Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Við höldum okkur við sama heygarðs- hornið, án þess að endur- taka okkur. Við erum og verðum þungarokkssveit 44 » Bandaríski myndlistar- og tónlist- armaðurinn Mike Kelley, sem tal- inn hefur verið með áhrifamestu listamönnum síðustu ára vestan hafs, svipti sig lífi á þriðjudag. Kelly, sem var 57 ára er hann lést, hafði þjást af þunglyndi um hríð. Mike Kelley vakti fyrst athygli sem liðsmaður óhljóðahljómsveit- arinnar Destroy All Monsters í Detroit, en þar stundaði hann langskólanám. Að námi loknu fluttist hann til Los Angeles og nam við listaháskóla Kaliforníu. Þar stofnaði hann aðra hljómsveit, The Poetics, en hóf líka að vinna að list sinni, aðallega innsetn- ingum þar sem hann beitti skúlp- túr, málverkum, teikningum og ritlist og flutti ljóð og ýmsa texta. Sviðsskrekkur hrjáði Kelley alla tíð og með tímanum tók hann að nýta myndbönd við innsetningar til að þurfa ekki sjálfur að standa frammi fyrir áhorfendum. Hann var líka áhrifamikill myndlist- arkennari. Cameron Wittig/Walker Art Center Áhrifamikill Myndlistar- og tónlist- armaðurinn Mike Kelley. Mike Kell- ey látinn  Áhrifamikill myndlistar- og tónlistarmaður Feigð nefnist örverkahátíð sem Leikfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir í Gaflaraleikhús- inu við Strandgötu í kvöld kl. 20. Aðeins verður þessi eina sýning. Alls verða sýnd sex ný íslensk örverk sem samin voru fyrir skemmstu. Þau eru Dauðastef eftir Halldór Magn- ússon, Draumur Óðins eftir Jenný Kolsöe, Líf eða dauði eftir Helgu Björk Ólafsdóttur, Til þín eftir Ásu Marin, Afturhvarf eftir Gísla Björn Heimisson og Viðtalið eftir Odd Björn Tryggvason. Leikstjórn er í höndum félagsmanna leikfélagsins. Leiklist Feigð í Gaflara- leikhúsinu Veggspjald Feigðar. Um helgina lýkur sýningu Önnu Líndal sem nefnist Kort- lagning hverfulleikans og sýnd er í Listasafni ASÍ, en sýningin er opin í dag og á morgun milli kl. 13-17. Anna verður með listamannaspjall á morgun kl. 15:00. Sjálf lýsir hún sýning- unni sem rannsókn á lítilli ein- ingu, sem dregur fram fjöl- breytni innan stærri heildar. Þannig sé hægt að komast sem næst því að kanna hvað hafi legið að baki ákvörð- unum sem teknar voru fyrir fjölmörgum árum, jafnvel öldum, og munu hafa áhrif á hvað gerist á morgun eða eftir mörg hundruð ár. Myndlist Sýningarlok hjá Önnu Líndal Anna Líndal Listakonurnar Helena Hans- dóttir og Ólöf Helga Helga- dóttir sýna ný tilraunakennd myndbandsverk í Öruggu rými, Freyjugöturóló, um helgina, en sýningar þeirra verða aðeins opnar nú um helgina frá kl. 17 til 20 í dag og frá klukkan 14 til 17 á morgun. Helena sýnir í D-salnum og Ólöf Helga sýnir í Túrb- ínusalnum. Helena útskrifaðist frá Listaháskólanum 2004 og Ólöf ári seinna. Báð- ar eru með mastersgráður frá listaháskólum í London. Öruggt rými er hugsað sem til- raunakennt sýningarrými fyrir myndlist. Myndlist Helena og Ólöf í Öruggu rými Ólöf Helga Helgadóttir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Glitrar á hjarnið nefnist sýning sem Páll Guðmundsson á Húsafelli opn- ar í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í dag kl. 14.00. Á sýningunni gefur að líta úrval verka Páls af hellu-, svell- og bergþrykki ásamt verkum úr steini sem flest hafa ver- ið unnin á síðustu tveimur árum. „Jafnframt verð ég með tvær stein- hörpur til sýnis. Annars vegar litla barokkhörpu sem búin er til úr steinum með myndum á,“ segir Páll og bendir á að svo skemmtilega vilji til að á steininum, sem hljómi eins og a, hafi leynst mynd af Thor Vil- hjálmssyni og á steininum sem hljómi eins og b hafi leynst mynd af Arvo Pärt. „Hins vegar sýni ég steinhörpuna sem ég smíðaði fyrir Sigur Rós á sínum tíma þegar þeir fluttu Hrafnagaldur,“ segir Páll en þeir Hilmar Örn Hilmarsson munu leika á síðarnefndu hörpuna undir kveðskap Steindórs Andersens við opnunina. Aðspurður segir Páll verkin á sýningunni öll unnin úr steinum, hellum eða svellbunkum frá Húsa- felli. Spurður hvort tiltekin mótíf séu algengari en önnur í verkum hans segir Páll það alltaf helgast af því hvað steinarnir bjóði upp á. „Stundum getur það verið andlit og stundum dýr. Það er bara mjög breytilegt,“ segir Páll og tekur fram að stundum búi margar myndir í einum steini, það eigi til dæmis við um litlu barokkhörpuna. „Einnig geta myndirnar leynst inni í stein- um sem sjást ekki fyrr en búið er að opna steininn og afhjúpa leynd- ardóminn.“ Þess má að lokum geta að sýn- ingin er tileinkuð minningu Thors Vilhjálmssonar rithöfundar sem lést fyrir tæpu ári, en yfirskrift sýning- arinnar er tilvitnun í ljóð eftir Thor. „Við Thor unnum mjög mikið sam- an í gegnum tíðina, en hann skrifaði texta fyrir verkin mín,“ segir Páll og bendir á að þessir textar séu hluti af sýningunni í Gerðubergi. Steinarnir geyma leyndardóm  Páll á Húsafelli opnar sýningu í Gerðubergi Morgunblaðið/RAX Páll og Thor Páll Guðmundsson á sýningunni með mynd sem hann gerði af góðvini sínum Thor Vilhjálmssyni. Eins og oft áður var sterktenging við Vínarborgþessa kvöldstund íHörpu, bæði tónskáld kvöldsins Vínarbúar og Gustav Mahler aðalstjórnandi Vínaróper- unnar 1897 til 1907. Alban Berg var sagður hafa sameinað síðróm- antískan stíl Mahlers og tólftóna- stíl lærimeistara síns Arnolds Schönberg. Hinn síðrómantíska Alban Berg mátti heyra í ljóðasöng kvöldsins en þessi snemmbæru ljóð hans voru samin áður en hann fór í fyrsta eiginlega tónsmíðatíma sinn hjá Schönberg. Hins vegar útsetti hann ljóðin mun síðar fyrir sinfón- íuhljómsveit, er hann hafði náð fullu valdi á þeirri kúnst. Útkom- an varð því ákaflega fallegar róm- antískar línur í þéttofnum tón- vefnaði í anda Mahlers, sem sveitin flutti af miklu listfengi undir styrkri stjórn Osmo. Helena Juntunen flutti ljóðin af miklu næmi þó að mér fyndist nokkuð vanta upp á raddstyrkinn á köfl- um. Í tónleikaskrá kvöldsins mátti síðan finna ljóðatextana, bæði á frummálinu og í íslenskri þýðingu Reynis Axelssonar, sem var til mikils sóma. Eftir hlé var síðan komið að einu af stórvirkjum Gustav Ma- hlers, sjöttu sinfóníunni. Verkið er stórt í sniðum, ríflega 80 mínútur í flutningi. Þegar verkið var samið má segja að Mahler hafi gengið allt í haginn. Hann var í drauma- starfi allra tónlistarmanna, fullur af sköpunarkrafti og hamingju- samur fjölskyldufaðir. Þó er verk- ið ótrúlega drungalegt og málað dökkum litum. Stöku sinnum glitt- ir í ljóðræna gleði en hún ræður aldrei ríkjum nema skamma stund, þá tekur við dapurlegri og örvæntingarfyllri stemning. En falleg er hún þessi hljómkviða. Undir frábærri stjórn Osmo Vänskä fékk Sinfóníuhljómsveit Íslands tækifæri til að láta allt það litróf tilfinninga sem finnst í tónlist Gustavs Mahler njóta sín í hvívetna. Flutningurinn var ekki hnökralaus en hann var ætíð spennandi og ákafur. Vel fluttur Mahler er engu líkur. Litróf tilfinninga Morgunblaðið/Sigurgeir S. Litróf Osmo Vänskä stýrði hljómsveitinni og Helena Juntunen söng einsöng í söngvasafni Albans Bergs. Í kjölfarið fylgdi eitt af stórvirkjum Mahlers. Harpa – Eldborg Sinfóníuhljómsveit Íslands bbbbn Alban Berg: Sieben frühe Lieder (1905 – 08, úts. 1928). Gustav Mahler: Sin- fónía nr. 6 (1903 – 04). Helena Junt- unen, einsöngvari. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Fimmtudaginn 2. febrúar kl.19:30. SNORRI VALSSON TÓNLIST Fyrsta stóra myndlistaruppboð árs- ins fer fram í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg á mánudaginn kemur og hefst klukkan 18.00. Boðin verða upp rúmlega 100 listaverk eftir ís- lenska höfunda, sum hver fágæt. Má meðal annars nefna tvö verk eftir Louisu Matthíasdóttur, stórt olíumálverk eftir Karl Kvaran og landslagsmálverk eftir Þórarin B. Þorláksson. Eftir klassíska listamenn á borð við Jóhannes S. Kjarval, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson og Svavar Guðnason verða boðin upp mörg verk. Einnig verk yngri lista- manna, eins og Daða Guðbjörns- sonar, Ólafar Nordal og Tolla. Á annað hundrað verk Reykjavíkurhöfn Verk eftir Louisu Matthíasdóttur verður boðið upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.