Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 16
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Félagar í Stangaveiðifélagi Reykja- víkur sem sóttu um veiðileyfi á svæð- um félagsins í sumar fá þessa dagana uppgefið hvort óskir þeirra verða uppfylltar. Að sögn Bjarna Júl- íussonar, formanns félagsins, sóttu 2.060 félagar um veiðileyfi nú, örlítið færri en í fyrra þegar umsóknir voru um 2.100. Vinsælasta veiðisvæðið er án efa Elliðaárnar en alls eru 650 hálfsdagsleyfi til úthlutunar í þessari borgarperlu í sumar. Ríflega 760 A- umsóknir bárust hins vegar um veiði í ánum, langflestar í morgunveiði, og ljóst er að um 90 félagsmenn sem sóttu um veiðileyfi í Elliðaánum með A-forgangi fá ekki leyfi í ánum að þessu sinni. Bjarni segir að eftir umsóknar- ferlið sé ljóst að þorri veiðileyfa í Norðurá sé seldur, en eitthvað er laust af leyfum í upphafi veiðitímans og í september. Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi í Hítará, stöngum fjölgað úr fjórum í sex og fæðiskylda afnumin, og segir Bjarni leyfin þar hafa selst ágætlega, þótt einhverjir dagar séu lausir undir lok- in. „Við heyrum samt að mörgum reynist erfiðara að manna sex stanga holl en fjögurra,“ segir hann. Um önnur helstu veiðisvæði félagsins segir hann: „Elliðaárnar eru annars uppseldar, Gljúfurá er mjög vel seld og Sogið prýðilega. Hins vegar hef ég áhyggjur af Tungufljóti í Skaft- ártungu, ásókn í það hefur minnkað verulega.“ Erfiður og dýr samningur Bjarni segir að félagið sé með „erf- iðan og dýran“ samning um Tungu- fljót, sem löngum hefur verið talið með bestu sjóbirtingsám landsins. Það sé nú rekið með tapi. „Margt spilar inn í. Steinsugan sem hefur lagst á fiska hefur fælt einhverja veiðimenn frá og veiðin hefur verið slök í september síðustu ár; þessar rosalegu veiðitarnir sem við munum eftir þar á árum áður hafa ekki komið síðustu árin. Kannski er verðið líka á ystu mörk- um þess sem menn þola. Þetta er núna stærsta áhyggjuefnið.“ Annað áhyggjuefni félaga í SVFR síðustu sumur hefur verið leigan á silungasvæðunum í Laxá í Þing. „Nú er ég bjartsýnn með svæðin í Mý- vatnssveit og Laxárdal,“ segir Bjarni um það. „Salan á leyfum þar er nán- ast jafngóð eftir úthlutunina núna og hún var eftir allt tímabilið í fyrra. Það er betur selt í Mývatnssveitina en Laxárdal. Við ákváðum að afnema gistiskylduna seinni hluta tímabils- ins og það virðist vekja lukku. Við fáum líka talsvert af fyrirspurnum um leyfi þar frá öðrum löndum. Í fyrra hafði ég áhyggjur af sölu veiðileyfa á silungasvæðinu í Laxá og í Tungufljóti – nú hef ég bara áhyggjur af Tungufljóti,“ segir Bjarni. Staðan var orðin erfið Stjórn SVFR hefur tekist að snúa rekstri félagsins við á síðustu miss- erum, eftir mikið tap fyrstu árin eftir bankahrun. „Sveiflan í rekstrinum var í raun- inni frá 75 milljón króna tapi upp í núll, að teknu tilliti til ýmissa leið- réttingarfærslna sem tilheyrðu í raun fyrra ári,“ segir Bjarni og er að vonum ánægður með þann árangur. „Það er ekkert launingarmál að stað- an var orðin frekar erfið en við telj- um allt vera á réttri leið og sjáum reksturinn skila ágætu í ár.“ Fleiri sóttu um Elliðaárnar en fá Morgunblaðið/Einar Falur Áhyggjur Kristinn Ágúst Ingólfsson með stóran birting sem hann veiddi í Tungufljóti. Formaður SVFR hefur áhyggjur af dvínandi ásókn í veiðina.  Umsóknir um veiðileyfi jafnmargar og í fyrra  Aukin ásókn í Mývatnssveitina  Formaður SVFR hefur áhyggjur af Tungufljóti  Sjötíu og fimm milljón króna jákvæð sveifla í rekstrinum 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Talsvert hefur verið um að veiði- réttur í laxveiðiám hafi verið boðinn út á síðustu misserum. Í öðrum til- vikum hafa leigutakar endurnýjað samninga við veiðifélög, þótt samn- ingstíminn sé ekki liðinn, og er sums staðar um umtalsverða hækkun að ræða. Á dögunum var auglýst útboð í Haukadalsá í Dölum, en hún er ein af þekktari laxveiðiám landsins og hefur Svisslendingur haft hana á leigu um árabil. Veitt er á fimm stangir í Haukunni og verður áin leigð til fimm ára. Meðalveiði í ánni frá 1974 er rétt tæpir 700 laxar en metveiði var 1988, 1232 laxar. Þá hafa verið opnuð tilboð í veiði- rétt A-deildar Skjálfandafljóts, en þar eru sex laxastangir og tíu sil- ungastangir. Að sögn vefjarins votn- ogveidi.is var hæsta boð 13,6 millj- ónir en í fyrra voru greiddar um fimm milljónir fyrir sumarleiguna. Haukadalsá fór í útboð Rannsóknir sérfræðinga Veiðimála- stofnunar á fiskistofnum og lífríki Sogsins, leiða í ljós að viðkoma laxins hefur verið léleg á efstu svæðum ár- innar og að veitt hafi verið meira en stofninn þolir. Þá virðast vatns- borðshækkanir af völdum virkjan- anna þriggja, fyrir ofan hið laxgenga svæði, hafa valdið seiðum búsifjum. Síðustu sumur hefur verið vaxandi veiði í Soginu. Er sú staðreynd ekki í samræmi við niðurstöður rannsókn- anna, en hinsvegar er líklegt að neta- uppkaup í Hvítá hafi aukið laxagöng- ur og þar með veiðina. Í samantekt um skýrsluna á vef stofnunarinnar, veidimal.is, segir að allt frá árinu 1986 hafi vísitala seiða- þéttleika verið afar lág í efri hluta Sogs og bregður svo við að á efstu svæðunum hafi laxaseiði vart fundist eftir árið 2000. Ennfremur segir að þéttleiki eins árs laxaseiða í Sogi hafi minnkað verulega á þeim tíma sem mælingar hafa staðið yfir. Þéttleiki þeirra hefur einnig minnkað í nálæg- um ám, en minnkunin er þó mest í Sogi. Aðalhrygningarsvæði laxa í Sogi er á Bíldsfellsbreiðu en annars staðar er hrygning dreifðari. Rannsóknir sýna lélega viðkomu laxa í Soginu Morgunblaðið/Golli Við Syðri-Brú Hrygning laxa virðist ekki takast vel efst í Soginu. Talsverða athygli vakti í haust er samið var við tiltölulega nýstofnað félag, Salmon Tails, um leigu á veiði- réttinum í Laxá á Ásum, einni af gjöfulustu og jafnframt einni dýr- ustu laxveiðiá landsins. Aðeins er veitt á tvær stangir í ánni, í 80 daga á sumri, en engu að síður er með- alveiði síðustu 30 ára rúmlega 1.000 laxar á sumri. Heyrt hefur til und- antekninga ef Ásarnir hafa ekki ver- ið með bestu meðalveiði á stöng yfir landið allt. Fyrir höfðu Salmon Tails leigt Mýrarkvísl, þverá Laxár í Að- aldal, í eitt sumar. Nokkur umræða var um það í haust að nýir leigutakar myndu hækka verð veiðileyfa um allt að helming, en síðustu ár hafa stang- irnar tvær verið seldar á hátt í hálfa milljón króna dagurinn. Arnar Agn- arsson, sölustjóri Salmon Tails, seg- ir þær fréttir ekki eiga við rök að styðjast, verðið sé það sama og síð- ustu ár hjá fyrri leigutaka. „Við byggðum verðskrá á því sem við vissum að hefði verið í gangi áð- ur. Við hækkuðum ekki. Umræður um mikla hækkun veiðileyfa eru ekki réttar,“ segir Arnar. Hann bæt- ir við að vissulega sé verðið hátt en áin hafi alltaf verið dýr. „Ef við skoð- um verð veiðileyfa á Ásunum frá 1989 þá er áin hlutfallslega jafndýr nú og hún var þá,“ segir hann. „Á besta tíma sumarsins hafa út- lendingar nánast eingöngu verið við veiðar í ánni og svo verður áfram. Í Laxá á Ásum hefur alltaf verið auð- veldast að selja besta tímann, menn koma ár eftir ár. Það hefur verið sagt að hægt væri að selja bestu vik- una, þá síðustu í júlí, fimm eða sex sinnum. Íslendingar koma að veiða í júlí og seint í ágúst og í september. Salan hefur gengið vel og við lít- um björtum augum til framtíð- arinnar.“ Nýtt veiðihús að rísa „Laxá á Ásum er ein af perlum ís- lenskra veiðiáa og við vorum heppn- ir að fá að leigja hana,“ segir Arnar. Fyrir sumarið verður risið nýtt og glæsilegt veiðihús við ána, rétt hjá Sauðaneskvörn. Önnur breyting verður nýr kvóti. „Það hefur verið 10 laxa kvóti á stöng á dag en nú verður leyfilegt að drepa tvo laxa á dag, ef menn kjósa. Við hvetjum til að menn sleppi laxi. Það er gert til að vernda ána og er í takt við það sem gerist í ánum í kring; Miðfjarðará, Vatnsdalsá og Víðidalsá, en í þeim hefur sífellt meira verið sleppt af laxi. Það skilar sér, í fleiri löxum og stærri. Hátt hlutfall laxins í Laxá hefur verið drepið en með þessum breyttu reglum má gera ráð fyrir því að um- talsvert fleiri laxar verði í ánni í ágúst og september, hvernig sem þeir annars taka,“ segir Arnar. Kanna silungsveiði í ósnum Ákveðnar nýjungar kunna að vera í farvatninu hvað varðar veiði í Laxá í Ásum, því nýju leigutakarnir á þessum laxgenga hluta árinnar eru í viðræðum við veiðifélagið um að at- huga með að selja veiðileyfi í silung í ósnum í maí og júní. Laxá á Ásum deilir ósi með Vatns- dalsá en á vesturbakka óssins hafa veiðimenn á silungasveiði Vatns- dalsár veitt sjógengna bleikju og sjóbirting um langt árabil. „Það væri spennandi að geta veitt silung þarna á vorin og veiðin yrði eflaust jafngóð og á silungasvæðunum í Vatnsdalsá og Víðidalsá. Það er mikið af silungi þarna,“ segir Arnar. Gætu selt bestu vikuna fimm, sex sinnum Ljósmynd/Hanna Kristín Eftirsótt laxveiðiá Veiðimaður hefur landað laxi í Laxá á Ásum. Í sumar verður kvótinn í ánni tveir laxar á dag en var tíu áður.  Nýir leigutakar minnka kvótann í Laxá á Ásum  Segja verð ekki hækka 100.000 kr. í Debenhams Meikóver-dag með Kalla Fjölda annarra vinninga Sendu 5 toppa af Merrild eða Senseo-pökkum fyrir 17. mars til: Merrild Pósthólf 78 130 Rvk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.