SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 37
8. janúar 2012 37
irtækinu að maður flaut bara einhvern
veginn í gegnum það.“
Svo reið áfallið yfir. Það var í lok júlí í
fyrra sem Hafliði fékk heilablóðfall og var
tvísýnt um líf hans á tíma. Hafliða finnst
erfitt að tala um þetta. „Mér leiðist að tala
um þetta af því að það er svo margt fólk
sem hefur gengið í gegnum alveg það
sama og ég, en bara lent verr í því. Ég var
svo heppinn, og mér finnst að ég ætti ekki
að vera að benda á það.“
Heppni Hafliða var ekki síst fólgin í því
að kona hans Ellisif var heima með hon-
um þegar áfallið dundi yfir. „Án hennar
væri ég ekki hér í dag, hún hringdi strax í
neyðarlínuna og hélt í mér lífinu þar til
sjúkrabíllinn kom,“ segir Hafliði.
Sjálfur man hann ekki eftir þessum
degi. „Þetta var á mánudagsmorgni, við
Ellisif vorum á leið í veiðiferð.“ Hún hafði
farið á undan niður að hella upp á kaffi og
var að gera morgunmatinn kláran þegar
hún heyrði dynk af efri hæðinni. Það var
Hafliði sem hafði fallið í gólfið. Hafliði
hugsar með hryllingi til þess ef þetta hefði
gerst þegar hann var að keyra, eins og
stóð til að hann myndi gera, þar sem sjálft
heilablóðfallið, áfallið, ríður mjög skjótt
yfir.
Eftir á að hyggja gerði heilablóðfallið
viss boð á undan sér, en Hafliði náði ekki
að greina þau boð á sínum tíma. Æða-
gúlpar eru ættgengir í fjölskyldu Hafliða,
og hann hafði lengi verið með of háan
blóðþrýsting. Vann of mikið, of mikið
stress og enginn tími til að sinna heils-
unni.
Í vikunni áður en þetta gerðist var hann
í veiðiferð ásamt vinum og var mjög
þreyttur og orkulítill allan tímann. Hann
fór svo í afmæli sem haldið var á Selfossi á
laugardeginum og í miðri veislunni fékk
hann skyndilega skelfilegan höfuðverk,
sem virtist leiða niður í axlir. Hann fór
snemma úr veislunni og fór upp á hót-
elherbergi að sofa. Daginn eftir leið hon-
um aðeins betur og keyrði í bæinn. Höf-
uðverkurinn ágerðist þó þegar á leið, en
Hafliði áleit þetta vera spennuhöfuðverk,
enda vanur að vera með vöðvabólgu sem
gat leitt upp í höfuð. Hann segir þó ólík-
legt að það hefði breytt nokkru þótt æða-
gúlparnir hefðu greinst þarna um helgina.
Opin heilaskurðaðgerð
Hafliði þurfti að gangast undir opna
heilaskurðaðgerð í Svíþjóð og fór í fram-
haldinu í endurhæfingu á göngudeild
Grensáss næstu 2 til 3 mánuðina. End-
urhæfingin gekk ótrúlega hratt og vel, en
Hafliði var heppinn að því leyti að hann
missti aldrei alveg hreyfigetuna eða t.d.
mál eða sjón, þó að ein alvarlegustu eft-
irköstin hafi verið skemmd á öðru auga.
Ekki er að sjá annað en að Hafliði hafi náð
stjórn á því líka.
En þetta tók sinn tíma og krafðist þol-
inmæði. Það var erfitt fyrir mann sem
alltaf hafði verið á fullu að verða þreyttur
á að ganga fram og til baka í götunni
heima hjá sér. Smám saman byggði hann
upp kraft og þol, en hann verður oft
þreyttur og ætlar sér ekki eins mikið og
áður. „Það sést ekki á manni en ég finn
alltaf fyrir svæðinu þar sem ég var skor-
inn upp í höfðinu.“
Hafliði segir að eftir heilablóðfallið hafi
hann fengið skýrari sýn á það sem hann
vildi gera og fundið aftur þann drifkraft
og ástríðu sem hafði áður keyrt hann
áfram. „Það er óhætt að segja að þetta
heilablóðfall hafi hrist rosalega upp í mér,
eftir það fór ég að hugsa hlutina aðeins
öðruvísi og fara mér hægar. Það er samt
ekki auðvelt. Það eru svo margar hug-
myndir á flugi og erfitt að geta ekki látið
þær verða að veruleika, en ég sætti mig
við það núna að hlutirnir geta tekið lengri
tíma. Ef ég fæ hugmynd set ég hana bara á
lager, það þarf ekki alltaf allt að gerast
strax. Það koma jól eftir þessi jól.“
Ferð til Brasilíu
Hann grínast með það að hann hafi eflaust
verið sendur til baka til að klára einhver
verkefni. „Ég átti eftir að uppfylla
drauminn um konfektbúðina, annar
draumur sem ég hef lengi gengið með í
maganum er að gefa út bók. Mig langar að
koma frá mér á einhvern hátt þessari
ástríðu sem ég bý yfir og hvað það er sem
býr að baki. Vandamálið er bara að finna
rétta formið, finna einhvern vinkil, ekki
bara uppskriftabók. Ég verð bara að gæta
þess að vera ekki of fljótur að klára verk-
efnin, heldur gefa mér góðan tíma og eiga
þá kannski aðeins lengra líf og ánægju-
legra.“
Hafliði hefur frá ýmsu að segja þegar
kemur að súkkulaðigerð og framleiðslu.
Hann hefur lesið sér mikið til um mál-
efnið, og fyrir skemmstu lagði hann í
ferðalag alla leið til Brasilíu til að heim-
sækja kakóplantekrurnar þar. Hann segir
það hafa verið ótrúlega upplifun að kom-
ast svona í snertingu við uppruna og
kjarna síns stærsta og helsta áhugamáls.
„Ég fór í ferð á vegum súkku-
laðiframleiðanda sem ég kaupi mikið af
mínu hráefni af. Þetta var hópur manna
úr iðngreininni, hvaðanæva úr heim-
inum, og allt í boði fyrirtækisins. Þetta
voru allt fagmenn sem hafa unnið í þágu
súkkulaðigerðar og verið að breiða út
boðskapinn.“
Hann segist hafa verið ögn hikandi við
að leggja í svona ferðalag eftir það sem á
undan var gengið, var alls ekki viss um að
hann þyldi það. Þetta var bara of gott
tækifæri til að sleppa því. Ferðin gekk
vonum framar, en hann upplifði mikla
þreytu eftir að heim var komið. „Þegar ég
var þarna úti var eins og ég fyndi ekki
fyrir því, ég fékk aukinn kraft og innspýt-
ingu frá umhverfinu sem fleytti mér ein-
hvern veginn í gegnum þetta.“
Hafliði segir sér hafa liðið eins og
krakka í sælgætisbúð í Brasilíu. „Ef maður
hefur ástríðu fyrir einhverju og er virki-
lega búinn að pæla í því og lesa sér til, að
vera svo kominn að kjarnanum og finna á
eigin skinni, nema með öllum skilning-
arvitum, sjón, lykt, bragði … Mig skortir
orð til að lýsa því, þetta var svo mikil
upplifun. Ég hljóp bara um og vildi skynja
sem mest.“
Hópurinn heimsótti þrjár plantekrur,
eina miðlungsstóra, eina mjög stóra, sem
lagði mikið upp úr nýtingu hvers fer-
metra, og eina þar sem ræktunin er líf-
ræn. Þar var Hafliði illa bitinn af mosk-
ítóflugum, enda ekkert eitrað fyrir
skordýr. Í grunnvinnslunni á kakóávext-
inum skiptir engu máli þótt skordýr
komist í snertingu við hann, þar sem allt
er dauðhreinsað með brennslu á síðari
stigum.
Getur hugsað sér
að gerast kakóbóndi
Ein kakóplanta getur borið marga ávexti.
Plantan ber karl- og kvenkyns blóm og
frjóvgar sig sjálf, af blómunum vex svo
kakóávöxturinn. Kjörskilyrði kakóplönt-
unnar til að blómstra og bera ávöxt eru í
heitu og röku loftslagi, en hún er ekki sól-
arsækin. Þvert á móti dafna kakóplöntur
best í skjóli undir öðrum og hærri trjám,
til að mynda bananatrjám, sem hlífa þeim
fyrir sólinni. Líkt og vínþrúgur og kaffi-
baunir eru kakóbaunir viðkvæmar. Upp-
skera er því misjöfn og dregur karakter
sinn úr jarðvegi og af veðurfari rækt-
unarsvæðisins. Bragð og gæði súkku-
laðisins ráðast svo af þessum þáttum.
Þegar kakóávöxturinn er fullþroskaður
er hann skorinn niður og tekinn í sundur.
Inni í honum er kjarni og í honum leynast
kakóbaunirnar. Þær eru fjarlægðar, en
ávöxtinn sjálfan má svo nýta til átu og
drekka safann úr honum. Innfæddir
brugga jafnvel áfengi úr safanum. Baun-
irnar eru í eins konar hýði á þessu stigi, og
þær þarf að þurrka vel. Þeim er safnað
saman á svæði sem ætlað er til þurrkunar,
dreift vel úr þeim og þeim snúið reglulega
og þær þannig sólþurrkaðar. Ef rignir eru
færanleg þök dregin yfir til að skýla
baununum fyrir vætu.
Gæðaprófanir eru gerðar strax á ekr-
unni, en lengra er ekki gengið í fram-
leiðslunni á sjálfu kakóinu eða súkku-
laðinu þar, heldur eru baunirnar sendar í
verksmiðjur þar sem vinnslan á súkku-
laðinu fer fram. Þar eru baunirnar
brenndar líkt og gert er við kaffibaunir,
en við brennsluna dauðhreinsast þær. Þá
er hýðið mulið utan af innsta kjarnanum
og aftur er brennt og hreinsað, allt þar til
að eftir stendur bara kjarninn, eða sjálfar
baunirnar í engu hýði. Þá tekur við mölun
og baunirnar eru malaðar þar til þær
mynda fínkorna massa. Sá massi er svo
pressaður þar til að fitan, eða kakó-
smjörið, skilst frá sjálfum kakómass-
anum. Úr kakómassanum er unnið kakó-
duft eða massinn notaður til að búa til
súkkulaði. Þá er kakómassanum blandað
aftur saman við kakósmjörið, en þar
skipta hlutföllin öllu, það þarf að blanda
ákveðið magn af fitu á móti massa, til að
fá rétta bragðið fram.
„Þegar talað er um til dæmis 70%
súkkulaði, þá er átt við að blanda ka-
kósmjörs og kakómassa er samtals 70% af
hráefninu, en súkkulaði inniheldur oftast
líka einhvern sykur. Alvörusúkkulaði
inniheldur eingöngu kakósmjör sem
unnið er úr kakóbaunum. Það flokkast
nánast sem guðlast meðal súkku-
laðiunnenda að bæta annarri fitutegund
við súkkulaðið,“ segir Hafliði.
Hann segir oft skorta skilning á súkku-
laðigerð sem faglegu viðfangsefni sem ber
að nálgast af virðingu og samkvæmt við-
teknum gæðastöðlum.
Það var ekki bara kakóframleiðslan sem
heillaði í Brasilíu, heldur var Hafliði hug-
fanginn af landi og þjóð. „Það er ótrúlega
fallegt landslag þarna og gróðurinn var
stórbrotinn. Fólkið svo vingjarnlegt og
glaðlynt, og ferskir ávextir og krydd á
hverju strái.“ Hann segist jafnvel geta
hugsað sér að setjast þarna að, gerast
kakóbóndi og lifa á landsins gæðum. „Eða
flytja kakóplöntur hingað heim og koma
fyrir í gróðurhúsi, gerast bara einyrki og
rækta mitt súkkulaði sjálfur frá grunni.“
Kakóávöxturinn er tekinn í sundur fullþroskaður og í kjarnanum leynast kakóbaunirnar.
Hafliði heimsótti kakóplantekrur í Brasilíu og getur hugsað sér að gerast plantekrubóndi.
Líkt og vínþrúgur og kaffibaunir eru kakó-
baunir viðkvæmar.
’
Alvörusúkkulaði
inniheldur ein-
göngu kakósmjör
sem unnið er úr kakó-
baunum. Það flokkast
nánast sem guðlast með-
al súkkulaðiunnenda að
bæta annarri fitutegund
við súkkulaðið.