Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Forystumenn ríkisstjórnarinnarfögnuðu sjálfum sér mjög á þriggja ára afmæli stjórnarsam- starfsins og vöktu furðu margra með fjarstæðukenndum málflutn- ingi.    Einn hinna furðu lostnu varEinar K. Guð- finnsson alþing- ismaður, sem bend- ir á í pistli á vef sínum að Jóhanna og Steingrímur hafi haldið því fram að samkvæmt ákvörð- un meirihluta Al- þingis sé nú verið „að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar“ að ESB.    Um þetta segir Einar: „Gangaþá aðildarviðræðurnar við ESB sem Samfylkingin tróð ofan í VG þá út á það? Að kanna málin, kíkja í pakkann? Er þetta þá bara eftir allt saman eins konar könn- unarleiðangur, þar sem Össur Skarphéðinsson er leiðang- ursstjóri? Þetta er þvílíkt bull og rugl að það tekur auðvitað ekki nokkru tali. Vitaskuld er ekki verið að kanna kosti og galla aðildar. Það er verið að freista inngöngu í ESB í sam- ræmi við það sem stjórnarflokk- arnir ákváðu og bera alla ábyrgð á. Um þetta snýst málið og það er auðvitað ömurleg og lágkúruleg blekking sem formenn flokkanna, ráðherrarnir Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son, bera á borð fyrir okkur í þess- ari sjálfbirgingslegu blaðagrein.“    Hvers vegna eru hlutirnir ekkikallaðir réttum nöfnum? Hvers vegna viðurkenna formenn- irnir ekki að verið er að sækja um aðild að ESB? Er það til að Stein- grímur geti haldið því fram við kjósendur sína að hann hafi ekki svikið þá? Eða er tilgangurinn að reyna að blekkja alla kjósendur, ekki bara kjósendur VG? Einar K. Guðfinnsson Umsókn er umsókn STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 alskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Vestmannaeyjar 5 alskýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló -15 heiðskírt Kaupmannahöfn -7 léttskýjað Stokkhólmur -11 snjókoma Helsinki -13 snjókoma Lúxemborg -7 heiðskírt Brussel -6 snjókoma Dublin 3 skýjað Glasgow 2 léttskýjað London 2 léttskýjað París -2 heiðskírt Amsterdam -6 skýjað Hamborg -6 léttskýjað Berlín -6 snjókoma Vín -7 skýjað Moskva -21 heiðskírt Algarve 10 heiðskírt Madríd 2 heiðskírt Barcelona 6 léttskýjað Mallorca 3 skúrir Róm 1 þoka Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -7 þoka Montreal -7 snjókoma New York 2 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:01 17:24 ÍSAFJÖRÐUR 10:21 17:14 SIGLUFJÖRÐUR 10:04 16:56 DJÚPIVOGUR 9:34 16:49 „Ég tel úrskurðinn leiða af sér óhóf- legar hækkanir á gjöldum fólks sem er með hesta í frístundaskyni og við munum taka erindi Reykjavík- urborgar til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, um erindi Reykjavíkurborgar vegna álagn- ingar fasteignaskatts á hest- húsaeigendur. Borgaryfirvöld ákváðu um ára- mótin að hækka fasteignagjöld á hesthús í þéttbýli til samræmis við úrskurð yfirfasteignamatsnefndar, þess efnis að skattleggja bæri hest- hús sem atvinnuhúsnæði en ekki frí- stundahúsnæði eins og sumarhús. Hafði þetta í för með sér að fast- eignagjöld fyrir meðalstórt hesthús hækkaði úr 16 þúsund krónum í 134 þúsund kr.. Telur borgin úrskurðinn ótvíræðan, en í fasteignalögum er hvergi talað sérstaklega um hesthús og gera þurfi greinarmun á atvinnu- starfsemi í hesthúsum og frístund- astarfi hestamanna. Helgi hefur fengið erindi borg- arinnar í hendur en næsti fundur efnahags- og viðskiptanefndar verð- ur í þarnæstu viku, þar sem kjör- dæmavika er á Alþingi eftir helgina. „Það verður skoðað með jákvæðum hætti hvernig hægt er að bregðast við þessu vandamáli,“ segir Helgi. bjb@mbl.is Óhóflegar hækkanir skoðaðar Alþingi fjallar um gjöld á hesthús Morgunblaðið/Heiddi Hestamennska Munur er á at- vinnu- og frístundastarfsemi. Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.