Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Íslenskur kynfæraþvottur … 2. Ungfrú Brasilía í yfirstærð 3. Andlát: Bjarni Þórðarson 4. Hús Hannesar Smárasonar selt  Vesturport sýnir stuttmyndina Korriró í Tjarnarbíói kl. 16 á morgun. Björn Hlynur Haraldsson leikstýrir en með aðalhlutverk fer Nína Dögg Fil- ippusdóttir. Aðeins er um að ræða tvær sýningar og verður sú síðari næstkomandi föstudag. Morgunblaðið/Kristinn Vesturport sýnir stuttmyndina Korriró  Lifnað hefur yf- ir leikhúslífinu á Akureyri en at- hygli vekur að tvær söluhæstu leiksýningarnar þessa dagana á midi.is eru fyrir norðan. Á toppi listans trónir Nei ráðherra en fyrsta sýningin er í kvöld og er því óhætt að segja að miðasal- an hafi farið vel af stað. Gulleyjan var frumsýnd fyrir rúmri viku og gengur fyrir troðfullu Samkomuhúsi. Lifnað yfir leikhús- lífinu á Akureyri  Kærleikar, hvatningarhátíð Berg- ljótar Arnalds, fara fram á Austurvelli kl. 14 í dag. Markmið hátíðarinnar er m.a. að efla samkennd og veita hvatn- ingu og munu m.a. eldgleypar, englar og tónlistarmenn mæta. Sveitarfélög hafa gefið íshjörtu, hjartalaga gas- blöðrur og engla- búninga og er stefnt að því að slá heimsmet í hópknúsi. Í lokin verður lagt upp í Kærleiksgöngu. Eldgleypar á Kær- leikum á Austurvelli FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í vestlæga átt, hvasst með S- og SA-ströndinni, annars mun hægari. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á sunnudag Norðvestan 10-15 og él NA-til í fyrstu, annars mun hægari og þurrt. Vægt frost. Vaxandi suðaustanátt og rigning eða slydda vestast um kvöldið. Á mánudag Sunnan 13-18 m/s og súld eða rigning, en úrkomulítið á NA-landi. Hægari um kvöldið og styttir upp V-lands. Hiti 5 til 12 stig. New York Giants og New England Pat- riots leika um Ofurskálina í banda- ríska ruðningnum annað kvöld. Sömu lið léku til úrslita fyrir fjórum árum og Gunnar Valgeirsson, sérfræðingur Morgunblaðsins, hefur sjaldan upp- lifað aðra eins spennu og var á vell- inum í Phoenix þann dag. Hann veltir vöngum yfir möguleikum liðanna í íþróttablaðinu. »4 Úrslitaleikurinn um Ofurskálina „Ég hef ekki skrifað undir neinn samning við neitt fé- lag enn sem komið er,“ seg- ir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, um fregnir af því að hann sé búinn að semja við stórliðið Kiel. Hann von- ast eftir því að verða dansk- ur bikarmeistari með AG um helgina en fimm Íslendingar leika í undanúrslitum keppninnar í dag. »1 Hef ekki skrifað undir samning Samuel Tillen var í röðum Chelsea í níu ár en er nú að hefja sitt fimmta tímabil sem leikmaður Fram. Hann fann leikgleðina aftur á Íslandi, er ánægður með fótboltann og aðstæð- urnar á Íslandi og kveðst vera ævin- lega þakklátur John Terry, fyrirliða Chelsea, fyrir fram- komu hans í sinn garð. » 2-3 Fann leikgleðina aftur í íslenska fótboltanum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það reyndi ótrúlega lítið á hestinn og ég þurfti ekkert að gera öðruvísi en venjulega,“ segir Artemisia Bert- us úr liði Hrímnis sem sigraði á hest- inum Óskari frá Blesastöðum 1a á fyrsta móti vetrarins í meistaradeild í hestaíþróttum. „Ég veit að hesturinn getur betur og ég hef oft riðið betur,“ bætir hún við. Keppt var í fjórgangi í Ölfushöll- inni í fyrrakvöld. Artemisia hefur áð- ur keppt í deildinni og öðrum mótum en þetta er fyrsta keppni Óskars svo óhætt er að segja að hann hafi byrjað keppnisferil sinn með glæsibrag. Óskar frá Blesastöðum 1a er fyrstuverðlaunastóðhestur sem Arte- misia hefur þjálfað frá því á árinu 2010. „Hann er svolítill töffari, ákveð- inn, og það þarf að hafa fyrir því að fá hann til að gera hlutina með manni. Þegar því er náð er hann tilbúinn að vinna endalaust enda mjög duglegur hestur.“ Óskar er góður ganghestur með einstaklega gott tölt og ber sig vel. Þarf að undirbúa sig vel „Keppni snýst um að vera vel und- irbúinn svo maður geti sýnt sig og hestinn vel. Þá er gaman, líka fyrir áhorfendur. Ég hef ekki gaman af því að mæta illa undirbúin og vita fyr- irfram að ekkert gengur. Það er auð- vitað alltaf happdrætti með unga hesta sem koma fram og líka hvernig áhorfendum og dómurum líkar við það sem verið er að gera en það gerir keppnina spennandi,“ segir Artemisia. Hún vinnur sjálfstætt við tamningar og hefur aðstöðu í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Þá er hún í góðu samstarfi við þýska hrossaræktarbúið Sunna- holt og þjálfar meðal ann- ars tvo fyrstu verðlauna- stóðhesta sem búið á. Það eru títtnefndur Óskar frá Blesastöðum 1a og Korgur frá Ingólfshvoli sem búið keypti í vetur. Hún reiknar með að mæta með báða hestana og fleiri á landsmót hestamanna sem haldið verður í Reykjavík í sumar og á Íslandsmót í hestaíþróttum í Skagafirði. Aldrei að gefast upp „Það er þolinmæði, aldrei að gefast upp þótt manni þyki allt ómögulegt. Ég hef mikla trú á réttri þjálfun. Ég hugsa um hestinn eins og íþrótta- mann þar sem þjálfuð er rétt líkams- beiting og réttir vöðvar. Svo þarf samspil knapa og hests að vera á hreinu,“ segir Artemisia. „Ástundun er mikilvæg, nauðsynlegt er að þjálfa hestinn vel og reglulega og fara ekki yfir mörk hins mögulega þótt stund- um sé farið að mörkunum.“ Óskar er svolítill töffari  Artemisia Bertus sigraði á heimavelli Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurlaun Artemisia Bertus tamningamaður tók við sigurlaunum sínum að lokinni keppni í fjórgangi í meist- aradeild í hestaíþróttum. Stóðhesturinn Óskar frá Blesastöðum 1a stóð sig eins og hetja á sínu fyrsta móti. Artemisia Bertus er fædd og alin upp í borginni Maastricht í Hol- landi. Sex ára fór hún fyrst á bak og kynntist ung íslenska hest- inum hjá smáhestaklúbbi. Hún er ein þeirra fjölmörgu sem hest- urinn hefur dregið til landsins. „Mig langaði til Íslands til að kynnast hestinum betur og kom hingað þegar ég var nýorðin nítján ára. Ég er úr listamanna- fjölskyldu og fór aft- ur til Hollands í list- nám en kláraði ekki. Komst að því að mig langaði frekar að vera tamningamaður á Íslandi,“ segir Artemisia. Hún hefur unnið á mörgum þekktum tamningastöðvum og lokið reið- kennaranámi á Hólum. „Það er allavega ekki veðrið, ég er kuldaskræfa,“ segir hún og samsinnir því að hesturinn haldi henni við efnið hér á landi. „Ég hef alltaf verið að hugsa um að fara í meira nám en það er erfitt að stunda eitthvað með hesta- mennskunni, hún er svo tíma- frek.“ Tamningar umfram listirnar ÍSLENSKI HESTURINN LOKKAÐI HANA TIL ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.