Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 37
MESSUR 37á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 AKUREYRARKIRKJA | Hljóðfæramessa kl. 11. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Sigríður Guðmarsdóttir prédikar. Matti Saari- nen leikur á gítar, organisti er Eyþór Ingi Jóns- son. Sunnudagaskóli kl. 11, umsjón hafa: Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Þorvaldur Halldórsson söngvari sér um tónlist- ina. Umsjón með sunnudagaskóla hafa Ingunn og Hlöðver. Veitingar á eftir. Léttmessa kl. 20. Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson organisti sjá um tónlistina. Veit- ingar. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni leiðir samveru sunnudagaskólans, sr. Sigurður Jónsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari er Þór- unn Elín Pétursdóttir, organisti er Magnús Ragnarsson. Kaffisopi og djús á eftir. Guðs- þjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar sóknarprests. Forsöngvari er Þórunn Elín Pétursdóttir, org- anisti Magnús Ragnarsson. Vandamenn og vin- ir heimilisfólks velkomnir. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Brúðubíllinn sýnir leikritið Selurinn Snorri. Starfsfólk sunnudagskólans, undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur, sér um fræðslu og leiðir söng. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjón- ar ásamt Auði S. Arndal, Heiðu Lind Sigurð- ardóttur, Baldvini Tryggvasyni og ungum leiðtogum. Batamessa kl. 17, tileinkuð fólki sem hefur unnið í tólf sporunum í kirkjunni. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna ásamt Vinum í bata. Organisti er Jóhann Bald- vinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðs- þjónusta kl. 11. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Gísli Jónasson. Kór Breiðholtskirkju syng- ur, organisti er Örn Magnússon. Kaffi á eftir. Enginn sunnudagaskóli í Breiðholtskirkju, börn- in fara í heimsókn í Fella- og Hólakirkju. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Yngstu kórar kirkjunnar syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Jónas Þórir við hljóðfærið. Guðsþjónusta kl. 14. Stúlkna- og Kammerkór stúlkna syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur, organisti er Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða. Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Zbigniew Zuchowicz og kór Digra- neskirkju K hópur. Veitingar á eftir. Poppmessa kl. 16. Tónlist Regína Ósk o.fl. Úrslit spurn- ingakeppni fermingarbarna og flóamarkaður á eftir. Sjá www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Fermingarbörn vorsins og for- eldrar sérstaklega velkomin. EGILSSTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Börn sem verða fimm ára á árinu heiðursgestir og fá þau bókagjöf. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigríðar L. Sig- urjónsdóttur, Torvald Gjerde leikur á píanó, prest- ur Þorgeir Arason. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, skólastjóri er Sigurlaug Gunnarsdóttir. Heilsunammi og litir á eftir. FELLA- og Hólakirkja | Kirkjukrakkahátíð kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Barnastarf Breiðholtssafnaðar kemur í heim- sókn. Þórey Dögg Jónsdóttir djákni leiðir stund- ina. Litrófið syngur og leiðir safnaðarsöng og tvær stúlkur úr Litrófinu, Lilja Rós Kristbjörns- dóttir og Erna Margrét Sigurðardóttir sýna dans- atriði. Allir koma með veitingar. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN Kefas | Fjölskyldusamveru kl. 11. Tónlist söngur og gestir. Hressing í lokinn. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Sr. Hjörtur Magni predikar og þjónar fyrir altari. Anna Sigga og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík leiða tónlistina ásamt Aðalheiði Þor- steinsdóttur, orgelleikara. GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar. Kór Vídalínskirkju syngur, organisti er Jóhann Baldvinsson. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Þemavika fermingarbarna. Barna- og Æskulýðs- kórar kirkjunnar koma fram ásamt hljómsveit- inni Tilviljun? Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Ferm- ingarbörn taka þátt og sýna afrakstur þemaviku ásamt hljómsveitinni Tilviljun? Kaffihús ferm- ingarbarna á eftir, ágóðinn rennur til góðs mál- efnis. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur og org- anisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir, undirleikari er Stefán Birkisson. Borgarholtsskóli Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón hefur Linda Jóhannsdóttir. Gospelmessa kl. 17. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi kórinn syngur, org- anisti er Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11, um- sjón hefur Helga Kolbeinsdóttir. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til ABC-barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórs- syni á fimmtudag kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta kl. 14 í hátíðarsal. Prestur sr. Auður Inga Einarsdóttir. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Guðsþjón- usta og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Hrönn Helgadóttir organisti og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Árna Þorláks. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októs- son, kirkjuvörður Ólafur Hjálmarsson. Kaffisopi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhann- esdóttir þjónar, Barbörukórinn leiðir sönginn undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar org- anista. Molasopi á eftir. Morgunmessa á mið- vikudag kl. 8.15. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og hópi messuþjóna. Drengjakór Reykjavíkur í Hall- grímskirkju leiðir messusönginn undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðsþjón- usta kl. 11. Barnastarfið í höndum Páls Ágústs og Hreins. Organisti er Kári Allansson og prest- ur Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Hátíð fermingarbarna í söfnuðum Kópa- vogs, haldin í Digraneskirkju kl. 16. Spurningar- keppni, flóamarkaður og poppmessa. Sjá www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Samkoma kl. 17. Bænastund kl. 16.30. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 17. Kafteinn Rannvá Olsen talar. HREPPHÓLAKIRKJA | Messa kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma og brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður er Vörður Leví Traustason. Kaffi á eftir. Samkoma hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. Hafliði Kristinsson prédikar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Lofgjörð, fyrirbænir og heilög kvöld- máltíð. Friðrik Schram predikar. Barnastarf í aldursskiptum hópum á sama tíma. Kaffi á eft- ir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa, Jón Árni og fleiri stýra stundinni. Súpa á eftir. Kvöld- messa kl. 20. Messuþjónar taka þátt og lesa texta. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20, bæna- samvera. Samkomuþjónn verður Björgvin Þórð- arson. Á eftir eru gestir hvattir til að staldra við. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sunnudaga- skólinn tekur þátt. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Söngur, sögur og bænir. Organisti er Jón Stefánsson, prestur Sigrún Óskarsdóttir. Kaffi og djús á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni organista, kór Laugarnes- kirkju, sunnudagaskólakennurum og hópi messuþjóna. Kaffi. Kvöldsöngur á þriðjudag kl. 20. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari og pre- dikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur, org- anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Gestasöngv- arar eru konur úr Bústaðasókn, sönghópurinn „Glæðurnar“. Fiðluleik annast Ágústa Dómhild- ur Karlsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Arnhildur. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11 í Lindakirkju og Boðaþingi. Guðsþjónusta kl. 14. Kórinn leiðir safnaðarsönginn ásamt Óskari Einarssyni. Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar. Sameiginleg ferming- arbarnahátíð þjóðkirkjusafnaða Kópavogs kl. 16 í Digraneskirkju. Sjá www.lindakirkja.is. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Guðsþjón- usta kl. 14. Fermingarbörn sérstaklega boðuð ásamt foreldurum sem og öllum öðrum. Prestur sr. Axel Á Njarðvík settur sóknarprestur. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Umsjón með barnastarfi hafa: Sigurvin, Katrín og Ari. Veitingar á eftir. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður er Hermann Bjarnason. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar. Ferm- ingarbörn lesa ritningarlestra. Prestur sr. Sigríð- ur Gunnarsdóttir. Kaffisopi á eftir. SELFOSSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ninna Sif, sr. Óskar og Edit kórstjóri hafa umsjón með samverunni. Yngri barnakór kirkjunnar syngur. Kökubasar æskulýðsfélags- ins á eftir og veitingar. Kvöldmessa með Ragn- heiði Blöndal kl. 20. Fluttar verða dægurperlur í bland við ritningarorð, hugvekju og bæn. Prest- ar eru sr. Óskar og sr. Ninna Sif. Sjá www.sel- fosskirkja.is SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng og organisti er Tómas Guðni Egg- ertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku fólks úr íþróttafélaginu Gróttu. Haraldur Eyvinds, formaður félagsins flytur ávarp. Guðjón Norðfjörð, stjórnarmaður í Gróttu flytur hugleiðingu og Gróttufélagar lesa lestra og bænir. Barnakórinn Litlu snillingarnir syngja ásamt félögum úr Kammerkór kirkjunnar. Sókn- arprestur og organisti þjóna. Sunnudagaskól- inn á sama tíma. Kaffi. Fræðsluerindi kl. 9.45. Þórhalla Andrésdóttir, sjúkraþjálfari. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur. STÓRA Núpskirkja | Messa kl. 14. VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjölskyldu- samkoma kl. 14. Brauðsbrotning, barnastarf, lofgjörð, predikun og fyrirbæn. Högni Valsson predikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt fræðurum sunnudagaskólans. Barn borið til skírnar. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Djús og molasopi á eftir. Sjá www.gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Kirkjuskóli í dag, laugardagi kl. 11. Guðsþjónusta á sunnu- dag kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. ORÐ DAGSINS: Verkamenn í víngarði. (Matt. 20) Morgunblaðið/Einar Falur Eyrarbakkakirkja. Tíska & Förðun 17. febrúar gefurMorgunblaðið út sérblað tísku og förðun. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna vorið 2012 í förðun, snyrtingu, og fatnaði, fylgihlutir auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira MEÐAL EFNIS: • Förðun. • Nýjar og spennandi förðu- narvörur. • Litir og línur vorið 2012. • Húðin,krem og meðferð. • Snyrting. • Nýjustu ilmvötnin. • Nýjustu herrailmirnir. • Neglur. • Kventíska. • Herratíska. • Fylgihlutir fyrir dömu og herra. • Skartgripir. • Tíska, í förðun og hári fyrir árshátíðirnar. • Straumar og stefnur í tískunni í vor. • Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Þann um LifunTíska og fö rðun SÉ RB LA Ð –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.