Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 ✝ Gyða Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 29.9. 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 3. janúar 2012. Foreldar Gyðu voru Guðjón Jó- hannsson, f. 2.6. 1906, d. 3.2. 1966, verkamaður í Rvík, og Sigríður Gunn- arsdóttir húsfreyja, f. 28.6. 1906, d. 9.12. 1990. Alsystkin Gyðu eru Guðjón, f. 1928, Ragnheiður, f. 1930, d. 1939, Haukur, f. og d. 1935, Ragnar Jóhann, f. 1940, d. 2011, og Sigurður, f. 1945. Hálf- systir Gyðu er Erna Guðjóns- dóttir, f. 1931. Gyða var tvígift. Fyrri mann, Harald Haraldsson vélstjóra, f. 10.1. 1919, d. 1980, gekk hún að eiga 5.6. 1946. Þau slitu sam- vistir. Foreldrar Haraldar voru Haraldur Sigurðsson, vélstj. í Rvík, f. 8.2. 1883, d. 27.11. 1954, og Alice Sigurðsson, f. 4.3. 1890, d. 28.6. 1972. Dóttir Gyðu og Haraldar er Ragnheiður Alice hjúkrunarfr., f. 10.10. 1948, gift Gunnari H. Guðmundssyni lækni, f. 27.7. 1947. Synir þeirra eru a) Guðmundur læknir, f. 1982, maki Svava Þorleifsdóttir landslagsarkítekt, f. 1983. Sonur þeirra er Þorleifur Kári, f. 2011. b) Baldur Helgi BA arkítekt, f. 1986, unnusta Guðrún Harð- ardóttir, nemi í LHÍ, f. 1985. c) Snorri Eldjárn, nemi í LHÍ, f. 1988. 2) Þorsteinn umhverfisfr., f. 20.3. 1966, maki María Harð- ardóttir líffr., f. 15.11. 1970. Börn þeirra eru Hugrún Gyða, f. 2006, og Hörður, f. 2011. Dóttir Maríu er Una Björg Jóhanns- dóttir, f. 1995. Fyrrv. Maki Þor- steins er Björg Jónsdóttir líffr., f. 17.5. 1965. Synir Þorsteins og Bjargar eru Narfi, nemi við LHÍ, f. 1990, og Eyvindur raf- eindavirki, f. 1992. 1991-2002 bjó Gyða með Páli Hannessyni verkfr., f. 6.7. 1925, d. 6.1. 2002. Gyða ólst upp í Vesturbænum, gekk í Miðbæjarskólann og Ingi- marsskóla. Hún var í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1945- 46 og nam listvefnað í Myndlista- skóla Reykjavíkur 1960-65. Meðan börnin voru ung var Gyða heima og sinnti þeim og stundaði jafnframt heimilisiðnað af áhuga. Sem útivinnandi var hún lengst af aðstoðarmaður iðjuþjálfa á dagdeild fyrir aldr- aða í Hafnarbúðum. Gyða stjórn- aði Kvenskátaskólanum að Úlf- ljótsvatni 1960-64 og var þátttakandi í starfsemi St. Georgs-gildisins meðan heilsa leyfði. Útför Gyðu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 27. janúar 2012, kl. 13. 1971, kvæntur Ernu Guðlaugs- dóttur lækni, f. 1980. Sonur þeirra er Daníel f. 2011. Dóttir Guðmundar er Magdalena, f. 2000, barnsmóðir Lovísa Rut Ólafs- dóttir, f. 1973. b) Gunnar Narfi lögfr., f. 1977, maki Lóa Ingvarsdóttir viðsk.fr., f. 1980. Sonur þeirra er Ingvar Dagur, f. 2006. Seinni maður Gyðu var Narfi Þor- steinsson rafmagnstæknifr., f. 23.5. 1922, d. 25.12. 1989. Þau gengu í hjónaband 30.11. 1952. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. Hag- stofustj., f. 5.4. 1880, d. 22.2. 1979, og Guðrún Geirsdóttir Zoëga, f. 29.11. 1887, d. 4.3. 1955. Börn Gyðu og Narfa, auk Ragnheiðar sem Narfi ætleiddi, eru 1) Guðrún lífeðlisfr., f. 5.4. 1955. Fyrrv. maki Snorri Bald- ursson líffr. f. 17.5. 1954. Sonur Snorra er Heimir sálfr., f. 1974, maki Signý Kolbeinsdóttir vöru- hönnuður, f. 1978. Börn þeirra eru Snorri, f. 2004, og Svava, f. 2009. Synir Guðrúnar og Snorra eru a) Narfi Þorsteinn verkfr., f. Amma mín er eftirminnileg. Hún var stórhuga og hjartahlý. Sköruleg kona. Fastheldin á sín- ar skoðanir. Gat verið hávær og uppátækjasöm. Rétt austan við Kirkjubæjarklaustur seint að sumarkvöldi 1981 var ég með henni og afa á leið í Skaftafell í útilegu. Ég sagði Hafnarfjarðar- brandara og amma hló og hló. Upp úr þurru segir hún: „Heyrðu Narfi viltu ekki kenna mér sem snöggvast að keyra?“ Afi var nú heldur betur til í það og amma settist undir stýri. Ég fylgdist spenntur með úr aftursætinu. Hún var fljót að ná þessu, þriðji gír svona, já fjórði gír, mér fannst þetta tilkomumikið. Amma smellti í fimmta gírinn og bíllinn flaug áfram í sumarblíðunni. Svona var amma. Óhefðbundin og sniðug. Hún var mikill skáti. Hún reyndi allt hvað hún gat að gera okkur bræðurna að skátum, ég var sendur austur að Úlfljóts- vatni í sumarbúðir og bróðir minn fékk árlega gefins skáta- hníf, hann á orðið grunsamlega stórt safn. Á skátamóti kynntust þau afi skátum frá Noregi. Upp- hófst mikil og sterk vinátta sem entist út lífið. Hún var sannkall- aður Noregsvinur. Handboltalið Kolbotn spilaði við Víking á ní- unda áratugnum, ég veit ekki hvernig hún bar sig að, en hún bauð öllu liðinu í mat. Þetta gat amma. Það var gott að vera barn hjá ömmu og afa. Þau voru nátt- hrafnar og ekkert barnabarn var rekið snemma í rúmið, maður fékk að ráða háttatímanum sjálf- ur sem manni þótti að sjálfsögðu mjög spennandi. Það var ekkert stress í Hvassaleitinu, amma prjónaði eða sat við vefstólinn sinn meðan ég fékk að rista mér samloku í grilli sem var nýmóðins og fannst aðeins á betri heimil- um! Þegar ég skrifa þessi orð finn ég fyrir söknuði. Hvíl í friði amma mín. Guðmundur. Mig langar til þess að minnast ömmu minnar með nokkrum orð- um. Hún var einstök manneskja – hlý, uppátækjasöm, skemmtileg, gjafmild, vinamörg og yndisleg í alla staði. Alveg eins og góð amma á að vera. Mér er enn í fersku minni hvernig tilfinningin var að koma í heimsókn í Hvassaleiti 85, húsið þar sem amma Gyða og afi minn heitinn, Narfi, bjuggu í stærstan hluta barnæsku minnar. Þangað var alltaf gaman að koma. Í minn- ingunni var húsið ógnarstórt og á mörgum hæðum. Á neðstu hæð- inni var stór og myndarlegur vef- stóll sem amma varði löngum stundum við og bjó til hvert lista- verkið á fætur öðru. Þegar hún var ekki önnum kafin við að vefa, sat hún og prjónaði fyrir fjöl- skyldu sína og vini. Í Hvassaleiti var alltaf eitt- hvað um að vera. Þar voru reglu- lega haldin stór og mikil matar- boð þar sem fjölskylda og vinir þeirra ömmu og afa voru saman- komin. Á heimili þeirra vöndu gjarnan norskir vinir þeirra kom- ur sínar, sem þau höfðu kynnst í gegnum skátahreyfinguna, sem amma var mjög stolt að tilheyra. Ég man mjög sterkt að ég var sérstaklega hændur að einum þeirra, Harald, sem endrum og eins færði mér stóra og mikla hnífa – eflaust í óþökk foreldra minna. Ég man líka eftir ferðalögun- um sem við fórum í saman í Skaftafell í gamla, drapplita bíln- um hans afa. Ófáar ferðirnar voru farnar þangað – í minning- unni ár eftir ár. Ég man að ömmu leið alltaf vel á þessum stað. Þar voru kjöraðstæður fyrir langar göngur, bæði að Skaftafellsjökli sem og inn að Svartafossi og jafn- vel enn lengra inn í dalinn. Þetta var held ég, af öðrum fallegum stöðum ólöstuðum, hennar stað- ur. Elsku amma mín, þú varst stór hluti af lífi mínu. Ég mun alltaf hugsa hlýlega til þín og allra góðu stundanna sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Gunnar Narfi. Margar af bestu minningum barnæsku minnar tengjast ömmu Gyðu. Heimili ömmu og afa Narfa í Hvassaleitinu var enda- laus uppspretta hlýju og vænt- umþykju í minn garð og annarra sem þangað komu. Á leikskóla- aldri fór ég oftar en ekki í pössun í Hvassaleitið og fékk þar að kynnast hlýhug þeirra og mann- gæsku. Þar fékk ég jafnframt mínar fyrstu kennslustundir í lífsleikni, jafnt á sviði mannasiða og prúðmennsku sem útiveru og skátastarfs. Þannig var amma einkar laginn við uppeldi barna sem hún nálgaðist af miklum kærleika en jafnframt nokkurri festu þannig að ekki fór á milli mála hver réði ferðinni. Þessir kostir hennar nýttust henni til að mynda við rekstur sumarbúða skáta á Úlfljótsvatni sem hún stýrði af röggsemd í nokkur sum- ur. Amma og afi voru einkar skemmtileg hjón þó að ólík væru. Afi var hæglátur með einstakt jafnaðargeð en jafnframt hár- beitta kímnigáfu en amma var ör- ari og þurfti sífellt að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Þau voru bæði afar félagslynd og nutu að bjóða heim til sín vinum og ættingjum og lifa margar þessara veislna enn í minningunni. Þeirra sam- eiginlega áhugamál var útivist og skátastarf og voru þau bæði mjög virk í starfi eldri skáta meðan heilsa leyfði. Amma var jafn- framt ötull talsmaður skáta- starfsins og linnti hún ekki látum fyrr en við barnabörnin höfðum öll verið vígð inn í skátahreyf- inguna og græjuð upp með gönguskóm, svefnpokum, prím- usum og öðrum nauðsynlegum búnaði til fjallaferða. Amma aðhylltist alla tíð heil- brigðan lífsstíl og hollt mataræði. Hún stundaði sund og gönguferð- ir langt fram á áttræðisaldur enda var hún líkamlega hraust þar til allra síðustu árin. Hún var afar umhyggjusöm og full náungakærleiks, einkum í garð barna og eldri borgara. Hún starfaði lengi á dagvist fyrir aldr- aða í Hafnarbúðum. Þar kynntist ég því sjálfur, þegar ég fékk að fara með henni í vinnuna, að hún var í miklu uppáhaldi meðal vist- manna. Eftir að afi Narfi féll frá á jóla- dag 1989 kynntist amma Páli Hannessyni verkfræðingi. Þótt Páll væri að mörgu leyti algjör andstæða ömmu fór vel á með þeim og sambandið einkenndist af gagnkvæmum kærleika. Við brottfall Páls árið 2001 fór að bera á veikindum ömmu sem áttu síðar eftir að ágerast. Þrátt fyrir alvarlega heilabilun var lundin létt og eftir að hún flutti inn á hjúkrunarheimilið Skjól talaði hún ávallt um þann stað sem „Himnaríki á jörðu“ og reyndi jafnvel að fá vini og ættingja til að flytja þangað inn. Amma kvaddi svo á fallegu vetrarkvöldi hinn 3. janúar sl. þegar slétt 22 ár voru liðin frá jarðarför afa. Megi guð sameina þau í eilífðinni. Narfi Þorsteinn Snorrason. Mig langar að segja nokkur orð um ömmu Gyðu. Ég kom inn í fjölskylduna þegar ég var fjög- urra ára gamall. Ég man ennþá eftir því þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar og afa Narfa í Hvassaleitinu. Ég gekk með pabba og mömmu Dundu inn fyr- ir þröskuldinn inn í litla forstof- una. Ég man eftir litunum, þess- um mjúku brúnu tónum sem voru í tísku þá, kommóðu úr tekki og fatahenginu sem var svo stórt og svo fullt af yfirhöfnum. Og ég man, þó aðeins lauslega, eftir lyktinni sem einkenndi heimilið alla tíð. Það var lykt af hlýju og ull, að ég held, og líklega mat- arilmur líka sem barst úr eldhús- inu. Þarna sá ég ömmu fyrst. Hún var áreiðanlega með svuntu en samt svo fín. Hún settist á hækjur sér þannig að við vorum í beinni augnlínu og heilsaði mér eins og fullorðnum manni og bauð mig velkominn. Eins og manni sem hún vildi kynnast bet- ur. Svo leit hún upp til pabba og sagði eitthvað fallegt um mig. Þannig gaf hún mér tækifæri á að svipast um og ná áttum og finnast ég hafa stjórn í stöðunni sem er svo mikilvægt, nánast lífsnauð- synlegt, fyrir lítið barn í nýjum aðstæðum. Hún gaf mér svigrúm og beið með opinn faðminn þegar ég sjálfur var tilbúinn sem varð fljótt. Hún virti og skildi óskir lít- illa barna. Hún kunni þetta. Ég var mikið í Hvassaleitinu á þessum árum og mér leið alltaf vel hjá ömmu og afa Narfa. Hún var þolinmóð og hafði alltaf tíma fyrir mig. Hún gaf sér tíma frá amstrinu við að halda stórt heim- ili til að kenna mér að vefa á lítinn veframma sem ég held að afi hafi smíðað. Ég gerði nokkur lítil röndótt teppi á þennan vefstól og þótt þau þættu eflaust ekki merkilegir gripir í dag fylltist ég stolti yfir að geta skapað sjálfur. Ég fékk að leika mér með bílana mína á munstruðu teppunum í stofunni sem hún sjálf hafði ofið og mynduðu fullkomin vegakerfi. Ég mátti alltaf leika mér í stof- unni. Afi kenndi mér að skera út í hobbíherberginu niðri í kjallara undir bílskúrnum. Þau voru alltaf að sýsla eitthvað og það var alltaf eitthvað spennandi að gerast. Amma óskaði þess að ég lærði á píanó. Mig skorti þolinmæði en það var allt í lagi. Bara seinna. Hún kynnti mig fyrir skátunum sem mér fannst svakalega spenn- andi en ég fór aldrei þangað. Ég veit ekki af hverju. Feiminn býst ég við en hún þrýsti ekki. Hún vissi hvað í mér bjó og gaf mér alltaf svigrúm til að velja sjálfur og hrósaði fyrir það sem gekk vel. Ég fór einu sinni í ferðalag með henni og afa og Áslaugu og Sófusi vinum þeirra í Skaftafell. Bara ég einn með þessu fína fólki. Ég man eftir sólríkum degi þar sem við höfðum tjaldað undir hlíðinni. Ég fékk að sjálfsögðu að hjálpa við að reisa tjaldið og mér var hrósað fyrir dugnað. Ég var að springa úr stolti. Þetta eru bara örfáar æsku- minningar mínar um ömmu og afa. Það er frá mörgu öðru að segja en þessar móttökur, þessi hlýja og væntumþykja voru mér svo mikilvægar á þessum tíma í umbroti æskunnar. Ég hefði ekki getað óskað mér betri ömmu en ömmu Gyðu. Heimir Snorrason. Mig langar að minnast Gyðu Guðjónsdóttur með örfáum orð- um, nú þegar hún hefur kvatt þetta jarðlíf og er laus úr þeirri prísund sem Alzheimer-sjúkdóm- urinn fjötraði hana í síðustu árin. Ég kynntist Gyðu fyrst þegar leiðir hennar og föður míns, Páls Hannessonar, lágu saman, en bæði höfðu þá misst maka sína úr krabbameini nokkru áður. Faðir minn hafði þá verið ekkill í tvö ár og afar vængbrotinn eftir andlát móður minnar og það blés í hann nýju lífi að kynnast Gyðu. Gyða var einstaklega dugleg og atorkusöm, mikil húsmóðir og hannyrðakona. Pabbi hafði oft á orði við mig hvað Gyða væri góð manneskja, stundum svolítið stjórnsöm eins og hann orðaði það, en alltaf vel meinandi og vildi öllum vel. Hún var mikil úti- vistarkona og skáti af lífi og sál og það er til marks um eljusem- ina að henni tókst að fá föður minn til að taka þátt í skátastarf- inu með sér, þótt það hefði verið honum þvert um geð í byrjun. Gyðu féll aldrei verk úr hendi á meðan heilsan leyfði, vann í Hafnarbúðum við umönnun eldra fólks og naut þess að láta gott af sér leiða. Hún var líka mikil bú- kona, bakaði og prjónaði til gjafa og kunni ýmislegt fyrir sér í létt- vínsgerð en af henni lærði ég þá list og hafði gaman að. Gyða var ákaflega stolt af börnum sínum og barnabörnum. Henni var líka annt um barna- börn pabba og þegar Garðar Snorri sonur minn valdi að koma heim eftir ½ árs dvöl með okkur í Kaupmannahöfn, fékk hann að búa hjá pabba og Gyðu í 6 mánuði í Grænutungunni. Þá kom vel í ljós umhyggjusemi Gyðu, sem smurði nestið fyrir hann í skól- ann á hverjum degi og vakti eftir honum fram á nótt um helgar þegar hann fór út með vinum sín- um í MK. Gyða og pabbi áttu góð ár sam- an og vógu hvort annað upp á margan hátt, hún spræk líkam- lega og hann andlega og minn- ugur eftir því. Það var því ekki fyrr en pabbi dó að það kom í ljós að Gyða var komin með byrjunar- einkenni Alzheimers. Pabbi hafði veitt henni andlegan stuðning síðustu árin án þess að við tækj- um eftir því á meðan Gyða reyndi að hafa áhrif á mataræðið og reykingarnar, en pabbi lét ekki alltaf vel að stjórn. Pabbi hafði gaman af því að stríða Gyðu og hún tók því vel og aldrei man ég eftir því að þeim hafi orðið sundurorða þau ár sem þau bjuggu saman enda bæði orðvör og skapgóð. Þó man ég að eitt sinn er ég kom í Grænutung- una um kvöld síðsumars, sat Gyða úti á palli í ullarpeysu og prjónaði, en pabbi lá inni í sófa og las, sem oftar. Gyða hafði þá boð- ið Norðmanni að gista í nokkrar nætur án samráðs við pabba. Maðurinn var skáti en einn af fylgismönnum uppreisnarhers Tíbeta og pabbi gat ekki sætt sig við að fá hann inn á heimilið af pólítískum ástæðum og hvorugt vildi gefa sig. Ég vil að lokum þakka Gyðu fyrir öll árin sem hún átti með pabba og fyrir að fá tækifæri til að eiga samleið með henni í rúm- an áratug. Hún er sennilega hvíldinni fegin og ég bið góðan guð að blessa minningu hennar. Þorsteini, Guðrúnu, Stellu og fjölskyldum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hólmfríður og synir. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast hennar Gyðu frænku. Við vorum systradætur en nokkur aldursmunur var þar sem ég og dóttir hennar Guðrún vorum jafngamlar upp á dag. Ég frétti reglulega af Guðrúnu og hvernig henni gengi bæði í skól- anum, íþróttum og listum. Fannst stundum að ég þyrfti að hafa mig alla við til að standa undir væntingum fjölskyldunnar. Seinna kynntist ég Gyðu frænku og hennar fjölskyldu bet- ur þegar ég fékk að koma á heim- ilið hennar á Njarðargötunni að æfa mig á píanóið á heimilinu. Þá var ég nýbyrjuð að læra að spila en ekkert píanó var til heima, þá tók Gyða frænka á móti mér og setti klukku af stað og tilkynnti mér að nú yrði ég að æfa þangað til hún hringdi. Æfingin skapar meistarann og það dugðu engin vettlingatök. Gyða frænka var alltaf að og man ég vel eftir hvað hún var mikil handavinnukona og hafði mikinn metnað, var að lita og vefa fallega dúka, hekla, prjóna. Önnur minning kemur upp í hugann en hún er frá barnæsku þegar Gyða var að vinna fyrir austan á Úlfljótsvatni í sumar- búðum skáta, þá kom ég með pabba og mömmu austur og við hittum Gyðu þar sem hún stjórn- aði öllu af myndarskap eins og henni var lagið. Það var ótrúleg- ur fjöldi barna og mikill erill en léttleiki og gleði yfir öllum. Gyða starfaði í skátahreyfingunni lengst af og var komin þar til mikilla metorða enda skáti af lífi og sál. Gyða frænka fór að vinna við að kenna gamla fólkinu handa- vinnu og hafa umsjón með starf- inu í Hafnarhúsinu og hittumst við þá oft í gegnum vinnuna. Þetta starf var sem sniðið fyrir hana, hún hafði gaman af að vinna með fólki og stjórna og elskaði að vinna í höndunum. Gyða frænka hafði gaman af að hitta fólk og fannst ætíð gaman á mannamótum og var oft sú sem dreif í hlutunum, var ekki lengi að skipuleggja gott afmæli, hóf, samsæti. Man eftir hvað það var oft mikið líf og fjör heima hjá henni einmitt í góðum veislum, afmælum. Einu sinni um áramót- in var ég stödd ekki langt frá heimili Gyðu í Hvassaleitinu um miðnætti á gamlárskvöld, þá var stærsta brennan í Reykjavík þar sem núna er Kringlan. Fór í heimsókn til Gyðu eftir brennuna og man alltaf eftir hvað hún tók mér vel og hvað það var notalegt að koma til hennar og hitta frændur og frænkur. Gyða frænka kunni þá list að lifa lífinu lifandi meðan heilsan leyfði, það er það sem skiptir máli. Naut þess að vera með fjöl- skyldu og góðum vinum. Var mik- il handavinnukona og leitaði eftir að læra og bæta við sig, hvatti fólk áfram og var þrautseig á erf- iðum tímum. Kenndi mér margt og vil ég að síðustu þakka góðar stundir og senda fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og vona að góður Guð sé með ykkur. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Katrín Þ. Hinn 3. janúar síðastliðinn kvaddi kær vinkona okkar hjóna og mikill skáti þennan táranna dal. Kynni okkar Gyðu hófust þegar konan mín fór að vinna í Hafnarbúðum um 1986, en þar vann Gyða við umönnun eldri borgara er áttu við vanheilsu að stríða. Gyða var mikil félagsvera og geislaði jafnan af lífi og mann- gæðum. Hún var vinmörg og vin- sæl enda gestrisin með afbrigð- um. Við hjónin áttum margar gleðistundir á heimili Gyðu og Narfa, manns hennar, með þeim, vinum þeirra hjóna og ættingj- um. Gyða og Narfi voru einstak- lega ljúf og glöð og höfðu yndi af að safna um sig vinum; eiga með þeim góðar stundir yfir góðum mat og glöðu spjalli, sem höfð- ingjar gerðu forðum daga. Einna nánast kynntist ég Gyðu í St. Georgsgildinu í Reykjavík, en Gyða og Narfi voru mjög virk í starfi þess um langt árabil, eða uns Narfi féll frá. Kona mín og ég gengum í gildið fyrir atbeina Gyðu og frænku hennar Helgu Óskarsdóttur sem einnig var góður vinur okkar hjóna. Við störfuðum öll í gildinu fram til þess tíma að heilsa Gyðu brást 2007/2008 og hún hætti að geta mætt á fundi og tekið þátt í ferðalögum gildisins, en þau höfðu veitt henni ómælda ánægju. Skátastarf Gyðu nær miklu lengra aftur í tímann en sem nemur vináttu okkar. Hún varð skáti ung að árum og vann mikið og óeigingjarnt starf með þeim og í þágu þeirra. Hún var sannur skáti jafnt í orði sem æði. Meðal starfa í þeirra þágu hafði hún um- sjón með ungu kvenskátunum við Úlfljótsvatn í fjöldamörg sumur. Minntist hún þeirra tíma oft og Gyða Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.