Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 18
Reuters
Lúðrablástur DAX-vísitalan í Þýskalandi hækk-
aði um 1,76% í hlutabréfaviðskiptum í gær.
Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu um
1-2% á mörkuðum í gær. Hækkunin er rakin annars
vegar til yfirlýsingar bandaríska seðlabankans að
vöxtum verði haldið niðri fram til ársins 2014 og
hins vegar frétta um að viðræður milli grískra yf-
irvalda og lánardrottna um skuldaafskriftir Grikkja
muni hefjast á ný.
Ákvörðun bandaríska seðlabankans að halda
vöxtum lágum til næstu tveggja ára – þeir er nú á
bilinu 0-0,25% – varð til að auka áhættusækni á
mörkuðum. Fjárfestar telja nú meiri líkur en áður á
að bandarísk peningamálayfirvöld muni síðar á
árinu beita sér fyrir frekari magnslökun (e. quan-
titative easing) – ríkisskuldabréf eru keypt fyrir
nýja peninga – sem ætti að leiða til hækkana á
gengi hlutabréfa á fjármálamörkuðum.
Við lok viðskipta í evrópskum kauphöllum í gær
hafði DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkað mest, eða
um ríflega 1,76%. CAC-vísitalan í Frakklandi
hækkaði hins vegar um 1,41% og FTSE-hlutabréfa-
vísitalan í Bretlandi hækkaði um 1,14%.
Góðar fréttir bárust af skuldabréfaútboði Ítalíu,
en stjórnvöld þar í landi seldu í gær ríkisskuldabréf
fyrir fimm milljarða evra á mun lægri vöxtum en
áður. Þykir þetta benda til þess að fjárfestar hafi
aukna trú á efnahagsumbótum nýrrar ríkisstjórnar
Marios Monti, forsætisráðherra Ítalíu.
Ríkisskuldabréfin voru til eins árs og nam ávöxt-
unarkrafan 3,76% borið saman við 4,85% í síðasta
útboði. Það er jafnframt ekki síður talið mikilvægt
að margir kaupendur bréfanna virðast hafa verið
erlendir fjárfestar. Að sama skapi hefur hefur
áhættuálagið á ítölsk ríkisskuldabréf til tíu ára
lækkað úr 7% í 6% frá áramótum. hordur@mbl.is
Kátt í kauphöllum
Aukin áhættusækni á mörkuðum Bandaríski
seðlabankinn hyggst halda vöxtum nálægt núlli til 2014
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Uppgjör hjá Apple fyrir síðustu
þrjá mánuði ársins 2011 var gert
opinbert í gær og er hagnaðurinn
118% meiri en hagnaðurinn á sama
tíma á árinu 2010. Samtals var
hagnaður fyrirtækisins upp á 13,06
milljarða dollara eða yfir 1600
milljarða íslenskra króna á þessum
þremur mánuðum. En á þessu
tímabili seldi fyrirtækið 37 millj-
ónir iPhones eða tvöfalt meira en
salan á þeim var á sama tíma ári
fyrr, segir í frétt BBC um málið.
„Krafturinn hjá okkur er mikill
núna og við erum með fullt af flott-
um vörum í pípunum,“ sagði Tim
Cooks, glaðbeittur forstjóri fyrir-
tækisins. En Cooks tók við starfinu
þegar hinn goðsagnakenndi Steve
Jobs lét af störfum vegna veikinda
24. ágúst 2011 og hann lést svo
skömmu síðar.
Við tilkynninguna fóru hlutabréf
í fyrirtækinu upp um 6,8% á Wall
Street og náðu nýju meti í 449 doll-
arar á hlut en í þeirri tölu er fyr-
irtækið metið á 420 milljarða doll-
ara (tæpir 52.000 milljarðar
íslenskra króna).
Búist er við að gróðinn geti auk-
ist og hafa sumir forsvarsmenn
fyrirtækisins gefið í skyn að hagn-
aður annars fjórðungs þessa árs
geti farið upp í 30 milljarða doll-
ara.
Einsog áður sagði selst iPhones
vel og sala á iPad hefur aukist um
111%. Sala á Macintosh tölvum
hefur aukist um 26% miðað við
sama tíma á síðasta ári. En á sama
tíma hefur sala á iPod, hinum staf-
rænu tónlistarspilurum, fallið um
21% og virðist æðið fyrir þeim vera
að renna yfir til annarra fyrir-
tækja.
Methagnaður hjá Apple
Hagnaður á síðasta fjórðungi 2011 fór yfir 13 milljarða
dollara iPad selst en sala á iPod hefur snarminnkað
Eplið Myndin er frá nýopnaðri Apple verslun í New York (Big Apple).
Stuttar fréttir ...
● Ítölsk stjórnvöld seldu í gær rík-
isskuldabréf fyrir um 5 milljarða evra á
mun lægri vöxtum en áður.
Skuldabréfin voru flest til eins árs og
var ávöxtunarkrafan á bréfin 3,763%
en var 4,853% í síðasta útboði. Margir
kaupendur bréfanna eru sagðir erlendir
fjárfestar. Lántökukostnaður Ítalíu hef-
ur lækkað úr 7% í 6% fyrir tíu ára rík-
isskuldabréf frá áramótum.
Lánskjör Ítalíu skána
● Verð á dagvör-
um hefur hækkað
um tæplega 60% í
smásölu á sex ára
tímabili frá árs-
byrjun 2006 til árs-
loka 2011. Þetta er
meðal þess sem
kemur fram í nýrri
skýrslu
Samkeppnis-
eftirlitsins um
verðþróun og samkeppni á smá-
sölumarkaði. Verð þessara vara hefur
þróast með svipuðum hætti hjá birgj-
um. Samanburður á þróun dagvöru-
verðs, gengis og framleiðsluvísitölu fyr-
ir mat- og drykkjarvörur bendir til að
umrædd verðhækkun dagvöru skýrist
fyrst og fremst af ytri aðstæðum og þá
einkum gengishruni krónunnar.
Verð á dagvörum hækk-
aði um 60% á sex árum
Það er dýrara að
kaupa í matinn.
● Finnski farsímaframleiðandinn Nokia
tapaði 1,2 milljörðum evra, sem sam-
svarar um 194 milljörðum króna, á síð-
asta ári. Árið 2010 skilaði fyrirtækið
hins vegar 1,8 milljörðum evra í hagnað,
eða um 291 milljarði króna.
Tap Nokia á fjórða ársfjórðungi árs-
ins 2011 nam 1,07 milljörðum evra. Á
sama tíma árið 2010 skilaði Nokia 745
milljóna evra hagnaði.
Aðalskýringin á tapi Nokia á liðnu ári,
er hrun í sölu á farsímum Nokia, en hún
dróst saman um 25% síðustu þrjá mán-
uði nýliðins árs.
Farsímasala Nokia dróst
saman um 25% í fyrra
astliðinn kynnti lögmaður ríkisins
endanlega kröfugerð á olíufélögin,
sem var hafnað. Byggði hún á árs-
gömlu mati, sem matsþolar höfðu
enga aðkomu að, sem er óvenjulegt í
svona málum. Í höfnunarbréfum lög-
manna olíufélaganna er samráði
mótmælt, meint tjón vegna þess talið
ósannað, meðal annars vegna alvar-
legra galla á matsgerð, en að lokum
var kröfunni hafnað vegna þess að
hún var talin fyrnd. Ekki náðist í Vil-
hjálm H. Vilhjálmsson hrl. við gerð
þessarar fréttar en hann rekur málið
fyrir hönd ríkisins.
Stefnir olíufélögun-
um vegna samráðs
Mögulegt er að krafa ríkisins sé fyrnd vegna seinagangs
Morgunblaðið/Júlíus
Dómsmál Ríkið þingfesti mál út af brotum olíufélaganna sem áttu sér stað á
árunum 1996-2001. Ekki er ljóst hvað valdið hefur töfum á málinu.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Í gær þingfesti ríkið fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur stefnu sína á
hendur Keri ehf., Olíuverzlun Ís-
lands hf. og Skeljungi hf. vegna
meints ólögmæts samráðs þeirra.
Stefnukrafan er um 25 milljónir
króna að höfuðstól, auk vaxta, sem
er það tjón sem ríkið telur sig hafa
orðið fyrir vegna ólögmæts samráðs
olíufélaganna. Athygli vekur hversu
seint ríkið er á ferðinni með sína
kröfugerð, en þar mun byggt á sömu
eða svipuðum sjónarmiðum og
reyndi á í máli Reykjavíkurborgar
gegn olíufélögunum og dæmt var í
Hæstarétti í febrúarmánuði 2008.
Miðað við þá forsendu mætti gefa
sér að málið hefði verið auðsótt fyrir
ríkið, rétt einsog hjá Reykjavíkur-
borg, ef ekki hefði verið fyrir þennan
seinagang. Nú er málið af mörgum
talið fyrnt. Rannsókn samkeppnisyf-
irvalda á samráði olíufélaganna hófst
18. desember 2001. Þau viðskipti
sem ríkið krefur nú um bætar vegna
áttu sér stað á árabilinu 1996-2001. Í
dómi Hæstaréttar í máli Vestmanna-
eyjarbæjar gegn olíufélögunum, nr.
244/2009, var því slegið föstu að kröf-
ur sem væru eldri en tíu ára fyrir
höfðun máls væru fyrndar og væri
þá horft til einstakra viðskipta að-
ilanna. Fimm ár eru liðin síðan síðan
lögmaður ríkisins tók við málinu og
sendi fyrsta kröfubréf. Í ágúst síð-
Leiðin til þingfestingar
» Rannsókn samkeppnisyfir-
valda á samráði olíufélaganna
hófst 18. desember 2001.
» Til rannsóknar var ólöglegt
samráð olíufélaganna á ára-
bilinu 1996-2001.
» Ríkið þingfesti stefnu sína
gegn olíufélögunum miðviku-
daginn 25. janúar sl.
Alls urðu 1.578
fyrirtæki gjald-
þrota á síðasta
ári og hafa gjald-
þrot aldrei verið
fleiri. Þetta jafn-
gildir því að á
hverjum einasta
virka degi síð-
asta árs hafi 6
fyrirtæki lagt upp laupana. Hag-
stofan birti tölur um gjaldþrot og
nýskráningar fyrirtækja í desem-
bermánuði í gær. Fram kemur í
Morgunkorni Greiningar Íslands-
banka í gær að árið 2010 urðu 982
fyrirtæki gjaldþrota og fjölgaði
gjaldþrotum því um 60% á síðasta
ári. Árið 2009 voru gjaldþrotin 910
talsins og voru þá mun fleiri en sést
hafði undanfarna áratugi, en á
tímabilinu 1990 og fram til 1997
urðu að meðaltali 430 fyrirtæki
gjaldþrota á ári hverju. Ástæðan
fyrir þessum mikla fjölda gjald-
þrota á síðasta ári er sögð umfangs-
mikil endurskipulagning atvinnu-
lífsins sem náði hámarki á síðasta
ári og stendur enn yfir. Tölurnar
sýni að sú fjárhagslega end-
urskipulagning sem öllum var ljóst
að nauðsynlegt yrði að ganga í
gegnum hafi loks komist á skrið.
Frá hruni hafa samtals 3.696 fyr-
irtæki nú verið tekin til gjald-
þrotaskipta.
1.578
gjaldþrot
í fyrra
3.696 fyrirtæki
gjaldþrota frá hruni
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-./
+0,-++
+,,-,1
,+-122
,+-33+
+4-+/
+..-.4
+-2510
+40-+0
+1+-3+
+,,-1.
+0,-24
+,,-1,
,+-5+4
,+-31.
+4-+0.
+..-52
+-24+2
+20-52
+1+-/1
,,+-+2,.
+,,-0,
+0.-32
+,,-04
,+-54+
,+-+,2
+4-,/1
+./-+,
+-241+
+03-.+
+1+-0+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á