Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ílögum um Rík-isútvarpiðsegir að það eigi að veita al- menna fræðslu um málefni lands og þjóðar og tryggja þannig „hlutlæga upplýs- ingagjöf um íslenskt sam- félag“. Þá segir að Rík- isútvarpið skuli gæta „fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð“. Ennfremur að Ríkisútvarpið skuli veita „áreiðanlega, almenna og hlut- læga fréttaþjónustu um inn- lend og erlend málefni líðandi stundar“. Allt hljómar þetta vel en töluvert vantar upp á að þess- um lagaákvæðum sé fylgt. Mý- mörg dæmi eru um misnotkun á Ríkisútvarpinu í þágu tiltek- inna skoðana og voru nokkur þeirra rakin í fróðlegri grein eftir Hall Hallsson, fyrrver- andi fréttamann Ríkisútvarps- ins, hér í blaðinu í gær. En dæmunum fjölgar stöð- ugt og í Speglinum í fyrrakvöld var til að mynda framið afar augljóst brot á fyrrgreindum lagaákvæðum. Þar var umfjöll- un um þýsk stjórnmál og sér- staklega um slakt gengi frjálsra demókrata í skoð- anakönnunum. Í framhaldi af því fylgdi þessi fyrirlestur: „Ástæðurnar fyrir fylgis- hruninu eru margar. Þar vegur án efa þungt að nýfrjáls- hyggjan, sem frjálsir demó- kratar hafa löngum sett á odd- inn, virðist ekki lengur fá hljómgrunn hjá þýskum kjós- endum. Þar hefur fjár- málakreppa síðustu ára tví- mælalaust haft sitt að segja. Þýskum kjós- endum er orðið ljóst að svokallaður túrbó-kapítalismi er ekki lengur sá töfralykill að vel- sæld og hamingju þjóða sem misvitrir stjórn- málamenn héldu að fólki með umtalsverðum árangri á sínum tíma. Og þó að því fari fjarri að nýfrjálshyggjan hafi valdið jafn miklum hörmungum hér í Þýskalandi og hún gerði á landi elds og ísa norður í ballarhafi þar sem hún lagði efnahagslífið nánast í rúst þá olli hún engu að síður margvíslegum skakka- föllum í fjármálalífi þjóða hér á meginlandinu. Þess vegna eru Þjóðverjar nú bersýnilega ekki lengur ginnkeyptir fyrir þeirri speki að hömlulaust frelsi markaðarins sé undirstaða hamingju og velsældar.“ Nú geta menn út af fyrir sig haft hvaða skoðun sem er á „nýfrjálshyggjunni“, hvað hún er og hvort hún var einhvern tímann við lýði hér á landi eða í Þýskalandi. Í fréttaskýr- ingaþáttum á Ríkisútvarpinu, þar sem lögum samkvæmt á að gæta vel að framsetningu efnis eins og að framan er rakið, geta menn hins vegar ekki leyft sér að flytja slíkan pistil. Augljóst er að þarna er farið langt út fyrir þau mörk hlutlægni og óhlutdrægni sem kveðið er á um í lögunum. Þrátt fyrir þetta mun Rík- isútvarpið vafalítið halda slík- um málflutningi áfram, enda virðist enginn sem ábyrgð ber á Ríkisútvarpinu eða efni þess hafa áhuga á að tryggja að ákvæðum útvarpslaga sé fylgt. Enginn gerir neitt í því þó að lög um Ríkisútvarpið séu ítrekað brotin} Áróður í stað hlutlægni og óhlutdrægni Stjórnarliðargera mikið af því þessa dagana að tala í sig kjark með því að full- yrða að allt sé gott í efnahags- málum þjóðarinnar. Þetta er orðið sérstaklega áberandi í þingræðum. Í gær steig utan- ríkisráðherra til að mynda í ræðustól Alþingis og hélt því fram að við værum „með hóf- lega sköttun á Íslandi“. En hann lét sér þetta ekki nægja heldur hélt hann því einnig fram að allar hagtölur sýndu að efnahagsmálin væru í góðu lagi hér á landi og að kreppan væri að baki. Auðvitað getur verið ágætt að reyna að tala kjark í sjálf- an sig og aðra. Þó er nauðsynlegt að eitthvert vit sé í slíkum hvatning- arorðum því að annars hafa þau þveröfug áhrif. Þeir sem á Össur Skarp- héðinsson hlýddu í gær greiða skatta hér á landi og vita að þeir eru orðnir slig- andi háir. Þeir búa líka við það efnahagsástand sem rík- isstjórnin hefur skapað og vita að erfiðleikarnir eru ekki að baki. Hvernig væri að stjórn- arliðar hættu að snúa hlutum á haus? Ef þeir viðurkenna ekki staðreyndir er ekki við því að búast að þeir lagi það sem aflaga hefur farið. Sjálfshjálparræður stjórnarliða hafa öfug áhrif á áheyrendur} Staðreyndum hafnað J afnaldrar mínir verða fimmtugir á árinu. Þar af leiðandi telst ég um fimmtugt, hvort sem mér líkar bet- ur eða verr. Ég á víðar dökkbláar gallabuxur, dökka úlpu og hettu- peysu. Er meðalmaður á hæð, sumum þykir ég þéttvaxinn og þunglamalegur. En ég er svo heppinn að búa úti á landi og hef pottþétta fjarvistarsönnun. Ég var steinsofandi heima í rúmi snemma á þriðjudagsmorguninn. Sprenging í grennd við Stjórnarráð Íslands er ekki gamanmál, enda er ég ekki að gera að gamni mínu. Opin og skilvirk stjórnsýsla er einfaldlega mér að skapi og þess vegna best að hafa staðreyndar á hreinu hvað mig varðar. Að allt sé uppi á borðum, nema það sem á ekki að vera þar. Ég fór í sund í síðustu viku, í fyrsta skipti í töluvert mörg ár. Það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart að ég skyldi blotna, en ég var búinn að gleyma hve dásam- leg ferð í laugina er; að setjast í heita pottinn altso. Ég blóta. Aðallega þorrann um þessar mundir, en gríp til annars konar blóts stöku sinnum, aðallega þegar Liv- erpool fær á sig mark eða klúðrar færi. Eða þegar fréttir berast af lífeyrissjóðum, fyrrverandi útrásarvíkingum og kúlulánum sem mér buðust því miður aldrei. Eða sem betur fer. Þeim skiptum fækkar að ég blóti þegar ég elda sjálfur. Það er m.a. Jamie Oliver, Nönnu Rögnvaldardóttur og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur að þakka. Líka eiginkonu minni og yngstu dóttur. Ég hef lært töluvert í eldhúsfræðum af þeim öllum og skal fúslega játa að ég hef orðið ótrúlega gaman af því að elda. Mín reynsla er sú að það sé besta leiðin fyrir þéttvaxna, þunglamalega menn á fimm- tugsaldri til þess að slaka vel á. Ég er sönnun þess að fólk sem framan af ævi telur það vera matreiðslu að hita vatn í te eða smyrja rúg- brauðssneið, skera sér ost og leggja ofan á, getur séð ljósið. Talandi um það; ég hef þrisvar á ævinni farið í ljósabekk. En er steinhættur, því útlit- ið skiptir ekki máli heldur innihaldið. Ég tengist ekki lífeyrissjóði á nokkurn ann- an hátt en að hafa greitt samviskulega í hann síðustu þrjá áratugi. Veit ekki hvers vegna mér datt Gulleyjan í hug þegar skýrslan var birt í gær, en það bráðskemmtilega sjóræn- ingjaleikrit Karls Ágústs Úlfssonar og Sigurðar Sig- urjónssonar er nú á fjölunum í höfuðstað Norðurlands. Langi-Jón Silvur, sem Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur af mikilli kúnst, er bölvaður skúrkur en þó af- skaplega ljúfur inn við beinið. Að eigin sögn. Í lokin er rétt að taka fram að símaskráin frá því í fyrra, þykka pappírsbókin, hefur ekki komið inn á mitt heimili. Hún á ekki erindi við þjóðina. Með þessu er ég alls ekki að taka afstöðu. Bókin á einfaldlega ekki erindi við þjóðina. Maður getur farið á ja.is, eða ef einhver vill það ekki hringir hann bara í 118, útibúið á Akureyri. Eða í Félag kvenna í atvinnurekstri. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Best að allt sé uppi á borðum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is H vað á að gera við líf- færin eftir andlátið, á að leyfa læknum að fjarlægja þau sem nothæf eru og græða í aðra sem þurfa á þeim að halda? Nú getur svo farið að við verðum öll að hætta að veigra okkur við að tala um þessa hlið dauðans. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram tillögu um að framvegis verði notuð reglan um „ætlað samþykki“, þ.e. að ein- staklingar séu sjálfkrafa líf- færagjafar nema þeir eða aðstand- endur þeirra hafi óskað annars. Í gildandi lögum er gert ráð fyrir ætlaðri neitun svo afla verður sam- þykkis nánustu ættingja. Aðstand- endur ráðstafa nú líkama okkar eftir dauðann, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr. Við getum þó undirritað svonefnda lífsskrá hjá landlækn- isembættinu og staðfest þannig að við viljum gefa líffærin. Þá erum við um leið að taka kaleikinn frá að- standendum okkar; reynslan sýnir að þegar þeir vita með vissu af slíkri ósk hins látna fallast þeir nær und- antekningalaust á að líffærin séu fjarlægð. Mikilvægast er að fólk tali saman, að sem flestir viti um óskir hvers og eins, löngu áður en mað- urinn með ljáinn ber að dyrum. Um helmingur Evrópuríkja hefur sett lög af einhverju tagi um ætlað samþykki og Bretar íhuga slíka lagasetningu. Í Bandaríkjunum eru lög mismunandi eftir sambandsríkj- um. Rökin með ætluðu samþykki eru ljós: Læknar þurfa að bregðast snöggt við svo að líffærið skemmist ekki, biðtími eftir líffærum er langur og árlega deyja í heiminum þúsundir sjúklinga á biðlista. Kirkjunnar menn styðja að líffæri úr látnum séu notuð ef það geti bjargað lífi annarra. Pólitísku rökin gegn ætluðu samþykki snúast að- allega um sjálfsákvörðunarrétt ein- staklinga (hér aðstandenda): lög- gjafinn sé að ákveða fyrir þá í stað þess að spyrja álits. Fram hefur komið að um 40% að- standenda hérlendis segi nei. Oft er um að ræða óöryggi, fólk veit ekki hvað hinn látni hefði viljað og finnst að þá sé best að gera ekki neitt, hrófla ekki við líkamsleifunum. Sum- ir hafa einhvern tíma orðið fyrir slæmri reynslu í tengslum við slík mál í öðru landi, fundist að komið væri hranalega fram við sig, t.d. krufið án þess að leitað hafi verið samþykkis þeirra. Og loks getur syrgjandi fólk verið í miklu uppnámi og illa fært um að svara. Ýta ekki á aðstandendur „Ég myndi fara mjög varlega með þessa tölu, að í 40% tilfella verði ekki af líffæragjöf og dreg í efa að þetta sé alltaf afdráttarlaust nei,“ segir prestur með mikla reynslu af slíkum málum. „Staðreyndin er að þegar aðstandandi hefur einhverjar efa- semdir ýtir maður ekki á hann.“ En algengt sé líka að einhver spyrji hvort til greina komi að líffæri séu gefin, þannig getur það í miðri sorg- inni dreift huganum að sjá mögu- leikann á að hjálpa öðrum í neyð. Oft geti fjölskyldan þó ekki glímt við spurninguna. Stundum þekkist aðstandendur lítið, tengsl hafa rofn- að í áranna rás. Þeir þurfi því meiri tíma til að átta sig en völ sé á. Mikill skortur er hér á landi á líf- færum til ígræðslu. Allir hafa heyrt um fólk sem hefur farið út og fengið þar nýtt hjarta eða lungu. Flestir vilja vafalaust liðsinna náunganum, líka eftir dauðann. En ef til vill hefur fræðslu fyrir almenning verið ábóta- vant og tillagan áðurnefnda getur þá orðið til að vekja umræður á heim- ilum og eyða óvissu um það hvað maki eða ættingi vill. Mikilvægt að ræða saman um líffæragjöf Morgunblaðið/Eggert Nýtt líf Mikill skortur er á líffærum til ígræðslu en ætli menn sér að gefa líf- færi úr sér eftir dauðann þurfa þeir að láta aðstandendur vita af vilja sínum. Líffæri til ígræðslu fást fyrst og fremst frá látnum en nýru einn- ig frá lifandi gjöfum. Ekki má fjarlægja líffæri úr látnu fólki nema einstaklingurinn sé úr- skurðaður látinn. Skilgreiningin hér á landi er heiladauði, þá er hægt að fjarlægja líffærin áður en blóðrásin stöðvast. Hér á landi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 þar sem skilgreint er að maður telst látinn þegar „óafturkræf stöðv- un hefur orðið á allri heila- starfsemi hans“. Miðað við heiladauða BROTTNÁM LÍFFÆRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.