SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 9
8. janúar 2012 9 Skar og skarkali | 18 Þorgrímur Kári Snævarr Miklar sviptingar hafa verið í Íslenskum stjórnmálum undanfarnadaga. Ráðherrum hefur verið fækkað, fækka á ráðuneytum og nýjarupplýsingar benda til þess að staða íslenskra heimila sé mun verri en talið hefur verið. Virðing þjóðarinnar á Alþingi og störfum þingsins er í sögulegu lágmarki. Við setningu Alþingis nú í haust má segja að niðurlæging þingsins hafi aldrei verið meiri í sögu þess. Gerð voru hróp að þingmönnum þegar þeir gengu frá kirkju í þingið og kastað í þá rotnu grænmeti og eggjum. Lögreglan og þing- menn sem ég hef rætt við segja að þarna hafi verið að talsverðum hluta annað fólk en að jafnaði hefur staðið fyrir mótmælum við Alþingishúsið og fólkið var mun reiðara og ofsafengnara. Í helgarblaði Morgunblaðsins 25. des. síðastliðinn er við- tal við Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi þingmann, sem hyggst hætta af- skiptum af stjórnmálum og snúa sér að lögmannsstörfum. Í ljósi atburða síðustu daga í heimi stjórnmálanna er viðtalið við Sigurð Kára afar athyglisvert. Sigurður Kári fjallar meðal annars um þá miklu endurnýjun þingmanna sem varð eftir kosningarnar 2009. „Á Alþingi þarf fólk með reynslu og þekkingu á verkefninu sem þinginu er ætlað að sinna. Fólk sem hefur virðingu fyrir Al- þingi, sögu þess og þeim hefðum sem það byggir á.“ Síðar í viðtalinu segir Sigurður Kári. „Mér finnst vinnubrögðum hafa hrakað á Alþingi, fagmennska hefur minnkað og mér hefur fundist að þeir sem þarna eiga sæti beri ekki nægjanlega virðingu fyrir því verkefni sem þeim hafi ver- ið falin og kasti oft til höndunum varðandi mikilvægar lagabreytingar sem þyrftu miklu meiri yfirlegu í þingstörfum.“ Og Sigurður Kári heldur áfram og segir: „Þar við bætist að andrúmsloftið er miklu verra, togstreitan og vantraustið meira en áður var.“ Eftir lestur viðtalsins við Sigurð Kára má draga þá ályktun að það sé ekki nema eðlilegt að virðing almennings fyrir Alþingi sé í sögulegu lágmarki ef það er haft í huga að þingmennirnir sjálfir hafi ekki meiri virðingu fyrir þinginu og starfsemi þess en raun ber vitni. Þá varð það ekki til að auka vegsemd Alþings, þó ekki sé meira sagt, þegar meirihluti þingsins ákvað að Geir H. Haarde skyldi einn fyrrver- andi ráðherra, er áttu sæti í ríkisstjórn í október 2008, sæta ábyrgð vegna hruns- ins. Vissulega er það réttlætanlegt að kanna til hlítar ástæður hrunsins og ábyrgð ráðherra í þeim efnum. Afleiðingar hruns bankanna ollu hér gríðarlegu tjóni, fimmföld þjóðarframleiðsla gufaði upp ef svo má segja. Aðrar afleiðingar eru ekki síður þungbærar, hækkun skatta, skerðing tekna og opinberrar þjónustu, at- vinnumissir og brottflutningur sex þúsund manna. Hinsvegar verður að hafa það í huga að það var erfið ákvörðun sem Geir Haarde og ríkisstjórn hans tók 4.-5. október 2008, sennilega sú erfiðasta ákvörðun sem nokkur íslensk ríkisstjórn hef- ur tekið. Hér er átt við þá ákvörðun að neita bönkunum um frekari fyrirgreiðslu og setja neyðarlög til að búa í haginn fyrir fall þeirra. Allt tap írsku bankanna lenti á skattgreiðendum. Á Íslandi lenti mestur hluti taps íslensku bankanna á erlend- um kröfuhöfum. Þekktir hagfræðingar hafa bent á að það hafi þurft bæði hugrekki og rétt mat á aðstæðum til að taka þessa ákvörðun. Kostnaður írskra skattgreið- enda vegna hruns bankanna er um helmingi meiri en kostnaður íslenskra skatt- greiðenda. Á erfiðum tímum eins núna er afar brýnt að á Alþingi sitji hæft fólk, fólk með reynslu, þekkingu og hæfileika til að leysa erfið vandamál. Í dag skortir talsvert á að svo sé, eins og kemur fram í viðtalinu við Sigurð Kára. Sá var tíminn að það var eftirsóknarvert að eiga sæti á Alþingi Íslendinga, það var virðing- arstaða. Vissulega er enn eftirsótt að komast á þing en þingmenn njóta ekki lengur neinnar teljandi virðingar. Kjarni vandans er að laun þingmanna eru allt of lág. Starfið er erilsamt og krefjandi, flestir stjórnendur fyrirtækja, sérfræðingar og aðrir þeir sem vinna krefjandi störf hafa talsvert hærri laun en þingmenn. Stjórnendur, sérfræðingar og margir embættismenn hafa laun á bilinu kr. 800 til kr. 1.200.000. Það er því hreinlega nauðsynlegt að hækka laun þing- manna svo að starfið verði eft- irsóknarvert og aðlaðandi fyrir hæft fólk, það er ódýr lausn og nauðsynleg. Lág laun – léleg afköst Morgunblaðið/Ómar Alþingi Sigmar B. Hauksson Sá var tíminn að það var eftirsóknarvert að eiga sæti á Alþingi Íslendinga, það var virðingarstaða. ’ Kjarnivandanser að launþingmanna eruallt of lág.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.