Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 ✝ Jón Helgasonfæddist í Un- aðsdal á Snæ- fjallaströnd 18. október 1927. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í faðmi fjölskyldu sinnar 20. janúar 2012. Foreldrar Jóns voru Guðrún Ólafs- dóttir, f. í Strand- seljum, Ög- urhrepppi 3. júlí 1897, d. 24. nóvember 1987 og Helgi Guð- mundsson, f. í Snæfjöllum, Snæ- fjallahr. Ís. 18. september 1891, d. 8. október 1945. Systkin Jóns voru sextán og var hann áttundi í röðinni, þau eru: Guðmundur, f. 1920, d. 1997, Guðbjörn, f. 1921, d. 1986, Ólafur, f. 1921, d. 2005, Steingrímur, f. 1922, d. 2008, Guðríður, f. 1923, d. 2011, Kjart- an, f. 1925, d. 1999, Guðbjörg, f. 1926, d. 2011, Sigurborg, f. 1928, búsett í Reykjavík, Hannibal, f. 1930, búsettur á Hólmavík, Matt- hías, f. 1931, búsettur í Reykja- vík, Sigurlína, f. 1932, búsett í Reykjavík, Haukur, f. 1934, d. 2001, Lilja, f. 1935, búsett í Kópavogi, Auðunn, f. 1936, bú- settur í Kópavogi og Lára, f. 1938, búsett í Kópavogi. Jón kvæntist 17. maí 1952 fyrra hjónabandi eru: Magnús, maki Sigurbjörg Ýr, þau eiga tvö börn, Barbara, unnusti Valdimar Heiðar, hann á eina dóttur. d) Margrét Elfa, búsett á Akureyri, f. 15.6. 1961, maki Arnór Bjarnason. Jón gekk í barnaskóla, var einn vetur í framhaldsskóla, lauk vélstjóranámskeiði sem veitti minna vélstjórapróf og lauk stýrimannanámskeiði sem veitti minna skipstjórnarpróf. Jón fluttist til Akureyrar 1948 og gegndi sjómennsku til margra ára. Árið 1964 gerðist hann starfsmaður verkalýðs- félaganna á Akureyri og var for- maður Einingar 1974-1985. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Sameiningar frá upphafi og þar til sjóðurinn sameinaðist öðrum 1993 í Lífeyrissjóð Norðurlands og starfaði þar til ársloka 1996. Jón sat m.a. í miðstjórn ASÍ og Verkamannasambandsins um tólf ára skeið, sat í stjórn Sjó- mannafélags Akureyrar, Út- gerðarfélags Akureyringa hf., Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, Húsnæðisstofnunar rík- isins, Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar auk fleiri stjórna. Jón starfaði mikið í stjórnmálum og var varaþingmaður um tíma fyrir Alþýðuflokkinn. Útför Jóns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag 27. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.30. Snjólaugu, F. Þor- steinsdóttur frá Há- mundarstöðum í Hrísey, f. 1. apríl 1931, dóttir hjónanna Þorsteins S. Baldvinssonar skipstjóra og Ólínu E. Pálsdóttur. Jón og Snjólaug áttu heimili lengst af í Kambsmýri 2, Ak- ureyri en bjuggu síðustu árin í Mýrarvegi 111. Börn Jóns og Snjólaugar: a) Ól- ína Eybjörg, búsett á Akureyri, f. 13.8. 1953, maki Halldór M. Rafnsson, þeirra börn: Fanney, d. 7.11. 1995, Ómar, maki Guð- rún Lind þau eiga tvo syni, Elfar, unnusta Hildur Ýr. Börn Hall- dórs eru: Torfi Rafn, maki Lauf- ey, þau eiga fjögur börn og Unn- ur, maki Þorsteinn, þau eiga þrjú börn. b) Þorsteinn Stefán, búsettur á Akureyri, f. 25.1. 1956, maki Hildur Edda Ingv- arsdóttir, þeirra börn: Jón Ingv- ar, unnusta Anna Kristín, Snjó- laug Svana, maki Bergvin Fannar þau eiga þrjú börn, Atli Geir. b) Helgi Rúnar, búsettur í Kópavogi, f. 19.3. 1958, maki Olga Hanna Möller, þeirra börn: Sigríður Vala, Fanney Andrea, og Jón Baldvin. Börn Helga af Elsku pabbi, þá er þinni miklu baráttu lokið og þú farinn að tak- ast á við ný verkefni. Baráttumaður varstu með ein- dæmum, hvort sem það var í leik eða starfi, margs er að minnast þegar hugurinn reikar til baka. Fyrst nefni ég þær ógleymanlegu stundir þegar ég fékk að fara með þér á bátnum þínum Orra EA 101, sem þú áttir ásamt fleirum, út á pollinn að veiða smásíld í nót, ekki eldri en 6 ára gamall. Ekki má gleyma öllum ferðunum vest- ur í Ísafjarðardjúp á æskuslóðir þínar, að sjálfsögðu á gulum Skoda Oktavia, með tjaldið í sama lit og toppgrindin yfirfull af bún- aði. Þá var ekkert verið að bruna þetta í einum rykk eins og gert er í dag, nei það var sko tjaldað á leiðinni og alltaf við læk. Á unglingsárum mínum fannst mér ég missa pínu af þér, elsku pabbi, þar sem verkalýðsmál og barátta fyrir betri kjörum launa- fólks átti hug þinn allan og voru það ófáar vikurnar sem ég sá þig ekki, þar sem þú varst oft á samn- ingafundum í Reykjavík. Það var þá sem ég ákvað að ekki ætlaði ég að verða verkalýðsforingi eins og þú. Ekki voru það áhugamálin sem voru að taka tíma frá þinni vinnu en um það leyti sem þú hættir störfum þá erum við fjöl- skyldan að koma norður að sjá leik með KA í Evrópukeppninni í handbolta. Þá segir þú við mig hvar sé hægt að kaupa miða á þennan leik, mér fannst þetta svo frábært að ég sagði að ég vildi fá að bjóða þér á þinn fyrsta hand- boltaleik og keypti ég bæði húfu og bol á okkur báða sem við fór- um í á leikinn. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og þú varst með ársmiða á leiki KA í mörg ár og klæddir þig upp í gula skyrtu með KA-bindi fyrir hvern leik. Ekki er hægt að minnast þín án þess að minnast á árin sem þið mamma og fjölskyldan öll átti saman í sumarbústaðnum Mel- stað í Fnjóskadal. Í byrjun var nánast enginn gróður á lóðinni og melurinn fyrir sunnan bústaðinn, þar var ekki stingandi strá og ekkert nema sandur og auðn. Nú 23 árum seinna er þetta algjör paradís sem þú hefur skapað með risastórum trjám og fallegum gróðri og fáum hefði dottið það í hug en þú breyttir 20 feta gámi í gistisvítu. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við og fjölskyldan mín áttum saman með þér og fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur öll. Eilífð með Jesú, er erfiði þrýtur, eitt sinn mun rætast sú hjarta míns þrá, blíðlega tárin mín burtu hann strýkur brosandi fagna ég lífinu þá. (Alfred H. Ackley – Bjarni Eyjólfsson.) Hvíl í friði, elsku pabbi, guð blessi þig. Þinn sonur, Helgi Rúnar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Ég kveð föður minn Jón Helgason með þessari bæn og vil þakka honum handleiðsluna í gegnum tíðina. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar í faðmi fjölskyldunnar eftir erfið veik- indi. Hann greindist með illvígan sjúkdóm árið 2005 og barðist við hann ótrauður eins og hans var von og vísa. Hann var baráttu- maður í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Hann var spurður á sjúkrahúsinu hvort það væri eitt- hvað sem hann ætti eftir óklárað, hann var fljótur til svars og sagði: „Nei, ég vona bara að öllum vegni ævinlega vel og hafi það sem allra best.“ Þannig var hann alltaf að hugsa um þá, sem honum þótti vænt um, og þeir voru margir. Dóttir mín sagði einu sinni: „Mamma, það er svo gott að eiga svona stóra fjölskyldu og svona góða vini.“ Þau voru ekki ólík með það að þau áttu mjög auðvelt með að kynnast fólki og halda tryggð við það í gegnum tíðina. Pabbi hefur þurft í þó nokkuð langan tíma umönnun heilbrigðistarfs- fólks, bæði heima, á sjúkrahúsi bæði hér á Akureyri og í Reykja- vík og núna síðast á Hlíð. Allt þetta fólk hefur veitt honum þá allra bestu þjónustu sem völ er á, og það ber að þakka. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka öllu þessu frábæra fólki yndislegheit þess og viðmót í alla staði. Sérstakar þakkir vil ég færa Heimahlynningu Akureyr- ar, sem lengst hefur annast hann. Svo ætla ég að nefna eina konu sem hefur annast hann betur en nokkur hefði getað gert en það er hún mamma mín, hún á margar þakkir skilið. Pabbi bað okkur fjölskylduna að passa hana mömmu, og við gerum það, pabbi minn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við elskum þig öll. Þín dóttir, Ólína. Elsku pabbi, minningin um þig mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, hvíldu í friði. Þorsteinn Stefán og Elfa. Elsku besti afi minn, ég sakna þín svo sárt en ég veit að núna ertu kominn á góðan stað þar sem þér líður vel og vakir yfir okkur hinum sem elska þig. Mig langar til að þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar okkar, allar minningarnar sem ég held fast í núna og hlýja mér um hjartarætur. Það var alltaf svo gaman að vera hjá þér og ömmu og hvergi fannst mér betra að vera. Það voru ófá skipt- in sem ég hringdi til ykkar og vildi fá að koma og alltaf var ég velkomin og nokkrum mínútum síðar varst þú kominn til að ná í mig. Amma dekraði við okkur með bakkelsi og góðum mat og við höfðum það alltaf svo notalegt saman. Þær standa líka upp úr allar ferðirnar okkar í sumarbú- staðinn, það var svo gaman að fá að hjálpa þér við að vökva, slá og raka, mála og allt sem þú gerðir til að gera unaðsreitinn ykkar ömmu svona fallegan. Duglegri mann er varla hægt að finna, það er ótrúlegt hvað þú ert búinn að gera fyrir þennan stað enda var hann stolt þitt og yndi. Sumrin þar voru svo skemmtileg, í sveit- inni mátti gera allt, þar hlupum við krakkarnir í gegnum úðar- ann, böðuðum okkur í læknum, busluðum í litlu sundlauginni og sveifluðum okkur í hengirúminu. Ég er svo stolt af þér, elsku afi, fyrir allt það sem þú hefur afrek- að í lífi þínu, þú hefur alltaf verið svo duglegur, svo góður og hjálp- samur við alla í kringum þig og alltaf svo bjartsýnn þrátt fyrir veikindi þín. Elsku afi, þú ert fyr- irmyndin mín. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, það er mér ómetanlegt. Hvíldu í friði, elsku afi minn, við hugsum um ömmu núna. Ástarkveðja, þín Barbara. Þegar við hugsum um minn- ingar tengdar afa Jóni, sjáum við hann fyrir okkur að vinna í sum- arbústaðnum. Hann var svo dug- legur, og tók sér varla pásu, enda hefur vinna hans speglast til baka, þar sem sumarbústaðar- lóðin var bara sandur en er nú orðin græn og fögur. Fyrir afa var ekki nóg að slá grasið með sláttuvél, hann þurfti auðvitað að fara með orfi og ljá, og skæri upp að köntum og inn að trjám. Jafn- vel fyrir hálfu ári, var hann með orf í annarri og stafinn sinn í hinni, að vinna á fullu og alltaf jafn glaður. Afi kvartaði aldrei, honum leið annaðhvort vel eða ágætlega eða það sagði hann, hann harkaði allt af sér. Við munum að sumarið 2004 var öll fjölskyldan í bústaðnum. Við héldum kvöldvöku og það sátu allir í hring og varðeldur í miðjunni. Við fórum í leik þar sem við völdum okkur ávöxt, og klöpp- uðum frá ávexti yfir til ávaxtar, og það var bannað að sjást í tenn- ur. Þetta fannst afa rosalega fyndið og erfitt jafnt sem áður. Hann hló og hló sem gerði það mun erfiðara. Það var gaman að sjá hversu vel hann skemmti sér. Við elskum þig, afi, og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Fanney Andrea, Jón Baldvin og Sigríður Vala. Á kveðjustund vil ég þakka mági mínum og sönnum vini fyrir allt og allt. Jón Helgason frá Un- aðsdal var einhver sá áreiðanleg- asti maður sem ég hef hitt á lífs- leiðinni, enda voru honum falin margskonar störf fyrir sjómenn og verkafólk á sinni starfsævi. Þar var hann sívinnandi að þeirra málefnum og öllu því sem betur mátti fara. Hann hafði sterka réttlætiskennd og orðin frelsi, jafnrétti og bræðralag voru eins og brennd í vitund hans. Hann var í ýmsum nefndum og ráðum hjá Akureyrarbæ, ásamt því að vera í húsnæðisstjórn á árum áð- ur og vann öll þau störf með stakri prýði. Hann var formaður Verkalýðsfélagsins Einingar um árabil og naut trausts þeirra sem að með honum unnu og eins þeirra sem hann starfaði fyrir. Sælureitur hans og Snjólaugar systur minnar í Fnjóskadalnum var honum mikils virði þegar ald- urinn færðist yfir. Þar ræktaði hann upp sandorpið landsvæði með elju og dugnaði sem honum var í blóð borin og gerði að því- líkri vin að eftir var tekið af þeim sem óku inn dalinn. Sandhólar urðu gróðri klæddir og trjágróð- ur óx í melnum og móum. Þarna undu þau sér best hin síðari ár. Á fögrum degi í ágústmánuði á fyrra ári ók ég þeim hjónum aust- ur í bústaðinn. Þó að veikur hann væri og fótafúinn var hugurinn enn til staðar að vökva tré og runna við húsið og huga að öllu þannig að allt væri í röð og reglu. Hann varð að fara yfir brúna sína, sem hann smíðaði yfir læk- inn, einu sinni enn til þess að sjá þá staði sem hann hefði grætt upp og segja frá því í leiðinni hvernig þetta allt hefði litið út þegar hér var aðeins sandur og ógrónir melar. Þetta var í síðasta sem hann heimsótti þennan stað sem honum var svo kær og þau hjónin höfðu fegrað á svo margan hátt. Systur minni og fjölskyldu hennar vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning Jóns Helga- sonar frá Unaðsdal. Þorsteinn, Sesselja og fjölskylda. Jón Helgason Miðvikudaginn 18. janúar s.l. kvaddi ég kæran samstarfs- mann til margra ára, Sigur- borgu Guðnýju Jakobsdóttur, hinsta sinni. Það var frost og fremur kalt þennan dag og það kom í huga minn að það hefði verið við hæfi að kveðja þessa sómakonu í sól og blíðu veðri því þannig var hún í allri sinni framgöngu. Það skein af henni fegurðin. Við kynntumst á sameiginlegum vinnustað okkar til margra ára, Sjúkrahúsi Akraness. Hún vann í þvottahúsinu og ég við hjúkr- Sigurborg Guðný Jakobsdóttir ✝ SigurborgGuðný Jak- obsdóttir (Didda) fæddist í Grund- arfirði 29. júlí 1946. Hún lést á heimili sínu sunnudaginn 8. janúar 2012. Útför Sig- urborgar fór fram frá Akraneskirkju 18. janúar 2012. un. Eftir að þvotta- húsinu var lokað hafði hún umsýslu með líni sjúkra- hússins. Við skipt- umst á kveðjum um hádegisbil á föstu- degi, hún var glöð í bragði eins og æv- inlega. Á sunnudegi var hún öll. Þegar litið er til baka, yfir starfsfer- il Sigurborgar, koma margar minningar í hugann. Didda, eins og hún var ætíð kölluð, gekk til allra sinna verka af stakri sam- viskusemi, yfirvegun og trú- mennsku. Við samstarfsmenn hennar gátum mikið af henni lært. Við hittumst reglulega og ræddum um þau mál sem snertu vinnu okkar beggja. Hún hafði góða kímnigáfu og átti það til að setja hlutina í skemmti- legt samhengi eins og þegar umræðuefnið var sá „ósiður“ starfsmanna, að hennar mati, að senda bláa penna í þvott og út- koman ætíð sú sama þ.e. vinnu- fatnaðurinn varð bládoppóttur. Við brostum gjarnan að þessu og fór hún ævinlega frá mér með það loforð að nú skyldi „siða“ starfsfólkið – þetta kæmi ekki fyrir aftur. Didda var vön að fara vel með og bar virðingu fyrir þeim verðmætum sem henni voru falin. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Diddu og þeirri umhyggju sem hún bar fyrir dætrum sínum. Hún með þær trítlandi á eftir sér litlar og vel klæddar, þær orðnar unglingar og vel siðaðar og nú orðnar fjöl- skyldukonur gefandi af sér sömu elsku og þær ólust upp við. Það var ekki síður fallegt að fylgjast með samskiptum Diddu við tengdamóður sína á sameig- inlegum starfsvettvangi þeirra í þvottahúsinu. Milli þeirra ríkti mikil vinátta og virðing. Ég sendi Rögnu innilegar samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Við, starfsmenn Sjúkrahúss- ins á Akranesi, höfum misst kæran starfsfélaga. Missir dætra hennar, tengdasona og barnabarna er mikill og votta ég þeim öllum mína dýpstu samúð. Steinunn Sigurðardóttir. Genginn er góður drengur, hæglátur og hlýr, ötull og glögg- ur, tryggur vinur. Margar góðar minningar leita á hugann. Ljúf kynni allt frá byrj- un. Notalegar stundir við tafl eða spil þegar við vorum komnir á fer- tugsaldur. Smíðar. Jón að smíða fyrir okkur með einstakri útsjón- Jón Guðmundsson ✝ Jón Guðmunds-son fæddist í Bæ í Árneshreppi á Ströndum hinn 19. júní 1936. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 15. janúar 2012. Útför Jóns fór fram frá Bústaða- kirkju 20. janúar 2012. arsemi, lagni og ljúf- mennsku. Af því mátti margt læra enda kennarinn ekki af verri endanum. Gleymist ekki þegar hann tók mál fyrir breiðum, fræstum og fleygskornum kverklistum, kom með þá nokkru síðar og allt passaði upp á brot úr millimetra. Raunvísindamaðurinn ég hélt að slíkt væri ógerningur. Einu sinni var ég að glíma við að taka niður flísar og gat ekki náð þeim heilum hvernig sem ég reyndi. En hjá Jóni komu þær auðvitað allar heilar. Man líka hvað hann var ótrúlega laginn að negla í steinveggi, rétt eins og þeir væru úr timbri. Ekki laust við að sjálfstraust klambrarans yrði stundum fyrir hnekki. Ógleymanleg stund þegar við litum til þeirra hjóna í sumarbú- staðnum á Brúnavöllum í hitteð- fyrra. Sama hlýjan í augunum og alltaf hafði verið. Dregur mig af- síðis og færir mér gjöf sem er mér afar kær, vandaður smíðisgripur eftir hann sjálfan. Þannig var hann. Og á köflum blandast glaðværð og smitandi hlátur Hjördísar frænku minnar saman við minn- ingarnar. Slíkt fólk er gott að þekkja. Við Sigrún vottum Hjördísi og öðrum aðstandendum djúpa sam- úð. Vonum og vitum að minningin um mannkosti Jóns, drengskap og dugnað, á eftir að ylja þeim um ókomna tíð. Þorsteinn Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.