SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 10

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 10
10 8. janúar 2012 Hvað er dönsk hönnun og hvernig hefur hún orðiðsvona ríkur þáttur í dönsku samfélagi og hugsun?Þessum spurningum reynir sýningin Denmark byDesign að svara en sýn- ingin er í Hönnunarmiðstöð Danmerkur (Dansk Design Cent- er – DDC). DDC er þekkingarmiðstöð landsins hvað varðar hönnun og vinnur markvisst að því að efla hönn- unarvitund fyrirtækja og hins op- inbera með því að sýna fram á mik- ilvægi hönnunar í samfélaginu. Ekki er verið að halda því fram að hönn- un leysi öll vandamál heimsins en svo sannarlega því að hún geti vissulega hjálpað. Miðstöðin er frábær áfangastaður fyrir ferðalanga í Kaupmannhöfn sem eru áhugasamir um hönnun. Þar eru alltaf nokkrar sýningar í gangi í einu en þessi er þó lengur uppi en aðrar. Sýningin Denmark by Design var opnuð í maí 2010 og stendur yfir þar til í maí 2013 þann- ig að nægur tími er enn til að sjá hana. Sýningin sýnir þróun danskrar hönnunar á árunum 1945 til 2010. Áherslan er allt frá húsgagna- hönnun og heimilismunum yfir í heyrnartæki og hjólavagna. Sýnt er fram á að áhersla hvers áratugar sé ólík, hún fari úr því að einbeita sér að einstaklingnum og heimilinu yfir í samfélagið og opinber rými. Þeir pólitísku straumar sem eru í gangi hverju sinni endurspeglast sömuleiðis af hönnuninni. Í þessari grein verður þó lögð áhersla á þann þátt danskrar hönn- unarsögu er tengist hönnun fyrir heimilið. Dönsk hönnun frá því upp úr miðri síðustu öld hefur löngu náð alþjóðlegri viðurkenningu, sem veldur því að hönnun seint á 20. öld og í byrjun 21. aldar hefur orðið sjálfsagður þáttur í samfélaginu. Hönnunarsýningunni er ætlað að sýna fram á hvernig dönsk fyrirtæki hafi markvisst lagt áherslu á hönnun og gæði í starf- semi sinni. Þessir tveir þættir hafa verið stór þáttur í velgengni margra danskra fyrirtækja. Leiðin liggur enn fram á við og eru ný dönsk fyrirtæki að hasla sér völl á hönnunarsviðinu. Víst er að við Íslendingar getum lært margt af frændum okkar í þess- um efnum. Dásamleg dönsk hönnun Dönsk hönnun er viðurkennd á alþjóðavettvangi og hefur átt stóran þátt í velgengni margra þarlenda fyrirtækja. Hún er jafnframt stór þáttur í dönsku samfélagi og hugsun. Texti og myndir: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Stelton-hitabrúsi. Hönnun Eriks Magn- ussen frá 1976. Upprunalega voru könnurnar úr stáli en lituðu plastútgáf- urnar litu dagsins ljós 1979. Einhver frægasti hönnunara pi í heimi, hugarsmíð Kays Bojesen frá 1951. Þennan síma kannast margir við en hann er hönn-un L.M. Ericsson og Kristian Kirk frá 1968. Hönnun er allt í kringum okkur í hversdagslífinu.Georg Jensen-hnífapör. Lögun þeirra er óvenjuleg en þau eru hönnun Arnes Jacobsen frá 1957. Tvær frægir stólar. PK22 eftir Poul Kjærholm og Eggið hans Arnes Jacobsen. Stell frá Royal Copenhagen. Fyrsta gerð þesser frá 1775 en þessi stórmynstraða útgáfa erhönnun Karenar Kjældgård-Larsen frá 2000. Plaststóll, hönnun Verners Panton frá 1971 og Beovision-sjónvarp frá 1970. Danska tímaritið Bo bedre h efur verið leiðandi hönnunar- og lífsstílstímarit í hálfa öld.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.