Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Segja má að hrun hafi orðið í úreld- ingu bifreiða frá hruninu haustið 2008. Skilagjald var greitt vegna úreldingar um 2.800 bifreiða á ný- liðnu ári og hefur aldrei verið greitt vegna svo fárra bíla frá því að nú- verandi kerfi var tekið upp í lok árs 2004. Þegar mest var voru ríflega 8.600 bifreiðar úreltar árið 2006. Úrvinnslusjóður greiddi ríflega 40 milljónir króna í skilagjald á síðasta ári vegna úreldingar bifreiða. Ólafur Kjartansson, framvæmda- stjóri Úrvinnslusjóðs, segir að bíla- flotinn sé að minnka. Bílar sem skil- að sé til úrvinnslu séu að eldast sem bendir til að bílaflotinn í heild sé að eldast. Eitthvað var einnig um að bílar voru sendir á ný til útlanda og þá var væntanlega fyrst og fremst um nýrri bíla að ræða. Skilagjald er greitt samhliða bif- reiðagjöldum tvisvar á ári, alls 700 krónur árlega. Við úreldingu bif- reiðar fær eigandi greiddar 15 þús- und krónur, svo fremi engin opinber gjöld hvíli á bílnum. Þá er yfirleitt eftir að taka af bílnum dekk, olíur og rafgeymi auk annars kostnaðar sem kann að fylgja við úreldingu bifreið- arinnar áður en hún getur farið í brotajárn, þ.e. endurvinnslu. Víða tekið við bílum Margar stöðvar úti um land, oft á vegum sveitarfélaga, taka við bílum til úreldingar, en á höfuðborgar- svæðinu eru fyrirtækin Hringrás, Fura og Vaka atkvæðamest í þess- um efnum. Ólafur segir erfitt að segja til um hver þróunin verður í framtíðinni. Ef núverandi ástand dregst á lang- inn og bílaflotinn eldist stöðugt má búast við hraðri endurnýjun bíla- flotans þegar forsendur skapast til þess. Hröð endurnýjun getur skap- að tækifæri til að innleiða hratt nýj- ar gerðir af bílum eins og til dæmis rafmagnsbíla, segir Ólafur. Stöðugt færri bílar úreltir  Bílafloti landsmanna eldist og minnkar  Skilagjald greitt vegna færri bíla í fyrra en nokkru sinni áður  Hugsanlega má búast við hraðri endurnýjun Hrun í úreldingu bifreiða frá hruni 2005 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 7.476 8.619 7.997 8.316 5.077 2.990 2.802 Morgunblaðið/Ómar Aldur Bílarnir hafa elst þó þeir séu ekki jafn gamlir og á Kúbu. Umsýsla » Úrvinnslusjóður starfar samkvæmt sérstökum lögum og sér sjóðurinn um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun. » Endurvinnslan hf. var stofn- uð 1989 og sér um móttöku á einnota drykkjarumbúðum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Metár var í skilum á umbúðum af drykkjarvörum á síðasta ári. Af seldum umbúðum skiluðu 86,5% sér í endurvinnslu gegn greiðslu og voru greiddar 1400 milljónir króna í skilagjald í fyrra. Er þetta hækkun um 200 milljónir frá árinu á undan. Skilagjald hækkaði úr 12 krónum í 14 í byrjun síðasta árs og skýrir það að mestu hærri endurgreiðslu, auk vaxandi skila. Endurvinnslan hf. gerir ráð fyrir að skil haldi áfram að aukast á þessu ári. Í nágrannalöndum eru skil á umbúðum þau hæstu sem þekkjast og gjarnan í kringum 90% í Skand- inavíu. Fram eftir ári stefndi í að skilin nálguðust það sem best ger- ist, en á síðustu mánuðum ársins dró nokkuð úr þeim. Skil hafa gjarnan verið í kringum 83-84% af seldum umbúðum, en þegar upp- sveiflan var sem mest fóru skilin niður fyrir 80%. Í góðærinu var fólk svo ríkt „Ég get mér þess til að í góð- ærinu hafi fólk verið svo ríkt að það hirti ekki um að halda umbúðunum til haga og koma þeim í endur- vinnslu. Strax eftir hrun jukust skil- in aftur,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnsl- unnar hf. „Það ber líka að hafa í huga að aukin vitund er að skapast meðal fólks um umhverfisvernd og fræðsla um endurvinnslu af ýmsum toga hefur aukist.“ Eins og áður sagði eru nú greiddar 14 krónur við skil á dósum og flöskum fyrir umbúðir af drykkjarvörum. Framleiðendur og innflytjendur greiða þessa upphæð þegar varan er markaðssett og í fyrra var greitt vegna 115 milljóna umbúða. Greiðsla virðist lykillinn að því að umbúðum sé skilað og nefnir Helgi að í tíu fylkjum Bandaríkj- anna er greitt skilagjald. Þar eru skilin allt að þrisvar sinnum meiri heldur en annars staðar í Banda- ríkjunum þar sem fólk hefur engan ávinning af skilunum. Ýmis félagasamtök hafa tekjur af söfnun drykkjarumbúða og má þar nefna skáta, björgunarsveitir og íþróttafélög. Þá hafa samtök eins og Þroskahjálp og Fjöliðjan haft mögu- leika á starfsþjálfun einstaklinga við móttöku á einnota drykkjar- umbúðum. Óæskileg óhreinindi Útflutningsverðmæti á plasti og áli hefur vaxið með veikingu krónunnar. Helgi segir að ávallt sé reynt að fá sem hæst verð fyrir út- flutninginn og biðji fyrirtækið við- skiptavini að setja ekki óhreinindi eins og sígarettur og annað rusl í drykkjarumbúðir. Slíkt felli verð- mæti afurðarinnar. Fyrir gler- flöskur til endurvinnslu fæst ekkert og því hefur verið leitast við að fá framleiðendur til að framleiða úr glæru plastefni (PET) eða áli. Um 1400 milljónir við skil á flöskum og dósum á metári  Reiknað með auknum skilum í ár Aukin skil á umbúðum Krónur 1.400.000.000 í skilagjald árið 2011 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2006 2007 2008 2009 2010 2011 77,6% 78,6% 81,3% 84,3% 84,5% 86,52% Hver einasti Íslendingur drekkur að meðaltali úr einum drykkjar- umbúðum á dag. Inni í því eru gos- drykkir, vatn, áfengi, íþróttadrykk- ir o.fl. Helgi Lárusson segir að Endurvinnslan hafi áhuga á að fjölga umbúðum í skilakerfinu. Nú sé kerfið þannig að ekki sé greitt skilagjald af vörum sem ekki eru ætlaðar beint til drykkjar, þannig sé ekki greitt skilagjald af ávaxta- þykkni sem er ætlað til íblöndunar. Þá sé ekki heldur greitt skilagjald af próteindrykkjum sem innihalda mjólk. Þetta flækjustig skilji neyt- andinn ekki og vilji sé til að sam- ræma þetta því um sams konar um- búðir er að ræða. Ein flaska eða dós á dag, en kerfið getur ruglað neytandann Morgunblaðið/Heiddi Umbúðir Við endurvinnslu eru mörg handtök, en margir geta hagnast. www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 6. - 10. febrúar Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða mánudaginn 6. febrúar til föstudagsins 10. febrúar frá kl. 10:00 - 16:00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Bændaferðir • Síðumúla 2 Tryggjum öfluga starfsemi Sjóvá er aðalstyrktaraðili Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Nú hefur samstarfssamningur félaganna verið endurnýjaður til fimm ára. Nýi samningurinn felur í sér aukið samstarf á sviði forvarna og öryggismála og felur í sér aukna tryggingavernd björgunar- fólks sem kemur sér vel fyrir þá fjölmörgu sem taka þátt í sjálf- boðaliðastarfi björgunarsveita landsins. Sjóvá hefur ávallt lagt mikla áherslu á forvarnir. Meðal forvarnarverkefna sem hafa verið unnin í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg má nefna áherslu á bætt öryggi við meðferð skotelda með notkun öryggisgleraugna, þátttöku í starfi Slysavarnaskóla sjómanna, SafeTravel, þar sem fjöldi aðila tekur höndum saman við að draga úr slysum í ferðamennsku og ferðaþjónustu, og að síðustu Vindakortið sem sýnir ferðalöngum hættulega vindasama staði á landinu. Ferð þú á Ólympíu- leikana? Einn heppinn viðskiptavinur sem setur tryggingarnar sínar á einn gjalddaga fyrir 1. apríl vinnur þriggja daga ferð fyrir tvo á Ólympíuleikana í London í sumar. Innifalið er flug, gisting og miðar á einhvern af viðburðum leikanna. Það er til mikils að vinna, því það verður mikið um dýrðir á þessari stærstu íþróttahátíð heimsins. Það fylgja því margir kostir að hafa allar tryggingarnar á sama gjalddaga. Þú færð betri yfirsýn yfir tryggingamál þín og kostnað. Ef þú ert í Stofni færðu 30% afslátt af kostnaði við greiðslu- dreifingu, kjósir þú hana. Það er einfalt að færa trygging- arnar á einn gjalddaga á Mínum síðum. Mínar síður eru málið Mínar síður eru þjónustuvefur Sjóvá. Þar getur þú nálgast allar upplýsingar um viðskipti þín við okkur, skoðað yfirlit og skilmála, fylgst með kostnaði og sótt rafræn skjöl, svo nokkuð sé nefnt. Ekki má gleyma að á Mínum síðum innleysir þú Stofn endur- greiðsluna þína, færir hana yfir á bankareikninginn þinn eða ráðstafar henni til góðgerðar- mála. Í ár er Sjóvá stolt af því að vera í samstarfi við Líf – styrktarfélag, sem styður Kvennadeild Landspítalans. Ef þú ert ekki skráður notandi þá hvetjum við þig til að fara á www.sjova.is og virkja aðganginn þinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.