SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Page 13

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Page 13
8. janúar 2012 13 Í bókinni Minni og kynni sem sr.Emil Björnsson skráði segir ÓmarRagnarsson að jarðfræðingurinnSigurður Þórarinsson hefði ekki verið sóttur með vopnum elds og eim- yrju. Hann hefði komist klakklaust frá öllum sínum ferðalögum um hættuslóðir, hefði raunar svarað því til að nafnnúm- erið sitt væri svo ljómandi gott. Annar leggurinn í því væri 7-9-13 og því kæmist hann alltaf heill hildi frá. Já, það datt hvorki né draup af Sigurði, þar sem hann stóð í eldlín- unni – með einkennis- tákn sitt, rauðu skott- húfuna, á höfðinu. Árni Reynisson, fyrsti framkvæmdastjóri Náttúrverndarráðs, kynntist Sigurði vel á vettvangi ráðsins á áttunda áratugnum. „Ég þekkti Sigurð lítillega áður, en þegar Náttúruvernd- arráð kom saman 1972 urðum við sessu- nautar á fundum þess. Sigurður sat mér á hægri hönd en á vinstri hönd hafði ég formann ráðsins, Eystein Jónsson, fyrr- verandi ráðherra. Þetta voru raunveru- legir upphafsmenn náttúruverndar á Ís- landi. Um 1950 flutti Sigurður erindi í útvarpið, en honum hafði blöskrað um- gengni við fallegan gíg sem hann hafði heimsótt með nemendum sínum, og ræddi nauðsyn þess að setja löggjöf hér- lendis eins og hann hafði kynnst utan lands. Örfáum mínútum eftir að flutningi hans lauk í útvarpinu hringdi síminn heima hjá Sigurði og Eystenn Jónsson var á línunni, og bað hann gefa kost á að taka sæti í nefnd til að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þau lög tóku gildi 1956.“ Hið fyrsta Náttúruverndarráð mátti sín lítils, það leið fyrir fjárskort og tómlæti. Tveimur áratugum síðar varð vakning í landinu, saman fóru drífandi kraftar Æskulýðssambandsins undir kjörorðinu Hreint land, fagurt land og bylgja áhuga á landgræðslu fór um landið. Almanna- samtökin Landvernd voru stofnuð. Eitt verkefna Landverndar var að þrýsta á um samþykkt nýrra laga um náttúruvernd, sem lágu óhreyfð í þinginu, með þeim ár- angri að þau voru samþykkt 1971. Sam- kvæmt þeim var haldið Náttúruvernd- arþing vorið 1972, þar var Eysteinn Jónsson skipaður formaður, Sigurður Þórarinsson fékk flest atkvæði í kosningu til setu í ráðinu og Árni Reynisson, sem hafði skipulagt þinghaldið var beðinn að gefa kost á sér til að gerast fram- kvæmdastjóri. „Þegar ráðið kom saman fékk ég sæti á milli frumherjanna tveggja sem tóku fyrstu skrefin á sínum tíma, þeir réttu mér kyndilinn og sögðu mér að hlaupa,“ rifjar Árni upp brosandi. Það spaugilega og skemmtilega Árni segir kynnin af Sigurði hafa verið af- ar ánægjuleg og varð þeim fljótt vel til vina þótt þrír áratugir skildu þá að í aldri. „Ég kynntist Sigurði strax sem afskaplega skemmtilegum manni. Hann var orð- hagur með afbrigðum og hafði yndi af því að leika sér með tungumálið. Þar hitti skrattinn ömmu sína en ég hafði verið fenginn til að yrkja vísur, ekki síst níð, strax í skóla. Fyrir vikið gengu vísurnar gjarnan á milli okkar, oftar en ekki í gríni. Við áttum báðir auðvelt með að sjá það spaugilega og skemmtilega í lífinu,“ segir Árni. Hann segir Sigurð hafa haft einstakt lag á því að ná til fólks með gríni og léttleika og var hann til dæmis þekktur fyrir að gera jökla- og fjallaferðir upp með skemmtiefni. „Það var hlutverk mitt í skóla að sjá um gamanmál og rímað glens, og fór ég í fótspor Sigurðar að þessu leyti, þegar ég reyndi að fylgja stefnu Eysteins, að tengja saman útilíf og sjónarmið verndunar, með því að tengjast ferða- félögum landsins og ekki síst Jöklarann- sóknafélaginu, eftirlæti Sigurðar. Ég var svo lánssamur að komast í fáeinar ferðir á Vatnajökul og borgaði fyrir mig á næstu árshátíð með kveðskap í anda Sigga Þór.“ Sem dæmi um spérænar vangaveltur Sigurðar rifjar Árni upp söguna af því þegar hann velti fyrir sér hvernig beygja ætti kvenmannsnafnið Blær. „Beygist það eins og mær,“ sagði Sigurður, „þá er það væntanlega Blær um Bleyju …“ „Það var einn af stærstu kostum Sig- urðar sem húmorista að fyndni hans var frumleg. Menn eins og hann eru ekki al- gengir – alltént ekki á þessum stað í þjóð- lífinu.“ Sigurður kynnti Árna líka fyrir limr- unni sem var lítt notaður bragarháttur á þessum tíma. Það var einna helst Jóhann Hannesson sem glímt hafði við limruna. „Fyrst er maður eða staður kynntur til sögunnar,“ útskýrði Sigurður, „rímið er knúsað og efnið illa samkvæmishæft.“ Því næst hvatti hann Árna til að búa til sitt sveinsstykki. Varð hann við áskor- uninni og orti um Grábrók, eitt helsta dá- læti Sigurðar, sem Náttúruverndarráð hafði naumlega bjargað frá skemmdum af efnistöku. Þá var Árni sjálfur gamall Bif- rastarmaður. Limran er svona: Skötuhjú gengu á Grábrók, það er gaman að tölta á þá brók. Og lengi var áð þegar upp var náð, en í gígnum gleymdu þau smábrók. Já, skemmtilegheitin byggðust ekki síst á yndi þeirra félaga af málinu og mögu- leikum þess. Sigurður var líka sérvitur. Að sögn Árna kvaðst hann til dæmis aldrei hafa ekið framhjá Heklunni öðruvísi en að hún hreinsaði á sér toppinn honum til heið- urs. Einhverju sinni gleymdi sú gamla sér og þá beið Sigurður bara átekta um stund. „Sjáðu, þarna er það komið,“ sagði hann svo og viti menn, það glitti í blátoppinn. „Samband Sigurðar við Hekluna var mjög sérstakt. Hann taldi sig örugglega vera hluta af henni,“ segir Árni sposkur. Gekk aldrei á Esjuna Á hinn bóginn gekk Sigurður af ein- hverjum ástæðum aldrei á Esjuna og mun bara hafa verið býsna stoltur af því. Sigurður var einn af fyrstu jarðvís- indamönnunum á Íslandi og naut mikillar virðingar á sinni tíð. Árni segir það ekkert hafa breyst. Kenningar hans standist enn alla skoðun. Að sögn Árna einkenndu sanngirni og tillitssemi Sigurð alla tíð og vildi hann sætta sjónarmið nátt- úruverndar og mannvirkjagerðar. Og hann náði að sjá árangur af ósér- hlífnu starfi sínu í þágu íslenskrar nátt- úru. „Fyrstu tíu árin sem Náttúruvernd- arráð starfaði voru fimmtíu svæði friðlýst. Það gladdi Sigurð mjög enda ekki síst frumkvæði hans að þakka,“ segir Árni og bætir við að hann sjálfur og allir einstakir ráðsmenn hafi lagt fram krafta sína við úrlausn einstakra mála, friðlýs- ingar og afskipti af mannvirkjagerð. „Það var ánægjulegt að Sigurður skyldi lifa að sjá þetta áhugamál sitt komast á bullandi ferð þrátt fyrir að stofnunin hafi ekki verið stór. Hann sá óskir sínar rætast.“ Vísindi um vísnayndi Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var með litríkari mönnum á sinni tíð, virtur vísindamað- ur en líka orðhagur húmoristi og vísnaskáld. Í dag eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Árni Reynisson á milli Sigurðar Þórarinssonar og Eysteins Jónssonar hjá Náttúruverndarráði. Dr. Sigurður Þórarinsson útskýrir jarðfræði Þingvallasvæðisins fyrir Svíakonungi sumarið 1975 . Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sigurður Þórarinsson Í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu dr. Sigurðar Þórarinssonar ætla félög og sam- tök sem tengjast náttúruvísindum og -vernd, svo og útiveru, að efna til blysfarar umhverfis Grænavatn í Krýsuvík – en þang- að er rútuferð frá höfuðstöðvum Ferða- félags Íslands í Mörkinni í Reykjavík kl. 14 í dag, sunnudag. Blysför umhverfis Grænavatn Sigurður Þórarinsson fæddist á Hofi í Vopnafirði en ólst upp á Teigi í sömu sveit. Hann lauk stúdentsprófi frá MA vorið 1931. Hann lauk doktorsprófi frá Stokkhólmsháskóla árið 1944, og hóf þá merkan feril sem vísindamaður. Hann var prófessor í landafræði og jarð- fræði við Háskóla Íslands. Hann var fjölhæfur maður sem var jafnvígur á jarðfræði, land- mótunarfræði, jöklafræði og loftslagsfræði, og náði að gera gjóskulagarannsóknir að mik- ilvægum þætti í fornleifafræði. Sigurður varð bráðkvaddur í Reykjavík árið 1983. Skömmu síðar ákváðu Alþjóðasamtök um eldfjallafræði að heiðra minningu hans með því að kenna æðstu viðurkenningu samtak- anna við hann: Heiðursmerki Sigurðar Þórarinssonar. Sigurður samdi marga vinsæla söngtexta, svo sem Þórsmerkurljóð, Vorkvöld í Reykjavík og Að lífið sé skjálfandi lítið gras. Hann þýddi einnig marga texta eftir sænska skáldið Carl Michael Bellman. Á efri árum tók hann nokkurn þátt í starfsemi Vísnavina. Merkur ferill Tækifærisvísa sem Sigurður Þórarinsson hripaði á blað í einhverri af ferðum sínum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.