SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 35
8. janúar 2012 35
Í stað þess að dreginn væri að nokkru
dámur af þessu riti er yfirlæti og hlut-
drægni hafin til vegs í nýju listasög-
unni. Erfitt að skilja hverju sætir að svo
margir eru fjarri eða settir á hliðarlín-
una, sem þó hafa verið virkir í íslenzku
myndlistarlífi, til að mynda lítið skrifað
um Kristin Pétursson, kannski fyrsta
hreina abstraktmálarann. Lakast að
þegar um er að ræða fingurbrjóta í af-
mælisritinu virðist það sallaklárt að hér
er um meðvitaðan brotavilja, hofmóð,
hroka og prakkaraskap að ræða. Þá
virðist hafa verið mikil leynd yfir
vinnubrögðunum og myndlistarmenn
ekki beðnir um að fara yfir textana til
að forðast villur og missagnir. Með vís-
un til þess að málari nokkur fann fjórar
missagnir í knöppum texta um sig, má
gera ráð fyrir að villurnar séu miklu
fleiri í öllum bindunum fimm og ættu
þolendur óhikað að leiðrétta þær op-
inberlega. Kannski hlutverk hugrakks
listsögu- eða listfræðings (ef hann er
til) að safna þeim saman eftir ítarlega
rannsókn svo þær verði ekki skjalfestur
partur listasögu okkar. Þá er vitað að
allir skrifendur eru fjarri því fastagestir
á listsýningum almennt viðurkenndra
listhúsa, og sumir sjást jafnvel aldrei,
en virðast samt geta mótað sér skoðanir
úr fjarlægð, sem er svipað því að bók-
menntarýnir láti ljós sitt skína varðandi
ólesin rit. Þetta er háttur svokallaðra
kontórista og bendiprika í listum sem
nóg er af. Sumir þeirra virðast óneit-
anlega eiga bágt með að komast út fyrir
skólalóðina hvað skoðanir snertir, flest
tillært innprentað og innmúrað. Slíkir
reynast svo í þeim mæli viðkvæmastir
fyrir gagnrýni, einkum ef hún er á rök-
um reist, hugsa um það eitt að hefna
sín á persónu viðkomandi, trúlega fyrir
að vera ekki nægilega þægur og
„trendy“.
Þá er meira en lítið bagalegt fyrir les-
endur að vita ekki hver einstakur af
fræðingunum ber ábyrgð á textanum
hverju sinni.
Sennilega hraklegustu meðmælin að
íslenzkir myndlistarmenn sem ég hef
talað við eru upp til hópa óánægðir
með vinnubrögðin enda eru þau býsna
sérkennileg varðandi þjóðarlistasögu,
heimildarrit sem að óbreyttu skal vitn-
að til á næstu árum og áratugum. Þá
vaknar sú spurning fyrir hverja og í
hvaða tilgangi þessi listasaga sé skrifuð,
einnig hvort íslenzk myndlist sé einka-
mál fræðinga.
– Auðvitað ber að taka ofan fyrir
hugrekki og metnaði útgefandans,
bækurnar eru hinar veglegustu, prent-
verk og litgreining upp á það besta, en
sitthvað þykir athugunarvert varðandi
niðurröðun efnisþátta á síðurnar. Vita-
skuld hlýtur allur þorri manna að vilja
forvitnast meira um feril einstakra
listamanna en tilviljunarkennd dreif-
sýni eru fær um, og margur veltir fyrir
sér af hverju markaðssetning skjól-
stæðinga og samherja, nepótismi, vina-
væðing, ásamt áróðri skuli hér hafa
meira vægi en viðurkenningar og list-
rænt mat. Leita jafnframt árangurslaust
að sögulegu yfirliti „akvarellunnar“,
vatnslitamynda í það heila, grafíklist-
arinnar, risslistarinnar og ljósmynd-
arinnar …
Berlín
Telja verður Þjóðverja með afbrigðum
safnaglaða, bæði með hliðsjón af nútíð
og fortíð og hér er Berlín að sjálfsögðu í
forgrunni. Þýsku þjóðinni hefur í þeim
mæli tekist að rísa upp úr öskustó
seinni heimsstyrjaldarinnar að sumir
fullyrða að þeir séu með alla Evrópu á
bakinu fjárhagslega séð, í öllu falli Efna-
hagsbandalagið. Og þó var þeim naum-
ast í hag að skipta á þýska markinu,
harðasta gjaldmiðli heims og evrunni,
sýnist klár fórnarkostnaður sem ætti að
vera til marks um lýðræðiskennd nú-
verandi kynslóðar. Þá mun ekkert land í
Evrópu né öllum heiminum hafa byggt
aðra eins mergð safna og menning-
arstofnana á undanförnum áratugum, og
þeir eru enn að. Margar þjóðir leitast nú
við að draga hér dám af, því ekki ber á
öðru í ljósi mannkynssögunnar en að
hér sé komin birtingarmynd, grunn-
stoðir og kjölfesta öflugra þjóðríkja.
Skyldi ekki viturlegt fyrir okkur á
hjara veraldar að líta hér í eigin barm og
meðtaka að áhugi og metnaður til and-
legra athafna sé leiðin til velsældar, síð-
ur prófgráður, handstýring og for-
sjárhyggja. Að velferðarþjóðfélagið
grundvallast ekki einungis á efnislegum
þörfum heldur einnig andlegum.
– Berlín er að öllu leyti hrikaleg borg,
mikil um sig og fjölþætt, margt hefur
verið endurbyggt í stíl fyrri tíma og svo
eru nýju verslunarhverfin stórglæsileg,
jafnvel um of, þótt ekki séu það einungis
íburðurinn og umbúðirnar sem gilda
eins og víðast hvar.
Sýning sýninganna á meðan við örk-
uðum um borgina má telja að hafi verið
mannamyndir frá endurreisnartíma-
bilinu í Bode-safninu á safnaeyjunni,
sem lauk 20. nóvember en er nú í Met-
ropolitan-safninu í New York, opnaði
21. desember og stendur til 18. mars
2012. Gríðarlega falleg sýning með perlu
Leonardos af ungri stúlku með hreysi-
kött í fanginu sem meintan hápunkt.
Sennilega verða þeir sem hyggjast sjá
hana vestra að tryggja sér miða í tíma
því aðsóknin var yfirþyrmandi. Önnur
sýning og engu ómerkari var „Dyr að
dyrum“ í byggingu Martins Gropiusar í
nágrenni Potsdamer-torgs sem er orðið
að hálfgerðu furðuverki, einkum þegar
kvöldar. Hún hefur með að gera sam-
skipti Póllands og Þýskalands varðandi
list og sögu í 1000 ár, og stendur til 9.
janúar. Ég hafði einhvern veginn ekki
gert sérlega miklar væntingar til hennar
en annað átti eftir að koma í ljós. Helst
hefði ég viljað vera heilan dag á staðn-
um því fram kom að þessa hlið á Evr-
ópu þekkti ég ekki svo náið. Sýningin
inniber gífurlegan fróðleik um menn-
ingarsamskipti þjóðanna og hin gull-
fallega vel hannaða sýningarskrá, er
hvorki meira né minna en 784 síður og
er með fallegustu og efnisríkustu kata-
lógum sem ég hef eignast um dagana.
Að sjálfsögðu skoðuðum við nátt-
úrusögusafnið, sem er stórfróðlegt,
heimsóttum apana, forfeður okkar í
dýragarðinum og urðu þar fagn-
aðarfundir að minnsta kosti frá okkar
hálfu, hvað sem þeir blessaðir hafa
hugsað. En kannski var mesta undrið á
safninu lítil gagnsæ marglytta sem sögð
er hafa lifað í 500 milljónir ára. Flest
annað sem við skoðuðum í borginni er
ég þegar búinn að herma af í fyrri skrif-
um, en auðvitað er efni í margar bækur
að fjalla um þessa borg sem endurfæðist
eftir hverja tortímingu.
Dresden
Það var með mikilli tilhlökkun sem við
nálguðumst Dresden, þá sögufrægu
borg, sem geymir gull og gersemar í
hvers konar sjónlistum. Loks sá ég frú-
arkirkjuna fögru sem enn var rústir ein-
ar þegar ég var þar síðast, en hefur nú
verið endurbyggð í sinni upprunalegu
mynd. Fleira hafa íbúarnir lokið við að
endurbyggja þótt ennþá skeri í augu
hrollkaldir rússneskir tertubotnar. Ger-
endur hafa notast við allt nýtilegt úr
rústum kirkjunnar í bland við nýtt
byggingarefni og er það einungis til
prýði, en einnig áminningar.
Nú hittum við vin minn Horst Zim-
mermann, sem var forstöðumaður list-
hallarinnar við Svanatjörn í Rostock,
þar áður og á eftir, Albertinum í Dres-
den. Innfædddur Dresdenbúi sem í 20 ár
tók vel á móti íslenzkum listamönnum
varðandi tvíæringinn í Rostock, og er-
lendir hafa verið krossaðir fyrir drjúg-
um minna. Upplifði loftárásirnar á
borgina í stríðslok, sem var einn mesti
glæpur átakanna miklu, borgin yfirfull
af flóttamönnum sem höfðu leitað skjóls
og árásin hafði enga beina hernaðarlega
þýðingu. Zimmermann var með okkur
dag hvern allan tímann og síðast vorum
við einir á Borgarsafninu, hvar sjá má
með öðru minjar frá árásinni. Hann tjáði
okkur að við endurbyggingu borg-
arinnar hefði verið stuðst við málverk
eftir Bernardo Bellotto, sem fetaði í fót-
spor frænda síns og meistara um mynd-
efni, tók sér meira að segja af og til
traustataki viðurnefni hans, Canaletto,
sem aftur hét Giovanni Antonio Canal
(1697-1768). Sá er stórum nafnkenndari
og einna kunnastur fyrir „vedute“-
málverk sín, sviðsmyndir af húsum og
landslagi, og þetta tók lærisveinn hans
einmitt upp eftir honum.
Aðalsýningin í borginni að þessu sinni
nefndist „Himneskur ljómi – Rafael,
Dürer, Grünewald“ og er í Safni gömlu
meistaranna, stendur til 8. janúar.
Nafnkenndar guðsmóðurmyndir Rafaels
líkt og sixtínska guðsmóðirin og guðs-
móðirin frá Foligno eftir snillinginn,
sem og marga fleiri óviðjafnanlega lista-
menn. Afar vönduð sýning og síst var
mannfjöldinn fjarri. Svo mikið var af
guðsmóðurmyndum og öðrum trúar-
legum myndefnum að mér létti stórum
er ég skyndilega stóð frammi fyrir tveim
dásamlegum málverkum eftir Jan Brue-
gel 1, Flauels- og Blóma-Bruegel, en
þær voru raunar af landslagi. Safnið í
heild mjög gott og söfnin í Dresden frá-
bær þótt sjálf borgin sé mesta gersemin.
Kaupmannahöfn
Minna þarf af vikudvöl í Kaupmanna-
höfn að herma, nema helst að þessi
gamla höfuðborg okkar í meira en 550
ár er stöðugum breytingum undirorpin,
þeim ekki öllum góðum. Verið að gera
Aðaljárnbrautarstöðina að nátt-
úrulausum skyndibitastað sem fram-
kallar djúp andvörp ef hugsað er til
baka, allur virðuleiki á undanhaldi. Þá
er kominn ljósgrænn litur á SAS-
hótelið, og enn einu sinni er verið að
róta í Ráðhústorginu. En góðar fréttir að
sum aðalsöfnin nutu metaðsóknar 2011
þrátt fyrir að aðgangseyrir hafi verið
tekinn upp aftur (!), og þótt Danir yrðu
líka illa fyrir barðinu á heimskreppunni.
Hún virðist hafa verið vítamínsprauta á
listalífið og um víðan völl voru í gangi
frábærar myndlistarsýningar …
Hin endurbyggða frúarkirkja í Dresden.
’
Skyldi ekki viturlegt fyrir okkur á hjara ver-
aldar að líta hér í eigin barm og meðtaka að
áhugi og metnaður til andlegra athafna sé
leiðin til velsældar, síður prófgráður, handstýr-
ing og forsjárhyggja. Að velferðarþjóðfélagið
grundvallast ekki einungis á efnislegum þörfum
heldur einnig andlegum.