Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Íslenski dansflokkurinn (ÍD) frum- sýnir í kvöld verk eftir Ísraels- manninn Ohad Naharin, sem talinn er einn af fremstu nútímadanshöf- undum heims um þessar mundir. Verkið nefnist Minus 16 og er upp- setningin styrkt af Aurora velgerð- arsjóði. Að sögn höfundar er Minus 16 samsuða ótal margra ólíkra þátta. „Söguþráður verka minna fjallar um tilurð þeirra sjálfra. Ég legg áherslu á áferð, umfang, ýkjur og úrdrátt. Einnig vil ég gera mikið úr getu okk- ar til að hlæja að sjálfum okkur,“ segir Naharin. Minus 16 hefur verið sýnt víða um heim, meðal annars í Finnlandi, Danmörku og Hollandi. Samkvæmt Naharin breytist verkið í meðförum hvers dansflokks. „Verkið þróast og breytist eftir þörfum dansaranna hverju sinni.“ Að sögn Naharins hefur samstarfið gengið vel. „Ég kann að meta and- rúmsloftið og kraftinn í dönsurunum og ég finn að þeir hafa náð að fanga kjarna verksins og túlka hann af sannfæringu.“ Sameiginlegt tungumál Naharin hefur verið listrænn stjórn- andi Batsheva-danshópsins í Ísrael síðan 1990, en flokkurinn er einn virtasti dansflokkur veraldar. Minus 16 er fyrsta samstarfsverkefni ÍD og Naharins. Aðspurður segir Naharin margt líkt með ÍD og Batsheva- dansflokknum. „Dansarar um allan heim eiga mun fleira sameiginlegt en flesta grunar. Þeir deila skilningi sem gerir það að verkum að dans- höfundar geta unnið vandkvæða- laust með fólki hvaðanæva úr heim- inum.“ Að sögn Naharins leitar hann að samspili milli hæfni, ímyndunar- afls og ástríðu hjá þeim dönsurum sem hann vinnur með. Spurður út í kímni verksins segir Naharin hana meira í ætt við kitl en hefðbundið grín. „Kómíski hluti verksins er gagnvirkur, þá eiga dansararnir samskipti við áhorf- endur.“ Tónlistin við verkið er fjöl- breytt, þar á meðal er lounge-tónlist, Dean Martin og hebresk þjóðlög í rokk-útsetningu Naharins sjálfs, en hann á iðulega þátt í tónlistinni sem hljómar undir verkum hans. Af æfingu Dansverkið Minus 16 hefur verið sýnt víða um heim, m.a. í Finnlandi, Danmörku og Hollandi. Ástríða Naharin segir verkið þróast og breytast eftir þörfum dansaranna. Ísraelsk samsuða  Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Minus 16 eftir Ohad Naharin, rokkstjörnu dansheimsins Morgunblaðið/Golli Einbeitt Minus 16 er fyrsta samstarfsverkefni ÍD og Naharins. Bíómyndin Eldfjall fékk flestar til- nefningarnar til Edduverðlaun- anna í ár, fjórtán talsins, en þær voru kunngjörðar í gær. Verð- launahátíðin fer fram í Gamla bíói laugardaginn 18. febrúar nk. Eld- fjall er tilnefnt í nær öllum flokk- um, t.a.m. leikstjóri ársins, handrit ársins og bestu leikarar og leik- konur í aðal- og aukahlutverkum, en að auki er hún tilnefnd sem bíó- mynd ársins og keppir þar við Borgríki og Á annan veg. Heimildarmyndin Andlit norð- ursins, sem fjallar um Ragnar Ax- elsson, ljósmyndara Morgunblaðs- ins, er meðal þeirra heimildamynda sem tilnefndar eru. 27 manns í fjórum valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarps- efni, heimildamyndir og fagverð- launanefnd) sáu um að velja tilnefn- ingar úr innsendum verkum en alls voru 97 verk send inn í Edduna í ár, þar af 50 sjónvarpsþættir en það er 35% aukning frá því í fyrra. Eldfjall með 14 tilnefningar til Eddunnar Eddan Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki árið 2011. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% CHRONICLE KL. 1 (TILBOÐ) - 4 - 6 - 8 - 10 12 CHRONICLE LÚXUS KL. 1 - 4 - 6 - 8 - 10 12 THE GREY KL. 8 - 10.30 16 CONTRABAND KL. 5.30 - 8 - 10.25 16 THE DESCENDANTS KL. 1 (TILBOÐ) - 3.25 - 5.30 - 8 L UNDERWORLD / AWAKENING KL. 10.30 16 THE SITTER KL. 6 14 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L FRÉTTATÍMINN FBL. FRÉTTABLAÐIÐ LEIKSTÝRÐ AF LUC BESSON SANNSÖGULEG MYND UM ÆVI FRIÐARVERÐLAUNAHAFANS AUNG SAN SUU KYI HEIMSFRUMSÝNING Á MYNDINNI SEM ÞIÐ VILJIÐ ALLS EKKI MISSAAF LISTAMAÐURINN KL. 4 (TILBOÐ) - 6 - 8 - 10 L BARNSFAÐIRINN KL. 8 L ATHVARFIÐ KL. 10 L STRÍÐSYFIRLÝSING KL. 6 L SÉRSVEITIN KL. 8 12 HADEWIJCH KL. 10 L ÖLD MYRKURSINS KL. 4 (TILBOÐ) L SAMAN ER EINUM OF KL. 6 L ÞRAUKI EINN FYLGJA HINIR KL. 3.40 (TILBOÐ) THE LADY KL. 5.30 - 8 16 THE DESCENDANTS KL. 3 (TILBOÐ) - 10.30 L YFIR 20.000 MANNS! FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG BARNSFAÐIRINN KL. 6 L ATHVARFIÐ KL. 4 (TILBOÐ) L STRÍÐSYFIRLÝSING KL. 8 L SÉRSVEITIN KL. 10 12 ÖLD MYRKURINS KL. 8 L SAMAN ER EINUM OF KL. 3.50 (TILBOÐ) ÞRAUKI EINN FYLGJA HINIR KL. 5.40 L LAUGARDAG SUNNUDAG CHRONICLE KL. 8 - 10 16 THE GREY KL. 10.10 L THE DESCENDANTS KL. 4 (TILBOÐ) - 6 L CONTRABAND KL. 6 - 8 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 4 (TILBOÐ) L LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar CHRONICLE Sýnd kl. 6 - 8 - 10 CONTRABAND Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:25 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 PRÚÐULEIKARARNIR Sýnd kl. 1:45 (750kr.) - 3:30 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 1:45 (950kr.) - 4 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL „EINBESTAMYNDÁRSINS-PUNKTUR“-JAKEHAMILTON,FOX-TV M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGFÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA ÍSLENSKU R TEXTI V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL 2 VIKUR Á TOPPNUM! „Einstaklega vel gerð spennumynd“ -Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL 2 ÓSKARS- TILNEFNINGAR H.S.K. -MBL HHHH Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH B.G. - MBL HHH M.M. - Biofilman.is HHHH HEIMSFRUMSÝNING Á MAGNAÐRI MYND SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF! YFIR 20.000 MANNS!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.