Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 ✝ Pálína Guð-jónsdóttir fæddist að Forn- usöndum, Vestur- Eyjafjöllum, 29. október 1914. Hún lést að heimili sínu, Berjanesi í Vestur-Landeyjum, 28. janúar 2012. Foreldrar Pál- ínu voru hjónin Guðjón Einarsson, bóndi, f. 29.7. 1886, d. 30.8. 1968 og Guðríður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 20.6. 1886, d. 17.4. 1974. Systkini hennar eru: Ein- ar Guðjónsson, f. 2.2. 1916, d. 29.8. 1982, Jón Guðjónsson, f. 27.3. 1917, d. 21.10. 1994, Sig- urður Guðjónsson, f. 27.11. 1918, d. 31.7. 2007, Egill Guð- jónsson, f. 15.1. 1921, d. 16.2. 1994, Sigríður Guðjónsdóttir, f. 17.9. 1923, d. 11.1. 2012, Elín Guðjónsdóttir, f. 4.5. 1926 og Guðlaug Guðjónsdóttir, f. 13.10. 1929. Uppeldissystir Pál- ínu var Guðrún Auðunsdóttir, f. 30.7. 1905, d. 9.9. 1991. Einnig ólst upp á heimilinu Hörður Runólfsson, f. 4.10. 1935. Dóttir Pálínu er Erna Ár- fells, f. 11.2. 1942, sambýlis- maður hennar er Jón Guð- sér húsnæði í Reyjavík og tók að sér kjólasaum og fleira eftir máli, oft á heilu fjölskyldurnar. Þá gerðist hún ráðskona á ýmsum vinnustöðum en lengst vann hún 19 vertíðir í Hrað- frystistöð Keflavíkur. Á þess- um árum eignaðist hún marga framtíðarvini. Alla tíð sat hún við saumavélina þegar færi gafst eða hún greip í prjónana, heklunálina eða útsaumsnál. Heima í Berjanesi var hún samt alltaf á sumrin og hjálp- aði til við heyskap og önnur sveitastörf. Oft var margt um manninn, hópur af sumardval- arbörnum og öðrum gestum svo ekki veitti af að allir tækju til hendinni. Pálína var lánsöm að eiga góða foreldra sem hjálpuðu henni við uppeldi einkadóttur hennar, Ernu, sem hún eignaðist árið 1942. Síð- ustu áratugina hafði hún alveg búsetu í Berjanesi og tók full- an þátt í að líta eftir ömmu- börnum sínum og halda heim- ili. Pálína var víðlesin og hafði mikinn áhuga á landafræði og sögu. Hún lagði mikið upp úr því að varðveita gamla hluti, t.d. átti hún skilvindu og strokk sem hún notaði af og til. Pálína lagði upp í þó nokk- ur ferðalög um ævina, Þýska- land og Írland voru í mestu uppáhaldi en einnig ferðaðist hún mikið innanlands. Útför Pálínu fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag, 4. febrúar 2012 og hefst athöfnin klukkan 11. mundsson, f. 6.4. 1939. Börn þeirra eru: Guðmundur Jón, f. 21.12. 1972, sambýliskona hans er Svandís Þór- hallsdóttir, á hún fjóra syni. Björg- vin Pálmar, f. 1.1. 1975, sambýlis- kona hans er Elfa Björk Ágústs- dóttir, börn þeirra eru: Þórey, f. 30.6. 2007, Hild- ur, f. 8.10. 2008 og Jón Ingi, f. 17.10. 2011. Gunnhildur Þór- unn, f. 2.4. 1976, sonur hennar er Sigurpáll Jónar, f. 26.1. 2004. Árið 1931 fluttist Pálína ásamt foreldrum sínum, systk- inum og föðursystur sinni, Margréti Einarsdóttur, frá Fornusöndum og að Berjanesi í Vestur-Landeyjum. Á Forn- usöndum höfðu verið torfbæir en er fjölskyldan flutti voru gömul og léleg hús í Berjanesi en fjölskyldan hjálpaðist að við að byggja upp ný og betri húsakynni á næstu árum. Um tvítugt fór Pálína fyrst að heiman og fór í vist til Vest- mannaeyja, þar lærði hún m.a. kjólasaum hjá Kristínu í Merkisteini. Síðar leigði hún Elsku amma, komið er að kveðjustund. Á björtum laugar- degi þegar gulgrænt grasið teygði sig upp úr snjónum, var stundin runnin upp. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa verið hjá þér á síðustu metr- unum, við upphaf ferðalags þín yfir í annan heim. Það þurfti allt að gerast strax ef þér datt eitt- hvað nýtt í hug og þannig var það líka þennan dag, þú kvaddir okkur snögglega, þinn tími var kominn. Við fráfall þitt hrannast upp minningar liðinna stunda. Þú hafðir unun af lífinu og sást það fallega í því litla og smáa. Já- kvæðni þín og glaðværð var ein- kennandi alla daga. Oft sátum við með kaffibolla við eldhús- borðið, í gamla húsinu þínu og töluðum um lífið og tilveruna. Stundum hélstu slid- es-myndasýningar fyrir okkur og sýndir myndir liðinna tíma, þegar við systkinin vorum lítil. Í þá daga kenndir þú okkur að kveðast á, spila Marías og Púkk og söngst t.d. fyrir okkur barna- sálmana. Þú kenndir mér að prjóna, hekla, sauma og annað sem húsmæður þurftu að kunna. Þér fannst alltaf meira varið í konur ef þær kunnu að vinna eitthvað í höndunum, stundum sagðir þú: „Hún er eflaust dug- leg og góð en ég held hún kunni ekki að gera neitt í höndunum“. Það var táknmynd hinnar góðu húsmóður gömlu tímanna, að búa til sína dúka og föt sjálf, enda prjónaðir þú og saumaðir fram á síðasta dag. Þú varst mikil félagsvera en þó þú nytir þín innan um fólk fannst þér líka gott að vera ein og leiddist aldr- ei, enda hafðir þú alltaf eitthvað fyrir stafni. Ekki leist þér of vel á saumaaðferðir mínar, að nota ekki neitt snið en rúmlega tvítug notaði ég þó snið er þú sendir mig á námskeið þar sem ég saumaði mér upphlut, allan kostnað lagðir þú til því þér var mikið í mun að ég ætti slíka flík. Verð ég þér ævinlega þakklát fyrir upphlutinn minn. Við tengdumst alveg á nýjan hátt þegar ég varð barnshafandi og sagði þér fréttirnar, þú ljóm- aðir og við áttum þetta leynd- armál saman í smá tíma. Hann Sigurpáll minn varð ekki síður sólargeislinn þinn en hann er minn. Þú varst alltaf svo spar- söm en kvöldið sem hann fædd- ist kveiktir þú öll ljós í húsinu þínu, þá var sko ekki sparað. Þrátt fyrir sparnað varstu örlát þegar eitthvað var, mest spar- aðir þú í sjálfa þig því þú varstu búin að lifa tímana tvenna og vissir hvað það var að þurfa að nýta allt sem til var. Þú vissir fátt skemmtilegra en að ferðast, bæði innan- sem ut- anlands. Síðasta ferðalagið þitt fórstu í haust með eldri borg- urum um nýjan Suðurstrandar- veg en þá var keyrt um Suð- urnesin. Það var svo gaman að fá að aðstoða þig í þeirri ferð og fylgjast með því hve gaman þér þótti að heimsækja gamalkunnar slóðir. Nú ferðast þú um á nýj- um slóðum, skildir við húsið þitt hreint og fínt, skúraðir og skipt- ir á rúminu þínu á föstudeginum eins og þú gerðir alla aðra föstu- daga og varst að skera lifrar- pylsuna í hrafnana þína á hádegi á laugardaginn þegar kallið kom. Nú ertu farin, en minningin mun lifa um góða, hressa og skemmtilega konu. Góða ferð elsku amma. Þín Gunnhildur Þórunn. Mínar helstu og bestu minn- ingar um góða konu eru frá því við eldhúsborðið í gamla húsinu að spila og þá helst „gamal- jómfrú“. Oft þegar ég var búin að fara í fjósið á mínum yngri árum var farið til Pálínu, spilað og oftar en ekki fékk maður sér skyrhræring og kandís, sem var mjög gott. Aðfangadagsmorgunn byrjaði ávallt á því að fara í morgunkaffi til Pálínu, færa henni smá jóla- gjöf, taka við kortum til að bera út til nágrannanna og svo var spjallað, drukkið heitt súkkulaði og borðaðar smákökur, yndislegt að byrja jólahátíðina svona. Oftar en ekki þegar ég horfði út um gluggann heima í Ey var Pálína að mála, setja niður kart- öflur, hengja út á snúru, gefa hænunum, já hún hafði sko alltaf eitthvað fyrir stafni. Síðasta heimsókn mín til hennar var laugardaginn 14. janúar, en þá var hún að skúra forstofuna. Pálína Guðjónsdóttir ✝ Kristinn HelgiGíslason fædd- ist á Ólafsfirði 19. nóvember 1936. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Fjallabyggðar 29. janúar 2012. Hann var sonur hjónanna Sum- arrósar Sigurð- ardóttur og Gísla Kristinssonar, þau skildu. Sumarrós giftist Sigurði Ringsted Ingimundarsyni. Kristinn var alinn upp hjá föður sínum, föðurafa Kristni Axel Jónssyni og föðurömmu Helgu Sigurlaugu Grímsdóttur. Alsyst- ur Kristins eru Halla og Björk. Systkini sammæðra eru Sólveig, hún á soninn Gabríel Martinez, Sigurður á þrjá drengi úr fyrri sambúð með Svölu Sigurð- ardóttur, Reyni Valdimar- ,sambýliskona hans er Hafdís Gunnarsdóttir, þau eiga soninn Mikael Aron, Kristinn Axel, sambýliskona hans er Sólveig Anna Brynjudóttir, þau eiga dótturina Ásdísi Ýr, yngstur barna Sigurðar er Hlynur Geir. 3) Íris Hrönn, f. 1979, sambýlis- maður hennar er Ingvar Karl Þorsteinsson, þau eiga þrjú börn, Huldu Karen, Daníel Hrafn og Kristínu Helgu. Á yngri árum keyrði Kristinn vörubíl sem hann átti í félagi við föður sinn og frænda. Hann fór einnig á vertíðir suður á land til Keflavíkur og Vestmannaeyja. Hann var síðan bæjarverkstjóri í rúm fjörutíu ár hjá Ólafsfjarð- arbæ. Útför Kristins fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 4. febr- úar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Bjarki, Þráinn, Lís- bet, Rögnvaldur, Sigurður, Rík- harður og Hjörtur. Kristinn kvænt- ist árið 1965 Sigríði Vilhjálms, f. 1943. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1961, kona hans er Ragnhildur Vestmann og eiga þau þrjú börn; Frið- rik Vestmann, sam- býliskona hans er Agnes Sara Rúnarsdóttir, Aldísi Völu, unn- usti hennar er Sigurður Brynj- ólfsson, yngst barna Gísla er Ás- dís Ósk. 2) Sigurður, f. 1964, kona hans er Þorgerður Jósepsdóttir, þau eiga dótturina Lindu Rós, Við vorum u.þ.b. 10 ára þegar við kynntumst Kidda. Hann var stór og karlmannlegur og okkur fannst það spennandi þegar þau voru að draga sig saman, hann og stóra systir okkar. Þau voru þrjú systkinin, Krist- inn, Halla og Björk, börn Sumar- rósar Sigurðardóttur og Gísla Kristinssonar. Börnin voru ung þegar þau hjónin skildu. Eftir það ólust Kiddi og Björk upp hjá föður sínum og föðurforeldrum en Halla hjá öðru góðu fólki. Eins og margir ungir menn í Ólafsfirði fór hann á vertíð suður, enda litla vinnu að hafa fyrir norð- an á þessum árum. En stórhuga bræður fyrir norðan létu ekki við svo búið standa. Atvinnu þurfti á staðnum. Magnús Gamalíelsson, föðurbróðir Kidda, hóf saltfisk- þurrkun í Ólafsfirði og Kiddi keypti, ásamt föður sínum og föð- urbróður, öflugan vörubíl til að flytja saltfisk norður til þurrkun- ar. Hugur þeirra frænda sést best á því að keyptur var öflugasti Benz vörubíll sem völ var á á þeim tíma. Og Kiddi gerðist atvinnubíl- stjóri. Það starf stundaði hann um árabil. En Kiddi var ekki einham- ur, dugnaðarforkur, í höndum hans lék flest sem hann tók sér fyrir hendur. Hann átti ekki í neinum vandræðum með að bregða sér upp í vinnuvélar og hverskyns verkfæri léku í höndum hans. Og þar kom að til hans var leitað um að gerast verkstjóri við hafnargerð í Ólafsfirði. Höfnin var ekki merkileg á þeim tíma. En með öflugum stuðningi bæjaryfir- valda og traustum samstarfs- mönnum tókst að gera höfnina að þeirri lífhöfn sem hún er í dag. Lengstan starfsaldur átti Kiddi sem bæjarverkstjóri hjá Ólafs- fjarðarbæ, í 40 ár. Á þeim tíma voru nýjar götur lagðar, lagnir endurnýjaðar, flestar götur mal- bikaðar og bærinn varð raunar að nútímalegum bæ. Þarna var Kiddi í essinu sínu, ýmist ofan í skurðum með skóflu í hönd, uppi í skurð- gröfu eða stjórnandi flokki manna. Hann gekk í öll störf. Kiddi hafði sérstakt yndi af gróðurstörfum og ræktun. Í gróð- urhúsinu sínu ræktaði hann blóm og plöntur og svo hafði hann skika fyrir trjárækt. Enginn maður var eins fiskinn og Kiddi. Silungsgengd var alltaf mikil í Ólafsfirði, bæði með fjörum og í Ólafsfjarðarvatni og Kiddi beinlínis mokaði fiskinum upp meðan aðrir fengu varla bröndu. Þær voru skemmtilegar veiðiferð- ir með Kidda og frændum hans Svavari og Sigurgeir um bjartar sumarnæturnar í Ólafsfjarðar- vatn. Við eldhúsgluggann á Horn- brekkuvegi 5 var sérstakur sam- komustaður. Margir áttu leið í kaffi hjá systur okkar. Húsið stendur hátt og var því tilvalinn útsýnisstaður. Í eldhúsinu var spáð og spjallað, fylgst með um- ferðinni í bænum og stundum tek- ist á um menn og málefni. Þar átt- um við margar skemmtilegar stundir. Hann kvaddi lífið eftir löng og ströng veikindi. Auðvitað er eld- húsglugginn á sínum stað en við komum til með að sakna umræð- unnar, hlátursins og hans Kidda þar sem hann sat í horninu sinu. Guð geymi góðan dreng. Helga Björnsdóttir og Sigurður Björnsson. Kristinn Helgi Gíslason ✝ Við þökkum innilega fyrir þann hlýhug og auðsýnda samúð sem okkur var sýnd vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar og bróður, JÓNS ELLERTS TRYGGVASONAR. Sérstakar þakkir fá Fylkismenn og vinir Jóns Ellerts fyrir vinarhug og ómetanlegan stuðning. Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur Gunnarsson, Tryggvi Sv. Jónsson, Erna Agnarsdóttir, Arnar Þór Björgvinsson, Guðrún Björg Elíasdóttir, Ásgeir Þór Björgvinsson, Svana Emilía Kristinsdóttir, Elva Tryggvadóttir, Einar Ágústsson, Ása Sif Tryggvadóttir, Þorsteinn Þór Traustason, Sigrún Kjartansdóttir, Karsten Hoff, systkinabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, ÁSDÍSAR KATRÍNAR VALDIMARSDÓTTUR, Skaftahlíð 40, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 6. janúar. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir hlýhug og góða umönnun. Ingimar Guðmundsson og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, VILHELMS INGIMUNDARSONAR, Fróðengi 1, Reykjavík. Ragnhildur J. Pálsdóttir, Hjörtur Ingi Vilhelmsson, Vilborg Sigrún Ingvarsdóttir, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Sigurjón Bolli Sigurjónsson, Gunnar Vilhelmsson, Bjarnveig Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra móðurbróður og frænda, JÓNS BRYNJÓLFSSONAR, Blönduhlíð 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði. María J. Guðmundsdóttir, Gíslína Sigurbjörg Kauffman, Brynjólfur Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, HALLBJÖRN KRISTINSSON, lést á Skógarbæ fimmtudaginn 12. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Við færum starfsfólki Skógarbæjar þakkir fyrir umönnun og hlýju. Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir, Helgi Gústafsson, Kristín Björg Hallbjörnsdóttir, Guðmundur Viðar Hallbjörnsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, áður Bröttukinn 2, Hafnarfirði, lést á Sólvangi miðvikudaginn 1. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Valdimarsson, Eygló Valdimarsdóttir, Halldóra Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.