Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Okkur langaði að nota tækifærið og gefa henni þessa gjöf sem þakklætisvott fyrir hennar þátt í átakinu Inspired by Iceland,“ segir Jón Ásbergs- son, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem í gær afhenti óperusöngkonunni Kiri Te Kanawa háls- men eftir skartgripahönnuðinn Fríðu Jóns- dóttur. Söngkonan, sem er mikill Íslandsvinur, tók upp myndband fyrir átakið. Hún syngur á sínum fyrstu tónleikum í Hörpu annað kvöld. Færðu söngdívunni íslenskt hálsmen Morgunblaðið/Ómar Íslandsstofa heiðrar Kiri Te Kanawa fyrir þátttöku í átakinu Inspired by Iceland Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Af 41 konu með PIP-brjóstapúða sem hefur verið ómskoðuð eru 34 með leka púða. Samsvarar fjöldinn því að rúmlega 80% kvennanna séu með leka púða en gert hafði verið ráð fyrir að hlutfallið myndi nema frá 1-7%. Eftir að hafa yfirfarið nýja skýrslu frá vísindanefnd Evrópusambands- ins um nýjar og vaxandi heilsuvár sem kom út á fimmtudag hefur land- læknir sent velferðarráðuneytinu bréf þar sem mælt er með því að allir PIP-brjóstapúðar verði fjarlægðir úr þeim konum sem þá hafa. Ragnheiður Haraldsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélagsins, segir ómskoðanirnar, sem hófust á fimmtudag, hafa gengið vonum framar. „Þetta hefur allt gengið samkvæmt áætlun og starfsfólkið talaði sérstaklega um að það hefði bara ríkt mikil ró yfir þessu,“ segir Ragnheiður. Þegar hafa 215 af 440 konum með PIP-púða pantað tíma í ómskoðun en þær munu fara fram á fimmtudögum og föstudögum næstu þrjá til fjóra mánuðina. Ekki raðað eftir einkennum Ragnheiður segir að konunum hafi ekki verið forgangsraðað eftir einkennum og því sé ekki hægt að rekja hið háa hlutfall kvenna með leka púða til þess en hins vegar kunni vel að vera að þær sem fundið hafi fyrir einkennum hafi verið fyrst- ar til að panta tíma og því raðast á fyrstu dagana. Þetta kunni að skýra hina háu tíðni að einhverju leyti en þetta muni skýrast eftir því sem fleiri konur verði ómskoðaðar. „Þetta eru fyrstu tölur og við mun- um fylgjast með og sjá hvað verður. En ef niðurstaðan verður svona í öll- um hópnum er þetta náttúrlega miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Geir Gunnlaugsson land- læknir. Hann segir þó að horfa þurfi til ýmissa þátta, s.s. hversu gamlir púð- arnir séu, þar sem þeir séu líklegri til að leka eftir því sem þeir verða eldri. Landlæknir hefur ákveðið að mæla með því að allir púðar verði fjarlægðir úr konum en það er m.a. mat skýrsluhöf- unda vísindanefndar ESB að fyrirbyggj- andi brottnám púð- anna sé skaðminna en brottnám eftir að þeir byrja að leka. Kostar allt að 88 milljónir  Rúmlega 80% ómskoðaðra kvenna með leka brjóstapúða  Fyrirbyggjandi brottnám skaðminna en eftir að púðarnir byrja að leka  Borga ekki nýja púða PIP Landlæknir væntir þess að byrj- að verði á aðgerðum sem fyrst. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Stofnanir ríkisins, alveg eins og einkafyrirtæki og landsmenn, hafa fundið harkalega fyrir háu eldsneyt- isverði. Sú ríkisstofnun sem notar bíla og tæki einna mest er Vegagerðin. Samkvæmt upplýsingum þaðan nam eldsneytiskostnaðurinn nærri 120 milljónum króna á síðasta ári og jókst um 30 milljónir króna milli ára, eða um rúm 34%. Á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um 44%. Er þá aðeins miðað við bíla og tæki Vega- gerðarinnar og tækjafloti undirverk- takanna undanskilinn. Á síðasta ári voru eknar nærri 2,9 milljónir kílómetra fyrir þessar 120 milljónir króna. Bílum Vegagerðar- innar var ekið álíka mikið árið 2008 en fyrir mun minni fjárhæð, eða 96 millj- ónir króna. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að ár- ið 2009 hafi verið farið í miklar að- haldsaðgerðir innan fyrirtækisins, en þá lækkaði eldsneytiskostnaður frá árinu 2008 um 14,5%. Þær aðgerðir dugðu hins vegar ekki til að vega upp á móti síhækkandi eldsneytisverði. Þessar hækkanir auðveldi ekki rekst- urinn en hamli þó ekki störfum Vega- gerðarinnar. Reynt sé að hagræða í sjálfum rekstrinum. G. Pétur segir minni framlög til við- haldsverkefna Vegagerðinnar vera meira áhyggjuefni þegar horft sé til framtíðar. Eldsneytiskostnaður Vega- gerðarinnar aukist um 44% Eldsneytiskostnaður Vegagerðarinnar 2007 2008 2009 2010 2011 71 .9 9 8 .4 9 7 kr . 9 6 .3 57 .1 3 7 kr . 8 2 .3 9 4 .4 74 kr . 8 8 .6 6 4 .3 4 5 kr . 11 9. 2 5 2 .4 0 7 kr . Karl á þrítugsaldri var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 10. febrúar í tengslum við alvarlega líkamsárás í austurbæ Kópavogs í fyrrinótt. Var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögregla handtók manninn, og konu á svipuðum aldri, á vettvangi eftir að maður um fertugt var stunginn í síðuna eftir illdeilur. Sá var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala og gekkst undir að- gerð í gær. Hann er nú undir eft- irliti lækna á gjörgæsludeild og er líðan hans stöðug. Í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar Guðrún Antonsdóttir löggiltur fasteignasali Hofslundur 3, 210 Garðabæ Opið hús sunnudag kl. 14-15 garun.is gudrun@garun.is 697 3629 Erum með kaupendur af sérbýlum í Garðabæ Eignin er björt og skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, forstofuherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, búr, þvottahús, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. Garðurinn er í góðri rækt og mjög skjólsæll. Stutt er í alla helstu þjónustu. Byggingarár: 1972 Byggingarefni: Steypt Svefnherbergi: 4 Stærð: 186 fm Bílskúr: 49,1 fm Verð: 54,9 millj. Op ið hú s Viðræðum Sjálf- stæðisflokks, Framsóknar- flokks og Y-lista Kópavogsbúa um myndun meiri- hluta í Kópavogi verður haldið áfram um helg- ina en að sögn Ómars Stefáns- sonar, bæjarfulltrúa Framsókn- arflokks, miðar þeim í rétta átt. Í samtali við mbl.is í gær sagðist Ómar ekki vilja tjá sig um hvort ákveðið hefði verið hver ætti að gegna embætti bæjarstjóra. „Við höfum aðeins rætt verkaskiptingu, en það er ekki tímabært að segja frá henni,“ sagði Ómar. Ekki tímabært að tala um verkaskiptingu Ómar Stefánsson „Það er alveg augljóst að við verðum að bregðast við þessu en það á eftir að útfæra hvernig og endurskoða aðgerðaráætl- unina okkar út frá þessum nýju upplýsingum,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra um tilmælin frá landlækni. Áætlaður kostnaður við hverja aðgerð er 200 þúsund krónur og mun heildar- kostnaður við þær því nema allt að 88 milljónum. Ekki verður greitt fyrir nýja púða, að sögn ráðherrans. „Nei, það stóð aldr- ei til að við myndum bera kostn- aðinn af nýjum púðum.“ Brjóstapúðamálið verður tek- ið fyrir á fundi ríkisstjórn- arinnar á þriðjudag. Endurskoða áætlanir RÁÐHERRANN Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.