Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 39
DAGBÓK 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ ERT MEÐ NÝTT ILMVATN, HVAÐ HEITIR ÞESSI TEGUND? LYKTIN SEM ÞÚ FINNUR ER EFLAUST AF SÚKKULAÐISMÁKÖKUNNI Í VESKINU MÍNU ÞAÐ ER ANSI LANGT NAFN HVAR HEFURÐU VERIÐ ALLA MÍNA ÆVI MÉR SKILST AÐ HANN ÞEKKI VALDAMIKLA MENN ÉG ER HÉRNA FYRIR HÖND SKÓLABLAÐSINS HVAÐ HEFUR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR AÐ GERA EF ÞÚ VERÐUR KOSINN? ÉG ÆTLA AÐ KOMA HLUTUNUM Á RÉTTAN KJÖL SIÐFERÐI INNAN VEGGJA SKÓLANS ER Á HRAÐRI NIÐURLEIÐ! ÉG SKRIFA BARA AÐ ÞÚ MUNIR REYNA AÐ GERA ÞITT BESTA FJÖLMIÐLARNIR ERU Á MÓTI MÉR HVERNIG GENGUR RUNÓLFI MEÐ ÞJÓÐ- VEGINN SEM HANN ÆTTLEIDDI? HANN HELDUR AÐ SKILTIN Á ÞJÓÐVEGINUM SÉU AÐ OFSÆKJA SIG ÉG SAGÐI HONUM AÐ FARA BARA ÚT OG FÁ SÉR SMÁ FERSKT LOFT HVERNIG LÍST ÞÉR Á ÞENNAN? NEI, HANN ER OF NÝLENDU- LEGUR HVAÐ MEÐ ÞENNAN HÉRNA? NEI, OF 70’S VIÐ FUNDUM EKKI SKÁP, EN VIÐ GERÐUM SAMT GÓÐ KAUP BARA AÐEINS LENGUR OG ÞÁ VERÐURÐU KAFNAÐUR! EKKI EF ÉG GET GERT EITT- HVAÐ Í ÞVÍ OG BARA SVONA OKKAR Á MILLI... ÞÁ GET ÉG ÞAÐ! NEIII! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Karlinn á Laugaveginum er ennfyrir austan fjall og lá vel á honum, þegar við hittumst, hann sagðist fara í kaldar bunur að þýskri fyrirmynd á morgnana og hafa lést um tvö kíló: Góðgæti úr grænmetisskál mér gott finnst að fá í öll mál; ég við matborðið sest, mér finnst brokkolí best og baunir og spínat og kál. Síðan fór karlinn að tala um póli- tíkina og dró sterkar ályktanir af flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar um síðustu helgi. „Þeir eru ekki hættir enn," sagði hann og bætti við: Vor tilvist er sárbeitt í svörum eins og sést nú með versnandi kjörum, – en það jafnast á ný, ekkert jag út af því; svo er Jóhanna gamla á förum. Að þessum orðum töluðum sner- ist hann á hæl. Eyfirðingabók séra Benjamíns Kristjánssonar er skemmtileg og fróðleg. Káinn fæddist á Akureyri árið 1859 og var lengi svo, að hann var eina skáldið sem þar var fætt. Vel má halda því fram að hann sé mesti húmoristi íslenskra skálda. Séra Benjamín rifjar upp að árið 1957 hafi hann komið að leiði Káins í Eyford kirkjugarði og þá rifjast upp fyrir honum þessi snilldarvísa: Bregða ljóma á lífsins strönd ljóssins gjafir bestar. Sömu blómum sama hönd sáir á grafir flestar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vor tilvist er sárbeitt í svörum Aðvörun Ég var á gangi í mið- bænum í Bratislava einn daginn fyrir skömmu, þegar maður stoppaði mig og bauðst til þess að mæla líkamlegt ástand mitt með sér- stöku tæki, sem hann hafði meðferðis. Ég hélt að það væri nú í lagi, þar sem ég hafði talið mig grannan í samanburði við marg- an manninn og í sæmi- legu líkamlegu ástandi, þar sem ég gekk mikið og borðaði hollan mat. Útkoman kom mér hins vegar á óvart. Ég virti fyrir mér aflesturinn furðu lostinn. Þar stóð stórum rauð- um stöfum: Aðvörun. Samkvæmt mælitækinu sýndi niðurstaðan of mikla innri fitu, sem gæti orðið heilsu minni hættuleg. Viðmælandi minn ráðlagði mér umsvifalaust sérstakt mataræði, ríkt að ávöxtum og grænmeti, sem inni- héldi nóg af vítam- ínum og steinefnum til viðhalds heilbrigðum líkama. Þegar ég kvaddi manninn og þakkaði fyrir mig laust þeirri hugsun niður í huga minn hvernig ástand sálar minnar liti út, ef ein- hver stoppaði mig fyr- irvaralaust á götu og byðist til þess að mæla andleg gæði hennar. Ef til vill yrði útkoman alvarlegur andlegur næringarskortur, sem þarfnaðist taf- arlausrar meðhöndl- unar. Endurhæfingin fælist í ósér- hlífinni þjónustu við náungann, allsherjar hughreinsun og lestri Guðs orðs minnst tvisvar á dag, ef ég vildi ná fullri heilsu á ný. Einar Ingvi Magnússon. Velvakandi Ást er… … góður sleikur. Stundum er vitnað í Brennu-Njálssögu: „Þeir einir munu vera, að eg hirði aldrei þó að drepist.“ Ég er ekki viss um, að allir þeir, sem nota þessa tilvitnun, geri sér grein fyrir, að orðin mælti Mörður Valgarðsson, er hann var hvattur til að stöðva bardaga þeirra Gunnars á Hlíð- arenda og Otkels Skarfssonar, en Otkell var illmenni. Ekki eru allir heldur sammála um, að hlutleysi Marðar sé til eft- irbreytni. Edmund Burke sagði: „Þá er illmenni bindast samtökum, verða góðir menn að standa sameinaðir, ella munu þeir falla hver af öðrum, — ósyrgð fórnarlömb smánarlegra átaka.“ Þýska skáldið August von Binzer orti: Wer die Wahrheit kennt und spricht sich nicht, Der bleibt fürwahr ein erbärmlicher Wicht. Þetta má orða svo á lausu máli: „Sá, sem veit sannleikann og segir hann ekki, verður sannarlega brjóstumkennanlegur ræfill.“ Franski rithöfundurinn Charles Péguy skrifaði 1899: „Sá, sem veit sannleikann og þylur hann ekki há- stöfum, gerist meðsekur lygurum og svikurum.“ Þýska skáldið Friedrich Wolf sagði í leikriti 1935: „Því að verri glæpur er ekki til en sá að vilja ekki berjast, þar sem berjast þarf.“ Stephan G. Stephansson orti 1923: Æ, gef oss þrek, ef verja varð, að vernda æ inn lægri garð og styrk til þess að standa ei hjá, ef stórsannindum níðst er á. Best er sennilega komið orðum að þessari hugsun í kvæði Tómasar Guðmundssonar, „Heimsókn“: Því meðan til er böl, sem bætt þú gast, og barist var, á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Er hlutleysi til eftirbreytni? - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.