SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 30
30 8. janúar 2012
Þ
að var skynsamleg ákvörðun
hjá Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta Íslands, að gefa ekki
kost á sér til endurkjörs við
forsetakosningar í byrjun sumars á þessu
ári. Hann er umdeildasti forseti lýðveld-
issögunnar. Hefði hann gefið kost á sér í
fimmta sinn hefði sú ákvörðun valdið
deilum þó ekki væri nema vegna þess að
forsetinn hefur setið í embætti í 16 ár. En
að auki er ljóst að stuðningur hans við
útrásarvíkinga fyrir hrun hefði orðið
mjög til umræðu í kosningabaráttu
vegna forsetakosninganna og valdið
sundurlyndi meðal þjóðarinnar. Það
hefðu ekki sízt verið fyrrum pólitískir
samherjar Ólafs Ragnars, sem hefðu rifj-
að þá sögu alla upp. Þeir hafa ekki fyr-
irgefið honum ákvarðanir um tvær þjóð-
aratkvæðagreiðslur vegna Icesave.
Ólafur Ragnar getur sagt sem svo, að
þótt hann hafi orðið fyrir harkalegri
gagnrýni frá hægri vegna ákvörðunar um
að skjóta fjölmiðlalögum til þjóðar-
atkvæðis sumarið 2004 og frá vinstri
vegna Icesave síðustu tvö ár, hafi hann í
síðarnefndu tilvikunum tveimur sýnt
fram á mikilvægi þess að til staðar væri í
stjórnskipun lýðveldisins öryggisventill
ef Alþingi og ríkisstjórn töpuðu áttum.
Það er nokkuð til í því. Það er hins
vegar í mótsögn við tíðarandann, að einn
maður hafi slíkt vald í sínum höndum og
að það fari eftir geðþótta hans eða því
pólitíska spili, sem sá hinn sami kann að
stunda, hvort gripið er til þess ráðs að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um um-
deild mál. Eðlilegra er að ákvæði séu í
stjórnarskrá um að ákveðinn hluti þjóð-
arinnar geti farið fram á slíka atkvæða-
greiðslu um umdeild mál.
Það hefur hvað eftir annað komið í ljós
að þjóðin er afar viðkvæm fyrir forseta-
embættinu og hefur lengst af kunnað því
illa, að forseti væri gagnrýndur. Í for-
setatíð Ólafs Ragnars hefur dregið úr
þeirri viðkvæmni enda má segja, að hann
hafi fremur sótzt eftir því að taka um-
deildar ákvarðanir en að verða samein-
ingartákn þjóðarinnar.
Þá má spyrja, hvort æskilegt sé að for-
setaembættið verði jafn pólitískt í fram-
tíðinni og Ólafur Ragnar hefur viljað að
það væri. Það álitamál er bara eitt af
mörgum sem tengjast framtíðar stjórn-
skipan lýðveldisins. Frá mínum sjón-
arhóli séð á beint lýðræði að vera grund-
vallaratriði þeirrar stjórnskipunar.
Þjóðin sjálf á að taka í þjóðaratkvæða-
greiðslum ákvarðanir um öll meginmál.
Alþingi hefur þar að sjálfsögðu hlutverki
að gegna en á grundvelli þeirra megin-
lína, sem þjóðin leggur í slíkum at-
kvæðagreiðslum. Forsetaembættið er
ekki lykilþáttur í slíkri stjórnskipan.
Sjálfsagt hefur það að einhverju leyti
mótað forsetaembættið í upphafi, að
þjóðhöfðingi Íslendinga hafði í nokkur
hundruð ár verið konungur og ein-
hverjar leifar af því tildri og þeim hé-
gómaskap sem fylgir þeirri forneskju
hins evrópska aðals hafa fylgt með til
Bessastaða. Það hefur ekki dregið úr
þeirri sýndarmennsku, þótt tími sé til
kominn.
Eitt af því, sem hrunið á að hafa kennt
okkur er tilgangsleysi þeirrar sýnifíknar,
sem einkenndi íslenzkt samfélag og þá
ekki sízt á fyrstu árum þessarar aldar.
Æskilegt er að nýr forseti, hver sem hann
eða hún verður, marki þessu embætti
hófsamari sess í framtíðinni.
Það er ekkert tilefni til að auka völd
forseta Íslands. En það er fullt tilefni til
að skýra í nýrri stjórnarskrá ákvæði
hennar um forsetaembættið þannig að
ekki fari á milli mála hvert hlutverk for-
seta er og þeir sem því gegna í framtíð-
inni hafi ekki tækifæri til og svigrúm til
að túlka stöðu þess á þann veg, sem þeim
hentar. Það er líka forneskjulegt fyr-
irbæri í nútímasamfélagi.
Hins vegar var ánægjulegt að heyra í
áramótaræðu forsetans, að starfs-
mannafjöldi forsetaembættisins hefur
verið óbreyttur í tvo áratugi og at-
hugasemdir hans um útþenslu annarra
þátta stjórnsýslunnar eru réttmætar. Það
er gott að hægt er að reka embætti for-
seta Íslands með fjórum starfsmönnum
og ekki á að vera erfitt á ofangreindum
forsendum að halda embættisrekstrinum
áfram innan þeirra marka.
Stjórnmálaflokkarnir eiga að leggja sig
fram um að láta forsetakosningar af-
skiptalausar. Slík afskipti fyrr á tíð voru
óvinsæl meðal almennings og þeim
flokkum sem hlut áttu að máli ekki til
framdráttar. Verði hins vegar hreyfing
fyrir því að þróa embættið áfram í póli-
tíska átt á þann veg sem Ólafur Ragnar
hefur reynt að gera munu flokkarnir
fylgja fast á eftir og reyna að hafa áhrif á
það hverjir verði í framboð og hver verði
kjörinn.
Flokkarnir eiga hins vegar nóg með
sjálfa sig og sín vandamál og afskipti
þeirra af forsetakjöri eru ekki til farsæld-
ar.
Það er svo áhugaverð spurning, hvort
fráfarandi forseti hyggi á stjórnmála-
afskipti á ný. Það er ekkert því til fyr-
irstöðu, að sá sem hefur gegnt þessu
embætti leiti eftir umboði þjóðarinnar til
starfa á öðrum vettvangi, þótt það hafi
ekki gerzt til þessa. Ólafur Ragnar er
reynslunni ríkari eftir starf sitt á Bessa-
stöðum en athyglisvert er að fylgjast með
því hvað sumir af forystumönnum
vinstrimanna á undanförnum áratugum
komast í mikið uppnám við tilhugsunina
um að hann hefji afskipti af stjórnmálum
á nýjan leik. Og alveg sérstaklega virðast
þeir ekki mega til þess hugsa, að hann
skipi sér í hóp þeirra, sem berjast gegn
aðild að Evrópusambandinu. En af því
yrði augljóslega umtalsverður styrkur í
þeirri baráttu.
Veri hann velkominn!
Nýr forseti á að marka embættinu hófsamari sess
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Bandaríska fulltrúadeildarþingkonan GabrielleGiffords var sannarlega ekki feig á þessum degifyrir ári. Það var á borgarafundi fyrir utanstórmarkað í Casas Adobes í Arizona að 22 ára
gamall maður, Jared Lee Loughner, vatt sér upp að
henni og skaut hana í höfuðið af stuttu færi. Að því
loknu gekk hann berserksgang og skaut átján manns til
viðbótar, sex þeirra létust af sárum sínum. Enda þótt
ótrúlegt megi virðast lifði Giffords á hinn bóginn til-
ræðið af og hefur náð merkilega góðum bata.
Mikil skelfing greip að vonum um sig á planinu fyrir
framan stórmarkaðinn og reyndu fundarmenn, á bilinu
20 til 30 manns að forða sér, meðan Loughner skaut að
því er virtist á allt sem hreyfðist. Eftir að hafa tæmt
fyrsta skothylkið nam tilræðismaðurinn staðar til að
endurhlaða vopn sitt. Þegar hann í óðagotinu missti
skothylkið á jörðina skárust viðstaddir í leikinn. Kona
nokkur greip hylkið og maður kom höggi á tilræðis-
manninn með stól. Það var síðan 74 ára gamall hermað-
ur á eftirlaunum, Bill Badger, sem sjálfur hafði orðið
fyrir skoti, sem stökk á Loughner og felldi hann í jörð-
ina. Fernt hélt honum síðan uns lögreglu bar að.
Skammt þar frá stumraði Daniel Hernández yngri, að-
stoðarmaður Giffords, yfir henni. Skotið hafði farið
gegnum höfuð hennar og þrýsti Hernández á sárið, auk
þess að gæta þess að hún kafnaði ekki í eigin blóði. Hon-
um til undrunar var Giffords með meðvitund og brást
við fyrirmælum. Læknar sögðu síðar að viðbrögð Hern-
ández hefðu að öllum líkindum bjargað lífi hennar.
Sjúkralið kom fljótt á vettvang og hlúði að hinum
særðu. Fimm manns létust á staðnum og sá sjötti á
sjúkrahúsi skömmu síðar. Meðal hinna látnu var John
Roll, dómari við ríkisdóminn í Arizona, og níu ára gam-
alt barn. 38 mínútum eftir að hafa orðið fyrir skoti var
Giffords komin á spítala, í bráðri lífshættu en ennþá með
meðvitund. Hún fór beint á skurðarborðið, þar sem
hluti höfuðkúpu hennar var fjarlægður til að fyrirbyggja
frekari heilaskaða af völdum bólgu. Kúlan hafði ekki
farið gegnum miðheilan, þar sem skaðinn er venjulega
mestur, og fyrir vikið voru læknar hóflega bjartsýnir á
bata að aðgerð lokinni. Giffords var í framhaldinu svæfð
djúpum svefni til að heili hennar gæti hvílst.
Fjórum dögum síðar opnaði Giffords augun aftur og
þrettán dögum eftir tilræðið var hún útskrifuð af gjör-
gæslu. Við tók langt og strangt ferli, fleiri aðgerðir og
síðan stíf endurhæfing – sem ekki er lokið. Í endaðan
apríl var Giffords orðin nógu hress til að ferðast til Ca-
naveral-höfða í Flórída, þar sem skjóta átti eiginmanni
hennar, geimfaranum Mark E. Kelly, út í geiminn.
Geimskotinu var að vísu frestað vegna tæknibilunar.
Giffords fékk algjört næði á Canaveral-höfða og fjöl-
miðlar virtu bann við myndatökum.
Það var svo í byrjun ágúst að Giffords kom í fyrsta sinn
fram opinberlega eftir tilræðið. Hún mætti þá í full-
trúadeildina til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um hækk-
un skuldamarka. Var henni tekið með kostum og kynj-
um, þingmenn risu úr sætum og létu lófana tala.
Giffords hefur endurheimt andlegt atgervi sitt að
langmestu leyti. Hugsun hennar er skýr, „hér um bil
eðlileg, ef ekki eðlileg“, eins og talsmaður hennar orðaði
það. Hún gengur óstudd en hefur ekki fullan mátt í
hægri hluta líkamans. Fyrir vikið skrifar hún í dag með
vinstri hendi sem hún gerði ekki áður. Hún á enn svolít-
ið bágt með mál en vonir standa til að það lagist með
tímanum. Sjónin er á hinn bóginn skert – um 50%.
Lítið er vitað um ástæður árásarinnar en Jared Lee Lo-
ughner hefur verið ósamvinnufús eftir handtökuna.
Margt bendir þó til þess að honum hafi verið uppsigað
við bandaríska stjórnkerfið. Að undangenginni geð-
rannsókn komst dómari að þeirri niðurstöðu að Loug-
hner væri ósakhæfur og er hann nú vistaður á stofnun.
orri@mbl.is
Þingkona
skotin í
höfuðið
Giffords lifði en Jared Lee Loughner myrti sex aðra. Þingkonan Gabrielle Giffords fyrir og eftir tilræðið í fyrra.
Á þessum degi
8. janúar 2011
’
Honum til undrunar var
Giffords með meðvitund
og brást við fyrirmælum.