Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Ég skora á borg- arstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi nið- urfellingu neysluhlés leikskólakennara borg- arinnar. Ég er leikskólasér- kennari og hef starfað hjá leikskólum Reykja- víkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg. Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leik- skólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfs- ánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar. Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf. Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna manneklu líkt og gerist í grunnskólanum. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slít- andi til lengri tíma litið. Leikskólakennarar missa/ sleppa undirbúningstíma vegna manneklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greiddir ef leikskólakennari fær ekki sinn und- irbúning, en það er yfirvinnubann hjá Reykjavíkurborg. Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðing- arorlof ? Ekki Ísland. Leikskólakennarar stóðu í kjarabaráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náð- um fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leikskólans. Sem sagt: Reykjavík- urborg ætlar að éta upp þann ávinning sem leik- skólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafn- rétti og virðing er í há- vegum höfð. Það á að vera hagur Reykjavíkurborgar að hafa fagmenntað fólk í leikskólum borg- arinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30 % starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borginni til framdráttar. Með aðgerðum sem þessum fer þessi tala lækkandi, svo einfalt er það. En hvað getum við leikskólakenn- arar gert til að mótmæla þessari framkomu? Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi. Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er. Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er. Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk! Við getum farið út af leikskól- anum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta ekki yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoðun, jafnrétti og heiðarlega framkomu, herra borgarstjóri. Leikskólakennarar í Reykjavík ósáttir Eftir Soffíu Ámundadóttur »Ég skora á leikskóla- kennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta ekki yfir sig ganga. Soffía Ámundadóttir Höfundur er leikskólasérkennari í Reykjavík. Á síðustu tveimur áratugum liðinnar aldar var gerð mjög afdrifarík tilraun til að breyta grunngerð þjóðfélagsins og af- stöðu fólks til verð- mætasköpunar og skiptingar gæða lands og lífsgæða í víðum skilningi. Margir telja að þessi tilraun hafi byrjað með lögum um fiskveiðar þegar fiskveiðikvóta var úthlutað til fárra einstaklinga og fyr- irtækja. Þetta var aðeins byrjunin. Fleiri breytingar fylgdu í kjölfar- ið. Sumir ganga svo langt að segja að lénsskipulag hafi verið end- urvakið á Íslandi á þessum tíma. Nú er þessi tilraun fullreynd. Hún endaði með ósköpum. Kostn- aður hefur ekki enn verið reikn- aður til fulls en hann er gífurlegur og leggst með mismunandi þunga á landsmenn. Skuldir okkar eru stórar og þjóðin sögð á barmi gjaldþrots. Í þeim efnum erum við öll á sama báti enda þótt skaði hvers og eins kunni að vera mjög misjafn. Allur almenningur, venju- legt launafólk, hefur orðið fyrir miklum skaða. Eignir fólks í svo- nefndum skuldabréfa- og pen- ingamarkaðssjóðum brunnu að mestu upp. Til viðbótar þessu tapi er svo vandi þeirra sem skulda misháar upphæðir vegna íbúðar- kaupa og í sumum tilfellum óhóf- legrar neyslu, til dæmis vegna bíla- kaupa. Íbúðasjóðsl- ánin vaxa og hækka, að ekki sé nú talað um myntkörfulánin sem tútnuðu út og þrútnuðu. Hvað er til ráða? Í stuttum pistli verður slíkt ekki rætt nema á mjög svo ágrips- kenndan hátt en mér koma í hug ævaforn lög sem birt eru í Gamla testamentinu um skuldugt fólk. Þar segir að sjöunda hvert ár skuli gefa upp allar skuldir og leysa menn úr ánauð. Í sömu lög- um er talað um náðarárið – árið að loknum 7x7 árum eða hið fimm- tugasta – þegar allir stórsamn- ingar voru látnir ganga til baka (5. Mós 15. kp og 3. Mós 25. kp). Menn gátu skv. þessum lögum ekki átt land lengur en í fimmtíu ár. Þá varð að skila því. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega auðsöfnun fárra einstaklinga og ánauð fjöldans. Hvað verður nú um skuldir al- mennings, hækka þær bara og vaxa vegna verðtryggingar annars vegar og lágs gengis krónunnar hins vegar, lánardrottnum til hagsbóta en skuldurum til skaða? Er ekki kominn tími til að endur- skoða verðtryggingu lána og taka í það minnsta eitthvert mið af fornum aðferðum til að koma á réttlæti og létta þar með af fólki illbærilegu skuldaoki? Þarf ekki að núllstilla hagkerfið og leysa fólk úr ánauð? Getum við ekki sem samstæð þjóð, eins og ein fjölskylda, tekið þá ákvörðun að veðskuldir fólks, til að mynda vegna eigin íbúðarhúsnæðis, verði lækkaðar til muna, að verðtrygg- ingin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar og hluti skulda gefinn eftir, hugsanlega til jafns á við það sem tapaðist í hruninu? Er ekki hægt að finna einhverja réttláta leið til þess að bæta kjör fólksins í landinu án þess að það verði úthrópað sem einhver úrelt- ur ismi? Getum við ekki á grund- velli kristinna gilda fundið leið til að standa saman og stuðla að raunverulegri sáttargjörð í land- inu með réttlæti og jöfnuð, kær- leika og frið að leiðarljósi? Takist okkur að finna réttláta leið út úr vanda þjóðar okkar rennur án efa upp nýtt og gott ár sem líkja má við náðarár að fornum sið. Eftirgjöf skulda, núllstilling og náðarár Eftir Örn Bárð Jónsson » Þar segir að sjöunda hvert ár skuli gefa upp allar skuldir og leysa menn úr ánauð. Í sömu lögum er talað um náðarárið – árið að lokn- um 7x7 árum . . . Örn Bárður Jónsson Höfundur er sóknarprestur og var fulltrúi í Stjórnlagaráði. Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Móttaka aðsendra greina Kolaportið er opið alla laugardaga og sunnudaga frá 11-17 Kolaportid.is KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBUR 2 FYRIR 1 AF MATSEÐLI HINS RÓMAÐA CAFÉ PARIS Café Paris er í dag eitt af fremstu veitingahúsum höfuðborgarinnar og hefur frá opnun verið samkomu- staður Íslendinga. Hjarta þess slær í takt við miðborgina. Við hlökkum til að taka á móti ykkur Tilboðið gildir alla mánu-, þriðju- og miðvikudaga til 29. febrúar 2012. Munið að framvísa Moggaklúbbskortinu. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.