Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 4. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  29. tölublað  100. árgangur  FINNUR INGI LEIKMAÐUR 13. UMFERÐAR HEIMTIR ÚR HELJU Á ÖGURSTUND DANSFLOKKURINN OG ROKKSTJARNA DANSHEIMSINS SUNNUDAGSMOGGINN ÍSRAELSK SAMSUÐA 43HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR Pétur Blöndal pebl@mbl.is Gamalgróin nöfn í bílabransanum hverfa úr umferð í dag, en þá verður bílaumboðið BL til við samruna B&L og Ingvars Helgasonar. „Við erum að færa undir móðurfélagið þessi tvö félög,“ segir Erna Gísla- dóttir, stjórnarformaður BL, en kaup félags í eigu hennar og eig- inmanns hennar, Jóns Þórs Gunn- arssonar, gengu í gegn um áramótin. „Ég vona að með þessu sköpum við enn frekari samheldni með starfsfólkinu, sem kennir sig þá við eitt félag frekar en tvö, og skerpum á sýninni til fram- tíðar.“ Félagið er eftir sem áður með all- ar bílategundir sem B&L og Ingvar Helgason höfðu umboð fyr- ir, en það eru BMW, Hyundai, Isuzu, Land Rov- er, Nissan, Opel, Renault og Subaru. „Til að byrja með verðum við áfram á Sævarhöfða 2,“ segir Erna. „En þegar bílamarkaðurinn fer aft- ur af stað, sem við vonum svo sann- arlega að gerist bráðlega og ýmis- legt bendir til þess, þá komum við til með að dreifa umboðunum á fleiri staði. Auðvitað eru framleiðendurnir ekki sáttir við að öll þessi merki séu á einu gólfi.“ Hún segir útlit fyrir að Hyundai fari fyrst í annað húsnæði og einnig sé spurning hvar staðið verði að framtíðaruppbyggingu Opel. Erna og Jón eiga einnig hlut í félagi sem fer með meirihluta í Sjóvá þar sem Erna er stjórnarformaður. Þar eru fjárfestar nítján, að stórum hluta líf- eyrissjóðir. Þá á Erna sæti í stjórn Haga. Erna er í forsíðuviðtali í Sunnudagsmogganum. Erna Gísladóttir Tvö bílaumboð sameinast í BL Ómar Friðriksson, Guðni Einarsson og Skúli Hansen Veruleg gagnrýni er sett fram á stjórnun og starfshætti lífeyrissjóða í aðdraganda banka- hrunsins í úttektarskýrslu Landssambands líf- eyrissjóða sem kynnt var í gær. Við hrunið töpuðu sjóðirnir gríðarlegum fjárhæðum og nam tap þeirra samtals 479,7 milljörðum króna á árunum 2008-2010. Rúmlega helmingurinn eða 52% af tapinu er vegna fjárfestinga í fé- lögum sem tengdust annaðhvort Exista eða Baugi Group. Í skýrslunni eru gerðar verulegar athuga- semdir við takmarkað eftirlit með fjárfest- ingum sjóðanna og hvernig að þeim var staðið. Stjórnendur sjóðanna hefðu átt að vera miklu betur á verði gagnvart fjárfestingum. Sumar stjórnir hafi verið óþægi- lega meðvirkar. ,,Sjaldan virðist hafa verið vikið að gæðum fjár- festinga eða nauðsyn þess að lagður yrði fram rök- stuðningur áður en ákveð- ið var að ráðast í einstök kaup,“ segir m.a. í nið- urstöðum nefndarinnar. Úttektin, sem nefnd þriggja manna gerði, náði til 32 lífeyrissjóða. Allir urðu þeir fyrir tapi en stærstu sjóðirnir töp- uðu stærstu fjárhæðunum, um 54% af heild- artapi sjóðanna. Tap Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var mest eða rúmlega 101 milljarður króna eða 21% af heildartapi allra sjóðanna. Næstur er Lífeyrissjóður verzl- unarmanna en tap hans var 80,2 milljarðar króna og Gildi lífeyrissjóður er þriðji í röðinni með tap upp á 75,5 milljarða. Mesta hrun í sögu lýðveldisins Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður Gildis, segir að lífeyrissjóðirnir muni nota skýrsluna til að bæta störf sín. Sjóðirnir hafi þegar horfst í augu við tapið á árunum 2008- 2010. „Ef við hjá Gildi lítum yfir tíu ár er raun- ávöxtunin að jafnaði jákvæð um 2% þrátt fyrir að mesta hrun í sögu lýðveldisins sé tekið með í reikninginn,“ segir hann. Að sjálfsögðu hefðu sjóðirnir viljað gera betur en þeir hafi þó stað- ið af sér hrunið. Kosið verði í stjórn á ársfundum Hrafn Bragason, formaður úttektarnefnd- arinnar, sagði á kynningarfundi um skýrsluna í gær að mjög nauðsynlegt væri að ráðast í allsherjarendurskoðun á lögum um lífeyris- sjóði og að um leið yrði lífeyrissjóðakerfið í heild endurskoðað. Úttektarnefndin leggur til að lífeyrissjóðir á almennum markaði og opin- berum móti sér þá stefnu að einn eða fleiri stjórnarmenn séu kosnir beinni kosningu á ársfundi. Það virðist vera óeðlilegt að eigendur sjóðanna, sjóðfélagarnir, eigi almennt ekki fulltrúa í stjórnum þeirra og ráði engu um hverjir sitji þar. Tapið 480 milljarðar Morgunblaðið/Kristinn Gagnrýna Hrafn Bragason, formaður úttektarnefndarinnar, kynnir skýrsluna. Hún er yfir 800 blaðsíður að lengd og í fjórum bindum.  Stjórnendur lífeyrissjóðanna hefðu átt að vera miklu betur á verði gagnvart fjárfestingum fyrir hrun  Sumar stjórnir óþægilega meðvirkar  Helmingur af tapinu vegna félaga tengdra Exista og Baugi Tap af hlutabréfum 2008-2009 Samanburður við þekktar stærðir Heildartap sjóðanna 2008-2010 A-hluti fjárlaga 2008 (útgjöld) Tap sjóðanna = 1,1 ár Verðmæti útfluttra sjávarafurða 2008 Tap sjóðanna = 2,8 ár 4 79 .6 8 5 m .k r. 4 34 .2 31 m .k r. 17 1. 34 9 m .k r. m.kr. % Kaupþing banki hf. 78.500 40 Bakkavör Group hf. 28.027 14 Exista hf. 22.558 11 Landsbanki Íslands hf. 21.779 11 Glitnir banki hf. 20.696 10 Straumur Burðarás hf. 6.813 4 Önnur félög 20.391 10 Samtals 198.764 100 Tengdir aðilar = Exista, Bakkavör, Kaupþing = 65% (Áætlað) MÚttekt á lífeyrissjóðunum »4, 20-21 170,9 milljarðar sem töpuðust á Ex- ista og tengdum félögum 77,2 milljarðar sem töpuðust á Baugi og tengd- um félögum www.ms.is Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk! Nú í nýjum umbúðum með skrúftapp a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.