drottinn, sofa rótt;
hvílan faðminn breiðir búin,
blessuð kom þú draumanótt.
Vef mig þínum ástararmi,
englar guðs mér vaki hjá;
friðardagsins blíði bjarmi,
bráðum ljómar himni á.
(Guðmundur Finnbogi Helgason.)
Pabbi minn, ég samgleðst
þér að vera kominn til mömmu,
ég veit að móttökurnar hjá þín-
um nánustu voru góðar. Við
sjáumst í fyllingu tímans. Ég
elska þig, pabbi.
Þín dóttir,
Alma.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast manni eins
og Garðari tengdaföður mínum.
Hann var stór maður og sam-
svaraði sér vel. Ást hans og
umhyggja fyrir börnum sínum
og öllum ástvinum var alveg
einstök. Það var alltaf viðkvæð-
ið hjá honum „ef ykkur líður
vel þá þarf ég ekki að kvarta“.
Það var alltaf jafn gaman og
gott að koma í heimsókn til
þeirra Oddu og Garðars þegar
þau bjuggu í Hrísey, móttök-
urnar þær voru alveg sér á
parti, það þýddi ekkert að ætla
að byrja í megrun í þeim heim-
sóknum, maður varð að taka á
því þegar heim kom ef maður
nennti. Ég minnist með ánægju
þegar ég fór með þér á sjóinn,
en þá þurftir þú að skilja að-
alhásetann eftir heima yfir
pottunum.
Þú barst alltaf hlýjan hug til
Flateyjar á Skjálfanda þar sem
þú varst fæddur og uppalinn og
stundum fórum við þangað á
skak. Ég þakka þér líka fyrir
fóstrið á drengjunum okkar
Ölmu, Garðari og Guðmundi,
þeir minnast oft á sumrin í
Hrísey og hvað gott var að vera
hjá ykkur. Það var ekki síðra
að koma til ykkar á Tinnuberg-
ið í Hafnarfirði eftir að þið
fluttust þangað árið 1997 og
seinna þegar þú fluttist á
Hrafnistu í Hafnarfirði eftir lát
Oddu. Það skein alltaf svo mikil
gleði úr andlitinu á þér þegar
við opnuðum dyrnar sem gladdi
okkur mikið.
Garðar minn, ég kveð þig að
sinni með virðingu og þakklæti
og bið þess að þér líði vel í nýj-
um heimkynnum.
Elsku Alma mín, Hulda og
Palli, ég bið guð að senda ykk-
ur og okkur öllum styrk.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn tengdasonur
Jón Guðmundsson.
Garðar
Sigurpálsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn, þú varst
mikið veikur þegar ég
heimsótti þig síðast. Ég
elska þig mjög mikið.
Þín
Þorgerður Alma
Guðmundsdóttir.