Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Sunnudaginn 29. janúar sl. voru haldnir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem Sinfóníuhljóm- sveit tónlistarskólanna ásamt Kór Flensborgarskóla og Kór Menntaskólans í Reykjavík fluttu tónverk eftir Bizet, Tsjaíkovskíj, Sibelius og Hjálmar H. Ragn- arsson. Þessir tónleikar voru einstakir að því leyti að nánast allir u.þ.b. 300 flytjendurnir eru ungmenni á aldrinum 11 ára til tvítugs og hafa öll valið sér það að læra tónlist og stunda hana sér og öðrum til upp- lyftingar. Undir stjórn eldhuga og fórn- fúsra kennara hafa þessi ung- menni setið á þrotlausum æfing- um fyrir þessa tónleika ásamt því að stunda sína skóla og annað tómstundastarf eins og gengur. Í Hörpu var hvert sæti skipað og voru þar aðstandendur unga tónlistarfólksins í miklum meiri- hluta. Fyrir undirritaðan, sem er ekki tíður gestur á tónlistarviðburðum var þetta fyrst og fremst stuðn- ingur í verki við barnabarn, sem þarna kom fram ásamt félögum sínum til að flytja ljúfa tónlist í þessum fallega, tilkomumikla sal. Þegar ég gekk inn í dimm- rauðan salinn og sá allan þennan fjölda af fallegum, einbeittum ungmennum með sín hljóðfæri þyrmdi yfir mig og fann þá strax að þarna yrði þörf fyrir vasaklúta eða handklæði til að taka við tár- unum sem þegar þrýstu á. Upplifunin var mjög sterk að sjá allt þetta unga fólk sem vildi leggja á sig alla þessa vinnu og ástundun til að gleðja, bæði sig sjálf og alla þá sem vildu njóta með þeim þessarar stundar. Það var sterk og einbeitt kærleikstilfinning og gleði í saln- um þar sem foreldrar og aðstand- endur tónlistarfólksins horfðu stolt og þakklát til afkomendanna á sviðinu. Þessi glæsilegi hópur ung- menna flutti okkur falleg og krefjandi verk og þeim fórst það frábærlega undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Ég er viss um að ég tala fyrir munn allra gestanna, þegar ég þakka fyrir yndislega stund og magnaða hópkærleiksupplifun í Hörpu og þakka öllum sem að tónleikunum stóðu fyrir dugn- aðinn og framtakið. Einhvern veginn virðast þessir yndislegu tónleikar hafa farið framhjá fjölmiðlum landsins því ekki hef ég undirritaður séð eða heyrt neina umfjöllun um þá þrátt fyrir ítarlega leit. Það finnst mér miður því svona uppskeru frábærs tónlistarstarfs þarf að fagna og sýna alþjóð að þrátt fyrir hrun og kreppu er ennþá fólk sem lætur ekki bugast og heldur áfram að berjast í þágu gleðinnar. SVEINN SNÆLAND, Fiskakvísl 13 Reykjavík. Yndislegur tónlistarviðburður Frá Sveini Snæland Flestir sjómenn vita hvað rekak- keri eru og til hvers þau eru notuð en frá alda öðli hafa þau verið þekkt ásamt drögum. Þau voru til skamms tíma staðalbúnaður á öll- um bátum þar til EES-reglurnar komu í gildi en þá var þessi reglu- gerð um rekakkeri afnumin af Siglingamálastofnun. Þrátt fyrir reglugerðir eða ekki reglugerðir þá láta sumir menn skynsemina ráða og ákveða sjálfir að þetta sé tæki sem gott er að hafa um borð. Það virðist samt vera sama þótt menn viti um tæki sem geta bjargað mönnum frá lífs- háska, þá er enginn hvati eða hugsun fyrr en allt er komið í þrot og ef við tökum dæmi: Þegar stýri eða vél bilar þá er voðinn oft vís og lítið hægt að gera vegna sjógangs og velting. Það er líka notalegt að bíða af sér veður, þá er ekkert annað en að sleppa rekakkerinu í þar tilgerðum sleppingarpoka út af stefni skipsins og það opnast eins og fallhlíf í sjónum sem fyllist af tugum tonna af sjó sem heldur skipinu upp í vind og öldur svo það verður ekkert flatrek né veltingur. Það er komin áratuga reynsla á þessi rekakkeri hér á landi en þau voru skyldubúnaður á smærri bát- um þar til EES-samningurinn tók gildi hér á landi á sínum tíma. Í dag eru samt hundruð handfæra- og línubáta með þau; ásamt nokkr- um skipum frá Hafró, en þau eru með stór rekakkeri, þetta eru skip á stærð við Hallgrím SI 077 sem fórst út af Noregi. Það vita allir að ef stýri eða vél bilar og/eða dræsa fer í skrúfu þá er betra næði við að athafna sig um borð með stefni skipsins upp í vind og öldur og því frekar hægt að gera við eða bíða eftir björgun frá þyrlu eða öðru skipi. Það hefir verið hugsjón mín í tugi ára að koma þessum rekak- kerum um borð á öll skip en Sigl- ingamálastofnun var ekki á sömu skoðun eftir þessa óláns EES- samþykkt sem varð til þess að mörg skip og bátar hafa farist hér við strendur landsins. En sem bet- ur fer þá eru sjómenn sjálfir skyn- samir og í dag nýta margir sér þessi einföldu og ódýru tæki bæði hér á landi og Noregi, en ég hef þjónað þeim líka. Það eru framleidd rekakkeri fyr- ir báta af öllum stærðum, upp í stór skip, og jafnvel fyrir björg- unarbáta en þeir hafa allt of lítið rekakkeri til þess að gagn sé að í slæmum veðrum og ættu menn að forðast þá á meðan skip er á floti, eins og komið hefir fram í sjón- varpsviðtölum síðustu daga. Ef sjó- menn eða Siglingamálastofnun hafa áhuga á þessu máli þá er ekk- ert annað en að stimpla orðið „re- kakkeri‘‘ inn á Já.is eða senda línu á valdimar.samuelsson@simnet.is VALDIMAR SAMÚELSSON, útgerðarmaður til skamms tíma. Frá Valdimar Samúelssyni Rekakkeri tilbúið í útkast. Rekakkeri geta bjargað skipum, bátum og lífi manna Borgartúni 29, 105 Reykjavík, Sími: 510 3800 Byggingaraðili: Penthouse: 116 og 169 fm 3ja herbergja: 123 til 146 fm 2ja herbergja: 52 til 98 fm Frekari upplýsingar á husavik.net og hjá Húsavík fasteignasölu í síma 510 3800. Lífsgæði, friðsæld og útivist Vilt þú lifa lífinu í glænýju, fyrsta flokks húsnæði í kyrrlátu umhverfi og í tengslum við náttúruna? Þá gæti þetta verið húsið fyrir þig. Frá Boðaþingi 10–12 í Kópavogi er stutt í náttúruperlurnar Heiðmörk og Elliðavatn, golf, veiði, hestamennsku og sund svo eitthvað sé nefnt. Húsið er byggt í sam- ræmi við ítrustu kröfur; vandaðar innréttingar, hjónasvíta, sólskáli og sér þvotta- herbergi í hverri íbúð, bílskýli, lyfta og upphitaðar stéttir á lóð. AEG eldhústæki, granítborðplötur og sólbekkir, hreinlætistæki frá Tengi, innréttingar frá Axis, flísar frá Birgisson og innhurðir frá Víkurási. Þessi eign er fyrir þá sem vilja hugsa til framtíðar. Viðhaldslítið hús með fullfrágenginni sameign. Til sýnis og afhendingar nú þegar. Boðinn, ein glæsilegasta þjónustumiðstöð höfuðborgar- svæðisins, er við Boðaþing. SÖLUSÝNING: B o ð a þ i n g 1 0 – 1 2 , K ó p a v o g i L A U G A R D A G O G S U N N U D A G kl. 13–16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.