Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Jólin búin Jólaljósin voru tekin niður við Strandgötuna í Hafnarfirði í vik- unni og þar með lauk nýjustu jólahátíðinni formlega í bænum. Ómar Að undanförnu hef- ur verið í fjölmiðlum umfjöllun um frestun, eða ekki frestun, á út- gáfu Orkustofnunar á svokölluðum rann- sóknarleyfum. Þetta má rekja til þess að á síðasta ári beindi iðn- arráðherra þeim til- mælum til stofnunar- innar að útgáfu rannsóknarleyfa vegna fyrirhugaðra vatnsafls- og jarð- varmavirkjana sem verkefnisstjórn um rammaáætlun fjallaði um skyldi frestað þar til þingsályktunartillaga á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun væri afgreidd á Alþingi, eða í síðasta lagi til 1. febr- úar sl. Í stuttu máli er um þessa þingsályktunartillögu að segja að hún hefur ekki verið afgreidd enn sem komið er og því eru umrædd tilmæli ráðherra úr gildi fallin. En hvað svo? Er Orkustofnun nú heim- ilt að gefa út rannsóknarleyfi eins og enginn sé morgundagurinn? Af umfjöllun í fjölmiðlum má ráða að eingöngu sé litið til þess hvað ráðherra muni gera, svona eins og ábyrgt foreldri gagnvart óstýrilátu barni sínu. En er það svo að aðkoma ráðherra sé hér það sem öllu máli skiptir? Hefur eitthvað breyst frá því að fyrri tilmæli voru gefin? Það skal haft í huga að til- mæli ráðherra voru send í skjóli þess að Orkustofnun starfaði sem leyfisveitandi í umboði ráðherra. Þar af leiðandi er augljóst að það sem ráðherra veitti gat ráðherra tek- ið til baka. Því fólu til- mælin í raun í sér tímabundna aft- urköllum á leyfisveit- ingarvaldi sem ráð- herra hafði fulla heimild til. Allt þetta breyttist svo um síðustu áramót þegar þær breytingar voru gerðar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu að Orkustofnun var veitt lögboðið leyfisveitingarhlutverk. Reyndar er það hlutverk þó ekki skýrara en svo að bæði ráðherra og stofnunin geta heimilað útgáfu rannsóknarleyfa, hver svo sem ástæða þessa óskilvirka kerfis er. Burtséð frá óskýrum hliðstæðum heimildum tveggja mismunandi stjórnsýslustiga hefur Orkustofnun því nú lögbundna leyfisveiting- arheimild en starfar ekki í umboði ráðherra hvað það varðar. Í lögunum er svo talað um að ráðherra sé heimilt að hafa frum- kvæði að og/eða láta rannsaka og leita að auðlindum í jörðu hvar sem er á landinu og með sama hætti getur Orkustofnun heimilað öðrum rannsóknir og leit og skal þá gefa út rannsóknarleyfi til viðkomandi. Í þessu felst eingöngu að ráðherra og Orkustofnun er heimilt en ekki skylt að veita umbeðin leyfi. Það hvílir því ekki lögboðin skylda á þessum stjórnvöldum að veita leyfi og í raun að taka umsóknir til um- fjöllunar. Í skjóli valdheimilda sinna geta þessi stjórnvöld, óháð til- mælum eða öðru sambærilegu plaggi, hafnað útgáfu umbeðinna leyfa. Eftir sem áður þurfa allar ákvarðanir að byggjast á málefna- legum sjónarmiðum og virðingu við stjórnsýslulög og á það við í þessu sem og öðru. Það er því ljóst að Orkustofnun getur að eigin frumkvæði hafnað því að veita rannsóknarleyfi svo lengi sem málefnaleg rök búa þar að baki. Þetta er því á endanum spurning um vilja og staðfestu frek- ar en yfirfærslu á ákvörðunartöku – þ.e. er lægra sett stjórnvald tilbúið til að taka af skarið? Eftir Lárus Michael Knudsen Ólafsson » Að undanförnu hefur verið umfjöllun um frestun á útgáfu Orku- stofnunar á rannsókn- arleyfum. Spurning er hvort nú er heimilt að gefa út rannsókn- arleyfi? Lárus Michael Knudsen Ólafsson Höfundur er lögfræðingur og fyrrver- andi yfirlögfræðingur Orkustofnunar. Valkvíði stjórnvaldsins – leyfi til að hafna leyfi Umsókn Íslands að ESB klýfur þjóðina í tvennt. Hvarvetna eru menn tvístígandi – og þeirri spurningu heyr- ist oftar kastað upp: hvert er framhaldið? Harkan í umræðunni eykst. Umsóknin hefur komið bæði vinnu Al- þingis og stjórnsýsl- unnar í uppnám. Það er heldur ekki að undra. Margir þeir sem voru hlynntir því að sækja um aðild héldu að hér væri um samninga- viðræður að ræða. Þeir héldu í sak- leysi sínu að hér gengju tveir full- bærir aðilar til samninga á sjálfstæðum forsendum. Sumir halda enn í þessa óskhyggju og tala um samninga. Ég virði skoðanir opinberra ESB- sinna sem viðurkenna af heilindum samningaviðræðurnar eins og þær eru: aðlögunarferli. Þeir vilja hraða för okkar eins og kostur er inn í sam- bandið. Þeir eru ekki í neinu „bjöl- luati“. För annarra er hins vegar heldur verri – þeirra sem tala í vestur en ganga samt í austur þegar ESB- aðild er til umfjöllunar. Aðlögun en ekki samningar við ESB Það er mikill misskilningur að hægt sé að leika sér í milliríkjasamn- ingum, að „kíkja hvað sé í pakk- anum“. Ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu fer inn í aðlög- unarferli þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Ráðamenn í Brussel gera ráð fyrir að umsókn- arríki hafi gert upp hug sinn og vilji inn í félagsskapinn. Evrópusam- bandið býður ekki upp á neinar óskuldbindandi viðræður. Á vefsíðu ESB sem fjallar um stækkun ESB segir orðrétt: „Í fyrsta lagi er mik- ilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið mis- vísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upp- töku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 90 þúsund blaðsíð- ur. Um þessar reglur … verður ekki samið.“ [1]„First, it is import- ant to underline that the term „negotiation“ can be misleading. Ac- cession negotiations fo- cus on the conditions and timing of the can- didate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules … are not negotiable.“ (Sjá:http://ec.europa.eu/ enlargement/pdf/publication/enl- understand_en.pdf). Verðum að uppfylla kröfur ESB frá fyrsta degi aðildar Aðildarviðræðurnar felast í því að bera saman lög og regluverk Íslands og ESB og skoða hverju Ísland þarf að breyta í sínu kerfi og stjórnsýslu til að falla að regluverki ESB. Að lok- inn rýnivinnu ESB metur það hvern- ig Ísland er í stakk búið til að gangast undir regluverk og innra skipulag ESB á einstökum sviðum. Það er skil- yrði af hálfu ESB að Ísland hafi að- lagað sig að öllu regluverki og kröfum ESB áður en hægt er að ljúka „samn- ingum“. Ísland þarf að geta sýnt fram á að það geti starfað sem fullgildur aðili frá fyrsta degi aðildar. Þess vegna erum við í aðlögunarferli að ESB en ekki í samningaviðræð- um.Vissulega tekur aðildin ekki gildi fyrr en Ísland og ríki ESB hafa sam- þykkt aðildarsamning. Áður en að þeim lokadegi kemur þarf Ísland hins vegar að hafa aðlagað sig að ESB með fullnægjandi hætti að mati ESB- ríkjanna. Að kaupa sér velvild ESB er gjafmilt í aðlögunarferlinu. Þegar svokallaðri rýnivinnu er lokið er reynt að leggja mat á hvað það kosti að undirbúa umsóknarríkið fyr- ir aðild. IPA-styrkir (Instrument for pre-accession assistance) – milljarðar króna, ferðastyrkir og aðlögunarfé – standa umsóknarríkinu til boða til að breytast í ESB-ríki. Ummæli Ögmundar Jónassonar um að stjórnsýslan og stofnanakerfið íslenska ánetjaðist ESB í gegnum þessa peninga vöktu hörð viðbrögð. En sveltandi stjórnsýslustofnunum er vorkunn og auðvitað eru það stjórnmálamenn sem bera ábyrgðina en ekki embættismenn. Böggull fylgir þó skammrifi því krafist er að veitt skuli umfangsmikil fríðindi gagnvart þessum aðlögunar- styrkjum. Þingsályktunartillaga og lagafrumvarp þessa efnis liggur nú fyrir Alþingi sem felur í sér að sendi- boðum ESB, sem eiga að sannfæra þjóðina um ágæti ESB og undirbúa jarðveginn fyrir aðild, eru boðin ómæld skattfríðindi og persónuleg lögvernd. Umsókn í ESB á krossgötum Þegar framkvæmdastjórn ESB hefur lokið að rýna í hvern kafla sem hinu svokallaða samningaferli er skipt upp í, en þeir eru 33, gerir hún tillögu til ESB-landanna 27 annað hvort um að Íslendingar séu hæfir til að hefja samninga um kaflann eða þá að okkur er sagt að svo sé ekki og send heim að lesa skilyrði ESB betur. Það gerðist varðandi kafla 22 um byggðastefnu og kafla 11 um land- búnað og dreifbýlisþróun. Geta má þess að (gagn)rýniskýrsla ESB um kafla 13 um sjávarútvegsmál hefur ekki enn litið dagsins ljós, sem vænt- anlega er vegna innbyrðis ágreinings ESB-landanna um regluverk til næstu framtíðar fyrir þessa lífæð okkar, sjávarútveginn. Kröfur ESB liggja nú fyrir Nú er rýnivinnu ESB að mestu lokið þ.e.a.s. samanburði á lagaverki ESB og Íslands, auk tillagna fram- kvæmdastjórnarinnar til ráðs ESB um hvernig skuli höndla Ísland í ein- stökum málum. Þrjú ár verða liðin í vor frá því umsóknin var send og orð- ið ljóst hvað í boði er. „Samningar“ sem sumir kalla svo geta þá hafist. „Samningar“ er þó rangnefni því í raun snúast þeir fyrst og fremst um aðlögun okkar að regluverki ESB, hvernig skuli haga röðun og tíma- setningu fyrir hvert þrep í aðlög- uninni sem verður að hafa átt sér stað áður en viðkomandi kafla af þeim 33 sem um ræðir er lokað. Hér má minna á að í reynd er það ESB sem tekur ákvörðun um opnun, efnismeðferð og lokun hvers kafla fyrir sig. Allt tal um samningagerð og jafnræði milli aðila við hana er afbök- un. Ekki síst þegar það er meg- instefna Íslands að ljúka samn- ingagerð hvað sem það kostar til þess eins að geta borið samninginn undir þjóðaratkvæði. Eins og ítarlega er rakið hér að framan þá er umsókn Íslands að ESB þessa stundina á afdrifaríkum kross- götum. Enn er hægt að snúa við frá því foraði sem við sjáum að við höfum leiðst út í. Að minnsta kosti er hægt að spyrja þjóðina hvort hún vill fara í þá óafturkræfu aðlögun og miklu óvissu sem fram undan er. Spyrjum þjóðina núna Því má spyrja þessara spurninga: – Viljum við í skugga aðlögunarsamn- inga við ESB tefja hér eðlilega laga- vinnu, uppbyggingu og þróun at- vinnulífs og samfélags á sjálfstæðum forsendum? – Viljum við taka við milljörðum króna frá ESB í aðlög- unarstuðning til að það kaupi sér tímabundna velvild landsmanna? – Viljum við veita þiggjendum þessa erlenda gjafafjár – IPA-styrkjanna – víðtæk skattfríðindi? – Viljum við leyfa erlendu ríkjasambandi að koma hér upp öflugum upplýsinga- og áróð- ursmiðstöðvum og verja þar til hundruðum milljóna króna ár hvert? – Hvaða þýðingu hefur það að stilla upp samningsafstöðu og fara með óskalista til Brussel, þegar við vitum fyrir fram hvaða kröfur ESB setur fyrir því að ljúka samningum? Kjósum um ESB áður en lengra er haldið Ég þekki vel þá orðræðu að ekki þýði í aðlögunarferlinu að nefna toll- vernd fyrir íslenskan landbúnað. Eigi heldur þýði að nefna bann við inn- flutningi á hráu kjöti eða jafnvel lif- andi dýrum. Krafa ESB stendur um að gjörbylta stoðkerfi íslensks land- búnaðar, að afsala okkur fyrirfram rétti til nýtingar sjávarspendýra. Lýsa yfir að okkur sé ekkert að van- búnaði að samþykkja að fiskveiðum sé stýrt frá Brussel o.s.frv. Þessum atriðum virðast áhugamenn um að ljúka samningum hvað sem það kost- ar tilbúnir að kyngja, þó það brjóti gegn þjóðarhagsmunum, en bæta alltaf við að allt sé í lagi því þjóðin eigi síðasta orðið. Ég treysti þjóðinni til að vera sá öryggishemill sem heldur, þegar ráðandi stjórnmálamenn mis- stíga sig á ögurstund eins og sem ný- leg dæmi sanna. Hins vegar tel ég farsælla og rétt að þjóðin komi fyrr að málum og kveði á um framhaldið. Rétt er að vekja athygli á að við er- um ein af ríkari þjóðum Evrópu. Þess vegna þurfum við að greiða milljarða króna inn til miðstjórnar Evrópusam- bandsins ef við göngum þar inn. Samningar okkar við önnur ríki ut- an ESB verða í uppnámi meðan á að- lögunartímanum stendur, því þeim þarf öllum að segja upp fyrir aðild. Forsætisráðherra sagði nýlega að Ís- lendingar þyrftu að ákveða á næstu vikum eða mánuðum hvort við tækj- um upp evru. Þrír stjórnmálaflokkar hafa lýst sig andvíga aðild. Aðeins einn er fylgjandi. Eðlilegt er á þess- um tímamótum að spyrja þjóðina hvort eigi að halda þessu ferli áfram. Við þekkjum nú vel kröfur ESB. Að óbreyttu fer aðlögun að ESB á fullt og erfitt getur verið að kippa ein- stökum hlutum aðlögunarsamnings- ins til baka þó svo samningurinn í heild verði felldur. Leggjum fram- hald aðlögunarinnar að ESB því í dóm þjóðarinnar áður en lengra er haldið. Eftir Jón Bjarnason »Ráðamenn í Brussel gera ráð fyrir að um- sóknarríki hafi gert upp hug sinn og vilji inn í fé- lagsskapinn. Evrópu- sambandið býður ekki upp á neinar óskuld- bindandi viðræður. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Þjóðaratkvæði um ESB samhliða forsetakosningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.