Morgunblaðið - 27.01.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
siminn.is
Greidd eru mánaðargjöld skv. verðskrá. Nánar á siminn.is
Fleiri v
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
9
4
2
0
Um leið og þú tengist Sjónvarpi Símans
geturðu horft á opnu, íslensku stöðvarnar
og færð fjórar erlendar stöðvar að auki.
Á Plús-stöðvunum geturðu séð
útsendinguna með klukkutíma seinkun.
Sjónvarpið beint eða með
klukkutíma seinkun
Nýtt!
Nú fylgja fjórar
erlendar
stöðvar
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Í nógu var að snúast hjá lögreglunni
á Suðurnesjum og björgunarsveitar-
mönnum á miðvikudagskvöld og í
fyrrinótt, þegar veðrið var hvað
verst á Suðurnesjum. Reykjanes-
brautinni var lokað og umferð komst
ekki aftur á fyrr en um klukkan hálf-
ellefu í gærmorgun.
Að sögn lögreglunnar á Suður-
nesjum var staðan hjá þeim orðin
góð um hádegisbil, að undanskildum
vandamálum með bíla sem skildir
höfðu verið eftir víða með Reykja-
nesbrautinni, sér í lagi við Grænás.
Mjög erfitt ástand
„Það var náttúrulega allt vitlaust á
Suðurnesjum í nótt. Það var bara svo
mikið að þeir réðu ekki neitt við
neitt,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldurs-
dóttir, upplýsingafulltrúi Lands-
bjargar. Hún sagði að um 20 hópar
hefðu verið að störfum á Suðurnesj-
um, þar af sex af höfuðborgarsvæð-
inu. Verkefnin hefðu m.a. verið að
aðstoða fólk sem sat fast í bílum á
Reykjanesbrautinni og svo að koma
þeim í burtu í morgun. Á þriðja
hundrað bílar voru yfirgefnir þar í
nótt. „Mjög erfitt og langt er síðan
þeir hafa lent í svona, ef þá nokkurn
tíma,“ sagði Ólöf.
Þá voru um 60 björgunarsveitar-
menn þegar mest var á höfuðborg-
arsvæðinu að aðstoða fólk sem var í
vandræðum í umferðinni. „Það var
nú minna á landinu í gærkvöldi og í
nótt en við bjuggumst við, svona
miðað við spána,“ sagði Ólöf spurð
um verkefni víðar á landinu. Þó vann
leitarhópur að því að finna bilun á
raflínu við Kópasker.
Suðurnesjadeild Rauða krossins
opnaði fjöldahjálparstöðvar í
Reykjanesbæ upp úr miðnætti, en
þar eyddu nóttinni 28 manns, sam-
kvæmt tilkynningu frá Rauða kross-
inum. Um var að ræða flugfarþega
sem ekki komust frá Reykjanesbæ.
Þeir komust til höfuðborgarsvæðis-
ins þegar Reykjanesbrautin var opn-
uð. „Fulltrúi Rauðakrossdeildarinn-
ar á Suðurnesjum var einnig í
Leifsstöð í nótt en farþegar sem
gistu þar fengu teppi og aðra að-
stoð,“ segir í tilkynningu frá Rauða
krossinum.
Skv. tilkynningu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði lög-
reglan ökumenn sem sátu víða fastir.
Í allnokkrum tilvikum voru bílarnir
búnir sumardekkjum.
Þá biður slökkviliðið á höfuðborg-
arsvæðinu fólk um að leggja ekki bíl-
um þannig að þeir hindri sjúkra-
flutningamenn og aðra í störfum
sínum. Þá eru bílstjórar hvattir til að
hreinsa vel snjó af bílum sínum
þannig að þeir hafi óskert útsýni og
valdi ekki hættu í umferðinni.
Allt varð kolvitlaust á Suðurnesjum
20 björgunarsveitarhópar voru að störfum á Suðurnesjum í óveðrinu „Mjög erfitt og langt síðan
þeir hafa lent í svona, ef þá nokkurntíma,“ segir upplýsingafulltrúi 28 manns gistu í fjöldahjálparstöð
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Ýta Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast við að hjálpa fólki í óveðrinu sem hefur gengið yfir landið.
Á heimasíðu Keflavíkur-
flugvallar mátti sjá að umtals-
verð röskun varð á morg-
unflugi, bæði á komum og
brottförum. Þá fóru áætlanir
yfir daginn úr skorðum. Fyrstu
brottfarir dagsins voru í há-
deginu, en þá fóru alls 9 flug-
vélar á loft, allar til Evrópu.
Að sögn Guðjóns Arngríms-
sonar, upplýsingafulltrúa Ice-
landair, raskaðist allt morgun-
flug þeirra til Evrópu.
Ástæðan hefði fyrst og fremst
verið ófærð. Aðspurður hvaða
áhrif það hefði á annað flug
félagsins sagði hann að seink-
un yrði á öðru flugi yfir dag-
inn, en að allt stefndi í að
flug á þeirra vegum yrði kom-
ið á áætlun á föstudags-
morgni.
Flugumferð
á eftir áætlun
ÓFÆRÐ RASKAÐI FLUGI