SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 31

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 31
8. janúar 2012 31 Mér er þetta í blóð borið, segirÓmar Friðþjófsson er-indreki þegar hann rifjarferðina upp með blaða- manni, en hann fór fyrir leiðangrinum. „Faðir minn, Friðþjófur Hraundal, kunni vel að meta hálendi Íslands og fór á sínum tíma 10 ferðir á Vatnajökul og þveraði hann nokkrum sinnum gangandi á ár- unum 1940 til 1950. Ég byrjaði ungur að fara á hálendið með pabba og það varð að áráttu; að fara á fjöll og glíma við nátt- úruöflin.“ Þar sem himinn frýs við jörð Hann segir að þegar búið er að fara það sem hægt er hér á landi; allt frá Bjarg- töngum yfir í Vöðlavík, frá Reykjanesi yfir í Font á Langanesi, þá kalli það á að menn langi á vit nýrra ævintýra. Ómar las í æsku um Vilhjálm Stefánsson „og það heillaði ungan dreng að kynnast því hve mikill ævintýraheimur er fyrir ut- an landið okkar. Vilhjálmur var hetja í mínum augum; eins og til dæmis Edmund Hillary og Francis Scott, sem báðir fóru á suðurskautið. Myndir úr ferðum þeirra greyptust í huga mér og það blundaði allt- af í mér að gera eitthvað svipað sjálfur“. Ferðasaga Ómars og félaga er nú komin út á ríkulega myndskreyttri bók, Þar sem himinn frýs við jörð, en ljósmyndarinn kunni, Friðþjófur Helgason, var einn leið- angursmanna. Hinir þrír eru Halldór Sveinsson, Karl Rútsson og Kristján Krist- jánsson. Vert er að geta þess að bókinni fylgir rúmlega klukkustundar kvikmynd Friðþjófs um ferðina. Hópurinn fór þessa ævintýraferð 2006, þegar 100 ár voru liðin frá því Vilhjálmur Stefánsson fór fyrsta sinni í leiðangur um norðurslóðir Kanada. Eknir voru alls 19.257 km og tók túrinn tæpan einn og hálfan mánuð. Ómar segir ýmsa heimamenn hafa reynt að telja Íslendingana af því að takast á við grimm náttúruöflin með þessum hætti, en þeir hafi verið staðráðnir í því að aka leiðina, eftir mikinn og góðan und- irbúning. „Mig langaði að fara um þar sem væri fólk; ekki bara ís og auðn, og sú hugmynd fæddist að keyra um slóðir Vilhjálms Stef- ánssonar. Hann sigldi niður til íshafsins eftir hinu mikla McKenzie-fljóti og við fé- lagarnir spurðum okkur: því ekki að keyra þá leið á ís? Íslendingar hafa gríð- arlega reynslu af ferðum á fjöll og jökla og af því að búa bíla undir ferðir í snjó og miklu frosti.“ Ómar og félagar hans undirbjuggu leið- angurinn lengi. Hann flaug utan og kynnti sér svæðið sem um ræðir og ræddi við fjölda heimamanna. „Ég hitti til að mynda fólk í Inuvik, bæ í Norðvestur-Kanada, ekki langt frá óshólmum McKenzie-fljóts. Þeir sögðu mér að aldrei hefði verið ekið niður fljótið en útilokuðu ekki að við gæt- um það, eftir að ég útskýrði fyrir þeim hvernig við yrðum útbúnir.“ Ómar kynnti sér ís-vegina sem Kan- adamenn kalla svo; ice roads. „Kanada er gríðarlega stórt og þarna norður frá eru ekki hefðbundnir vegir, heldur nýta heimamenn frosin vötn og frosnar ár til þess að koma birgðum, tækjum og tólum til nyrstu héraðanna. Þar er mikið um demants- og gullnámur, auk gas- og olíu- vinnslu. Heimamenn keyra á frosinni túndrunni og það þykja miklar kempur sem fara þá leið og berjast við nátt- úruöflin.“ Ári eftir kynnisferðina til Kanada fór Ómar aftur utan, í fylgd annars ferðalang- anna, og ræddi við fólk á öðrum stöðum. „Við vildum gera allt í góðri sátt við heimamenn og náttúruna. Kanadamenn eru mjög næmir fyrir náttúrunni, sér í lagi þarna fyrir norðan.“ Rætt var við starfsfólk kanadíska sendi- ráðsins í Reykjavík, sendiráð Íslands í Ot- tawa, starfsmenn utanríkisráðuneytisins í Reykjavík og innanríkisráðuneytis Kan- ada. „Eftir það komst ég í samband við ættarhöfðingja inúíta í norður Kanada og var það hann sem í raun gaf grænt ljós á að við færum í leiðangurinn. Það var til- tölulega nýbúið að stofna sjálfsstjórn- arhéraðið Nunavut, gríðarlega stórt svæði, sem er undir stjórn inútía.“ „Gerið það fyrir mig að hætta við“ Ekkert var til sparað að sögn Ómars; bílarnir útbúnir eins vel og kostur var og síðan haldið af stað. Bílarnir þrír voru fluttir sjóleiðis til Shelburn en mannskapurinn flaug til Halifax. Síðan var ekið á áttunda þúsund kílómetra, upp til Yellowknife, þar sem ævintýrið hófst í raun. Yellowknife er miðstöð norðvest- ursvæðisins, tæplega 20.000 manna bær. Það var lagt í’ann og haldið niður McKen- sey-dalinn, og samnefndu fljóti fylgdu þeir til hafs. Þegar hópurinn var kominn til Norman Wells, eftir að hafa ekið rúmlega 1.200 km frá Yelloknife (sjá meðfylgjandi kort), sögðu heimamenn Íslendingunum að skynsamlegast væri að snúa við strax. Leiðangursmenn þurftu iðulega að grípa til skóflunnar í túrnum þótt hún dygði sjaldnast ein! Bein leið til himna að fara niður fljótið Fimm Íslendingar fóru í mikla ævintýraferð á þremur jeppum um nyrsta hluta Kanada, svæði þar sem enginn hafði áður ekið á bíl. Margir heimamanna réðu þeim frá ævintýrinu en hinir vösku, íslensku fjallagarpar ákváðu að láta slag standa. Texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.