Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Á ferðakaupstefnuninni Mid- Atlantic sem Icelandair heldur koma kaupendur og seljendur ferðaþjón- ustu saman. Kaupstefnan, sem er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi, er haldin árlega en þetta er í tutt- ugasta skiptið sem hún fer fram. Þarna eru meðal annars sam- ankomnir fulltrúar frá hótelum, veit- ingastöðum og fyrirtækjum sem bjóða upp á skoðunar- og dagsferðir af ýmsu tagi. Alls eru fulltrúarnir á kaupstefnunni um 650 talsins frá fimmtán löndum en þar af eru um 420 erlendir fulltrúar frá löndum Evrópu og Norður-Ameríku. Þeir erlendu fulltrúar sem Morg- unblaðið ræddi við í Laugardalshöll- inni í gær voru ánægðir með það sem fyrir augu bar. Ætlar að fjölga ferðum „Þið getið farið að undirbúa ykkur fyrir þá hjörð af ferðamönnum sem ég á eftir að koma með hingað á næsta ári!“ segir Fiona Brijnath, framkvæmdastjóri Arcturus- ferðaskrifstofunnar á Bretlandi sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Fyrirtækið hefur selt eitthvað af ferðum til Íslands, mest til ein- staklinga, para og minni hópa. Hún segir áhugann á Íslandi og norð- urslóðum almennt vera að aukast. Hún skipuleggur aðallega ferðir að sumarlagi en kaupstefnan gæti hins vegar breytt því. „Nú er ég búin að sjá hvað er hægt að gera á veturna og þá ætla ég að gera meira. Ég er búin að vera að skoða ýmsar jeppaferðir. Bretar elska allir Land Rover-jeppa þannig að ef þeir komast upp í eitthvað þeim líkt líður þeim eins og heima hjá sér,“ segir hún og hlær. Dominique Friedman er fram- kvæmdastjóri Nortour í París en sú ferðaskrifstofa skipuleggur meðal annars starfsmannaferðir fyrir fyr- irtæki. Hann segir að Ísland bjóði upp á marga möguleika fyrir slíkar ferðir. Þá segist hann hafa áhuga á að þróa Ísland sem áfangastað fyrir franska ferðamenn. „Við viljum bjóða Frökkum upp á ferðir sem tengjast náttúrunni og venjulegu fólki. Við höfum skipulagt ferðir til Lapplands í mörg ár og ég held að við getum þróað eitthvað nýtt en þó af svipuðum meiði hér. Ég hef fundið fullt af áhugaverðum hlut- um hérna til að gera um vetur,“ seg- ir Friedman. Hann segir að Frökkum finnist þeir vera velkomnir á Íslandi vegna þess að öll ferðaþjónustufyrirtækin séu með fararstjóra sem tala frönsku. Það sé ekki algengt á Norð- urlöndunum. Áhugi Frakka á ferð- um til Íslands fari vaxandi. „Vissulega. Frá því að krónan lækkaði er verðlagið svipað og í Frakklandi og það hentar núna öll- um tekjuhópum að koma hingað,“ segir hann. Úrvalið að aukast Ferðaskrifstofan America Scand- inavia Travel Inc. í Minneapolis hef- ur skipulagt ferðir til Noregs und- anfarin 25 ár en síðustu fjögur árin hefur hún staðið fyrir ferðum til Ís- lands. Marv Kaiser, forseti félags- ins, segir að það hefði komið hingað fyrr ef verðlagið hefði verið hag- stæðara. Aðstæður hafi batnað með veikara gengi krónunnar. „Síðustu ár hafa verið frábær og fólk elskar að koma hingað. Við er- um með þriggja til fjögurra daga ferðir og á þeim tíma kemst fólk á bragðið með um hvað Ísland snýst,“ segir Kaiser. Einn dagur í ferðunum er frídagur þar sem fólk skipuleggur sjálft hvað það vill gera. Kaiser seg- ist vera að skoða ýmsar skoðunar- og dagsferðir sem íslensku ferða- þjónustufyrirtækin kynna á ferða- kaupstefnunni til að geta gefið fólki hugmynd um hvernig það gæti nýtt daginn. „Það er aðalmarkmiðið okkar hér. Úrvalið hefur aukist mikið síðustu árin og það er okkar að kynna það,“ segir hann. „Fólk elskar að koma til Íslands“  Aldrei hafa verið fleiri þátttakendur en á tuttugustu árlegu Mid-Atlantic-ferðakaupstefnu Icelandair  Erlend ferðaþjónustufyrirtæki skoða úrvalið á Íslandi  Kynna sér nýja möguleika í vetrarferðum Morgunblaðið/Kristinn Básar Ferðaþjónustufyrirtæki kynntu starfsemi sína hvert fyrir öðru á kaupstefnunni í Laugardalshöll í gær. Fiona Brijnath Marv KaiserDominique Friedman 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 „Þetta byggist á því að leiða saman þá sem eru að kaupa og selja ferða- þjónustu. Í þessu til- viki náum við saman yfir sex hundruð aðilum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Mid-Atlantic ferðakaupstefnuna. Þátttakendur eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bíla- leigna, skemmtigarða og marg- víslegra annarra ferðaþjónustu- fyrirtækja. Að auki taka þátt ferðamálaráð á Norðurlöndum og ferðamálaráð þeirra svæða og borga sem Icelandair flýgur til í Norður-Ameríku. Guðjón segir þátttakendur aldrei hafa verið fleiri frá upp- hafi og það gefi til kynna að kaupstefnan skili árangri. Auk kynninga eins og þeirra sem voru í Laugardalshöll í gær séu fundir skipulagðir í kringum kaupstefnuna og menn gangi jafnvel frá samningum. „Svo fylgir þessu líka alhliða kynning. Stór hluti þessara er- lendu gesta fer út fyrir borgina og kynnir sér það sem ferða- þjónustan hefur upp á að bjóða í rauninni um allt land,“ segir Guðjón. Kaupstefnunni lýkur form- lega í kvöld en verulegur hluti þátttakendanna dvelst eitthvað áfram á landinu. Aldrei fleiri þátttakendur FERÐAKAUPSTEFNAN Guðjón Arngrímsson Met var slegið í fjölda erlendra ferðamanna á landinu í nýliðnum janúar. Frá því Ferðamálastofa fór að fylgjast með fjölda erlendra ferðamanna hafa aldrei fleiri gestir verið hér í janúarmánuði. „Ferðaárið 2012 fer vel af stað,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í janúar sem leið og eru þetta 3.900 fleiri en í fyrra. Erlendum gestum fjölgaði því um 17,5% á milli ára, segir í tilkynn- ingunni. Flestir ferðamennirnir voru frá Bretlandi eða 26,6% af heildarfjöldanum. Um var að ræða verulega fjölgun frá Bretlandi eða 53,7%. Næstfjölmennastir voru Banda- ríkjamenn eða 15%. Þar á eftir komu Danir og Norð- menn með 6,6% hvor þjóð, síðan Svíar með 5,5%, Frakk- ar með 5,3% og Þjóðverjar voru 4,9% af heildarfjöldanum. Ferðamenn frá þessum ríkjum voru samtals 70,5% af erlendum ferðamönnum í janúar. Fleiri ferðamenn en áður Brottfarir erlendra gesta í janúar 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 Heimild: Ferðamálastofa LOKSINS FÁANLEG AFTUR Matreitt af ástríðu Lærðu að rækta, tína, veiða, verka og nýta – og elda síðan og framreiða það sem hollt er og gott www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Spry tyggjó með 100% xylitoli Spry minnkar hættuna á tannsteini. Spry lækkar sýrustig í munni. Spry styrkir tannglerunginn og seinkar eyðingu hans. Spry kælir og minnkar munnþurrk. Spry heldur munninum hreinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.