SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 34
34 8. janúar 2012
Á „Armory Show“ voru nýviðhorf í list Evrópu kynnt ífyrsta skipti vestra, eða alltfrá Delacroix til Picassos og
olli sýningin miklu fjaðrafoki, meðal
annars lá við að sýningargestir eyðilegðu
mynd Duchamps „Gengið upp stiga“,
sem einmitt átti þátt í að gera hana og
listamanninn fræg. Svipað og að pústr-
arnir í lok Cobra-sýningarinnar í Borg-
arlistasafninu í Amst-
erdam 1949, beindu
sjónum manna að list-
hópnum sem var í and-
arslitrum eftir einungis
þriggja ára tilvist. Ar-
mory Show var stór-
merkileg sýning sem
olli lærdómsríkum
straumhvörfum í Am-
eríku, seinna áttu land-
flótta myndlistarmenn frá Evrópu eftir
að bæta um betur á árunum fyrir og eftir
seinni heimsstyrjöldina. Þá eru vel að
merkja einungis liðlega hundrað ár frá
því að framúrstefnulisthús, eitt af öðru,
litu dagsins ljós í París, sem varð fyrir
vikið Mekka stílbrota um langt árabil.
Hollt að minnast þessa, því að um-
skiptin hafa verið risavaxin, eitt stendur
þó uppúr, sem er að hvers konar ólík-
indalæti til að vekja athygli almennings
á sýningum og eigin persónu, undu upp
á sig og eru svo komið orðin að vafa-
samri og útjaskaðri tuggu, þótt almenn-
ingur og fjölmiðlar lágkúrunnar láti
áfram glepjast. Mikilvægt að líta til þess
að þjóðleg og staðbundin einkenni þóttu
og þykja ennþá fullgild meðal for-
ustuþjóða í sjónmenntum.
Á síðustu áratugum er það hrá mark-
aðssetningin sem virðist illu heilli alfa og
omega nær allrar listsköpunar, og margt
það sem var frumlegt og nýtt á byrj-
unarreit er orðið að risavaxinni ofgnótt á
seinni tímum, ef ekki léttvægum iðnaði
á heimsvísu. En listasöfn sem fyrrum
voru nær tóm eru svo komið líkust að-
albrautarstöðvum á háannatímanum, en
það kemur líka til af afturhvarfi al-
mennings til hins lífræna, burt frá tím-
um blóðlausrar hátækni sem hefur á sér
tvær hliðar; eina mjög góða og aðra
mjög illa. Auðveldar mönnum svo ótal
margt en ógnar líka öllu jarðlífi í sinni
verstu mynd. Birtingarmynd allra fram-
fara í mannheimi hefur sömuleiðis á sér
tvær hliðar, og vel að merkja án góðra
sem illra náttúrumagna þróast ekkert líf
á þessari jörð, né alheimi öllum.
Íslendingum gengur illa að átta sig á
því hve afskekkt landið er og langt frá
höfuðstraumum meginlandsins, hvar
styttri vegalengdir gefa fólki margvísleg
tækifæri sem okkur standa ekki til boða
nema með drjúgri fyrirhöfn, tímatapi og
fjárútlátum, hálfu meiri eftir hrun. Að
vera í sambandi er vissulega mjög góðra
gjalda vert, en má síður verða að létt-
vægu og ógrunduðu takmarki.
Vegna upplýsingafátæktar fjölmiðla
um þessa hluti og brenglaðs mennta-
kerfis varðandi sjónmenntir, var ábyrgð
þeirra sem standa á bak við hina fimm
binda listasögu stórum meiri um gagn-
sætt og hlutlægt mat á framvindunni en
gerist í grónum menningarsamfélögum
ytra. Þá hefur ekki verið gefið út al-
mennt myndlistarmannatal, hins vegar
eru allar listasögur það auðvitað að vissu
marki, einungis afmarkaðri. Til viðbótar
ekkert listasafn hér sem bregður upp
skilmerkilegu ljósi á þróun íslenzkrar
myndlistar frá upphafi. Ráðist var nær
undirbúningslaust í þetta stórvirki og án
þess að fram færi nákvæm og gagnsæ
uppstokkun, milli áratuga, sem hefði
vissulega leitt margt í ljós sem ýmsir
skrifarar virðast ekki hafa haft nema
mjög takmarkaða hugmynd um, að ekki
sé fastara að orði kveðið. Fátt um upp-
lýsandi sýningar þar sem öllum núlif-
andi kynslóðum, stílum og stefnum er
stefnt til pataldurs og gefa leikum sem
lærðum tækifæri til samanburðar …
Ólafur Kvaran, ritstjóri listasögunnar,
kom að utan frá námi í listfræðum 1974,
en Aðalsteinn Ingólfsson, sem hefur
verið stórum virkari á opinberum vett-
vangi, og hafði lokið sínu prófi tveim
árum áður, hafnaði einhverra hluta
vegna að taka þátt í verkinu, sem verður
að teljast ígrunduð og vitræn afstaða
eins og hlutirnir lágu fyrir. Þá má taka
fram að tímaskeiðið fyrir og eftir 1970
einkenndist af miklum uppstokkunum á
myndlistarvettvangi, hugmynda-
fræðilega listin var í algleymi ásamt
neðanjarðarviðhorfum og pólitískri list.
Fljótlega tók síðan að fjölga í stétt
fræðinga og munu þeir svo komið vera
um og yfir 60 talsins en afar lítið fer af
sýnilegum fræðistörfum margra þeirra
og lítið virðast þeir uppnumdir af ís-
lenzkri list, nema að það skari þröngan
námsgrunn. Björn Th. Björnsson var frá
miðbiki aldarinnar eini fræðimaðurinn
sem lét verulega til sín taka á opinber-
um vettvangi. Að tilhlutun Ragnars í
Smára tók hann saman yfirlit yfir ís-
lenska listasögu í tveim bindum, sem
náði allt fram til 1950, og komu á mark-
aðinn 1964 og 1973. Hann hafði áform
um viðbót en einhverra hluta vegna
varð ekki úr, en ljóst má vera að hlut-
verkið var varla á eins manns færi. Björn
gerði sér grein fyrir því eins og ljóslega
kemur fram í formála hans að fyrra
bindinu, „að hætt væri á því að í sam-
antekt sinni væru glompur eða missagn-
ir. Þetta væri fyrsta tilraunin til sögulegs
yfirlits, og sem öll frumsmíð önnur
mundi hún standa til margvíslegra
bóta“.
Einnig ber sérstaklega að minnast þess
hér, að í tilefni aldarafmælis Listasafns
Íslands 1984 var tekið saman afmælisrit
sem út kom 1985 með úrvali verka í eigu
þess, 236 síður, með eftirprentun lista-
verka á 217 síðum, þar af 169 í lit. Bókin
var hin veglegasta og þótt hlutlægni hafi
verið gætt kom það ekki í veg fyrir að
eitt og annað raskaðist. Engin mynd var
þannig af verki eftir Benedikt Gunn-
arsson.
Það stórmerkilega gerðist að ritið
seldist upp á fáeinum árum, sem er
einsdæmi um listaverkabók á landi hér
og skil ég ekki fyrir mitt litla líf af
hverju hún var ekki snarlega endur-
útgefin með viðbótum og enn fullkomn-
ari samantekt.
Fleira af
ferðalagi og
einni listasögu
Litið til baka verður að telja það með því yf-
irskilvitlega, að einungis skuli liðin 98 ár frá
hinni tímamótandi sýningu „Armory Show“ í
New York, sem hafði einungis mánaðarviðdvöl í
borginni en var síðan sett upp í Síkagó og Boston.
Bragi Ásgeirsson bragi_asgeirsson.msn.com
Sandro Botticelli (um 1444-1510): Málverk
af dömu, Simonettu Vespucci 1475/80,
málað á aspartré. „Ásjónur á endurreisn“
Bode-safnið, safnaeyjunni Berlín. Fegurð
Símonettu er þjóðsaga, hún er fyrirmyndin í
málverki listamannsins „Vorkoma“ 1477-
78 og „Fæðing Venusar“, um 1485. Ást-
kona Giuliano ’de’ Medici, bróður sjálfs Lo-
renzo il Magnifico.
Bragi
Ásgeirsson
Horst Zimmermann sem tók á móti íslenzk-
um listamönnum í 20 ár.
Guðsmóðirin frá Foligno eftir Rafael 1511/12.