Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Úkraínumenn orna sér við eld á meðan þeir bíða aðstoðar eftir að bíll þeirra bilaði nálægt Kíev. Yfirvöld í Úkraínu sögðu í gær að yfir 100 manns hefðu dáið af völdum fimbulfrosts síðustu daga. Nær 1.600 hafa fengið læknisaðstoð vegna kals eða ofkælingar. Frostið hefur verið allt að 30 stig. Reuters Yfir 100 hafa dáið úr kulda Kuldaboli hrellir Úkraínumenn Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Íhaldsmanninum Sauli Niinistö, for- setaefni Sambandsflokksins, er spáð öruggum sigri í síðari umferð forseta- kosninganna í Finnlandi á morgun, sunnudag. Kosið verður þá á milli þeirra tveggja forsetaefna sem fengu mest fylgi í fyrri umferð kosninganna 22. janúar, þ.e. milli Niinistö og Pekka Haavisto, forsetaefnis Græna flokks- ins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups sögðust 64% þeirra sem tóku afstöðu ætla að kjósa Niinistö og 36% sögðust styðja Haavisto. Skekkjumörkin voru 2,5 prósentustig, að sögn finnska dag- blaðsins Hufvudstadsbladet. Niinistö og Haavisto eru báðir hlynntir evrunni og aðild Finnlands að Evrópusambandinu. Skoðanakann- anir benda til þess að margir andstæð- ingar evrunnar og ESB ætli að kjósa Niinistö sem var fjármálaráðherra á árunum 1996 til 2003 og eindreginn stuðningsmaður þess að Finnland tók upp evruna 1. janúar 1999. Gallup-könnunin bendir til þess að fylgi Niinistö komi einkum úr Sam- bandsflokknum, Miðflokknum og Kristilega demókrataflokknum. Meiri- hluti stuðningsmanna Sannra Finna styður einni Niinistö. Fylgi Haavisto kemur einkum úr Græna flokknum og vinstriflokkum. Niinistö spáð sigri  Er með mikið forskot á Pekka Haavisto FORSETAKOSNINGAR Í FINNLANDI Sauli Niinistö (63 ára) Sambands- flokkurinn Pekka Haavisto (53 ára) Græni flokkurinn Fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrv. forseti þingsins Þingmaður, fyrrverandi umhverfisráðherra Sauli Niinistö Sambands- flokkurinn Paavo Väyrynen Miðflokkurinn 17,5% Pekka Haavisto Græni flokkurinn Aðrir 26,7% 37% 18,8% Í kosningunum ámorgun verður kosið á milli þeirra tveggja forsetaefna sem fengu mest fylgi í fyrri umferð kosninganna fyrir hálfummánuði Úrslitin í fyrri umferðinni Á ári hverju deyja yfir 1,2 milljónir manna af völdum malaríu, um það bil 50% fleiri en áður var talið, sam- kvæmt nýrri rannsókn sem lækna- tímaritið The Lancet birti í gær. Dauðsföllunum af völdum sjúkdóms- ins hefur þó fækkað á síðustu árum. Rannsóknastofnunin IHME í Seattle í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að minnst 1,2 millj- ónir manna hefðu dáið af völdum malaríu árið 2010. Rannsóknin bend- ir til þess að malaría dragi miklu fleiri til dauða en talið var og vanda- málið hafi verið vanmetið vegna skorts á áreiðanlegum gögnum frá mörgum fátækum löndum þar sem dánarorsakirnar eru lítt rannsakað- ar. Að sögn rann- sóknarmannanna eru dauðsföllin af völdum malaríu miklu fleiri á meðal fullorðinna og barna eldri en fimm ára en talið var. Dauðsföllunum af völdum malaríu fjölgaði á ári hverju frá 1985 til 2004 þegar þau náðu hámarki. Síðan hefur þeim fækkað á hverju ári, einkum í Afríku. Til að mynda fækkaði dauðsföllunum í Tansaníu og Sambíu um rúm 30% milli áranna 2004 og 2010. bogi@mbl.is Miklu fleiri deyja úr malaríu en talið var  Dauðsföllunum fækkar þó ár hvert Framboð í trúnaðarstöður FRV Samkvæmt 34. gr. laga Félags Rafeindavirkja skal fara fram kosning til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 22.02.2012 Reykjavík 1. febrúar 2012 Stjórn Félags Rafeindavirkja Borgartún 35 | 105 Reykjavík Þriðjudaginn 7. febrúar boðar Íslandsstofa til fundar um möguleg tækifæri ferðaþjónustuaðila í kvikmyndatengdri ferðaþjónustu. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 10–12. Stórum verkefnum í kvikmyndagerð hefur fjölgað hér á landi. Í sumum tilfellum er um að ræða stórmyndir sem vakið hafa athygli víða um heim. Á fundinum verða skoðuð nánar tækifæri íslenskra ferðaþjónustu- fyrirtækja til aukins vöruframboðs. Dagskrá: • Joakim Lind, markaðssérfræðingur og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Cloudberry communications í Svíþjóð: - Skammtíma- og langtímaáhrif framleiðslu og markaðssetningar kvikmynda - Stieg Larsson þríleikurinn og áhrif hans á ímynd Svíþjóðar - Áhrif kvikmyndanna um Wallander • Harvey Edgington, kvikmyndasérfræðingur hjá National Trust í Bretlandi: - Hvernig getur kvikmyndagerð stuðlað að auknum heimsóknum á vissa tökustaði og aukið sögulegt gildi þeirra í leiðinni? • Þór Kjartansson, framleiðandi hjá TrueNorth: - Möguleg tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila í gegnum kvikmyndagerð á Íslandi - Yfirlit yfir tökustaði á Íslandi Fundarstjóri: Einar H. Tómasson – Film in Iceland Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Einar H. Tómasson, einar@filminiceland.com. islandsstofa.is Kvikmyndatengd ferðaþjónusta – möguleg tækifæri PI PA R \ TB W A • SÍ A • xx xx x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.